Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 439 GERIST ÁSKRIFENDUR FÍLKAIS HRINGIÐ í 2210 Lúrjett. Skýring. 1. Titra, 5. hrœddur, 10. mánað- arheiti, 12. spil, 13. kvæði, 14. vara- söm, 16. Dýr, 18. ófrið, 20. skipar, 22. hamingjusamur, 24. væl, 25. steinar, 26. bit. 28. grastó (cignarf. fleirt..), 29. skólastj., 30. skora, 31. lón, 33. hreifing, 34. fjötra, 36. lif- færi, 38. stjórna, 39. veiðitæki, 40. for, 42. talað, 45. umrót, 48. knatt- spyrnufjelag, 50. granna, 52. hróp, 53. hlumma, 54. farvegur, 56. and- þyngsli, 57. nudda, 58. strjúka, 59. keyrir, 61. ólæti, 63. svindl, 64. veggur, 66. tætingur, 67. gramur, 68. eyða, 70. fjölda, 71. hristi, 72. iðn- aðarmenn. Lóðrjetl. Skýring. 1. gleypa, 2. góð, 3. vik, 4. tónn, (i. tveir ólíkir, 7. lögur, 8. kornvara, 9. hringlaði, 11. spott, 13. dæld, 14. græ'öa, 15. jörð, 17. lagleg, 19. skvetti 20. kantur, 21. erfiði, 23. karlmanns nafn, 25. veit, 27. hávaða, 30. siktar, 32. skran, 34. litur, 35. skref, 37. ut- an þess, 41. hálkt, 43. spír, 44. ílát, 45. hreinsa, 46. fæða, 47. athugar, 49. mön, 51. síðar, 52. áhlaup, 53. fiskur, 55. fáein, 58. skip, 60. rið, 62. veiðitæki, 63. pússa, 65. fiska, 67. mar, 69. nær, 70. fornafn. LAUSN KROSSGÁTU NR.438 Lárjett. Ráðning. 1. hleri, 5. ófrek, 10." svefn, 12. Solon, 14. speki, 15. bug, 17. kisan, 19. ker, 20. raunina, 23. núa, 24. arfa, 26. angra, 27. eimr, 28. stirt, 30. art, 31. linar, 32. smáa, 34. farg, 35. ósmurð, 36. sakkan, 38. tjóa, 40. skel, 42. skjól, 44. mær, 46. Aroma, 48. slór, 49. sóðar, 51. afar, 52.Aar, 53. Eskimóa, 55. org, 56. rúinn, 58. ant, 59. farða, 61. fnýsa, 63. Bafða, 64. nakta, 65. særða. Lóðrjett. Ráðning. 1. hverfisstjórinn, 2. lek, 3. efir, 4. R.N., 6. F.S., 7. roka, 8. Eli, 9. kosningaloforða, 10. spert, 11. liungra, 13. nauma, 14. skass, 15. buna, 16. girt, 18. narra, 21 aa, 22. na, 25. armmjór, 27. eirkera, 29. táuól, 31. lakka, 33. Ara, 34. fas, 37. ussar, 39. ræðinn, 41. farga, 43. klauf, 44. móka, 45. ramt, 47. marða, 49. s.s., 50. ró, 53. ensk, 54. afar, 57. nýa, 60. arð, 61. at, 63. bæ. klæddur búningi, sem hann hafði srtiám- saman safnað að sjer i stúkunum, sem hann hafði verið fjelagi í. Líktist klerkur þá einna mest kynblendingi af Lee liers- höfðingja og Nelson aðmíráli. Næst gekk hljómsveil borgarinnar, að frátöldum þeim, er bljesu bassahornið og smáflaut- una, því þessir tveir menn voru i opin- berri þjónustu og áttu atvinnu sína að þakka Dorta og mönnum hans. A eftir hljómsveitinni kom fríð fylking af kven- í'ólki úr Baptistasöfnuðinum, allar klædd- ar sem englar og syngjandi hástöfum: „Fram, kristni her ....", með undirleik hornaflokksinsfrá Mylluborg, en rjett á eftir þeim var sendinefnd frá Kvenfjelags- sambandinu, undir forystu frú Jenkins, sem var al-hvítklædd og með flannastór- an rauðan kross, rjett neðan undir farar- stjóramerkinu. Helmingurinn af þessari fylkingu bar bensínkyndla, en hinn helm- ingurinn spjöld með áletrunum eins og þessum: „Hvernig er það með dómhúsið?" „Franklinstræti verður að loka!" „Borg- arar! rísið upp og kjósið gegn Dortaklík- unni!" „Hver græddi mest á göturæsinu í Álmagötu?" o. s. frv. Þriðja fylkingin var verst sett í blysför- inni, því að hún hafði lent á vitlausum stað, þegar merkið var gefið til brott- göngu. Þetta var nefndin frá Árbekking- um, undir stjórn Gasa-Maríu, og var af ýmsu tagi: eyrarvinnumenn, iðjuleysingj- ar og gestir Gylta Hússins. Þessi fylking hafði fjölda blysa og fjöldann af spjöld- um, sem á stóð t. d.: „Verður er verkamað- urinn launanna." Hversvegna eigum við að vinna fyrir Dorta gamla?" „Gerið Flesju- borg byggilega fyrir heiðarlega verka- menn." „Hvernig var það með útboðið á vatnsveitunni?" Helmingurinn af þessari fylkingu v,ar hálfkendur og því fór