Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N r Francis D. Grierson: Framhaldssaga. "1 L— Tóma hiijsið. Le^nilög:reg:la§ag:a. --) r' - 4. &s=^BE Eftir árs starf í umferðarlögreglunni f jekk hann mánaðarreynslu í C. I. D. — grenslunardei’d glæpamá’alögreglunnar. — Þar sá hann þann leik á borði, sem hann hafði altaf vonast eftir, en farið dult með. Þetta var þrælavinna og oft hættuleg, en hann stundaði starfið kappsamlega og gat nú glaðst yfir því, að vera yngsti njósnar- foringinn í Scotland Yard, aðeins tuttugu og átta ára gamall. Meðan hann var að hækka í mannvirð- ingunum hafði alt breyst á „Foliat Close“. Ríkur piparsve’nn, frændi föður hans, hafði hrokkið upp af og arfleitt mr. Blyth að eignum sínum. Hann hafði þá undir eins tekið „Foliat Close“ í sínar hendur aftur, og hafði nú betur gát á skildingunum en áður. Hann stakk upp á, að Barry segði sig úr lögreglunni, en hann hristi bara höfuðið. „Nei, þakka þjer fyrir,“ sagði hann, „mjer líður vel þar sem jeg er. Það getur verið, að yfirfulltrúapláss losni núna ein- hvem daginn, eða einhver annar álika biti, og jeg vil gjarnan, að húsbændurnir viti, að jeg er til taks.“ Faðir hans hló, en hafði vit á, að gera þetta ekki að kappsmáli; þó var ekki úr því að aka, að sonur hans tæki við dálitl- um lífeyri til viðbótar embættislaunum sin- um, sem ekki voru rausnarleg. Barrv sá enga ástæðu til að drepa hendi við því, og gat nú haft efni á að leigja sjer þægilega íbúð í Duke Street í Adelphi, þar sem hús- vörðurinn, sem var uppgjafa lífvarðarmað- ur, og konan hans, önnuðust um Barrv. Mr. Blyth liafði altaf, jafnvel þegar hann var bágast staddur, haft hirðu á að borga árstillag í „Country Club“ fyrir sig og son sinn, en forfeður hans höfðu verið í þess- um klúbb mann fram af manni. Og nú gat Barry á ný komið í þann fjelagsskap, sem hann hafði orðið að vera án, árum saman. Það gat ekki farið hjá því, að það vekti öfund, hve Barry hækkaði fljótt í tigninni, en Morton yfirfulltrúi, sem var yfir hann settur og var talinn sjálfkjörinn í lögreglu- stjórasætið undir eins og það losnaði, og Herbert Dale, undirforstjóri í deild Blyths, svndu honum altaf fult traust, og þetta var honum því kærkomnara sem það var al- kunna, að hvorugur þessara embættis- manna leyfði sjer að gera sjer mannamun. Jæja, þó að Barry Blyth hefði sagt við Vane, að það væri slæmur vani að trevsta því, sem manni dytti i hug, þá var hann persónulega talsvert hneygður fyrir að láta hugmvndaflugið ráða, og hafði reynst þetta mjög vel stundum, ef hann gætti þess að- eins, að taka fult tillit til þeirra staðrevnda, sem fyrir lágu. Og þó að hann gæti alls ekki fundið fastan grundvöll fyrir tilgátu sinni, þá gat hann ómögulega hægt þeirri til- finningu frá, að rannsókn málsins, sem nú lá fyrir, yrði úrslita prófsteinn á hæfileika hans. Hann huggaði sig altaf við, að hepn- in mundi verða honum hagstæð, livenær sem hann tók að sjer mál, en í þetta skifti fanst honum á sjer, að nú liefði liann feng- ið erfiðustu raunina, sem liann liefði glímt við á æfi sinni, hlutverk sem annað tveggja valt á: stærsti sigur er hann hefði nokk- urntima unnið, eða svo eftirminnileg sneypa, að hún mundi loða við hann allan embættisferil hans. Sneypa er nefnilega 'orð, sem þeir kunna illa við í Scotland Yard. Þessar hugrenningar og hugsunin um starfsemi hans í þjónustu lögreglunnar, voru honum í huga, meðan lögreglulæknir- inn var að rannsaka líkið, í tómu stofunni á „Cariscot“. Hann rumdi af óþolinmæði til þess að dreifa hugrenningunum. Hann hlaut að vera veikur í lifrinni. Hann hafði lagt á sig vökur út af demantsþjófnað- inum og ekki fengið reglulega að borða. Nú settist hann á breiðan planka undir glugganum, það var auðsjáanlega ætlast til, að það væru stoppdinur á honum — og starði hugsandi