Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Louis Bromfield: 39 AULASTAÐIR. ekki einu sinni Öddu gömlil. Um miðja nótt hafði liún vaknað og síðan legið vak- andi þangað til sólin kom inn um glugg- ann og fylti herhergið þessum ofsahitá. Henni fanst þetta alt vera að ganga fram af sjer. Forðum daga, þegar hún var ung og hraust, kynni hún að hafa getað háð svona styrjöld, þangað til yfir lyki, en nú var hún orðin þreytt og hrædd. Hún fór að ásaka sjálfa sig fyrir þennan villeysis- lega draum sinn um að gera Flesjuborg að nýjum og betri stað. Hún vissi ekki einu sinni, hvaða afleiðingar svona krossferð gæti liaft. Hún liugsaði i sífellu: „Jeg er oí' gömul. Jeg er of þreytt.“ Þarna var búið að brjóta húsið ofan af Gasa-Maríu — Sjana orðið ógæfusöm og með alla mögu- leika til þess að pipra — hr. Ríkharðs næstum drepinn og maðurinn á spítalan- um alveg drepinn, eða sama sem — liundr- uð annara ofbeldisverka framin og alt i háarifrildi og ófriði! En það var eins og Rílcharðs væri sama um þetta alt. Þarna sat hann frammi í skrifstofunni og vann eins og hestur, rjett eins og honum þætti eins vænt um Flesjuborg og henni þótti, rjett eins og hann ætti þar heima og væri af Lýðsættinni. Aftur hugsaði gamla kon- an: „Jeg er orðin gömul og vitlaus. Jeg hef ekki mannskap i mjer til að halda því áfram, sem jeg byrja á. Jeg er ekkert ann- að en gamall bjáni.“ Og skrítið var þetta nú samt, þegar tak- mark hennar og löngun var það eitt að gera Flesjuborg að hamingjusamri borg, þar sem öllum liði vel og kæmi vel saman. Alt fram að því, að blaðið fór í prentun, hjelt Ríkharðs áfram að vinna eins og hestur; honum datt nýtt og nýtt í hug, hann gerði breytingar á efni og niðurskip- un blaðsins, ritaði nýjar stórar fyrirsagnir, enn gífurlegri en fyrir liöfðu verið. Nú var líka stundin komin — rjetta stundin til þess að merja það illa undir hælum og láta það góða hrósa sigri. Þetta blað af Gunnfánanum verð að vera hámarkið og helst fara langt fram úr þeim bestu, sem .1. E. hafði látið frá sjer fara á sinni tíð, og faðir lians á undan honum. Þetta varð að verða sögulegt blað, sem menn geymdu handa börnum sínum og barnabörnum. Og nú dugði ekki að kasta höndunum lil neins. Fram til orustu! Klukkan fjögur fór blaðið í prentun. Þeg- ar seinasta síðan var borin þangað af Zimmermann gamla, gaf Ríkharðs sjer tíma til að drekka eitt glas með ViIIa Frikk, sem varð svo hissa, að hann ætlaði lengi ekki að geta áttað sig. En þá kom nú babb i bátinn. Áður en þeir voru búnir úr glösunum, kom prentverkstjórinn inn til þeirra. Það, sem i sást af andliti hans fyrir prentsvert- unni, var náfölt og i hendinni hjelt hann á járnstöng, sem einu sinni liafði verið spennijárn eins og notuð eru til þess að ná gúmmí af bílhjólum. En nú var hún keng- boginn og næstum lögð saman. Verkstjórinn hrist stöngina framan í þá og sagði: „Þarna hafið þið síðasta afrekið þeirra!“ „Hvað er það?“ spurði Rikharðs. „Einhver hlýtur að hafa brotist inn i vjelasalinn og stungið þessu inn i prent- vjelina. Þegar við settum hana af stað, var þetta jál*n næstum búið að mölbrjóta hana.“ „Getum við eklcert gert?“ spurði Rík- harðs. „Alls ekkert! Vjelin er ónýt!“ „Ó, bölvuð svínin!“ sagði Villi Frikk. Rílcharðs þagði andartak. Þá datt hon- um gofl ráð í hug. „Við höfum handvjel, er ekki svo?“ „Jú.“ „Þá skellum við út sjerútgáfu — einni blaðsíðu — og útbýtum henni ókeypis á götunum. ,’,Það tekur fjandans tíma.“ „Við hjálpumst að því,“ svaraði Rík- harðs.„Þeir hafa ætlað að koma okkur í vandræði, en við skulum sýna þeim, að við sjeum ekki af baki dotnir. Og þetta getur orðið besta vopn á þá sjálfa. Jeg ætla að skrifa kjarnyrta frásögn af þessu og Zim- mermann spólar lienni upp jafnharðan og hún skal verða komin út á götuna á þeim tíma, sem blaðið átti að koma, — rjett áður en blysförin hefst. Þetta var einmitt það, sem við þurftum að fá — eitthvað þessu líkt. Þetta gal ekki betra verið. Segðu Zimmermann að koma hingað!