Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N fœrt sig nær. Hann starði á mig yfir öxlina á hershöfðingjanum og sleikti á sjer varirnar. Hershöf ðinginn rauf þögnina. „Hvað hjet hann — liðsforinginn, sem þjer sögðuð okkur frá?" Rödd hans kvað við líkt og keyrishögg í kj'rðinni. „Jeg vildi að jeg vissi það," sagði jeg i kæruleysistón. „Hann var glæsi- legur náungi og ieg vona að honum hafi reitt vel af." „Hvernig leit hann út?" Hershöfð- inginn barði i borðið og jeg sá að andlit hans var öskugrátt. „Það var koldimt i skotgröfinni," sagði jeg, þvi að nú var jeg orðinn kaldur og rólegur. Jeg hafði sjeð grilla í sannleikann. „Vilduð þjer gjöra svo vel og skýra okkur nákvæmlega frá þvi, hvar þessi atburður gerðist?" sagði hershöfð- inginn mjög ákveðinn. „Vissulega; þetta gerðist á stað sem hjetMontal.jie, í skotgröf i fremstu viglínu 23. nóvember 1917." Orð mín virtust hafa leyst þá úr læðingi. Um salinn leið samstilt and- varp frá brjóstum þeirra og þeim ljetti sýnilega. „Sá er maðurinn —¦ á þvi leikur enginn vafi," mælti hershöfðinginn pg beindi máli sinu til von Brun. ,Jeg óska yður til hamingju að yður skuli hafa tekist að elta uppi morð- ingjann eftir margra ára leit. Refsi- vöndur laganna er langur og jeg var þess fullviss að hann myndi ekki sleppa, þótt reynt væri að villa okk- ur sýn." Hann horfði a mig eins og dóm- ari, sem er að dæma sakborning. „Herra Wendell, mjer er ekki ljóst, hversvegna yður þóknaðist að vitna gegn yður sjálfum og fá oss þannig í hendur endanlega sönnun fyrir sekt yðar, Það má skilja þetta sem nokkurskonar játningu. Það er ekki nóg að þjer sjeuð 'hrokafullur lygari heldur einnig samviskulaus morðingi." Nú var mjer öllum lokið! Jeg ætlaði að stökkva á fætur, en tveir þjónanna voru komnir fyrir aftan mig og ríghjeldu mjer. ,Elsa, sýndu honum myndina." Með skjálfandi höndum hjelt hún á myndinni fyrir framan mig; það var sú sama og hún hafði sýnt mjer áður. „Var þetta liðsforinginn?" „Já, jeg kannast vel við hann aftur." Hershöfðinginn bölvaði hressilega á þýsku og baðaði út höndunum. „Og þetta var liðsforinginn sem þjer skutuð með köldu blóði þar sem hann lá særður og ósjálfbjarga. Yður grunaði ekki að sannleikurinn ætti eftir að koma í ljós eftir öll þessi ár." „Einhver hefir logið að yður. Saga mín er að öllu leyti sönn og ástæðan fyrir þvi að jeg nefndi ekki nafn liðsforingjans er sú, að mjer þótti undarlegt að alt annar maður, von Brun greifi skyldi bera þetta sama nafn." „Það er fljótgert að skýra þetta fyrir yður," sagði hershöfðinginn. óþolinmóður. „Er þjer höfðuð myrt systurson minn, hlaut greifinn, sem var næsti erfingi og fjarskyldur honum, titilinn samkvæmt þýskum lögum. Af tilviljun hjetu þeir sama fornafni." Jeg leit á greifann. Svitadropar stóðu á enni hans og hendurnar voru á eilífu iði. Án þess að mæla orð, tók jeg leðurveskið úr vasa mínum og fjekk hershöfðingjanum það yfir borðið. Það færðist undrun yfir andlit hans er hann sá smámyndirnar. „Hvar fenguð þjer þetta?" „Greifinn fjekk mjer það i hend- ur og bauð mjer að heimsækja sig að stríðinu loknu', sagði jeg. Hershöfðinginn hafði rjett Elsu veskið og ieg heyrði að hún fór að gráta, þegar hún opnaði það, en jeg vildi ekki horfa á hana. „Þetta er af pabba og mömmu," sagði hún með ekka. „Já, af móður þinni, sem dó þeg- ar henni bárust^ tíðindin," sagði hershöfðinginn hrottalega. „Þorparinn hefir bersýnilega rænt frænda minn, jafnframt því að drepa hann," hreytti greifinn út úr sicr. „Þögn," kallaði hershöfðinginn. „Við höfum engan fyrir rangri sök. Sagan segir, að þrátt fyrir það að Otto var særður, hafi breskur liðs- foringi skotið hann viljandi til bana og síðan komist undan." „Jeg hefi sagt yður sannleikann — hj'er er sönnunin," sagði