Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VMOS9V LCS&H&URKIR Þegar Árni gabbaði ræningjana. Fálækur viðarhöggsmaður átti lieima úl í skógi, ásamt syni sínuni, sein lijet Arni. Þeir urðu að strita ailan daginn írá morgni til kvölds, til þess að hafa ofan í sig, en á kvöidin sagði gamli lnaðurinn syni sínum frá gömlum dögum, þegar hán var vinnumaður hjá Rauð ridd- ara, i stóru höllinni fyrir handan skóginn. ,,Þá var gaman að iifa, drengur minn!“ sagði faðirinn, „en þegar riddarinn fjell i striðinu og hræður hans tóku við stjórninni í hallar- virkinu, breyttist alt til jiess verra.“ „Af hverju var það?“ spurði Árni. „Af jivi að þessir riddarahræður voru ekki hraustir, eins og Rauður riddari yar. Þeir hugsuðu ekki um annað en að jeta og skeinta sjer, og all sein var þarna í höllinni fóru þeir með eins og þeim fanst sjálf- um best. Þeir hlífðu engu. Jafnvel hún Ingibjörg og riddaradóttirin, verður að þræla eins og vinnukona, og fær ekki u]ipeldi eins og tign- um riddaradætrum sæmi r.“ „Er það kanske riddarabræðrun- uin áð kenna, að það eru svo márg- ir ræningjar hjerna í skóginum, pabbi?“ spurði Árni og gaut horn- auga fram að dyrunum. „Þú skalt ekki hræðast þá,“ sagöi faðirinn róandi, „ræningjarnir vita vel, að við erum svo fátækir áð hjer er engu að ræna, og jieir vita líka, að jeg er sterkur, svo að hing- að sækja þeir ekkert annað en axar- högg — en að öðru leyti hefir |)ú rjett að mæla: ræningjarnir vaða svona uppi vegna þess að j)eir vita, að riddarabræðurnir eru svoddan lyddur." „Bara að við gætum snúið á ræn- ingjana og riddarabræðurna og og komið því til leiðar, að hún Ingibjörg fái föðurleifðina sína aft- ur!“ sagði Árni. „Láttu j)jer ekki detta slíkt í hug! Þú ert ekki nema harn og jeg er ekki nema viðarhöggsmaður, ekki getuin við neinu um þokað. Já, bara ef hann Hjálmur riddari í nágranna- höllinni væri . kominn heini aftur, en hann er víst genginn í kongshirð- ina og lætur sig einu gilda hvernig alt fer heimá.“ En þar skjátlaðisl nú viðarhöggs- manninum, því að Hjálmur riddari var einmitt á ’leiðinni heim, þvi að hann hafði heyrt, að ræningjarmr væðu uppi i skógunum og rændu friðsamt fólk. Hann liafði mikið hö með sjer, en þegar hann fór að nálgast heimkynni sín |)á reið liann á undan og var nú kominn upp að skóginum. Þá kom lítill drengur, fátæklega klæddur og hneigði sig fyrir ridtl- ayanum. „Herra riddari,“ sagði drengur- inn, „þjer skuluð ekki ríða einn gegnum skóginn, ræningjarnir siija fyrir yður og jafnvel þó að þjer sjeuð hugrakkur og hraustur þá eru þeir svo margir, að þeir drepá yður, et' þjer- eruð einn.“ Riddarinn horði lengi á dreng- inn og sagði: Þú erl líklega greind- ur strákur. Kanski þú viljir hjálpa mjer að leika á ræningjana? Þá skal jeg borga þjer vel.“ „Það vil jeg, herra,“ sagði Árni — því að þetta var hann — og svo steig Hjálmur riddari af héstinum sínuni, og þeir biðu sáman, hann og Árni, þangað lil fylgdarliðið kom. En meðan þeir biðu útskýrði hann fyrir Árna, livað liann ætti að gera, og j)eir lögðu á ráðin um, livaða brögðum skyldi beita. Nokkru síðar kom sendimaðui til riddarabræðranna og sagði, að bráðuni mundi koma stór sending af dýrindis niunuin, margir vagnar af silfurdiskum og fötum, dýrum yopnum, silki og flaueli í spariföt. .og allskonar skartgripum, og að jietta væru gjafir frá konginum til hinna trúu riddara hans. Ennfrem- ur sagði sendimaðurinn, að Ingi- björg ætti að fara i heimsókn til nióður Hjálms riddara, og l)að lík- aði riddarabræðrunum vel. Þeir gerðu ráð fyrir að hún kæmi aklrei aftur og hlökkuðu til að slá eign sinni á fjársjóði liennar. Ingibjörgu var vel fagnað af Hjálm riddara og móður hans; þáu urðu bestu vinir, og það var ákveðið að hún giftist Hjálmi undir eins og liann hefði gert út af við ræn- ingjana. En eiiin góðan veðurdag kom boð- beri hlaupandi: „Nú eru vagnarnir með öllum fjársjóðunum á leiðinni inn i skóginn. Bara að ræningjarnír ná ekki í J)á!“ Riddarabræðurnir urðu hræddir uni að missa fjársjóðiiia og vopn- uðu nú alla sína menn og riðu í hóp inn í skóginn. En jiegar jieir voru komnir dálitinn st)öl lieyrðu þeir liark og vopnabrak. Úr annari áttinni komu riddarasveinar en iir hinni ræningjarnir og nú var barist al' mikilli heipt, en vagnarnir lijeldu .kyrru fyrir á meðan í rjóðri i skóg- inum. „Hjálp,. allir niínir menn!“ kall- aði annar riddarabróðirinii og reið fram, en liinn stefndi beint að vögn- ununi. En í sama bili var yfirbreiðsl- uiini svift af vögnunuin og hópur af vopnuðum 'niönnum hljóp út úr jieiin og rjeðst á ræningjana og brytjaði j)á niður, eða tók j)á til fanga. Ræningjarnir voru svo margiv, að ef riddarabræðurnir liefðu ekk komíð með sina menn, niundi ekki hafa tekist að vinna bug á þeim. Þessu hafði Hjálmar riddari lika gert ráð fyrir, og þessvegna hafði liann látið það bera’st, að von væri á öll- um dýrgripunum. Nú voru ræningjarnir fluttir til borgarinnar í böndum og settir i fangelsi. Konupgurinn frjetti hve klóklega Hjálmur riddari hefði far ið að og fjekk hann ríkuleg laun fyrir. Og svo giftist han’n Ingibjörgu og fjekk höllina hennar. Því að föð- urbræður hennar tirðu að víkja. Og nú settusl Árni og faðir hans að í virkishöllinni á ný og Árni lærði vopnaburð og varð einn af hermönnUm Hjálms riddara. Drekkið Egils-öl Útbreiöiö „Fálkann“ HT F t.E BOX 6. COPENHAGE.M Adamson var viðbúinn. f S k r í 11 u r. j hitanum — hæliskúpurinn. — Sjádu, Mafif/a! 1‘arna kemur huf/ulsamur maffur meff tjald handu okkur: duf/? Hvað fáum við að borða í Steiktun bilstióra i bensinsósu. Hversvegna haldið þjer, að si/stir min verði góð hásmóðir? Vegna þess, að liún hetdur tennisspaðánum eins og þvöitaklappi og fer með boltann eins og epla- skifur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.