Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Side 14

Fálkinn - 08.01.1943, Side 14
14 F A L K I N N Sviar hjálpa norskn bornunnm. STOFNA MÖTUNEYTI OG REISA BARNAHÆLI OG SPÍTALA. ÞEIR HAFA GEFIÐ 700 HÚS. E. W. STEDMAN YARALOFTMARSKÁLKUR hefir einna mest metorð allra canadiskra flugmanna i striðinu og er forseti flugmálanna í Canada, og sjerfræðingur i upp- götvunum viðvíkjandi fluglist. Hann er 53 ára gamall og var í breska flughernum í síðustu styrjöld og hefir langan flug- feril að baki sjer. Canada hefir orðið ein hin merkasta stóð flugliðsþjálfuhar í þessu striði og Bretar og Norðmenn hafa sent flugmannaefni sín þangað til náms. ERKIBISKUPINN AF KANTARABORG, æðsti maður ensku kirkjunnar virðist vera „grallaralegur karl“ eftir myndinni að ofan að dæma. Iiann er þar staddur um borð í orustuskipinu „King George V“, og er að slá upp á gamni við skipsmennina, en áður hafði hann haldið guðsþjónustu um borð í skipinu og eins i flotastöðinni. Síðan 1253 hefir erki- * biskup Kantaraborgar verið yfirbiskup Englands og fylgir því em.bælti skyldan til þess að krýna Englakonunga. Hann hefir einnig rjettindi til þess að veita mönnum doktorsstig, ekld að- eins i guðfræði lieldur einnig i lögfræði. Frá upphafi hafa 95 biskupar setið i Kanlaraborg. Þeir hafa um 390.000 krónur i árslaun, auk tveggja embættisbústaða. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» Samkvæml sænskum frjettum frá þvi í nóvember hefir norska stjórn- in í London verið að leita fyrir sjer í Ameríku um möguleilca á hjálp þaðan til Noregs, þar sem matvæla- skortur er nú orðinn mikill og fer hríðversnandi. Kvað norslci sendi- herrann hafa rætt við Roosevelt for- seta um málið og hann tekið vel í það. Ef nokkuð verður úr þessu er talið að Svíum verði falið að flytja vistirnar frá Ameríku og sjá um út- hlutun á þeim. Svíar munu vera fús- ir til að taka þetta að sjer, eí ske kynni að lausn fengist á málinu. Svíar liafa sýnt það á margvísleg- an hátt að þeim er ant um að gera alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að iina þjáningar hinna nor- rænu bræðraþjóða sinna með ýmis- konar líknarstarfsemi. En hvað mat- vælahjálp snertir þá getur lmn ekki orðið nema litil, því að mjög þröngt er i búi lijá Svíum sjálfum. Hjálp Svía beinist einkum að þvi að hjálpa sjúkum og vanfæddum börnum í Noregi. Fyrir nokkrum mánuðum var sjer- stök hjálparnefnd sett á laggirnar í Stockliolm, til þess að sameina hjá einum aðila lijálparviðleitni þá, sem Svíar hafa með höndum í Noregi. (Eins og kunnugt er varð sænski Ráuði Krossinn að hætta starfsemi í Noregi, vegna þess að milligöngu- stofnun lians í Noregi — Norslci Rauði Krossinn — komst undir yf- irráð nasista). Hefir nefnd þessi skipað undirnefndir víðsvegar um iand og fjársöfnunin gengur vel. Prins Carl, bróðir Svíakonungs og forseti Sænska Rauða Krossins, hef- ir eigi alls fyrir löngu skýrt frá starfsháttum nefndarinnar og á- rangri þeim, sem hún hefir náð. Sænskt fólk, svonefnd „guðfeðgin", sjá nú meira en 4000 norskum börnum farborða og í mörgnm norskum bæjum fá börn mat, ýmist í mötuneytum, sem komið hefir ver- ið upp i skólunum, eða i almenn- ingsmötuneytum bæjanna. 1 Osló fá um 400 börn ókeypis máltíðir á Jjennan hátt, fyrir sænskt fje. Enn- fremur liafa Svíar stofnað sex barna- heimili í Noregi á kostnað sænska Rauða Krossins, sem einnig hefir áformað að koma upp barnaspítala með 200 rúmum i Osló. Öll þessi starfsemi er undir stjórn hinnar sænsku hjálparnefndar i Osló. Nýlega var sjerstakur „Noregsdag- ur“ haldinn í Stocklíolm, með eink- unnarorðunum: „Bróðir i neyð“, til þess að safna fje til matgjafa lianda fleiri börnum í Osló og til að byggja hæli fyrir 300 börn nálægt Lille- hammer. Kunnir leikarar og leik- konur gengu um með safnbauka