Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 ! BRAGI ferst - 10 drukna Sigurmann Eiríksson. Gúðmundur Einarsson. Ingvar J. Guðmundsson. Þorbjörn Björnsson. Lárus Guðnason Sveinbjörn Guðmundss. Elías Loftsson. Ing'imar Kristinsson. Ingimar Sölvason. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virlca doga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. BlaSið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglúsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Um þetta leyti árs þykir mjer lang: skemtilegast að ganga um Austur- stræti og aðrar aðalgötur höfuðstað- arins. Hversvegna? munu menn spyrja. Núna, þegar skammdegið er að falla yfir, laufin að falla af trján- um og fannir að koma í Esjuna? Rjett er það, hin yrti náttúra er engan vegin í sínu besta gengi um þetta leyti, ekki i höfuðstaðnum fremur en annarsstaðar. Errda sjer maður furðu lítið af henni í Austur- stræti, nema helst blessaða sólina um hásumarið. — En hvað er þá? Það er fólkið, maður, fólkið. Að vísu sjest eitthvert fólk i Reykjavik- urbæ allan ársins hring, en á haustin er skemtilegasta fólkið á göngu á strætum borgarinnar. Þá kemur skóla fólkið nefnilega í bæinn, og þar mcð er jeg kotninn að viðfangsefninu. Skólafólkið, sem kemur hingað á haustin, einkum það, sem bætist al- veg við, þykir mjer skemtilegasta fólkið, sem gengur um götur Reykja- víkur á haustin. Komdu með mjer út í kvöld, og taktu vel eflir.-Taklu t. d. eftir þessum unga pilti þarna! Ilann geng- ur hægt, starir forvitnum undrunar- augum á alt, sem fyrir augu ber. Það er ekki margt, sem fer fram hjá at- hygli lians. Hann er með spáriýja skólahúfu á höfðinu, hún fer honum fremur illa, stendur eins og strókur beint upp af höfðinu, hann hefir ennþá ekki lært að halla lienni snið- uglega á ská eins og þeir eldri gera. Buxurnar eru ekki rjett vel press- aðar, en það fær ekkert á hann, hann hefir ennþá ekki lært hispur og snyrtimensku borgarbúans. En hann er látlaus og einlægur og er kominn hingað til þess að læra fleira en skólalærdóni, hann er líka kominn til þess að læra að þekkja á lífið. Austurstræti veitir honum fyrstu kenslustundina. Ef þú heldur, að mjer þyki svona gaman að horfa á þennan pilt vegna þess, að jeg sje að draga dár að hon- um, þá skjátlast þjer hrapalega. Þetta er þvert á móti. Jeg sje ekkert hlægi- legt við þennan dreng. En mjer þykir vænt um hann. Jeg sje í honum spegilmynd okkar margra. Svona lit- um við út, þegar við vorum að leggja út í lífið, fullir eftirvæntingar og út- þrár, og áttum eftir að hlaupa af okkur hornin. Þessvegna ber jeg lika hlýjan hug í brjósti til þessa drengs og óska þess, að honum vegni vel. Fyrsta stórslysið, sem íslenslca þjóðin hefir orðið fyrir af völdum ófriðarins, varð aðfaranótt miðviku- dagsins 30. okt. er enska skipið ,,Dnke of York“ sigldi á togarann „Braga“ á innsiglingunni til Fleet- wood, en þangað hafði togarinn komið daginn áður og beðið eftir afgreiðslu utan hafnar, ásamt fleiri skipum með almyrkvuð Ijós eins og öll skip verða að gera í land- helgi ófriðarþjóðanna. Við áreksturinn hvolfdi „Braga“ sem næst á svipstundu. Aðeins þrír menn komust af: Þórður Sigúrðsson, 2. stýrimaður og Stefán Olsen, kynd- ari, sem báðir voru á stjórnpalli, og Stefán Einarsson kyndari, sem með óskiljanlegum