ieg. - „Hjer," hershöfðinginn sneri sjer snögglega við í sætinu og benti á þióninn. „Hjer sjáið þier Serge Ei- loff, sem var undirforingi i skot- gröfinni. Hann var' pólsk-rússnesk- ur, fæddur i Þýskalandi og dyggur þjónn." Þótt langt væi-i umliðið og mað- urinn hefði fengið ör, þá þekti jeg hann. Rödd hans var hljómlaus og það var eins og hann væri að þylja upp úr sjer er hann sagði: „Englendingurinn hefir rjett fyr- ir sjer. Það var jeg sem kom með flokk manna til að hrakja Englend- ingana upp úr skotgröfinni. Þessi liðsforingi laut yfir greifann," hann hikaði og varir hans titruðu. „Haltu áfram,'" sagði hershöfð- inginn hranalega. „Liðsforinginn sá okkur koma — hann dró upp skambyssuna .... og skaut kúlu i gegnum höfuð greifans." Það eina sem rauf þögnina i saln- um var snögtið í Elsu. „Geturðu unnið eið að þessu?" spurði hershöfðinginn. „Já, yðar hágöfgi." Jeg veitti því athygli að hann skotraði augunum til von Brun um leið og hann sagði þetta, og sá að hann signdi sig í laumi að austur- lenskum sið. Jeg fann að það var úti um mig. Lister's PRJÓNADÍLKAR jVa^&^h^W (^ti íqahmÁ^'. Hjer er drengjapeysa i þremur stærðum á 6—10 ára. í peysurnar þarf 1%—1% úr búnti af þríþættu Listers „Lavenda" garni, prjóna nr. 10 og 12 og 3—4 litla hnappa Bakið: Fitjið upp 82, 90 eða 102 eftir þvi hvaða stærð er prjónuð. 1. pr.: 1 sl., 1 sn. Prjónið svo áfram, til til komnir eru 5, (5%), (6) cm. Hjer eru sýndar tölur, sem eiga við allar stærðirnar og verður svo gert eftirleiðis. Takið pr. nr. 10 og prjónið sem hér segir: Næsti pr.: Slétt. Næsti pr.: Snúið. Prjónið þessa tvo prjóna, þar til komnir eru 22, (27), (25%) cm. frá þvi byrjað var. Handvegirnir: Fellið af 4 1. í byrjun næstu tveggja pr., priónið svo 2 1. saman i lok hvers prjóns, þar til eftir eru 62, (70), (82) 1. Haldið svo áfram án þess að taka meira úr, þar til komnir eru 36, (41), (46) cm. Axlirnar: Fellið af 9, (10), (12) 1. i byrjun næstu fjögurra prjóna. Fellið siðan af þær sem eftir eru. Framstykkið. Nú er prjónað alveg eins og á bakinu, þar til úrtökunum á hand- vegunum er hætt. Þá er hálsmálið myndað (rjetthverfan snýr út). 1. pr.: 31, (35), (41) 1. sl. Snú. Fitjið upp 4 1. 2. pr.: (1 sn., 1 sl.) fjórum sinn- um (8 1.), snúið pr. á enda. 3. pr.: Sljett, þar til eftir eru 8 1., (1 sn., 1 sl.) fjórum sinnum. Snú. Nú kemur hnappagat. 4. pr.: (1 sn„ 1 sl.) tvisvar, 1 sn., fellið af næst síðustu 1. og svo eina í viðbót, 1 sn., 1 sl„ sn. pr. á enda. 5. pr.: Sljettj þar til eftir eru 8 1., 1 sn„ 1 sl„ 1 sn„ fitjið upp 2 1., 1 sl„ 1 sn„ 1 sl. Prjónið nú 2. og 3. pr„ þar til komnir eru 3%, (3%), (2%) cm. frá hnappag. Þá er prjón- að annað hrappagat eins og hið fyrra. Svo er prjónað eitt í viðbót á minni peysunum, en tvö á þeirri stærstu. Siðan er felt af, sem hjer segir (byrjað hálsmáls megin): Næsti pr.: Fellið af 10 (12), (12) 1. og prjónið svo á enda. Prjónið síðan sljett pr. og prjónið 2 1. sam- an hálsmáls megin á hverjum pr„ þar til eftir eru 18, (20), (£4). Öxlin: Fellið af 9, (10), (12) 1. hand- vegsmegin á öðrum hvorum pr. Þá eru 31, (35), (41) 1. prjónaðar og byrjað i miðjunni og firjaðar upp 4 1. Næsti pr.: (1 sl., 1 sn.) fjórum sinnum, sljett pr. á enda. Næsti pr.: Snúið, þar tíf eftir eru 8 1. (1 sl„ 1 sn.) fjórum sinnum. Prjónið þessa tvo pr. þar til komið er þangað, sem felt var af fyrir málsmálinu, þá er prjónað eins'og á hinni öxlinni og felt eins af. Ermarnar: Takið eftir þvi að það er byrjað á ermunum að ofan. Fitjið upp 20, (24), (24) 1. á pr. nr. 10. Prjónið sljett prjón og aukið i 1 1. á byrj'un hvers prjóns, þar til 46, (50), (561 1. eru á pr. Aukið svo í 1 1. hvorum megin á næstu 10 pr. Þá verða 1. 