“ Hann snaraðist síðan að skrifborðinu og tók að hamast á greininni, en Zinnnermann var á harða hlupum milli setjarasalsins og skrifstofunnar og setti greinina næstum jafnhart og hún var skrifuð, tyggjandi tó- bak í gríð og ergju. Eftir hálfa klukku- stund var verkinu lokið og eftir tuttugu mínútur var handvjelin komin í gang og farin að spýta út sjer þessu sögulega tölu- blaði af Gunnfánanum. Drengirnir, sem báru út blaðið, voru settir í það að dreifa því um alt og fengu í lið með sjer aðra drengi, og þannig komst blaðið á skömm- um tíma, jafnvet út i ystu úthverfi borg- arinnar, áður en blysförin hófst. Alt starfsfólk blaðsins hjálpaðist að því að snúa handvjelinni á víxl, jafnvel Sjana, og nú brá fyrir glampa í augum hennar af aðdáun á þessum nýja votti um dugnað hr. Ríkharðs. Skömmu eftir klukkan sjö, kom sendill með brjef til Sjönu, og hún hvarf með það inn í þvottaherbergið, svo lítið bar á. Hún þekti rithöndina og hönd hennar skalf, er hún reif það upj). Brjefið hljóðaði þannig: „Sjana góð: — Þú mátt trúa hverjum fjandanum, sem þú vilt. Jeg get engin áhrif haft á það. En mjer var algerlega ókunnugt um þessa leigumorðingja, og eins föð- ur mínum. Megi jeg detta niður dauð- ur, ef jeg segi ekki satt. Hirsli hlýtur að hafa staðið fyrir því. Að minsta kosti er hann horfinn, en það þýðir ekki sama sem bardaginn sje úti. Kobbi.“ Meðan hún var að lesa þetla, heyrði hún öskrin í blaðastrákunum, sem voru að úl- býta nýja blaðinu af Gunnfánanum, og þegar hún braut saman brjefið og stakk því í liandtöskuna sína, vissi hún, að hvað sem Kobbi og Dorti gamli kynnu að gera, þá va<j- bai’daginn sarna sem úti, en jafn- framt gladdi það hana að hún trúði þessu, sem Kobbi hafði skrifað. Hún þekti Kobba nógu vel til þess. Hann var írskur og hann var svo hjátrúarfullur, að hann hefði al- di-ei farið að bjóðast til þess að detta niður dauður, ef hann segði ekki satt. Klukkan hálfátta var blysfararfólkið þegar farið að fylkja liði úti á stórum grasvelli, utarlega í boi-ginni, ekki all-langt frá skrauthýsi Dorta gamla. Séra Símon og Landon lögfræðingur og sóknarnefnd- armaður, ásamt frú Jenkins sljórnuðu göngunni. Öll þrjú báru framan á sjer breitt silkiband með áletruninni FARAR- STJÓRI, letruðu með gulli. Þessi þrjú höfðu ærið nóg að stai’fa, því þarna voru þátl- lakendurnii’, sem skiftu mörgum hundruð- um, að flækjast út um allan völlinn — spmir búnir sem kúrekar til forna, aðrir hvítklæddir eins og englar hreinleikans og enn aðx-ir í venjulegum búningi, með spjöld í bak og fyrir, en á þau var letrað ýmis- legt gott, eins og t. d. HREINSIÐ FLESJU- BORG eða NIÐUR MEÐ DORTA OG ÞORP- ARA HANS. Sumir báru líka bensínblys og fána. En innan um þennan söfnuð voru einir sextíu strákar, sem höfðu komið af forvitni; þeir voru af öllum aldri og í fylgd með þeim liundar af öllum hugsanlegum tegundum, litum og vaxtarlagi, sem lijeldu uppi mai’grödduðum liávaða og flugust á. Yst í hópnum voru pylsuvagnai’, sem tveir ítalir og einn Grikki höfðu kornið með á vetlvang, og fengu brátt fjölda viðskifta- manna. Fararstjói’ai'nir höfðu verið að strita við það í heila ldukkustund að koma einhverju, sem líktist skipulagi á mannfjöldann, en með litlum árangri, þangað til þeim datt í liug að kalla Jabba Nýboi’g til hjálpar. Hann tók það ráð, að hann reið öðrum líkvagnshestinum sínum fram og aftur um hópinn og skipaði fyrir með bylmingsrödd þeii’ri, er honum var af guði gefin, og nú var enn aukin með heljarmiklu horni úr umbúðapappír, sem hann hafði náð í hjá einum pylsusalanum. Á ’skömmum tíma hafði hann komið mannfjöldanum i nokk- urnveg'inn skipulegar raðir. Stundarfjórðungi fyrir klukkan níu, lagði svo allur hópurinn af stað, með blakt- andi fána og blossandi blys, áleiðis inn í Miðbæinn og til toi’gsins. Fyrstur reið síra Símon, sýnilega óró- legur og hræddur, snjóhvítum hesti og i-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.