Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Síða 5

Fálkinn - 08.01.1943, Síða 5
FÁLKINN aðist áfram yfir múrbrot og steinsalla. Brot af gömlum högg- myndum og' flúr úr loftinu lágu í brothaugum á gólfinu. Hinar frægu myndarúður í salnum höfðu farið í mjel, en veggþilj- urnar, sem á voru máluð skjald armerki fornra stórmenna, höfðu staðist sprengingarnar. Jeg klöngraðist út aftur yfir grjóthrúgurnar og hjelt áfram för minni um vettvang eyðilegg- ingarinnar. Alt í einu nam jeg staðar. Einhversstaðar úr fjar- lægð lieyrði jeg hljóð, líkt og þokulúður væri að væla. En brátt greindi jeg hvað þetta var —- það voru tónar frá orgelinu í kirkjunni í Temple. Jeg flýtti mjer út í Hringgarðinn og' gekk inn um lágar dyr. Kaldan vetr- argustinn lagði inn gegnum opna gluggana á lcirkjunni og blöðin í nótnabók organistans flettust við i gustinum. Og sálmabækurnar lágu á stöllun- um á bekkjabökunum. Mig lurðaði mikið á því, að þær skyldu ekki hafa verið teknar burt eftir að kirkjan skemdist. Jeg beið þangað til organist- inn hafði lokið við lagið. Hann sagðist vera að æfa sig á lög- unum fyrir næsta sunnudags- morgunn. Þó að kalt væri í veðri og kirkjan væri glugga- laus, þá væru guðsþjónustur haldnar þar alveg eins og áður var. Þannig höfðu þeir lekið hinu hræðilega áfalli, lögfræð- ingarnir allir, sem eru búsettir í Temple. Jeg hvarf á burt aftur af þess- uni evðilegu slóðum og fór upp i Fleet Street. Á leiðinni var jeg að hugsa um, hve uppvæg hin gömlu stórmenni Temple á liðnum árum hefðu orðið við að sjá hin gegndarlausu spell- virki, sem bústaðir þeirra hefðu orðið fyrir. Charles Lamb, höf- undurinn, var fæddur í Crown Office Row í Temple og hafði meiri ást á þessum stað en noklcur maður annar. Mundi hann ekki hafa húðstrýkt Gör- ing með þeim orðum, sem hann átti mögnuðust til? Og Gold- smith, hinn gjöfuli veitandi, sem hjelt fleiri veislur en hann hafði efni á — mundi hann ekki hafa skrifað aðra „Deserted Village" um þessar aðfarir? Þessi eyði- legging hefði getað gert Samúel Johnson mállausan og lista- mannshönd sir Joshua Reynolds mundi hafa skolfið er hann hefði litið þessa eyðileggingu augum. Temple er ekki „hrifandi staður“ eins og nú standa sakir. Og „hin dreymandi værð“ og „drungi“, sem Charles Dickens talar um i Rarnaby Rudge er horfin. Og nú eiga orð hans eklci lengur við: „Þeir sem ganga um grasblettina og húsa- garðana í Temple geta lieyrl bergmálið af fótatak'i sínu og lesa yfir hliðunum inn þangað, er þeir koma úr arginu í Fleet Street: „Sá sem kemur lijer inn, skilur háværðina eftir fyrir ut- an“. Enn niðar vatnið í Lindar- garðinn og enn eru hjer kim- ar og krókár, sem fátækir stúd- entar horfa niður i úr þakher- bergjum sínum“. En hvað sem öðru líður þá var Temple staður, sem maður hvíldist á. Og þó að það verði bygt upp aftur, getur það aldrei orðið sama draumalandið. Jeg tek undir það, sem Lamb segir: „Hvílík breyting fyrir ( mann ofan úr sveit, sem kemur til London í fyrsta sinn — að koma úr mergðinni í Strand og Fleet Street inn í tign garðanna í Temple, sjá hin viðu torg og grænar grundir.“ Margsinnis hefi jeg sjeð hundruð útlendinga ganga um göngin og garðana í Temple og dáðst að hinum gömlu bygg- ingum þar. Eftir stríðið koma þeir aftur til þess að skoða, hvernig sprengjurnar hafa farið með London. Jeg vona að þeir komi í Temple áður en það verður hygt upp á ný. Þeim verður það huggun að þeir liafa hjálpað til að hefna fyrir með- ferðina á þessum stað. — — „Drungann“ og „hina dreymandi værð“ hefir Temple mist um aldur og æfi. En skugg- arnir verða þar áfram. Þeir mega aldrei liverfa úr þessum stað — að minsta kosti þeir skuggar sem tengja sögu Temple við musteri Salómons og hvítu riddaranna, sem lijeldu vörð á vegunum,, sem lágu til borgar- innar lielgu, á 12. öld. Þessir .gömlu musterisriddarar, sem svo voru nefndir, voru göfugt bræðraiag. Á þessum stað á ár- bakkanum fagra reistu þeir kirkju þá, sem helguð var Maríu mey, og unnu eið að því að vera hreinlífið sjálfsafneitend- ur. Þeir hafa afhent okkur skuggana sem farast ekki og hverfa ekki af blettinum milli Tliámes og Fleet Street og Strand. 1000 PUNDA SPRENGJA Á LEIÐ í FLUGVJELINA. Þetta er ein af þeim 1000 punda sprengjum, sem Bretar nota mikiö af i árásum sinum á borgir Þýskalands og ítalíu. Sjest stýrisútbúnaðurinn og afturendi sprengjunnar og má ráða stærö liennar af samanburöi við manninn, sem lijá henni stendur. En samt eru þessar sprengjur smásmiði hjá S000 punda sprengjunum, sem Bretar eru nú farnir aö nota. Hefir þaö sannast af Ijósmgndum, að ein slik sprengja gereyðilagði bgggingu, sem var 108x96 metrar að flatarmáli. TVEGGJA ÞUMLUNGA SPRENGJUVARGPARAR eru mikiö notaðir i þessari styrjöld, einkum af fyrirsátar- mönnum, sem óvænt komast í færi við sveitir, sem eru mann- fleiri. Tvo menn þarf viö hvern sprengjuvarpara. Iljer sjest hvernig þeir eru hlaðnir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.