Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 ri N MEÐ ELDFLUGU UM HIMINGEIMINN Svorni hugsa menn sjer núna eldfluguna, sem muhdi komast til tunglsins eftir 25. ár. „Halló! Halló! Eldflugan til New York ferðbúin! Ryðjið brautina!" — „Halló! Farþegarnir í eldflugunni til tunglsins eru beðnir að taka sjer sæti!“ Svona skipunarköll munu þykja fjarri sanni, en þó er það svo að þau eru altaf að færast nær veru- leikanum. Viðsvegar að koma fregnir um, að einliver hugvitsmaðurinn liafi náð ágætum árangri með til- raunum sínum og að eldflugan sje fræSileg staðregnd. Það er aðeins. eftir að smíða hana og senda hana á aðrar stjörnur. Á hverju byggist eiginlega eld- l'luguáðferðin og livernig hreyfist eldflugan? Það er spurning, sem jiörf er á að svara áður en talað er um eldflugurnar, sem eiga að geta farið til annara stjarna. Eins og kolkrabbinn skýst áfram i sjónum með því að spúa frá sjer vatnsgusum, þýtur eldflugan áfram með því að skjóta sprengilofti, sem veldur svo miklum þrýstingi að hún hrekkur undan. Eldflugan getur náð meiri liraða en fallbyssukúlan, sem líka fær hraða sinn við loftþrýst- inginn sem myndast þegar sprengi- efnið í skotinu brennur. En eld- flugan nær ekki hraðanum í einu vetfangi, eins og kúlan i byssunni, heldur á nokkrum sekúndum eða jafnvel mínútum, um leið og hún spýr sprengiefninu. Uppgötvun eldflugunnar er eigin lega jafngömul byssunni. Það voru Kínverjar, sem fundu púðrið. Þeir tóku eftir þvi, fyrir meira en þ.ús- und árum, að ef maður blandttr salt- pjetri saman saman við brennanleg efni þá brenna þau með meiri hita en áður. Þessvegna notuðu þeir þetta efni í svonefndar brunaörvar, sem þeir skutu af boga til þess að kveikja í lierbúðum og borgum ó- vina sinna. Ef þetta brunaefni var í hylki á örinni, þannig að opið á hylkinu sneri aftur, flaug örin miklu lengra en ella: loftið sem mynda'ðist við brensluna spyrnti henni áfram. Það þurfti jafnvel ekki að skjóta svona ör; hún flaug áfram sjálf þegar kveikt var i púðrinu. Þetta var með öðrum orðuiu eins og flug- eldar nútímans. Og Kínverjar notuöu ekki aðeins þessar eldflugur sem vopn, þoir bjuggu líka til flugelda sjer lil skemtunar. Flugeldakunnáttan barst svo til Indlands en þaðan til Eng- lands, Þýskalands, Rússlands og við- ar. Og í Frakklandi varð flugelda- gerðin að sjerstakri lisc. í byrjun 18. aldar var gerður i Kína vagn, sem gekk fyrir l'Iugeld- um og fyrsta einkaleyfið á eldflugu var veitt í Englandi árið 1841 — löngu áður en menn for að dreyma um vjelknúðar flugvjelar. Eftir ið hreyfilflugið náði útbreiðslu hurfu menn frá eldflugudraumunum um tíma, en tóku svo til við málið nl'tur. M. a. var talsvert gert að því að reyna að smiða eldflugur i síðustu styrjöld. Eftir styrjöldina var mikið tala'ð um rakettuDÍtreið Þjóðverjans Fritz von Opel og flugrakettu Variers Kölluðu menn þessar iilraunir fá- sinriu fyrst í stað, en saint hefir brítLf-LÍ OY fXWY SOCKtT TUM.5 Ptó5ÍNCEB, HXXMOOmöN RðC-KtT CÚKrt&XWC HECHANf 5M j 30UKi> PKOCA atNINC KifCRÍh t' ÍLttfJK A 1,1 AS.V MAC • ' 4 A* SC«£.w o#k*'/aTUJ*‘ 1A?<X5 ROOM Eldfluguskip, sem „aðeins" er ætlað til ferðalaga milli staða á jörðinni. Að baki til sjást flugeldarnir, sem skotið er eftir þörfum til að knýja vjelina áfram. þeim sífelt farið f.jölgandi sem vinna að þessum tilraunum, og nú er hætt að kalla tilraunirnar vit- leysu. Það er jjvert á móti viður- kent, að fræðilega sje ekkert þvi til fyrirstöðu að hægt sje að reka flug- vjelar með sprengilofti, og að ljær geti haft ómetanlega þýðingu sem Eldflugan lýsir himinhvolfið eins og vígahnöttur. samgöngutæki milli fjarlægra staða á hnettinum. Þær ná margfalt meiri hraða en vjelknúnar flugvjelar og geta farið um liáloftin þar sem mót- staða loftsins er minni, svo að minna eldsneyti þarf til að knýja þær áfram en niðri við. jörðina. Hitt er annað mál hvernig skil- yrðin eru til ferðalaga millí st.jarn- annna, þegar komið er út fyrir gufuhvolf jarðarinnar. Það mundi þurfa að sjá fyrir mörgu áður en langt væri í ferð t. d. til tunglsins, því að þar er mörgu að mæta, sem maður á ekki að venjast niðri á jörðinni. Og ýmsar ráðstafanir yrði að gera vegna hraðans, sem yrði svo mikill , að núningsmótstaða eld flugunnar mundi hita hana upp. í fyrstu yrði þessi núningur eltki mikill, en þegar hraðinn er kominn á hástig þá gegnir öðru máli. Þegar eldflugan er komin í 20.000 km. hæð verður hún líkust einskonar vígahnetti, en vígahnettirnir hitna svo, að þeir verða eldglóandi. Það er liægt að finna ráð til þess að sjá farjiega í svoria eldflugu fyr- ir mat og drykk og súrefni til að anda að s.jer, en hitt er enn óleyst gáta hvernig á að verja hann fyrir hita og kulda. Að visu eru ekki hitamælingar tif úr heimingeimnum. en með sniðugum aðferðum hefir tekist að mæla hitastigið á tunglinu. Ef dæmt skal eftir því, mundi sú hlið eldfugunnar, sem sneri frá verða um 200 stiga köld. Þessvegna yrði að láta eldfluguna hringsinia.il til þess að halda sama hita báðum megin og auk þess hafa í henni efni, sem ekki leiðir hita. Þá.má gera ráð fyrir, að farjjeg- arnir fengi leiða, sem væri verri en nokkur s.jósótt, og stafaði af því, að j)eir væri sviftir jafnvægistil- finningunni. í svona eldflugu er hvorki hægt að tala um „upp nje niður“. Og afnám þyngdarlögmáls- ins mundi líka hafa óþægilegar til- fínningar í för með sjer, Það væri yfirleitt ómögulegt að sjá við öllum þeirn annmörkum, sem samferða yrðu ferðalagi um himin- geiminn, því að menn þekkja svo lítið til þess hvernig það er að vera fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. fyrsta skrefið er að rannsaka loftið svo langt frá jörðinni sem hægt er. Til þessa hafa menn hpgsað sjer eldflugu, mannlausa en með alls- konar sjálfvirkum áhöldum, sem rit- uðu niður liita og kulda, og Ijós- mynduðu háloftsgeisla og því Uin líkt. Vinna menn að því að finna tæki til að stjórna þessum eldflug- um,vsvo að þær komi til baka aft- ur. Á þennan hátt gera menn sjer vonir um, að safna upplýsinguin um, hvort ferðalag út í hiningeim- inn sje hugsanlegt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.