Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Askan sneri við. Á Havai, sem er stærst af Sand- wicheyjum, eru tvö fræg eldfjöll, sem heita Mauna Kea (Hvítafjall) og Mauna Loa (Stórfjall). Það fyrnefnda er útbrunnið, en Mauna I.oa gýs siundum, en þó spaklega. Við eldgos, sem varð í þessu fjalli fyrir nokkr- um órum, skeði skrítið fyrirbæri. Þjettur öskumökkur gaus upp úr fjallstindinum, sem er 4117 m. hár, upp i tiu kílómetra hæð. Þarna á Sandwicheyjum blása staðvindar frá norðaustri til sugvesturs, en hið efra gengur loftstraumur lieitur í öfuga átt. Komst askan upp í hið efra loft- lag og barst nú til norðausturs í beina stefnu mn 970 kilómetra frá Havai, þar seig öskubeltið niður und- ir jörð og barst nú til baka i stefn- una, sem askan hafði lcomið úr. Skipið „Mariposa“, sem var á þess- um slóðum,, sá hvernig öskubeltið seig og breytti um stefnu. Eftir hálf- an mánuð frá gosinu gerði þjetta öskuþoku á Havai. Var askan, sem Mauna Loa hafði ausið úr sjer koin- in þarna aftur eftir nær 2000 kiló- metra ferðalag. Sitt hvað um Súez. Súez-skurðurinn er eitt af þcim fyrirtækjum, sem bæði eigendur og notendur liafa grætt á. En hann lief- ir líka stórkostlega stjórnmálaþýð- ingu. Ef hann væri ekki til mundi miklu minna máli skifta, hver völdi í hefði yfir Miðjarðarhafinu. Þegar Napoleon var í Egyptalandi 1798 var það mjög uppi á teningmim „að skera á haftið milli Afríku og Asiu‘. En þar sat við orðin tóm, þang- að til að byrjað var á greftrinum undir forustu de Lesseps árið 1850. Verkinu var lokið 1869 og kostaði skurðurinn 280 miljónir franka. Hann var 160 kílómetra langur, dýptin 10 —12 metrar, breiddin 80—135 metrar við vatnsborð en 45 melrar við botn. Það tekur 15—20 tíma að sigla gegn um skurðinn, en styttingin á leið- inni uiU skurðinn, samanborið við að krækja suður fyrir Góðrarvonar- liöfða, nemur t. d. á leiðinni frá Marseille til Bombay 11500 kílómetr- um, eða meira en fjórðungi af um- máli jarðarinnar. — Árið 1934 fóru 5663 skip um skurðinn, samtals 31,8 miljón smálestir að stærð. Fallhlífin, sem nú er orðið svo algengt tæki, að bæði Rússar og Þjóðverjar hafa not- að liana til þess að hella lieilum her- sveitum ofan úr loftinu, er eldri upp- götvun en margur hyggur. Árið 1783 bjó maður nokkur i Lyon, Sebastian Lenormand, sjer til fallhlíf og reyndi hana með þvi, að henda sjer út úr stjörnuturni þar í borginni. Það sem fyrir honum vakti var að finna a- liald handa fólki til að bjarga sjer út úr háum húsum þegar eldsvoða bæri að höndum. Þessi fallhlíf var ó- fullkomin mjög, en ,T. P. Blanchard endurbætti liana stórlega og eftir að hann hafði gert tilraunir með að láta hund detta í fallhlíf út úr flug- belg, þá reyndi hann sjálfur. Sú til- raun gekk þó ekki að óskum þvi að Blancliard fótbrotnaði. Skömmu síð- ar tókst Frakka, Gavnerin, að stökka i fallhlif úr 2000 feta hæð og nú var farið að veita þessari uppgötvun at- hygli. í Drekkiö Egils-öl '*t IB I i bi .==5E=raj LÁNSÚTB0Ð Samkvæmt heimild í bráðabirgðalögum frá 16. þ. m. hefir ríkisstjórnin ákveðið að bjóða út bandhafaskuldabrjefalán að upphæð kr. 5.000.000.00 — fimm miljón króna. Fjárhæðir skuldahrjefanna verða kr. 5.000.00, kr. 1.000.00, kr. 500.00 og kr. 100.00. Áskrifendur geta valið milli brjefa með þessum fjárbæðum. Lánið á að endurgreiða nteð jöfnum, árlegum afborgunum á 25 árum, árunum 1942—1966 incl., eftir útdrætti, sem notarius publicus fram- kvæmir í júlimánuði ár livert, næstum á undan gjalddaga. Gjalddagi afborgana er 1. janúar hvers ofangreindra ára. Vextir verða 4V2% p. a., og greiðast eftir á í sama gjalddaga sem afborg- anirnar, gegn afhendingu vaxtamiða, sem festir verða við skuldabréfin. Lántakandi áskilur sjer rjett til að greiða lánið að fullu eða Svo mikið af því, sem honum þóknast, 1. janúar 1952 eða á hverjum gjalddaga úr því, enda verði auglýst í Löghirtingablaði minst 6 mánuðum fyrir gjald- daga, bve mikla aukaafborgun lántakandi ætlar að greiða. Mánudaginn 27. þ. m. og næstu daga verður mörinum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldahrjefunr lánsins á þessum stöðum: I f jármálaráðuneytinu. Hjá öllum sýslumönnum óg bæjarfógetum. í Landsbanka íslands, Reykjavík. í Útvegsbanka íslands, h.f., Reykjavík. í Búnaðarbanka íslands, Reykjavík. í Sparisjóði Reykjavíkur c.g nágrennis, í Kauphöllinni, Hafnarstræti 23, Reykjavík I Sparisjóði Hafnarf jarðar, Hafnarfirði. Hjá eftirtöldum málaflutningsmönnum: Eggert Claessen, hrm., Vonarstræti 10, Reykjavík. Garðar Þorsteinsson, hrm., Vonarstræti 10, Reykjavík. Gunnar E. Benediktsson, Bankastræti 7, Reykjavík. Gústaf Ólafsson, Austurstræti 17, Reykjavík. Jón Ásbjörnsson, Sveinbjörn Jónsson og Gunnar Þorsteinsson, hrm., Thorvaldsenstr. 6, Reykjavík. Jón Ólafsson, Lækjartorgi 1, Reykjavík. Kristján Guðlaugsson, hrm., Hverfisgötu 12, Reykjavík. Lárus Fjeldsted og Th. B. Líndal, hrm., Hafnarstræti 19, Reykjavík. Lárus Jóhannesson, hrm. Suðurgötu 4, Reykjavík. Magnús Thorlacius, Hafnarstræti 9, Reykjavík. Ólafur Þorgrímsson, hrm., Austurstræti 14, Reykjavík. Pjetur Magnússon og Einar B. Guðmundsson, hrm., Austurstr. 7, Rvík. Stefán Jóh. Stefánsson og Guðm. í. Guðmundsson, hrm., Austurstr.l, Rvík. Tekið verður við áskriftum á venjulegum afgreiðslutíma þessara aðilja. Brjefin verða afhent á sömu stöðum gegn greiðslu kaupverðsins að frá- dregnum áföllnum vöxtum. Fjármálaráðuneytið, 24. janúar 1941. JAKOB MÖLLER Magnús Gíslason.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.