Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Side 3

Fálkinn - 08.01.1943, Side 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifslofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skraddaraþankar. Sú var tí'ðin, að ekki var um ann- að meira talað hjer á landi en „á- standið<l svokallaða, en ]>að orð táknaði í stystu máli lausiæti ís- lenskra kvenna. Móðursjúkir karl- ar og konur ætluðu að rifna ai' vandlætingu og lögreglan fór að telja Ijettúðardrósirnar og komst upp í nokkur þúsund. En gamlir hórkarlar gerðust Farísear, stað- næmdust á strætum og gatnamótum og börðu sjer á brjóst og töluðu grátklökkir um spillinguna. Nú minnist enginn á þetta ástand framar. Það er gleymt eins og gam- all fjárkláðafaraldur. En það minn- ast líka fáir á annað ástand, sem þó er í rauninni umhugsunarvert, engu síður en hitt. Saga síðustu þrjátiu ára liefir sýnt okkur, að ísland kemst ekki af, -— er ekki bjargálna — nema á óheil- brigðum tímum. Rökrjett ályklun af þeirri reynslu er sú, að ef ekki verði haldið uppi ófriði i veröldinni á nokkurra ára fresti, þá geti þjóð- in sagt sig til sveitar, eða lagt sig fyrir og „farið að deyja“, eins og Job gamli. íslendingar græddu talsvert fje i síðustu styrjöld. En áður en varði var þjóðin orðin staurblönk. Hún gat ekki framleitt vörur fyrir úl- lenda markaði, nema með reksturs- halla, liún varð að senda menn til Englands til þess að taka lán á lán ofan. Rikið og bankarnir notuðu lánstraust sitt upp i topp. Útvegs- fyrirtækin, sem ekki nutu aðstoðar bankanna, urðu að leggja árar í bát. Núverandi styrjöld er ekki lokið, en samt er orðin ber sú óáran, sem í íslensku mannfólki býr. Þó að söluverð íslenskra afurða hafi stór- liækkað þá er nú svo komið, að stöðvun ýmsra framleiðslufyrirtækja er þegar gengin í garð. Við hrúgum að vísu upp innstæðum erlendis, og það er gott, út af fyrir sig, en hversu lengi endast þær til framfær- is þjóðinni, ef atvinnufyrirtækin stöðvast? Atvinnuvegir íslendinga eru á ó- heilbrigðum grundvelli. Þeir eru með hitasótt, sem drepur þá ef ekki veruð að gert í snatri. Sjórinn kringum ísland er talinn fiskauðug- astur í heimi. En samt borgar sig ekki fyrir togarana að sækja fisk- inn. íslenskir bændur hafa mest landrými og ódýrast jarðnæði allra bænda i heimi. En samt geta þeir ekki framleitt kjöt nema svo dýrt, Bræðurnir frá Skógum. Þessir fjórir bræður og bændaöld- ungar mega heita að liafa enst ó- venjulega vel, og hafa þó hvorki hlíft sjer við hættum nje erfiði um æfina. Hvað liætturnar snertir þá má geta þess, að þrir þeirra hafa alla æfi verið nágrannar Jökulsár á Sólheimasandi og liklega farið hana oftar en flestir núlifandi menn, en jafnan haft betur í viðureigninni við þetta mannskæðasta vatnsfall landsins. Og útræði hafa þeir óg stundað öðrum þræði frá hafnlausri suðurströndinni. Bræðurnir fjórir eru nú rúmlega 77 ára að meðaltali, en systur þeirra tvær, Guðrún og frú Anna Jónsdæt- ur 7514 árs. Alls voru systkinin sjö talsins, en eitt þeirra Valgerður, andaðist i bernsku, og mátti það heita óvenjulega litið i þá daga af svo stórum brnahóp. Bræðurnir eru allir vel ernir og hittust hjer í Reykjavik í vetur og var þá mynd þessi tekin af þeim. Þar eru (talið frá vinstri) Gissur Jónsson í Drangshlíð, sem er yngstur bræðranna, fæddur 15. desember 1868, en næstur er Ólafur í Sólheim- um, f. 25. nóv. 1867. Þá kemur Hjör- leifur í Skarðshlið, fæddur 5. april 1865 og loks aldursforsetinn, Magn- ús í Klausturhólum í Grímsnesi, fæddur 18. maí 1861. Samtals eru þeir bræðurnir 308 ára og missiris gamlir. Hafa þeir allir verið forustu- menn, hver í sinni sveit og haft á hendi trúnaðarstörf fyrir sveitafje- lagið svo sem hreppstjóra-, oddvita- eða sýslunefndarmannsstörf. Og heimili þeirra hafa borið af fyrir rausn og myndarbrag. Eldri systirin, Guðrún er fædd 20. ágúst 1862 og sú yngri, frú Anna 10. september 1872. Eru þær þvi samtals yfir 150 ára og systkinin öll sex samtals 459 ára, eða 76% árs að meðaltali. Skyldi vera til annar jafnstór systlcinahópur eldri á land- inu? Ormum Sverrisson frá Efri-Ey, nú á Kaldrananesi, Mýrdal, varð 90 ára 7. þ. m. að það er óseljanlegt á erlendum markaði. Og smjerið er svo dýrt, að flytja verður inn smjör frá Can- ada, til þess að gefa ágóðann af sölu þess með íslenska smjörinu. Hvar lendir nú þetta? Örnólfur V aldemarsson, út- gerðarm. og kaupm. á Suður- eyri í Súgandafirði, varð 50 ára 5. þ. m. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. Frú Ólöf Lárusdóttir, Kirkju- bóli, Vestmannaeyjum, varð 80 ára 19. des. s.l. Friðjón Jensson, tannlæknir á Akureyri, varð 65 ára 6. þ. m. Bogi Benediktsson, verslunarm. varð 65 ára 2. þ. m. Eirikur Jónsson, skósmiður, Njálsg. 52, verður 65 ára 19. þ.m.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.