hætti komst upp úr hásetaklefanum aftur á og komst á kjöl á skipinu, er því hvolfdi. Þriðji maður var nýkominn upp' á brúna, en mun liafa skolað út þegar. Það var skipstjórinn, Ingvar Á. Bjarna- son. Alls fórust tíu menn .af áhöfn- inni, nfl. þessir: Ingvar Ágúst Djarnason, skipstjóri, Öldugötu 4. Hann var 48 ára, giftur og sex barna faðir. Sigurmann Eiriksson, 1. slýrimað- ur, Barónsstíg 43. Lætur eftir sig ekkju og 2 börn. Gnðmundiir Einarsson, 1. vjel- stjóri, Bergþórugötu 53, 37 árn, var kvæntur maður og átti 3 börn. Ingvar Július Guðmuridsson, 2. vjelstjóri, Spítalastíg 5; 42 ára. Gifl- ur og faðir fimni kornungra barna. Þ orbjörn Björnsson matsveinn, Laugavegi 20B, 38 ára. Giflur og tveggja ungra barna faðir. Lárus Guðnason háseti, Kárastíg II. 45 ára. Giftur og átti 2 börn. Sveinbjörn Guðrnundsson háseti, Njálsgötu 50, 39 ára. Lætur eftir sig konu og eitt barn. Elias Loftsson háseti, Skólavörðu- stig 35. Lætur eftir sig konu og citt barn. Ingimar Kristinsson háseti, Hafn- arfirði, 40 ára. Ingimar Sölvason loftskeytamað- ur, Njálsgötu 84, 30 ára. Lætur eftir sig konu og eitt harn.------- „Bragi“ var 22 ára gamalt skip, 321 smálest. Framan af var hann eign Færeyinga og hjet þá „Grímur Kamban", en árið 1928 keypti Geir Thorsteinsson skipið og hefir átt það siðan. Við eigendaskiftin fjekk það Braganafnið. Tveir af þeim þrernur, sem björg- uðust, Þórður Sigurðsson og Stefán Olsen,, komu heim sl. þriðjudag á hotnvörpungnum „Haukanes“. Með skipinu kom ennfremur lík skip- stjórans, Ingimars Bjarnasonar, en önnur lík skipsmanna liöfðu ekki fundist, þegar „Haukanes“ fór frá Fleetwood. Þriðji maðurinn, sem lifði af slysið, Stefán Einarsson, var lagður á sjúkrahús eftir volkið og hafði ekki náð sjer að fullu, þeg- ar „Haukanes" fór. Níu ekkjur og 23 ung börn hafa mist heimilisstoðina við liið hörmu- lega slys. Skýrsla Bálíarafjelagsins. 1939—40 er nýlega komin út. Eins og kunnugt er, vinnur fjelagið kapp- samlega að ]>ví, að komið verði upp bálstofu hjer i höfuðstaðnum og er málið koniið á svo góðan rekspöl, að fest hafa verið kaup á lóð, teikn- ing gerð af bálstofunni dg 31 þúsund krónur liafa sáfnast í byggingarsjóð fjelagsins. Væntir fjelagið styrks frá ríki og bæjarfjelagi seni fýrst, þann- ig að hægt verði að ráðast í bygg- inguna á næsta ári, en jafnframt væntir fjelagið þess, að sem flestir einstakir menn, sem hlyntir eru hreyfingunni, láti ekki lengi drag- ast að eignast bálfararskirteini og ganga í fjelagið. Innritunargjald í fjelagið er 10 krónur, en árgjald ekkert. Og bálfararskírteinin kosta 100 kr. (sem hægt er að greiða í tvennu eða fernu lagi) og telst fyrir- framgreiðsla á útfararkostnaði. — í ský-rslunni eru ennfremur tvö fróð- leg erindi um bálstofur og kosti þeirra eftir pr'óf. Gunnlaug Claes- sen og Björn Ólafsson stórkaup- mann. Er hinn fyrri formaður fje- lagsins og sá síðarnefndi fjehirðir jiess, en auk þeirra silja í stjórn- inni Ben. Gröndal verkfræðingur, Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri og Ágúst Jósefsson heilbr.fulltrúi. — Átta íslendingar hafa verið bálsettir crlendis á síðustu tveimur árum, fyrir milligöngu Bálfarafjelagsins. Páll Halldórsson, fijrv. skólastj., verður 70 ára i!t. þ,- m. Ingvar Ágúst Bjarnason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.