og fjekst álitleg fjáruppliæð handa norsku börnunum þennan dag. Auk þess sem nú hefir verið talið hafa Svíár hjálpað Norðmönnum á ýmsan annan hátt. Þannig hafa þeir gefið Norðmönnum mikið af meðul- um og hjúkrunargögnum, að ó- gleymdum 700 tilhöggnum timbur- húsum, og einnig hefir norskum flóttamönnum í Svíþjóð verið hjálp- að mikið og þeim útveguð atvinna. Alls er talið að Sviar hafi fram að þessu varið um 17 miljón krónum til lijálparstarfsemi Norðmönnum til handa. Svíar liafa ennfremur boðist til að taka norsk börn i fóstur, eius og þeir liöfðu áður tekið finsk, en af þeim mun nú vera um 20.000 i Sviþjóð, en norsku yfirvöldin hafa að svo stöddu ekki viljað þiggja það boð. Vegna þess að svo þröngt er í búi lijá Svium, einkarlega að því er mat- væli snertir, hafa þeir ekki megnað að veita eins mikla hjálp og þeir helst hefðu viljað. En þeir gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að líkna sveltandi og sjúkum börn- um, og öll þessi hjálparúthlutun fer fram undir eftirliti sænskra um- boðsmanna. SÆNSKUR BISKUP HEIÐRAÐUR. . AF BRETUM. Sænski biskupinn, próf. Ingve Brilioth hefir nýlega hlotið æðsta heiðursmerki, sem enska kirkjan getur veit útlendingum, en þáð er Lambetli-krossinn svonefndur. Var biskupinn fyrir nokkru í Bretlandi, i boði erkibiskupsins af Kantara- borg. Er hann annar útlendingurinn, sem hlotið hefir þetta heiðursmerki, og fjekk liann það fyrir frábært rit um kristilega kirkjufjelagssamvinnu. Erkibiskupinn af Kantaraborg af- henti sænska biskupnum heiðurs- merki þetta, en það er gullkross í festi. BOTNLANGABÓLGAN ER HÆTTULEG. Um 500 manns deyja úr henni á ári í Svíþjóð, vegna þess að þeir fara of seint til læknis. Gunnar Nyström prófessor í Upp- sölum hefir nýlega gefið fróðlega skýrslu um heilbrigðisástandið i Svíþjóð. Dauðsföllum hefir fækkað þar um meira en lielming síðan á 18. öld, og meðalæfin lengst að kalla má um helming. Hún er núna 65 ár, en fyrir 200 árum var hún ekki nema 35 ár. Það er einkum rjenun ungbarnadauðans, sem á þátt í þess- ari miklu framför, en að auki bætt aðbúð lmennings og framfarir í fje- lagsmálum, að ógleymdri framför Iæknavísindanna og heilbrigðismál- anna, en þessi málefni munu hvergi i heimi vera með meiri myndarbrag en í Svíþjóð. En þó eru í Svíþjóð óþarfar dán- arorsakir, sem læknarnir geta ekki ráðið við. Þannig er til dæmis talið, að meira en 500 Svíar deyi árlega fyrir aldur fram, vegna þess að þeir ganga of lengi með botnlangabólgu án þess að leita læknis. Um 20.000 botnlangaskurðir eru gerðir í Svi- þjóð á ári hverju, og um 3000 sjúkl- ingar þurfa um tólf daga aukalegu, vegna þess að þeir hafa ekki komist á skurðarborðið í tíma. Þetta svar- ar til þess, að 100 rúm sjeu bundin handa þessum sjúklingum allan árs- ins hring, og að um 200.00 krón- um sje kastað á glæ vegna tómlæsis sjúklinganna. *+/ nJ ev SVÍA VANTAR EFNI í SKIP. Hin fræga smiðastöð Götaverken í Götaborg lileypti nýlega af stokk- unum 7300 tonna skipi, sem hlaut nafnið „Mangalore“ og er smíðað fyrir Sænska Austur-Asíufjelagið. Er það 425 feta langt, 57' breitt og 35'6" djúpt, og hefir 6400 hestafla dieselvjel og á að fara 16 mílur full- hlaðið. Götaverken hefir bygt tíu skip, alls 97.00 tonn fyrir þetta fje- lag. Smíðastöðin hefir nóg að starfa, því að fyrir liggja pantanir á 35 stórskipum. Auk kaupskipa hefir stjórnin einnig samið um smíði á herskipum við Götaverken. En mestu vandkvæðin eru þau, segir Hedén forstjóri smíðastöðvarinnar, að erf- itt er að ná i stálplötur og ýmislegt annað til smiðanna. Sænskir fram- leiðendur hafa til þessa getað stað- ið við skuldbindingar sínar, en mið- ur gengur með efndir á þeim samn- ingum, sem gerðir hafa verið við Þjóðverja. Otbreidið „Fá!kann“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.