Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - EDITH CAVELL. Fyrir rúmum 25 árum var ekki meira um aðra konu talað, en enska lijúkrunarkönu, sem tekin hafði ver- ið af iífi í Belgíu. Nafnið Edith Cavell var þá það kvenmannsnafn, sem oftast sást getið í blöðunum, og þau fluttu langar greinar um hana og kölluðu hana plslarvott. Nú er farið að fyrnast yfir þetta nafn og sumt af yngri kynslóðinni mun naumast hafa heyrt það nefnt. Því skal dr-epið á aðalatriði í málinu. Þegar Þjóðverjar rjeðust inn í Belg- íu 1914 var Editli Cavell þar yfir- hjúkrunarkona á hressingarhæli. Þjóð verjar lögðu undir sig landið og ljetu hælið starfa áfram, sem þýskan her- mannaspítala og gegndi Edith Cavell þar starfi sínu áfram, undir þýskri yfirumsjón. Þá bar svo við eitt sinn, er hún kom i bakarabúð, að sonur konunar þar kemur inn, særður og örmagna. Þýskir hermenn koma inn rjett á eftir honum og Edith Cavell tekst á liendur að koma hinum særða Belga undan og felur h-nn í kjallara sjúkrahælis síns og kemur honum siðan undan til Holiands, með aðstoð ferjumanns eins. Þetta verður upp- haf þess, að hún fer að leyna belg- iskum og frönskum flóttahermönnum í kjallaranum hjá sjer og koma þeim undan. Þýska lierstjórnin kemst á snoðir um þetta og tekst með aðsíoð njósnara eins, sem læst vera belg- iskur flóttahermaður, og belgisks landráðamanns, að koma málinu upp. Edith Cavell var jafnframt sökuð um njósnir fyrir bandamenn og stefnt fyrir herrjelt 7. okt. 1915. Hún játaði á sig að hafa hjálpað fast að 200 hermönnum til að flýja úr landi, og þrátt fyrir það, að m'. a. sendi- herra Bandarikjanna gengi i forbón fyrir hana, var hún dæmd til dauða og tekin af lífi, 12. október 1915. Þótti flestum sú hegning liörð. jafn- vel Þjóðverjum sjálfum. Það er þessi átakanlega saga, sem sögð er í fullu samhengi og á list- fengan hátt í kvikmyndinni, sem Gamla Bíó er að byrja að sýna núna. Er hún tekin af RKO Radio Picturs undir stjórn hins stórfræga leik- stjóra Herbert Wilcox, en Anna Neagle leikur aðalhlutverkið, sem eins og nærri má geta gnæfir liátt yfir öll önnur hlutverk í þessari mynd. Og svo aðdáanlegi hefir henni tekist að iklæða hina göfugu lijúkr- unarkonu heillandi búningi, að áhorf- endur muna þennan leik lengur en flest annað það, sem þeir hafa sjeð í lifandi myndum um æfina. Jón E. Brynjólfsson, Bergþórn- götu 16, verður 50 ára 5. febr. Til lesenda Fálkans Fálkinn hefir þann Jobspóst að flytja öllum sínum mörgu lesend- um, fjær og nær, að frá næsíu mánaðarmótum hækkar verð blaðsins enn, eins og sjá má ái auglýsingunni á blaðsíðu 14. Þegar blaðið var hæltkað í verði fyrst, í maí síðastliðnum, var gerð grein fyrir ástæðunum hjer í blaðinu. Síðan hefir kaup- magn peninga fallið stórkostlega, þannig að nú er dýrtíðarvísitalan orðin 146, þ. e. að nú þarf kr. 1.46 fyrir þær nauðsynjar, sem áður kostuðu eina krónu. Allir þeir, sem fá kaup sitt í peningum, fá uppbót sem þessu svarar á kaupi sínu, en þeir sem lifa á framleiðslu, njóta þess flestir, að framleiðsla þeirra hefir hækkað í verði. Þannig er ekki um raunveru- lega hækkun að ræða, þegar blöð- in hækka verðlag sitt svo sent nú er gert, heldur hitt, að g.ldi krón- unnar hefir rýrnað. Blöðin verða að greiða hækkuð vinnulaun, og pappír hefir nærfelt þrefaldast í verði. Lesendur eru vinsamlega beðn- ir að líta á þetta, í sambandi við það nýja verðlag, sem nú er aug- lýst. Blöðin mundu sjálfs sín vegna