Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.12.1940, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Tvær „Leifturbækur" Prjónuð Efni: 250 gr. ullárgarn með silki- þræði. 2 prjónar nr. 214 og 2 pr. nr. 3. Framstykkj peysunnar: Fitjið 84 1. upp á pr. nr. 214. Prjónið 3 cm. 2 rjettar og 2 brugðnar. Prjónið siðan 12 cm. 3 1. rjettar og 1 1. brugðna. Síðan koma handvegirnir og eru fyrst feldar af 3 1. og siðan 2 1. i hvorri hlið og siðan 1 1. þangað til eftir eru 66 1. Þegar handvegurinn er orðinn 4 cm. er stykkinu skipt í tvent. Prjón- ið hinar 33 I. þar til handvegurinn er 7 crn., fellið svo af 8 I. þeim megin, sem liálsmálið er, og siðan 2 á sömu hlið á öðrum hverjum prjóni þar til eflir eru 19 1. Haldið áfram þar til handvegurinn er 10 cin. og fellið svo af á öxlinni í þrem prjónum. Hinar 33 1. eru prjónaðar alveg eins. Bakið er prjónað eins og framhlið- in, en þá er ekki fitjað upp 'nema 78 1., sem eru prjónaðar áfram þegar handvegurinn er inyndaður, og þeg- ar liann er 10 cm., eru 19 1. feldar af á hvorri hlið á 3 prjónum fyrir öxlunum, en lykkjurnar í miðjunni feldar af í einu. Ermarnar. Fitjið upp 40 1. á pr. nr 3 og prjónið 6 pr. rjetta. Á 6. þrjóni er aukið í, svo að 1. verða 70. Prjónið siðan áfram þar til ermin er orðin 6 cm., takið þá úr: fyrst 4 1. í byrjun tveggja fyrstu prjónanna, síðan 2 1. í byrjun hvers prjóns, þar til eftir eru 14 1., isem feldar eru af í einu. Kraginn. Fitjið upp 9 1. og prjónið 26 cm. með rjettu prjóni. Framhliðin ó buxunum. Byrjið að barnaföt. ofan og fitjið upp 66 1. á pr. 214 og prjónið 5 cm., 2 brugðnar og 2 rjettar. l’rjónið 15 cm. á pr. nr. 3, 3 rjettar og eina brugðna. Síðan koma skálmarn ar. 2 .1 er aukið í í miðju stykkinu og síðan er stöðugt aukið í á næstu 20 prjónum. Þegar 1. eru orðnar 22 í stykkinu á milli skálmanna eru feld- ar af 33 1. fyrir hvorri skálm. Prjón- ið 2 cm. á 22 lykkjunum og fitjið siðan upp 33 1. fyrir skálmunum. Nú er aftur tekið úr þangað til speldið er búið og síðan eru prjónaðir 15 cm. og að siðuslu 5 cm. á pr. nr. 214, tvær rjettar og 2 brugðnar. Þegar búið er að prjóna 214 cm. er búið til linappagat sitt hvoru megin, þannig að feldar eru af 4 1., en fitjaðar aftur upp á næsta prjóni. Takið síðan upp Walter Scott: Ivar Hlújárn. Lowell Thomas: Æfintýri Lawrence í Arabíu. Páll Skúlason þýddi. H.f. Leiftur gat út. Fyrir nokkrum vikum kom ein vinsælasta saga "Walter Scotts út. Það var Ivan Hoe eða ívar hlújárn. Sagan hefir að vísu verið gefin út áður, hún kom neðanmáls í Lög- rettu og var sjerprentuð, en sú út- gáfa mun vera uppseld fyrir inörg- um árum. Og fyrir nokkruin dögum kom út bókin, sem sagt hefir verið um, að væri besta bókin, sem skrifuð liefir verið um Thomas Edward Lawrence, hinn dularfulla fornfræðing, sem fyrir rás örlaganna gerðist ókrýnd- ur konungur Araba og vann traust þeirra í svo ríkum rnæli, að þeim þótti ekki ráð ráðið nema Lawrpnce væri þar nálægur. Það var hann, sem liafði liernaðarforystu Bedúína austur í eyðimörkum Arabiu og Sýr- lands í ófriðnum 1914—18, og það má fullyrða, að ef hans hefði ekki notið við, hefðu Tyrkir, sem þá voru bandamenn Þjóðverja, haft betur i viðureigninni í Vestur-Asiu. Að Allen- by hershöfðingi náði Jerúsalem á silt vald má einnig þakka aðgerðum I.awrence og Arabanna, sem jafnan fórn eins og elding um landið, eyði- lögðu járnbrautir fyrir Tyrkjum og rjeðust á framvarða- og njósnarsveitir þeirra og gerðu þeim skráveifur í sifellu, svo að þeir mistu kjarkinn, og þann vettvang, sem þeim hafði verið ætlað að sigra á. Það þótti dularfult, livernig þessi ungi vísindamaður, Lawrence, gat alt í einu breyst í vígkænan lierfor- ingja og fengið Bedúínana i Arabíu, sem taldir eru allra manna tortryggn- astir gagnvart hvitum mönnum, til þess að hlýða sinni umsjá. En þó þótti það ekki síður merkilegt, að þegar striðinu lauk og' allir bjugg- ust við, að Lawrence mundi hljóta liinn mesta frama, sem England get- ur veitt, þá hvarf þessi herkonung- ur eyðimerkurinnar gersamlega af opinberum vettvangi. Og svo spurð- ist lítið til hans þangað til sú fregn flaug um allan heim, að hann væri dáinn. Hann beið bana af slysi, scm hann varð fyrir á mótorhjólinu sínu. En almenningur vildi ekki trúa því, að liann væri dáinn, og gat þess til, að nú liefði Lawrence verið sendur í dulargerfi eitthvað út í veröldina til þess að vinna ný stórvirki.