Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Síða 2

Fálkinn - 08.01.1943, Síða 2
2 FÁLKINN Svíar framleiða gerfigúmmí. Hörgull á gúmmí verður æ til- finnanlegri í Svíþjóð. MeS skjótuni aðgerðmn tókst Svíum að bæta sjer upp bensínleysið með því að taka upp notkun viðargass, en skortur- inn á gúmmí og smurningsolíum verður sifelt meiri, og lians vegna hefir enn orðið að leggja ýmiskonar liömlur á bifreiðanotkun í Svíþjóð. Til þess að' reyna að bæta úr þessu hafa um bríð verið gerðar tii- raunir með framleiðslu á gerfi- gúmmii við ýmsar efnafræðistofn- anir i Svíþjóð, Fysisk-kemisku' stofn- uninni í Uppsölum hefir orðið svo vel ágengt í þessuin lilraunum, að von er um góðan árangur. Er það hinn kunni vísindamður Tbe Sved- berg, sem stendur fyrir þessum rannsóknum, í sambandi við trjá- kvoðufirmað Mo & Domsjö, sem lief- ir framleitt efni, sem talið er að hægt sje að nota í stað gúmmis í mörgum tilfellum. Verður nú farið að framleiða þetta efni í stórum stíl. Hið síðasta í þessari grein er það, að ungur sænskur vísindamaður, sem heitir dr. Gösta Ehrensvárd og starfar við Wenner-Gren stofnunina í Stockholm, hefir búið til nýtt efni, einskonar gúmmílíkingu, sem virðist hafa ýmsa góða kosti. Hefir efni þetta verið framleitt í smáum slíl í einni gúmmíverksmiðju sænsku samvinnufjelaganna, en þau hafa styrkt Ehrensvárd til þessara til- rauna og munu taka að sjer að koma uppgölvuninni i framkvæmd. Þetta er svonefnt thioplast-efni, og eini gallinn á ])ví er sá, að ekki liefir tek- ist að herða (vulkanisera) það við mikinn hita. Ehrensvárd hefir tek- isl að finna ráð til þessa. Ennfrem- ur hefir honum tekist að eyða ólykt- inni, sem var af þessu efni. Ekkert hefir verið látíð uppi um efnasam- setningu þessa nýja gúmmís, eða úr hvaða liráefnum það er gert, að þvi undanteknu að efnin eru sumpart úr dýrarikinu og sumpart úr skóg- arviði. Að svo stöddu hefir dálítið af reiðhjólabörðum og hælar á skó ver- ið gert úr þessu efni. Enn er of snemt að segja nokkuð um slitþol þess, en þó hafa reiðhjólabarðarnir verið notaðir í 5000 kílómetra akst- ur, án þess að nokkuð slit sjái á þeim. En ýmsar ástæður eru til þess, að ólíklegt er talið, að hægt sje að nota þetta efni i bifreiðar- barða. Loks má geta þess, að í Sví- þjóð er farið að rækta útlenda fífla- tegund, sem inniheldur gúmmí, og virðist það ætla að ganga vel. MINNISMEItKI VICTORS EMANÚELS. Eftir að Ítalía hafði sameinast í eitt ríki eftir margra alda tvistrup og sundrung, hófust ítalir handa um að reisa minnismerki, sem tákna skyldi endursameiningu liinnar gömlu Ítalíu. Kendu þeir ])að við Victor Emanúel. Er þetta ein af eftirtektarverðustu byggingum i Hóm, með framhlið úr tröllauknum súlum, en upp að byggingunni liggja mörg þrep úr marmara. Eh fyrir framan bygginguna stendur riddara- líkneski Victors Emanúels II. konungsins, sem ásamt stjórnmála- manninum Cavour og kappanum Garibaldi tókst að sameina ríkið á hinum viðburðaríku árum kringum 1800. Minnismerki þetta, sem stund- um er kallað hið nýja Kapitolium Itómaborgar, stendur þar sem forð- um stóð musteri Juno Monetu. Það er að utan úr eintómum marmara, og vegna ]>ess að það stendur á stöllóttri hæð og þrepin upp að því eru svo mörg, virðist það enn mikil- fenglegra en ella mundi. — Victor Emanúel II. var fyrsti konungur ítala, en sá fyrsti með því nafni var konungur Sardiníu. Victor II. var sonur Karls Alberts Sardiníukonungs og varð konungur þar, er faðir hans varð að segja af sjer, 1849. Konung- ur ítala varð hann 18(51 og dó 1878, og var þá 58 ára gamall. Var hann faðir Umbertos konungs, sem myrt- ur var árið 1900, en afi Victors Emanúels III., núverandi Ítalíukon- ungs. Fálkinn flýgur inn á hvert heimili Bann við rafmagnshitun Samkvæmt samþykt bæjarstjórnar 17. f. m. er bönnuð öll rafmagnshitun í hús- um á tímabilinu kl. 10,40 til kl. 12 á hádegi. Þeir sem brjóta bann þetta, verða látn- ir sæta ábyrgð, samkv. reglug'erð Raf- magnsveitunnar. RAFMAGNSSTJÓRINN í REYKJAVÍK. FYRSTI S.-AMERÍKUMAÐUR, SEM FJEKK VICTORIAKROSSINN var Geovcj Murray Smythe. Iíann sjest hjer á myndinni tii hœgri en hinn maðurinn er generalmajór Dan Pienaar, sem er að óska honum lil hamingju með heiðurinn. Smylhe fjekk krossinn fyrir afrek, sem hann vann í Libyu-eyðimörkinni. MATHILDA-SKRIÐDREKAR A LEIÐ f STRÍÐIÐ. Mathilda og Valentine heita skriðdrekarnir, sem Bretar hafa framleitt einna mest af síðasta dr, og eru stórum fullkomnari en skriðdrekar þeir, sem Bretar áttu í striðsbyrjun. Enskar verksmiðjur starfa nú óslitið dag og nólt að framleiðslu þessara skriðdreka, sem sendir eru jafnóðum til vígslöðvanna út um heim, í Afríku, Indlandi og Rússlandi. Hjcr sjást nokkrir Mat- hildu-skriðdrekur, sem verið er að setja um borð i skip, sem flytur þá til vígstöðvanna. Bandamenn hafa nýlega tekið Derna á nýjan leik, fyrir nokkr- um dögum. Þessi mynd er af götu í Derna og tekin þegar Bretar tóku bæinn seinast, nft. 19. desember í fyrra. Sjest h/er ind- versk herflutningalest fara um göturnar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.