Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 10
10 FALKÍNN ? D D ? Þegar Ferd'and „gekk í vatnið". m D D n ? Gamli uppgjaíamajórinn er hjá lögfræSingnum til aS ganga frá arf- Jeiðsluskránni sinni. — Og svo vil jeg hai'a þar ákvæði um, að hermannahljómsveit leiki við jarðarförina mína. Lögfræðingurinn, sem er alveg ó- reyndur í starfinu: Alveg sjálfsagt, jeg skal sjá um það. Var það ekki neitt sjerstakt lag, sem majórinn vill heyra? Ræðumaður er að lýsa nágranna- sveit einni, á ungmennafjelagsfundi: — Já, þessi sveit er sviplaus og vindasöm — og það er fólkið líka. S k r í 11 u r. Skoti, sem hafði verið trúlofaður stúlku í nokkur ár, tók loksins rögg á sig og keypti handa henni gull- hring. En síðar snerist honum hug- ur og hann sagði stúlkunni upp. En nú vandaðist málið. Slúlkan hafði nefnilega fitnað svo, að hún gat ekki náð hringnum af fingrin- um á sjer. Nú voru góð ráð dýr, og Skotinn tók auðvitað besta ráðið. Hann giftis stúlkunni heldur en að missa af hringnum. Útbreidið „Fálkann ti — Vinnukonan er veik í dag, svo að jeg verð að búa til matinn sjált'. Hvað viltu fá, góði minn? — Smjör, brauð, ansjósur, lifrar- kæfu — og svo eitt epli. Á dansleik: — Hafið þjer lesið afstæðiskenn- ingu Einsteins, ungfrú Þuríður. — Nei, jeg ætla að bíða þanað til hún verður leikin á kvikmynd. — Skelfing eruð þjer hás núna, frú Valdórs! sagði frú Halldórs. — Já, maðurinn minn kom svo seint lieim í gærkvöldi, frú Haildórs, svaraði frú Valdórs. Leikfangabúðirnar höfðu verið fullar af leikföngum fyrir jólin, en eftir nýárið var mest af þeim leik- föngum, sem ekki seldist, látið ofan í kassa og sett í kjallarann og þar átti það að geymast til næstu jóla, eí svo bæri undir. Svona stóð nú á þvi, að bangsununr tveimur leiddist svoddan ósköp. Þeir sátu í skoti i einni hillunni, langt frá öðrum, og höfðu ekkerl fallegt til að horfa á. Dagarnir voru sólarlausir og langir, stúlkan í búð- inni seldi aðallega bollapör og skaft- potta, en enginn spurði eftir brúð- um og tindátum. En eina nóttina sagði Tipp við Topp — þeir hjetu það, bangsarnir: „Eigum við að stelast eitthvað út i veröldina og reyna hvort við upp- Iifum ekki eitthvað skemtilegt?" „Já," sagði Topp hrifinn. „Við skulum fara undir eins." Það var bæði erfitt og hættulegt að komast ofan úr hillunni og út úr búðinni, en loks tókst litlu tusku- björnunum það og svo löbbuðu þeir norður veg, eina frostbjarta nótt í janúar. „Það er gott að enginn sjer okk- ur," sagði Tipp. „En jeg vildi óska, að við gætum fundið okkur hús til að vera í, þvi nú er jeg orðinn þreyttur." „Við skulum athuga hver á heima i húsinu þarna fyrir handan skóg- artorfuna," sagði Topp og svo flýttu þeir sjer þangað. Þetta laglega, litla hús var mann- laust, en Tipp og Topp fóru inn og fundu þar tvö litil rúm uppbúin og lögSust þar fyrir og fóru að sofa. Þeir sváfu svo vel, að þeir vöknuðu ekki fyr en komið var fram á dag, YMft/W fei/iM&yiiHiii Litlu bangsarnir íueít. en þá heyrðu þeir að kallað var hált: „Halló! Opnið þið fyrir mjer!" Tipp fór fram til að sjá hver kom- inn væri og gægðist út. Þarna var þá kominn lítill dvergur, ríðandi á gæs. „Það