Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N EMIL NIELSEN. Frh. af bls. 3. verið gengið frá samningum um smíði á Gullfossi og Goðafossi og varð þeð fyrsta verk Niel- sens að vaka yfir smíði þessara skipa og sjá um, að samningum væri fullnægt i hvfvetna. Það starf tókst honum þann- ig, að smíðastöðin gerði í sum- um atriðum frekar en samning- ar stóðu til og má þakka þetta lipurð og ýtni Emils Nielsens. Þegar Gullfoss og Goðafoss komu hingað höfðu aldrei sjest jafn fögur og vönduð skip í is- lenskri höfn.. Þá var styrjöldin skollin á og þjóðin hrósaði happi yfir því, hve vel hefði til- tekist. Enda er það viðurkent, að ef fjelagið hefði ekki verið stofnað og búið hefði verið að semja um skipakaup áður en styrjöldin hófst, þá hefði Eimskipafjelag Islands ekki orðið til fyr en mörgum árum síðar og þá við mildu erfiðari skilyrði. Þjóðin hefir líka viðurlcent, að fjelagið hafi orðið því besti bjargvættur- inn á erfiðleikaárum síðustu styrjaldar. Maðurinn, sem stjórnaði þessu unga fyrirtæki íslendinga, hafði nóg að hugsa. Alt var á hverf- anda hveli um siglingar og á augnabliki gátu risið upp örð- ugleikar, sem enginn gat sjeð fyrir. Emil Nielsen hafði ungur lært að glíma við sjóinn — nú sat hann á skrifstofu í Reykja- vík og glímdi við atburðarásina. I þeirri glímu kom honum vel eiginleiki, sem margir góðir far- menn eiga: Hann æðraðist al- drei. H;vað skm á dundi þá hræddist hann ekki eða ljet koma á sig fát. Samverkamönn- um hans í stjórn fjelagsins er það kunnugt, að aldrei hrasaði hann að neinu. Hann lalar hægt að öllum jafnaði, og kunnugir segja, að þeir liafi aldrei heyi’t hann óðamála. Sem framkvæmdastjóri komst hann í kynni við fjölda nýrra manna og þeir við hann. Allir bera þeir honum sömu söguna. Þeir komu til hans með vand- kvæði, sem þeir töldu ómögu- legt að ráða fram úr. Sumir Voru hortugir, aðrir voru sleipir. En hverju vopni sem beitt var í baráttunni fyrir málefninu, þá urðu úrslitin jafnan þau, að þeir fóru ánægðir af hans fundi — þó að þeir hefðu beðið ósig- ur. Svo mikil var lægni hans að þeim sleipu dugði ekki sleipn- in, og svo mikil prúðmenskan, að hortugheitunum var stungið undir stól þegar í stað. Þegar Nielsen hafði gegnt stöðu sinni í þrettán ár, baðst hann undan því, að gegna henni áfram. Tók stjórnin þeirri mála- leitun en leysti þó ekki Nielsen frá starfinu fyr en frá 31. des. 1929. Rjeð hún Ólaf Renjamíns- son stórkaupmann til fram- kvæmdastjóra eftir Nielsen, en sökum heilsubrests gat hann al- drei tekið við stöðunni að fullu. Var núverandi framkvæmda- stjóri Guðmundur Vilhjálmsson þá ráðinn, og tók hann við stöð- unni af Emil Nielsen þann 1. júní 1930. _ En Emil Nielsen stai'far enn í þjónustu fjelagsins. Eftir að hann ljet af hinni ábyi’gðar- miklu framkvæmdastjórastöðu var hann skipaður ráðunautur fjelagsins. Hann hefir eftirþit með skipum fjelagsins, hefir umsjón með smíði nýrra skipa og því um líkt. Hann er enn sí- starfandi fyrir fjelagið, þó að þau störf sjeu vandkvæðum bundin eins og stendur, vegna styrj aldarinnai'. -----Það er óvíst hvorl nokk- nr núlifandi maður af erlendu bergi brotinn er jafn fölskva- laus og áhugasamur íslandsvin- ur og Emil Nielsen er. Hann er maður hins hagnýta starfs, en þeim mönnum hefir ísland oft átt of fátt af, þó að mjög liafi þar um skipast til bóta frá þvi sem var. Hann kyntist ungur Is- landi og lærði að meta þá þjóð, sem nxargir erlendir menn höfðxi frekar óvii'ðingxx á. Hann kyntist henni og' vann mann- dómsstai'f sitl í hennar þágu. Og að laununx hefir liann ldotið virðingu hennar. FINSKT SKIP, frh. af bls. 3. Jslendingar munu harma, að svo illa tóksí til með þennan farm, sem vissulega hefði komið í góðar þarfir ef hann hefði komist þangað, sem lionum var ætlað. Og það er ilt, þeg- ar veðurblíðan sjálf verður orsök í skiptöpum, eins og hjer hefir átt sjer stað tvívegís — með aðeins tveggja daga millibili. Mynirnar að framan eru teknar fyrir Fálkann á sunnudaginn var, af 1. stýrim. á Óðni, Haraldi Björnssyni. Önnur þeirra er tekin aftanvert við skipin og sjest þar finska skipið, auðþekt á því live stórt það er, og á aðra lilið þess er Ægir og Súðin en á hina Skallagrímur. Hin myndin er tekin skáhalt á hlið og sjest þar vel bógurinn á „Wirta". GRAZIANI HERSHÖFÐINGI, Abessiniu undir Itali. Myndin er Graziani og skut á herflutningaskipi, sá, sem nú stjórnar vörn ítala í frá þeirri tíð, er hann hjelt nxeð er sent var suður. Nú er við ramm- Libyxi, varð frægur af þvi, að leggja liðsauka þangað suður og sýnir hún ari reip að draga. S AiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiimiiiiiBiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiHtiaiiiiiiiiiimiimiiig S B TILKYNNING Vegna mikillar hækkunar, sem varð á prentkostnaði nú um áramótin, og vegna síhækkandi verðlags á pappír og öðru, er viðkemur útgáfu blaða sjáum við undirritaðir útgefendur okkur ekki annað fært en að hækka verð blaða okkar frá 1. febrúar 1941 að telja eins og hjer segir: DAGBLAÐIÐ VI8IR ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heimilisblaðið v i K A N fikublaðið FALKIM Áskriftarverð kr. 3,00 pr. mén. og 15 aurar í lausasölu. Áskriftarverð kr. 3,00 pr. mén. og 15 aurar í lausasölu. Áskriftarverð kr. 2,40 pr. mán. og 60 aurar í lausasölu. Áskriftarverð kr. 2,40 pr. mán. og 60 aurar í lausasölu. Reykjavík 31. janúar 1941 Dagblaðið Víslr - Alþýðublaðið - Heimilisblaðið Vikan - Vikublaðið Fálkinn B i B B i S S i m m B m s i OlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllBEIIIIIBIIIIBIIIIIBBIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllllllllllllllO %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.