Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 8
/ f 8 FALKINN Auíon Tsjekov: »HappT Eiid« "OINN frídaginn hans Stickins lestarvarðar sat Ljuba Gri- gorjevna heima hjá honum — hnellin og virkjamikil kerling, sem fjekst við giftingarmiðl- anir. Herra Stickin fór ofurlítið hjá sjer, en v.ar þó hinn borgin- mannlegasti. Hann gekk um gólf, reykti vindil, ræskti sig og sagði: „Það gleður mig að kynnast yður — hm — hr. Ivanov hefir mælt með yður til þessa, hann sagði, að þjer munduð geta veilt mjer aðstoð við ^mjög mikilsvert mál, en jafnframt viðkvæmt mál, sem varðar lífsgæfu mína. Jeg er orðinn 52 ára, kominn svo að segja á það skeið lífs- ins, sem margir eru orðnir feð- ur að uppkomnum börnum. Jeg hefi örugga stöðu. Eignir mínar geta ef til vill ekki talist mikl- ar, en þó nægar til að fram- fleyta elskaðri eiginkonu og börnum. Jeg vildi laka það fram, svona okkar á milli sagt, að auk launanna á jeg peninga á banka, sem jeg hefi sparað, með reglusömu líferni. — Sem maður er jeg ábyggilegur og hófsamur. Jeg lifi sómasamlegu lífi og gæti með dagfari mínu verið fögur fyrirmynd annarra. En eitt vantar mig: heimilis- hlýjuna og ástríka lífsstoð. Líf mitt er eins og Ungverja, sem aldrei er á sama stað, jeg fer sífelt stað úr stað, á aldrei á- nægjulega stund og hefi aldrei tækifæri til að ráðfæra mig við fara, til livers á jeg að snúa mjer, þegar eintómt ókunnugt fólk er alt í kringum mig? Þessvegna hefir hr. Ivanov ráð- lagt mjer að snúa mjer til manneskju, sem sje sjerfræðing- ur í svona málum og hefir það lífsstarf að gera fólk far- sælt. Og þessvegna bið jeg yð- ur nú innilega, Ljuba Grigor- jevna, að^ sjá aumur á mjer að hjálpa mjer á gæfuleiðina.“ „Það getur maður.“ „Blessaðar smakkið þjer á þessu —- gerið þjer svo vel,“ sagði Stickin. Og hjúskaparmiðlarinn greip glasið æfðri hendi og drakk það í botn án þess að gljúpna. „Það getur maður,“ sagði hún aftur. „En hverja viljið' þjer, herra Sticklin?“ „Jeg? — Þá, sem forlögin senda mjer.“ „Auðvitað. Auðvitað — eng- inn má sköpum renna; en hver hefir sinn smekk. Sumir vilja dökkhærðar og sumir vilja ljós- hærðar.“ „Lítið þjer nú á, Ljuba Grig- erjevna,“ sagði Stickin og and- varpaði þungan. „Jeg er stað- fastur maður og skapfastur. Jeg birði minna um hvernig hún er lit og fegurðin er eigin- lega aukaatriði frá mínu sjón- armiði, því að eins og þjer vit- ið eru ekki allar ástir í andliti fólgnar og margur hefir lent i klúðri vegna þess að konan hans var snoppufrið. Jeg fyrir mig álít, að útlitið á kvemnannin- um sje ekki aðal atriðið, en að alt sje komið undir innri eiginleikunum — æ, smakkið þjer nú á þessu, gerið þjer svo vel — hún má gjarnan vera hnellin og digur fyrir mjer; það skiftir engu fyrir ástina, - sálin er aðalatriðið og greind- in — ojæja — eiginlega er greindin ekki svo ómissandi heldur, þvi að kona með of mikla greind tekur oft í sig einhverja bjeaða vitleysuna og fer að gera sjer ýmsar háleitar hugmyndir. — Án mentunar kemst maður ekki af nú á dög- um; en mentun er margskonar. Það er mjög þægilegt þegar frúin getur talað með ýmsum röddum á þýsku og frönsku — einstaklega laglegt — en hvað hefir maðnr upp úr því? Getur hún fest hnapp á buxurnar manns? Jeg er mentaður mað- ur. Jeg er jafn kunnugur Kan- ilitelin fursta eins og — t. d. — lnn — eins og þjer! En jeg er látlaus í framgöngu fyrir þvi. Konan mín á að vera látlaus eins og jeg. Það eitt er nauð- synlegt, að hún beri virðingu fyrir mjer og finni, að jeg hefi gert hana sæla.“ „Vitanlega,“ sagði hjúskap- armiðlarinn. „Og nú kemur að aðalatrið- inu. Jeg kæri mig ekkert um rikan kvenmann, því að jeg leyfi mjer ekki þá fólsku að giftast til fjár. Jeg vil ekki jeta brauð lconu minnar heldur vil jeg að hún jeti mitt — og að hún finni það. Jeg vil lieldur ekki fátæka, konu. Jeg er efn- aður maður og þó jeg gifti mig ekki vegna peninga heldur af ást, þá þori jeg þó ekki að taka að mjer fálækling, þvi að eins og þjer vitið er alt að hækka i verði, og svo koma náttúr- lega börn.“ „Það er líka hægl að finna kvenmann með heimanmundi,“ sagði Ljuba Grigorjevna. „Æ, blessaðar smakkið þjer á þessu.“ Þau þögðu svo sem fimm mínútur. Hjúskaparmiðlarinn andvarp- aði. „Hvað haldið þjer að þjer takið mikið fvrir að útvega mjer konu?“ „Það er nú ekki mikið. Ef þjer viljið borga mjer 25 rúbl- ur og gefa mjer efni í kjól, þá látum við það duga fyrir kon- una, en ef hún hefir heiman- mund, þá tek jeg aukreitis fvrir hann.“ Stickin krosslagði hendurnar og hugsaði lengi. Svö andvarpaði hann og sagði: „Það er dýrt.“ „Alls ekki dýrt, hr. Stickin. Hjer áður fyr, þegar sVo mikið var af brúðkaupum, tók mað- ur að vísu minna. En nú á dög- um gefur þetta ekki mikið af sjer. Jeg þykist góð, þegar jeg hefi 50 rúblur á mánuði upp úr öllu þessu vafstri.“ Stickin leit forviða á hana og; ypti öxlum. „Finst yður 50 rúblur þá lil- ið?“ spurði hann. „Lítið? í gamla daga hafði jeg altaf 100.“ „Ekki datt mjer i liug, að hægt væri að græða svo mikið á þessari atvinnu. Það eru ekki allir, sem hafa slíkar tekjur. Æ, bragðið þjer nú á þessu fyrir alla muni.“ neinn. Ef jeg verð veikur, er enginn til staðar, sem gæti rjett mjer vatnsbolla o. s. frv. Enn- fremur er þess að gæta, Ljuba Grigorjevna, að giftur maður er ávalt hærra settur í sam- kvæmum en einhleypur. Jeg tel mig í mentamannastjett og jeg á peninga; en sje litið á mig frá einu sjónarmiði, hvað er jeg þá? Einhleypingur eins og ka- þólskur prestur. Þessvegna vildi jeg fúslega bindast fjötrum Hymens, með öðrum orðum: giftast virðingarveðri mann- eskju.“ „Rjett!“ andvarpaði hjúskap- armiðlarinn. „Jeg er einstæðingur,“ hjelt hann áfram, „og þekki engan i þessum bæ. Hvert á jeg að t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.