var gott, að þið skylduð rata hingað," sagði hann. „Húsið hefir staðið lengi og beðið eftir ykkur. En nú verðið þiS að koma með rajer, þvi að viS verðum að vinna þrekvirki. „Hvert eigum við að koma?" spurðu báðir bangsarnir. „Þið eigið að koma með mjer til kappans Sísofandi, hann hefir náð í stærsta gimstein kongsins og falið hann í hárinu á sjer, svo að enginn finnur hann. En nú er bést að þi'ö reynið, hvor ykkur tekst það ekki." Dvergurinn sagði þeim til vegar, l.ann reið á undan á gæsinni, og bangsarnir eltu hann og loks komu þeir í virkiS, þar sem risinn átti heima. Þar var alt hljótt, því aS risinn var sofnaSur, og alt heimilis- fólkiS hafSi notaS tækifæriS til að stelast á ungmennafjelagsskemtun á meSan. ÞaS vissi, aS Sísofandi var vanur aS sofa lengi. „Hvernig eigum viS aS fara aS því aS finna gimsleininn. ÞaS er ekki nokkur leiS fyrir okkur aS komast upp að hausnum á honúm," sagSi. Topp. „Hjeri>a er sligi," sagði gæsin. „Nú skal jeg halda stiganum, dverg- urinn heldur vörð viS dyrnar, ef einhver kynni aS koma, Tipp fer um, en Topp hefir gát á risanum, upp stigann og leitar að gimsteinin- og segir til ef hann sýnir nokkur merki þess að hann ætli að vakna. VeriS þiS vissir um, að þetta geng- ur alt vel!" Og þaS gekk alt vel, því að Tipp fann gimsteininn og komst heilu og höldnu niður stigann aftur, úr hausn- um á risanum, og svo flýttu þeir sjer allir heirri í kongshöllina. Konungurinn sat i hásælinu sínu og var einstaklega alúðlegur þegar bangsarnir voru leiddir fyrir hann. „Er þaS satt, að þið hafið fundið gimsteininn minn?" sagði hann for- viða. „Ef svo er þá skal jeg launa ykkur ríkulega!" En bangsarnir hneigSu sig og sögðu: „Við ætlum bara að biðja þig um einn lilut, kongur góður — að losa okkur við að eiga heima á hillunni í leikfangabúSinni þvi aS það er svo skelfing leiðinlegt þar." „Þið skuluð fá að eiga heima hjerna í höllinni!" sagði kongurinn. og i sama bili lók einhver í ermina hans. Það var litla prinsessan, sem hvislaði: „Ó, pabbi, mega þeir ekki vera hjerna í höllinni, hann Tipp og hann Topp, og leika sjer við mig?" En í sama bili tók einhver i hina ermina á konginum, Það var prins- inn. Og hann hvíslaði nákvæmlega því sama, sem prinsessan hafði hvíslað. „Jú, það er einmitt það, sem jeg var að segja," sagði kongurinn. „Hjermeð geri jeg allramildilegast kunnugt, að Tipp og Topp eiga að setjast að hjer í höllinni og leika sjer við prinsinn og prinsessuna. Og aldrei skulu þeir settir upp á hillu, cn skemta sjer eins vel og þeir geta'. Og nú skulum við halda stóra veislu!" Kongurinn gal' litlu björnumim sina gullkórónuna hvorum, sem voru nærri þvi eins i laginu og kórónan hans, en dálitið minni. Og svo döns- uðu þeir út um hallarhliðið. Alt fólkið í borginni kom til að sjá þa og nú var haldin stóreflis hátíð. Sá eini sem ekki kom þangað var ris- inn Sisofandi. Hann hálfskammaðist sín fyrir að hafa sofið svona í'ast, og fluttist við fyrstu hentugleika i annað land. En bangsarnir voru heldur en ekki glaðir að hafa sloppið af búðarhill- unni og orðið konunglegir hirð- bangsar í staðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.