gang- an ekki fram eftir ströngustu dansreglum, en hinsvegar sungu menn vísur og söngva af ýmsu tagi, ekki alt sem finast, í kapp við „Fram, kristni her ....", sem leikið var af Mylluborgarhljómsveitinni, skamt fyrir framan og sungið af hvítklædda englakórnum. Frú Jenkins tútnaði út af reiði, i fararbroddinum -fyrir sinni fylk- ingu, en nú var of seint að breyta skipu- laginu, svo að þetta varð svona að vera. Allur hópurinn var kominn langleiðina að torginu, þegar henni datt í hug, að Jabbi Nýborg hefði kanske ekki skipað hernum þannig í fylkingu, jafn óviljandi og hann vildi vera láta. Fyrir aftan eyrarvinnumennina, og ef til vill full-nærri þeim, kom annar hópur af hvítum englum, en þetta voru Methó- dista-englar, undir stjórn prests sins, sem einnig reið hvítum hesti. Næst komu skáta- fjelög drengja og stúlkna og síðast en ekki sist kom sendinefnd utan úr sveitunum, undir stjórn Jabba Nýborg, sem var alt of feitur til þess að sitja á hesti, en ók þess i stað í fornlegum vagni, sem einhver hafði grafið upp einhversstaðar, en fyrir hann var beitt tveim líkvagnshestum. Fæstir þessir fulltrúar sveitanna voru yngri en fimtugir, en margir um sjötugt. Þeir riðu smalahestum og höfðu tíupotta hatta á höfði og „ferleg stigyjel fótum á", sern ekki höfðu á neinum mannsfótum sjest, síðustu fimtán árin. Sumir þeirra voru líka í Indí- ánabúningum, en allir hóuðu og æptu, svo Methódistaenglarnir fyrir framah þá voru sí og æ að fara út af laginu. Gömlu karl- arnir höfðu alveg slept sjer lausum og, viskiflöskur gengu milli þeirra, af einum hnakkboganum á annan. Samúel gamli reið siðastur og hafði meðferðis nýjung, sem engum hinna hafði dottið i hug. Hann hafði fengið lánuð gömul föt af Jabba vini sínum og troðið þau full af heyi, en utan á var letrað með hrossaletri: DORTI GAMLI. Um hálsinn á þessari mannsmynd var hestasnara og síðan reið Samúel áfram og dró Dorta á eftir sjer í moldinni, en öðru hvoru rvkti hann fast í snöruna, og þá æptu hinir karlarnir fagn- aðaróp. Fram með allri skrúðgöngunni hlupu blaðastrákar og útbýttu eintökum af Gunn- fánanum, þar sem skýrt var frá árás fant- anna á prentsmiðju blaðsins. Skrúðgangan gekk nú eftir fjölförnustu götunum og beygði loks inn i Aðalstræti, á leið til torgsins. Þar hafði feiknalegur mannfjöldi safnast saman og húrrahrópin hófust jafnskjótt sem Baptisaengarnir skálmuðu inn á torgið, en náðu hámai-ki sínu þegar Jabbi Nýborg og „sveitadreng- irnir lentu þar. Þegar skrúðgangan kom að húsi Gunn- fánans, var alt starfsfólk blaðsins þar úti í glugga. Ríkhai'ðs brosandi, en frú Lýðs stóð við hlið hans með tárin í augunum. Hver flokksforingi heilsaði fagurlega að hermanna sið, er flokkur hans fór fram hjá. Englarnir hófu upp: „Fram, kristni her ....", en Árbekkingar hrópuðu húrra og sungu eina af úrvalsvísum sínum, en sveitamennirnir æptu meira en nokkru sinni áður. Enginn þeirra tók eftir því, að þarna var verið að hylla, ekki einungis hr. Rikharðs og frú Lýðs, heldur líka Gasa- Maríu, Öddu og blökkuskáldið, frænda hennar. Því Gasa-María var einnig þarna, enda þótt hún væri svo hæversk að standa aftarlega, og skemti sjer vel. Hún fjekk sjer „einn gráan" með Villa Frikk, sló á herðarnar á honum, svo Mörtu konu hans alveg ofbauð, og sagði: „Við skulum ganga frá þessum djöflum." En Villi svaraði: „Flesjuborg hefir aldrei verið svona fjörug síðan á landnámsöld." Aumingja Sjana var sú eina, sem virtist ekki skemta sjer. Hún dró sig í hlje og Ijest vera niðursokkin í „New York Times." En í hjarta sínu var hún hrædd. I nokkra daga hafði hún orðið vör við einhverja ólgu í allri borginni, og nú virtisl þessi ólga ætla að ná hámarki sínu. Sjálf vissi hún ekki almennilega við hvað hún var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.