fremur hafa kosið, að alt verðlag hefði haldist óbreytt frá því sem áður var, og hefði hlutur þeirra þá orðið betri en nú verð- ur, þrátt fyrir hina itýju hækkun. Með vinsemdarkveðju VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN. Símon Pjetursson, Vatnskoti, Þingvallasveit, verður 60 ára 2. febrúar. Enskum auðmönnum fór mjög fjölgandi síðustu árin fyrir styrjöldina. Árið 1938 voru í Bret- landi 1024 menn, sem höfðu meira en 30.000 punda árstekjur, en árið áður höfðu þeir ekki verið nema 959 og ekki nema 789 fyrir sex árum. — Árið 1938 höfðu 99 gjaldendur meira en 100.00 punda árstekjur á móti 81 árið áður og 66 árið 1933— 34. Tekjur þessara hátokjumanna manna höfðu jafnframt aukist stór- kostlega, nfl. úr 11,209 miljón pund- um árið 1933—34 upp i 18.721.00 árið Jón Sveinbjörnsson, konungs- ritari, verður 65 ára 2. febr. n.k. Kristján Linnet, fyrv. bæjarfó- geti í Vestmannaeyjum, verður 60 ára 1. febr. n.k. Þórður Bjarnason, kaupmaður, frá Reykhólum, verður sjötug- ur, sunnudaginn þann 2. febr. 1937—38. Á sama tímabili uxu tekjur þeirra, sem höfðu minst 30.000 punda árstekjur, úr 45 miljón upp í 62 milón sterlingspund samtals. Sðlnbörn komið og seljið FÁLKANN. - NÝJA BÍÓ - SYSTURNAR. Myndin hefst árið 1904, þegar ver- ið er að halda hátíð í Silver Bow, smábæ í Bandaríkjunum, í minningu þess, að Theodore Roosevelt hefir verið kosinn forseti. Og henni lýkur rjettum fjórmn árum síðar, þegar verið er að fagna næstu forsetakosn- ingu í sama bæ. En margt gerist í millitíðinni, t. d. jarðskjálftinn mikli i San Francisco árið 1906. Meðal gesta á fagnaðinum 1904 eru Elliottshjónin með þrjár dætur sínar, Louise, Helen og Grace — kornungar fallegar og fjörugar. Louise á að gift- ast Tom Knivel, bankasljórasyninum í bænum. Og Helen er umsetin af ríka manninum Sam Johnson, sem þó hefir aldur til að vera faðir hennar. En þetta fer nú nokkuð á annan veg en ætlað er, því að þarna kemur á hátíðina — eins og skrattinn úr sauðarleggnum — blaðamaðurinn Frank Medlin (Errol Flynn), og kunningi hans, Tim Hazelton (Don- ald Crisp). Frank er slompaður, eins og hann á vanda til, og hefir alt á hornum sjer — þangað til hann sjer Louise Elliot (Bette Davis),. Hann verður ástfanginn, fylgir henni heim, breytir um áætlun og afræður að verða þarna í viku til þess að kynrt- ast Louise og láta liana blása í sig andagift og starfsvilja, en þetta hvorttveggja ætlar hann að nota til að. skrifá heila skáldsögu. Skáldsagan er þó óskrifuð þegar hann fer frá Silver Bow, en liinsvegar rænir liann Louise með sjer, giftist henni og fer með hana til San Francisco. Nú skyldi maður halda, að alt færi vel og að þetta yrði bara ljómandi fallegt æfitýr, en það er nú öðru nær. Systurnar rata allar í margskonar raunir og mótlæti, en það verður les- andinn að sjá í Nýja Bíó en ekki lesa um það. Það eru mismunandi sögur hversdagslifsins, sem þær upplifa liver fyrir sig og þeir þrír ferlar, sem þær fara næstu fjögur árin, eru lærdómsríkir og gefa hugmynd um daglegt líf i Bandaríkjunum, eins og það var fyrir þriðjungi aldar. Þeir sem halda, að hjónaskilnaðir sjeu fyrirbrigði siðustu ára þar vestra, munu sannfærast um, að þeir voru i fullum gangi fyrir aldamótin. Leikur þeirra Bette Davis og Er- rolls Flynn er prýðilegur. Tekst hon- um einkar vel að sýna drabbarann, sem þrátt fyrir alt á þó mannlegar til- finningar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.