á gljáburstaða skóna sína. Og þegar augun hvörfluðu yfir tána, stöldruðu þau við merki, fleiri en eitt , sem sáust greinilega í dustinu. Merk- in voru í laginu eins og talan 7, tvisvar sinnum, hver ofan á annari, en tvö strik- in miklu feitari en hin, eitthvað líkt þessu: ^ Hann fór að brjóta heilann um, eftir hvað þetta merki gæti verið. Talan sjö tvöföld! Hann brosti er hann hugleiddi, að lög- reglusöguhöfundur mundi eflaust álykta, að þetta væri merki ,einhvers glæpamanna- fjelagsskapar. „Kynlegu sjö-in“. Það væri ágætt heiti á bók. En Barry hafði rekið sig á, að svona merki voru ýmist alger tilviljun, eða gerð af ásettu ráði, í þeim tilgangi, að láta lög- regluna halda, að þarna ætti hræðilegur og óvinnandi glæpafjelagsskapur hlut að máli. Nei, hann var kominn að þeirri nið- urstöðu, að maðurinn sem hafði framið þennan glæp, væri þannig gerður, að hann leyfði sjer ekki þesskonar tiltektir. Eigi að síður var merkið í gólfdustinu svo óvenjulegt, að hann var nokkrar sek- úndur að brjóta heilann um, hvaða hús- gagn hefði getað látið eftir sig svona merki, en hann gat ekki ráðið gátuna, og ljet sjer nægja, að slá málinu á frest cg taka það til athugunar seinna, ef þörf gerðist. Hann sneri sjer við þegar læknirinn stóð upp og ávarpaði hann. „Nú hefi jeg ekki meira hjer að gera,“ sagði hann. „Maðurinn hlýtur að hafa dáið samstundis. Hnífurinn hefir farið inn milli þriðja og fjórða rifs. Annaðhvort hefir til- viljunin verið morðingjanum holl eða hann er vel að sjer í líkamsfræði mannsins. Auðvitað .......“ Hann þagnaði þegar yfirlögregluþjónninn kom inn. „Það er maður úti, sem langar til að tala við yður, mr. Blyth,“ sagði Parson. „Það er mr. Cranberry, fasteignasali.“ „Jeg skal koma ofan til hans,“ sagði Bar- ry; en Cranberry, sem var óþolinmóðari en svo, að hann gæti beðið, ruddist nú inn í stofuna og var auðsjáanlega mikið niðri fyrir. „Góðan daginn!“ sagði hann, „þjer eruð leynilögi'eglumaður, geri jeg ráð fyrir, —- mi'. Blyth? Einmitt — jeg meina með öðr- um orðum. Hvernig gengur það. Þetta er hræðilegt — i hæsta máta hræðilegt. Prim- by skrifari minn hefir sagt mjer frá þvi, og mjer fanst rjettast að koma hingað undir eins. Mjer datt í hug, að það væri hugsan- legt ....“ Hann þagnaði er honum varð litið á lík- ið á gólfinu. „Drottinn minn!“ hrópaði hann. „Þetta er þá mi’. Cluddam!“ „Þjer þekkið þá manninn?“ sagði Blyth fljótmæltur. „Þekki hann — víst þekki jeg hann, eða rjettara sagt þekti hann, hefði jeg átt að segja — aumingja maðurinn. Það er mr. Samúel Cluddam, ein af skjólstæðingum mínum. Það er hann, sem átti þetta hús hjerna.“ „Er það satt? Hvað vitið þjer annars um hann?“ „Eiginlega ekki margt, þegar jeg fer að hugsa um það. Hann á heima — átti heima einhversstaðar nálægt Paddington. Jeg hefi vitanlega heimilisfangið hans á skrifstof- unni. Jeg held að hann hafi verið einskonar umboðssali. „Keypti hann þetta hús fyrir yðar milli- göngu?“ „Nei, við vorum að reyna að selja það fyrir hann. Hann hefir sagt mjer, að hann hefði tekið það upp í skuld, eða eitthvað svoleiðis. Hann gaf okkur umboð til að selja það, en okkur hefir því miður ekki tekist það ennþá.“ „Getið þjer hugsað yður, hvað hann hafi verið að gera hingað?“ „Nei, öðru nær. Mjer finst einkennilegt, að hann skyldi ekki koma á skrifstofuna til mín.“ „Það getur hugsast, að hann hafi ætlað að athuga, hvort þjer hugsuðuð vel um þessa fasteign hans.“ Mr. Harold Cranberry var sýnilega móðg- aður. „Hægan, hægan, herra minn,“ sagði Barry. „Þjer megið ekki halda, að jeg hafi ætlað að móðga yður. Jeg vildi aðeins benda á, að sumir menn eru svo fram úr hófi tortryggnir. Það hljótið þjer að hafa oi'ðið varir við í yðar stöðu.“ Miðlarinn ljet mildast. „Það er laukrjett

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.