----- Englendingar kalla menn eins og Lawrence „mystery men“. Þeir eru öllum ráðgáta nema þeim, sem þekkja þá best. Það kann að vera, að ýms- ir hafi þekt Lawrence betur en Lo- well Thomas gerði, en líklega hefir enginn skilið hann betur. Og Lowell Thomas var með honum i Arabíu, þegar liann var að vinna „krafta- verk“ sín. Auk þess er Tliomas ágæl- ur rithöfundur og blaðamaður, sem er fljótur að skilja. Lýsing, hans á Lawrence liefir þvi orðið meistara- verk, sem eigi aðeins fræðir les- andann um það, livernig stóð á þvi, að Lawrence var eins og hann var og gat afrekað það, sem eftir hann liggur, heldur fylgir lesandanum á hinar fjarrænu ófriðarstöðvar eyði- merkurinnar. Og Thomas segir svo skemtilega og spennandi frá, að eng- um leiðist að vera i samfylgd með honum. lykkjur neðan á skálmunum og prjón- ið 2 cm. rjett prjón. Axlaböndin. Fitjið upp 9 1. og prjónið 34 cm. Hnappagat er haft á báðum endum, og prjónið síðan ann- að stykki jafnlangt. Þýðingin á bókinni er lipur og látlaus og orðalagið svo viðfeldið, að manni gleymist að verið er að lesa þýdda bók. Fjöldi af myndum, til skýringar efni bójcarinnar, fylgja og útgáfan er öll hin vandaðasta. Það er fengur að slíkri bók á íslenskt mál. ívar hlújárn ber að dyrum liinna yngri lesenda, unglinganna, sem enn eru að stunda skólanám og liafa stundum meiri ást á skemtilegum sög- um en skólabókunum. Fyrir 30—40 árum voru Walter Scott og Capt. Marryat (sem Jónas Hallgrímssson var að lesa sögu eftir, þegar hann lá banaleguna) einna vinsælastir böfundar hjá skólaæskunni, og þær vinsældir liafa þeir ekki mist enn. Þeir eru og verða „klassiskir" upp á sína vísu. Og það má um Scott segja, að hann fræðir betur en nokk- ur mannkynssaga um þá þætti skotskrar sögu, sem liann segir. Svo að þeim tíma er ekki til ónýtis var- ið. sem fer til að lesa þær. ívar hlújárn gerist á tímum Rik- harðs Ljónshjarta, liinnar glæsilegu hetju krossferðanna. Þetta er í raun op veru riddarasaga, en ekki í hin- um gamla stíl, sem svo mikils var metinn með íslenskri þjóð um eitt skeið, að riddarasögurnar skygðu á sjálfar fornbókmentirnar. ívar hlú- járn er sígild riddarasaga, sem æska þessarar aldar les með áfergju, þrátt fyrir breytingar þær, sem gera svo inarg’t og marga að umskiftingum á öld hraðans og hryllinganna. Þessari útgáfu fylgja hvorki meira nje minna en 204 myndir, þannig, að liálfsíðumynd er á hverri blað- síðu ofanverðri. Myndirnar gefa skýringar á efni þvi, sem lesmálið fjallar um, og þessvegna verður bók- in einnig vinsæl hjá yngri lesendum, en ella mundi. Báðar bækurnar eru prentaðar í ísafoldarprentsmiðju. ÞVÍ LÍÐUR VEL! Fólk, sem er á móti því, að dýr sjeu noluð til tilrauna í þágu visind- anna, ætti að atliuga marsvínið lijerna á myndinni. Það er notað til þess að gera á því fjörefnarannsóknir og sljanað við það eins og ungbarn í reifum. Á myndinni sjest að verið er að mata það. /%/ — Þú ert nýkominn lieim frá Ameríku. Hvað ætlarðu að taka fyrir? — Jeg hefi gert samning við mann lijerna. Við ætlum að stofna versl- un saman. Hann á að leggja til peningana og jeg legg til þekking- una. En jeg vona, að eftir svosem þrjú ár verðum við búnir að hafa skifti, þannig, að jeg liafi þá fengið peningana, en hann þekkinguna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.