Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 13

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 363 Lárjett. Skýring. 1. stór, 4. mislit, 10. gelti, 13. mann, 15. ól, 16. langa bh., 17. óviljugann, 19. gjöfin, 21. letingja, 22. skyldmenn- is, 24. björn, 26. konungsætt, 28. kend, 30. maður, 31. þýsk á, 33. for- nafn, 34. forfeður, 36. ota, 38. deikl, 39. trygglynd, 40. veiðitæki, 41. skammslöfun, 42. tak, 44. slæmt, 45. frumefni, 46. umhugað, 48. maður, 50. töluorð, 51. höfðinglegir, 54. neitun, 55. handlegg, 56. stafur, 58. rennur, 60. unga, 62. leysa, 63. vafans, 66. hreyfast, 67. væta 68. nautin, 69. fjelag. Lóðrjett. Skýring. 1. bæ, 2. last, 3. bjáninn, 5. um- hyggja, 6. sagnmynd, 7. konu, 8. ær, 9. göngulag, 10. prettaði, 11. tímarnir, 12. atviksorð, 14. tó, 16. lýsi, 18. þraut- ina, 20. meinleysislegar, 22. bæt við, 23. liirting, 25. liturinn, 27. keisara- dæmi, 29. klampann, 32. tölustaf, 34. mannsnafn fornt, 35. höfuðborg, 36. auki, 37. otað, 43. fuglar, 47. óviljuga, ý8. forn mannsnafn ef., 49. lykt, 50. strit, 52. kona, 53. slæmi, 54. bloti, 57. ganar, 58. vegur, 59. konungur, 60. þysi, 61. iit, 64. tónn, 65. ókunnur. LAUSN KROSSGÁTU NR.362 Lárjett. Ráðning. 1. búr, 4. hafsúla, 10. Spa, 13. átak, 15. Fróði, 16. heit, 17. Sámur, 19. ýla, 20. Keili, 21. súti, 22. SVR, 23. ryms, 25. Rask, 27. vors, 29. vé, 31. nirf- ilinn, 34. ak, 35. ettu, 37. ólgan, 38. inna, 40. inum, 41. kú, 42. un, 43. nógs, 44. nag, 45. sóðanum, 48. ras, 49. ar, 50. hót, 51. Nói, 53. ri, 54. haft, 55. niða, 57 sigla, 58. innri, 60. Halla, 61. bió, 63. Ninna, 65. álmi, 66. sekta, 68. nags, 69. ati, 70. skratti, 71. rak. Lóðrjett. Ráðning. 1. bás, 2. útás, 3. ramur, 5. af, 6. frýs, 7. Sólveig, 8. úðar, 9. Li, 10. seims, 11. pils, 12. ati, 14. kutanum, 16. heyrnin, 18. risi, 20. Kron, 24. sveinar, 26. krókótta, 27. vinnunni, 28. skassið. 30. étnar. 32. flúð, 33. laun, 34. angar, 36. tug, 39. nór, 45. sófla, 46. Ameríka, 47. móinn, 50. hagli, 52. iðnin, 54. hilmi, 56. arnar, 57. salt, 59. Inga, 60. háa, 61. ber, 62. ótt, 64. ask, 66. sk. 67. at. hjá yður. Okkar. á milli sagt á jeg stundum við fólk, sem gæti komið englum til að bölva.//Ekki svo að skilja, að jeg telji mig englum líkan, nei, fjarri fer því, ha, ha, — en það er víst ekki viðeigandi að hlæja, úr því að mannauminginn liggur þarna. Þjer munuð ekki hafa neinn pata af, liver hefir gert það?“ „Jeg er ekki viðbúinn að svara þeirri spurningu í hili,“ svaraði Blyth með em- bættisþótta, og lögreglulæknirinn sneri sjer undan, svo að það sæist ekki, að hann glotti út undir eyru. „En jeg er yður mjög þakklátur fyrir, að þjer komuð,“ hjelt hann áfram. Þjer hafið sparað okkur mik- ið ómak; en ef yður er ekki ver vi3 að bíða niður í stofunni meðan jeg athuga nokkur smáatriði, vildi jeg' gjarnan verða samferða yður á skrifstofuna og fá heim- ilisfang mr. Cluddams.“ Klukkutíma síðar sátu þeir á einkaskrif- stofu mr. Harolds Cranberry og Blytli skrif- aði heimilisfang Cluddams og nokkrar upp- lýsingar í vasabókina sína. „Meðan jeg man,“ sagði hann, „hvernig stendur á því, að mr. Primby þekti ekki Cluddam?“ Mr. Harold gaf skýringu á því. „Primby hefir aldrei sjeð manninn, skiljið þjer. Hann var í sumarleyfi þegar mr. Cluddam kom hingað í fyrsta sinn, en síðan hefir hann ekki komið hingað. Hann símaði til mín við og við, en það var eiginlega aldrei ástæða til, að hann lcæmi hingað sjálfur.“ „Virtist hann vera gramur yfir, að þjer gátuð ekki selt liúsið?“ „Já, hann var það. Jeg held að hann hafi ímyndað sjer, að það mundi seljast við- stöðulaust. Hann talaði stundum um, að snúa sjer til annara fsteignasala.