Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 6
S Á L K I N N - LiTLfí snBfin - Channing Pollock: Týndi gullpeningurinn. EFTIR siðustu heimsstyrjöld var það hópur manna, sem hvarf heim til átthaga sinna, í þorp eitt í Frakklandi. Flestum þeirra tókst að fá atvinnu á ný og komast sæmilega af, en einn þeirra, sem hjet Francois Lebeau, hafði orðið fyrir gaseitrun og aldréi náð sjer fyllilega aftur. Hann reyndist ekki maður til að geta stundað vinnu sína að staðaldri og lenti því i íá- tækt og volæði. En samt þóttist hann ekki geta verið þektur fyrir að þiggja hjálp frá nágrönnum sin- um og afþakkaði hana jafnan er hún var boðin fram. Hermennirnir úr striðinu, sem þarna voru saman komnir hjeldu sjer veislu einu sinni á ári, til þess að rifja upp gamlar endurminning- ar. Þeir höfðu þessar veislur hver heima hjá öðrum, til skiftis. 1 eitt skiftið komu þeir saman hjá Juíes Grandin, en honum hafði græSst vel fje og hann var orðinn feitur og fyrirmannlegur. Grandin sýndi kunningjum sínum sjaldgæfan hlut: — stóran og gamlan gullpening, og fór mörgum orðum um, hve gamall hann væri orðinn og sjaldgæfur. Peningurinn gekk mann frá manni, meðan setið var undir borðum, því að allir þurftu að skoða hann ítar- lega. En nú höfðu allir gestirnir fengið sjer duglega neðan í því,. svo að þeir tóku að verða háværir og skrafhreyfnir, og brátt gleymdist peningurinn en önnur mál komu á dagskrá. Löngu síðar, þegar Grandin mundi eftir peningnum á ný og fór að ganga eftir honum, þá var hann hvergi að finna. Nú varð uppi fótur og fit, spurn- ingar og mótmæli gengu manna á milli og fór að horfa til vandræða. Loks lagði hreppstjórinn það til, að Jeilað væri á hverjum einstökum manni, sem þarna var staddur, og allir tóku þvi vel — nema Francois Lebeau. Fjelagar hans störðu forviða á hann. „Þú neitar að ]áta leita á þjer?" spurði Grandin tortryggnislega. Lebeau roðnaði. „Já," sagði hann, „jeg get ekki leyftt það." „Skilur þú," sagði gullpeningseig- andinn, „hvað sú neitun getur haft í för með sjer?" „Jeg stal ekki gullpeningnum, og jeg sætti mig ekki við að láta leita á mjer," svaraði Lebeau. Nú gengu hinir fram, hver efir annan, og sneru vösum sinum út- hverfum. Og hvergi kom gullpen- ingurinn fram, svo að grunsemdin á Lebeau fór vaxandi. „Þjer haldið áreiðanlega ekki fast við þessa neitun yðar, Lebeau?" sagði hreppstjórinn í skipunartón. En Lebeau svaraði engu. Grandin stikaði þóttalega út úr stofunni. Enginn mælti orð við Lebeau fram- ar, en allir sörfðu á hann með aumkandi augnaráði er hann fór á burt eins og halakliptur hundur, sannfærður um það, að allir hjeldu sig vera glæpamann. Upp frá þeim degi var Lebeau sem ærulaus maður. Kunningjar hans í þorpinu litu ávalt undan er hánn varð á vegi þeirra. Hann varð æ fátækari, og þegar kona hans dó, ekki löngu síðar, þá var enginn sá er vissi eða Ijet sig nokkru skifta, hvort hún hefði dáið úr hor eða af blygðun yfir Francois Lebeau. Nokkrum árum síðar, þegar atvik það, sem nú hefir veriS sagt frá, var orSiS að einskonar þjóðsögu, Ijet Jules Grandin breyta húsi sinu allmikið. Þá fann einn trjesmiður- inn gullpening i rifu milli tveggja gólfborðanna, sem full var af ó- hreinindum. Þetta var í gólfi stof- unnar, sem veislan sæla hafði verið haldin í. Þó að Grandin væri mikill á lofti og þættist meiri en aðrir menn þá var hann þó ekki nema maður fyrir því. Og nú, er haiin hafði sönnun fyrir sakleysi Lebeaus, var liann ekki seinn á sjer að biðja fyr- irgefningar. Hann flýtti sjer heim í hreysi' Lebeaus, sagði honum frá hvernig peningurinn hefði Joks komið í leitirnar, og baðst afdrátt- arlausrar afsökunar á þvi, að hann hefði felt grun á hann. „En," sagði hann að lokum, — „úr því að þjer vissuð, að pening- urinn var ekki á yður, hversvegna þvertókuð þjer þá fyrir, að láta leita á yður?" Tötralegur, tærður og örvasa fyr- ir aldur fram, leit Lebeau á Grand- in hálfbrostnum augum. „Vegna þess að jeg var þjófur," svaraði hann. „Fjölskylda mín og jeg höfðum ekki haft nóg að eta vikum saman — og vasarnir voru fullir af mat, sem jeg . hafði hnuplað af borðinu, til þess að hafa heim með mjer." Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? 