66, (70), (76). Nú ér 1 1. feld úr hvorum megin á hverjum prjóni, þar til eftir eru 42, (48), (54) I. Haldið svo áfram með bessar 1. þar til komnir eru 31, (35), (38) cm. frá þvi byrjað var að fella úr. Prjón- ið svo 6," (6), (7%) cm. breiðan snúning á pr. nr. 12. Fellið laust af. Kraginn: Fitjið upp 140, (146), (150) 1. á pr. nr. 12. 1. pr.: 1 sl. og svo 1 sl„ 1 sn. pr. á enda. Prjónið þennan pr. einu sinni í viðbót. 3. pr.: 1 sl„ 1(11. tekin óprjón- uð af pr., 1 sl„ priónaða 1. tekin gegnum óprjónuðu 1.), 1 sl., 1 sn„ þar til eftir eru 3 1., 2 1. prjónaðar saman, 1 sl. 4. pr.: 1 sl„ 1 sn„ 1 sl„ þar til eftir eru 3 1„ 2 sn„ 1 sl. 5. pr.: 1 sl„ eins og I á 3. pr„ 1 sl., 1 sn., ar til eftir eru 3 1„ 2 sl. saman, 1 sl. 6. pr.: 1 sl., 2 sn. og svo 1 sl„ 1 sn. pr á enda. Priónið siðustu 4 pr. þar til komnir eru 6 (7) (8) cm. Fellið laust af. Harðneskiuleg ándlitin störðu á mig. Það var eitthvað i svip þessa gamla hermanns, sem bljes mjer nokkru i brjóst. Jeg þreif leðurveskið af borðinu og fjekk honum það, Mjer var vel kunnugt um helgisiði grísk- kaþólsku kirkjunnar. „Takið við þessu," sagði jeg hárri röddu. „Þetta er mynd (ikon) af látnum húsbónda yðar. Sverjið við hana, við sáluhjálp yðar; við guð og Jesúm Krist og heilaga guðs- móðir, að alt sem þjer segið, sje satt." „Þetta er allsendis óþarft," hróp- aði greifinn reiðilega. „Hann skal verða að sverja," sagði hershöfðinginn. „ Það er mannslíf i veði." Andlit mannsins varð afmyndað af skelfingu og tennur hans glömruðu. „Þetta er hræðilegur eiður," stundi hann upp. „Sverðu," öskraði hershöfðinginn. „Jeg get ekki svarið." Hann misti veskið á borðið og hefði dottið, ef hershöfðinginn hefði ekki gripið hann. „Segðu sannleikann f" „Englendingurinn segir satt," — orðin hrutu af bláum vörum hans. „Hann varð eftir til þess að binda um sár greifans og greifinn sagði okkur að láta hann fara og gaf honum veskið." „Hvernig stóð þá á þvi, að greif- inn var drepinn og þú tilkyntir lát hans?" Augu þjónsins hvörfluðu vilt og fióttalega um salinn uns þau hvíldu á greifanum. „Jeg veit það ekki — spyrjið mig ekki — spyrjið Otto greifa, sem skipaði mier að gæta frænda síns og ef færi gæfist ...." „Þú lýgurl" Greifinn hrinti stól sinum i gólfið, rjeðst á manninn og greip um kverkar hans. Hershöfðinginn greip hann föstu taki, en greifinn barðist um á hæl og hnakka uns tveir þjónar skárust í leikinn. Eftir að hann hafði verið færður út úr salnum fjekk herhöfðinginn sjer sæti eins og ekkert hefði í skor- ist. Hann sneri sje^r að liðsforingj- unum sem söfnuðust kringum hann „Herrar mínir, þjer hafið hlust- að á vitnaleiðsluna. Álítið þjer hinn sakborna sekan eða ekki sekan?" Svo þetta var þá herrjettur, sem ]'eg var aðalpersónan il Mjer lá við að reka upp hlátur. Þetta hafði tek- ið a taugarnar. „Ekki sekur," sagði hver þeirra af öðrum ákveðinn. Sagan er senn á enda. Þeir báðu mig margsinnis fyrirgefningar og vildu ólmir að jeg dveldi um kyrt með sjer, en ieg var búinn að fá mig fullsaddan af staðnum. Nú skildi jeg hvernig í öllu lá. Jeg hefði farið niður í námuna, og það hefði orðið slys. Winslow myndi hafa fengið tilkynningu um, að því miður hefðu engir málmar fundist og að jeg hefði farist niðri i einum hellinum. Alt var vel i pottinn búið. Jeg skildi við þá daginn eftir og lofaði að þegja yfir- sögunni. „Ætli að jeg geti nokkurntíma fyrirgefið sjálfri mjer," sagði Elsa er hún fylgdi mjer til dyra. „Jeg mátti vita, að þjer væruð enginn morðingi." „Sleppum því — en hvað verður um greifann?" Hún rjetti úr s.jer þóttafull. „Hvað sem hann kann að hafa gert, tilheyr- ir hann þýska aðlinum. Hann veit hvað honum ber." „Fæ jeo nokkurntima að sjá yður aftur?" „Ef yður langar til þess. Jeg fer til London i sumar að heimsækia gamla vini." Nú er jeg að bíða, því vorið er komið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.