“ „Og hvað sögðuð þjer við því?“ ,,Jeg sagði að hann skyldi gera eins og honum sýndist, fyrir mjer. Mjer gramdist hvernig hann hagaði sjer, og jeg sagði hon- um það afdráttarlaust.“ „Hvernig tók hnn því?“ „Mjer til mikillar furðu hló hann bara að því, og bað mig að hafa húsið á hendinni áfram. Mjer fanst einhvernveginn að mað- urinn væri nöldrunarseggur, en ekki af yð- ar eða mínu sauðahúsi, ef svo mætti segja.“ Barry Blyth brosti að gullhömrunum og stóð upp. „Það er þá ekki loku fyrir það skotið, að Cluddam hafi reynt — svo að segja á bak við yður — að selja húsið?“ Mr. Harold ypti öxlunum, og Barry sagði svo: „Jeg þakka yður innilega fyrir allar upp- lýsingarnar. Ef þjer frjettið eitthvað seinna þá vænti jeg þess, að þjer náið i Scotland Yard, þar verður tekið á móti öllum til- kynningum, sem þjer kynnuð að hafa til mín. Ekkert annað en að síma.“ „Vitanlega,“ sagði mr. Harold. „En hvað á jeg að gera við húsið, meðan á þessu stendur?“ „Það er best að þjer annist um það á- fram, þangað til við höfum komist að raun um, hverjir standa til arfs eftir Cluddam. .Líkið verður vitanlega flutt burt; jeg skal sjá um það, og lögreglan í Hampstead mun hafa mann á verði við húsið, fyrst úm sinn.“ Svo fór Barry út, steig upp i lögreglubif- reiðina og sagði bifreiðarstjóranum að aka á lögreglustöðina, áður en þeir færu i hús- ið, sem Samuel Cluddam hafði átt heima í. Húsið stóð við Harrow Road, löngu og ekki altaf geðslegu götuna, sem byrjar við Padd- ington-stöðina og teygist nærri því óendan- leg út í eyðimerkurnar i Willesden, alsett búðum á báða bóga, sumpart stórum hús- um, sem hafa sjeð betri daga og sumpart húsum, sem Iieita mega kumbaldar. Vagn Blyths nam staðar við sóðalegt hús, Paddington-megin í götunni. Áður en hann fór frá Hampstead hafði hann símað til umdæmisfulltrúans á lögreglustöðinni í Bishop Road, og hann .gert ýmsar ráðstaf- anir, sem Blyth liafði ráðlagt. Þessvegna stóð heill hópur af mönnum og beið hans við húsið, þegar hann kom. Þar var Martin yfirlögregluujónn i grenslunarlögreglunni, sem Scotland Yard hafði sent til hans. Þeir höfðu oft starfað saman og skildu hvor annan. Martin var tíu árum eldri en Barry, en bar þó engan öfundarhug til hans. Hann var traustur maður og fámáll, átti óþrjót- andi þolinmæði, sem óþolínmóðir menn, eins og Barryr urðu að viðurkenna, að væri ómissandi fjársjóður og þarfur hemill allra flaustursverka. Meðal annara viðstaddra Var frú Harris, sem þvoði gólfin hjá Clud- dam, og mr. William Peters, skrifari Clud- dams. Ennfremur Clarke njósnari, frá Bishop Road-stöðinni. Það fyVsta sem Bari-y gerði var að ganga um alt húsið, ásamt Martin og Clarke. Mr. Cluddam hafði auðsjáanlega ekki notað nema fá herhergi, þó hann ætti alt húsið. Herbergi út að götunni hafði hann haft fyr- ir skrifstofu. Það var lítið þokkalegra en hin. Þar stóð gamaldags skatthol, sem var líkast kommóðu með hlera til að slá út og nota sem skrifborð. Við skattholið stóð slit- inn bríkastóll með leðursetu. I horninu var nýlegasta húsgagnið í stofunni: sterklegur peningaskápur. Þarna voru og nokkrir stólar og aldargamall hrosshássófi, og slitin ábreiða náði yfir mestan hluta gólfsins. Þessa stofu gerði Blyth að aðalsetri sínu, „Látið þjer mig nú heyra, Clarke,“ sagði hann við njósnarann, „hvað þjer vitið um þennan Cluddam.“ „Þeð er nú fremur lítið, er jeg hræddur um. Cluddam var nær sextugur og hefir átt heima hjerna í tuttugu ár. Á manntal- inu hefir hann skrifað sig handvéðslánara. Annars kallaði liann sig líka aðal-umboðs- mann.“ f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.