6. Gotthold Lessing V. MAJENDIE GENERALMAJÖR er hæstráðandi enska hersins í Norður-írlandi. En þar hafa Bretar mikinn her og þjálfunarstöðvar, og Bandaríkjamenn eins. Mun hvergi í enska heimsveldinu vera saman kominn jafn mikill her & jafn litlu svæði og í Ulster. Grotthold Ephraim Lessing, sem stundum er kallaður fyrsti leikrita- höfundur Þjóðverja, fæddist í Kam- enz i Þýskalandi árið 1729 en dó í Brunsvík árið 1781. Faðir hans var prestur í lúterskum siS. Eins og oft er siður á prestaheimilum ann- aSist faSir hans uppfræðslu hans undir skóla, en sendi hann síðan á frægan latiuskóla í Meissen. Less- ing var svo mikill námsmaður, að þegar hann var 16 ára gat hann komist á háskólann í Leipzig. Egiis ávaxtadrykkir Þar iagoi nann iyrst stund á guð- fræði, tók svo að nema læknisfræði, en að lokum fagurfræði og heim- speki. Hann hafði þá þegar haft nokkur kynni af leikhúsum, því að hann þýddi franska leiki á þýsku, fyrir leikhús frú Neuber. En árið 1748 tók þessi frú til sýningar fyrsta leikritið, sem Lessing frumr samdi, en það hjet ,,Ungi lærdóms- maðurinn". Uppfrá því helgaði Less- ing sig allan ritstörfunum. Um eítt skeið vann hann að þýðingum fyr- ir Voltaire, sem þá dvaldi í Þýska- landi. En samvinna þeirra endaði með misklíð, sem sumir segja að hafi sprottið af því, að Lessing hafi misbrúkað traust það, sem Voltaiie hafði sýnt honum. Annars hefði þessi vinátta ekki getað haldist lengi hvort sem var, því að hjá Lessing þróaðist smám- saman stefna, sem var algerlega and- stæð hinni gerfi-klassisku stefnu Volaires. Lessing segir honum stríð á hendur i fyrsta leikritinu, sem frá honum fór, þeirra sem nokkuð kveð- ur að, en það var Ungfrú Sara Sampson, sem út kom 1755. Er þetla harmleikur úr borgarastjettarlífinu, og hafði róttæk áhrif k leiklistina í Þýskalandi. Árið 1767 kom út frægasta leik- rit Lessings: Minna von Barnhelm. Er þetta fyrsti leikurinn, sem velur sjer hlutverk og efni úr samtiðinni í Þýskalandi. Fram aS þessu hafði fjárhagur Lessings verið svo óviss, að hann liafði ekki þorað að hugsa til. hjónabands. En árið 1770 varð hann bókavörður hertogans í Brúns- vík en hann sat i Wolfenbiittel. Nú hafði Lessing trygt sjer lífsuppeldi og kvæntist en misli konu sina og ung- an dreng áður en tvö ár voru liðín. Hann sökti sjer enn dýpra niður í ritstörfin en áður, til þess að sefa sorgír sínar. Samdi hann nú harm- leikinn Emilia Galotti og sömuleið- is viðamikið leikritið, Vitringurinti Nathan, sem að efnisvali og formi var mjög frábrugðin eldri leikrituni lians. Lessing var eigi aðeins hinn fyrsli eiginlegi leikritahöfundur Þjóðverja, heldur er hann einnig talinn „faðir þýskrar gagnrýni". Meðal rita hans i þessari grein ber einkum að nefna Hamburg Dramaturgie, sem er frægt verk, og hefði átt að verða höfund- inum fjeþúfa. Að svo varð ekki lá i því, að ágæti ritsins varð þegar öllum svo augljóst, að ýmsir útgef- endur stálu þvi og gáfu það út í ó- leyfi höfundarins. í öðru riti, sem heitir Laökoön, gagnrýnir Lessing ljóðagerð og málaralist. Lessing var enn í fullu fjöri, er dauðinn sótti hann skyndilega heim, er hann var á ferðalagi í Brúnsvík,, árið 1781. MINNA VON BARNHELM. Leikur þessi var frumsgndur i Hamburg 1767, en vakti ekki athggli. Næsta ár var hann sýndur í Bérlín og fjekk þá þegar i stað miklar vinsældir. 17* ON TELLHEIM majór er upp- * gjafaforingi úr hernum. Hann er blásnauður maður, en «það stafar af því, að hann hefir ekki fengið endurgreitt fje, sem hann 'á hjá stjórninni, en er svo heiðarlegur maður, að hann vill ekki taka lán, ef ske kynni að það kynhi að bregð- ast, að hann fengi fje sitt greitt ai't- ur. Húseigandinn, sem von Tellheim leigir hjá, notar sjer tækifærið, eitt sinn er majórinn er að heiman, og ber reitur hans út úr íbúðinni. Seg- ist þurfa að nota hana handa konu einni og þernu hennar. En þetta er fyrirsláttur. Húseigandinn óttast um aS von Tellheim geti greitt leiguna, enda skuldar hann orðið talsvert mikið. En þegar húseigandinn er að taka saman pjönkur von Tellheims, reksl hann á innsiglað brjef, sem sam- kvæmt árituninni innheldur 500 dali. Og nú vill hann fyrir livern mun friðmælast við von Tellhiem. Hitt veit hann ekki, að undirforingi majórsins, Werner að nafni, sem vissi um vandræði von Tellheims, hefir skiliS þessa peninga eft\r hjá lionum, í þeirri von að hann notaði þá, eins og hann ætti þá sjálfur. En Tellheim vill ekki grípa til þeirra, vegna óvissunnar um að hann gæti endurgreitt þá. Hinsvegar hefir hann beðið Just þjón sinn um að taka eina verðmætið sem. liann átti, en það var dýrmætur hringur, og veð- setja hann, til þess að borga húsa- leiguna og kaup það, sem liann skuldaði þjóninum. Just veðsetur Mseigandanum hringinn, en sjálfur vill hann ekki taka við kaupi, þvi að hann segist vera í skuld við majórinn og vilji vinna hana af sjer. Húseigandinn er málugur maður, og nú sýnir hann nýja leigjandanum hringinn og seg- ir frá eigandanum og vandræðum hans. Leigjandinn, Minna von Barn- Frh. á bls.li.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.