Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N NATASHA - kven'málmfræðingarmn. Eftir Noel Barber. VIi) l'yrslu sýn mundi jeg liafa giskað á að liún væri þritug. En í rauninni var hún 24 ára, en hal'ði þó tekið próf i málmefnafræði. Hún hafði, síðan liún varð 16 ára, starfað að merkilegari rannsókn en jeg mun nokkurntima gera, —- og hún vissi af því! En kvenrjettindi — þau varðaði hana ekkert um! „Jeg get ekki skilið í ykkur kven- fólkinu,“ sagði hún við Helen. „Þið hangið yfir engu. Til hvers lifið þið?“ „Við ölum börn, og þess þarf líka með,“ svaraði Helen. „Uss!“ Natasha virtist telja þetta einskonar tómstundavinnu. „Jeg á líka barn — jeg liefi ekki sjeð það i sjö mánuði. Hann er ársgamall, strákurinn Undir eins og jeg bafði eignast hann bjó jeg um hann og sendi bann á barnaheimili ríkisins — það fer miklu betur um bann þar. Þar verður hann ekki skemd- ur.“ Natasha lærði undirstöðuatriðin i smiðjunni bans föðuc síns frá þvi að hún var fjórtán ára; þar glímdi hún við hamar og járn og smiðju- belg þangað til hún datt í Jukku- pottinn — bún fjekk nefnilega und- jrtyllustöðu i dráttarvélavork- smiðju. Hún var ein af mörgum, en lá í námsbókum í öllum fristund- um sínum. Enginn skal segja mjer, að Rússinn geti ekki lært af bókum. Atján ára var bún orðin deil iar- stjóri, og nú var hún send á málm- fræðisstofnunina í Moskva — sjer að kostnaðarlausu. Hún giftist með- an hún dvaldi við námið, tók próf við stofnunina, og síðan hefir liún verið yfirumsjónarmaður með vjela- verksmiðjum og fer stað úr stað og lítur eftir og gefur bendingar. „Saknið þjer ekki mannsins yð- ar?“ sagði jeg i gamni. Hún sagði, bægt og blátt áfrarn: „Þó að jeg væri ekki starfandi mundi jeg ekki sjá hann samt, — bann er lika á einlægu ferðalagi, sjáið þjer. Hann stýrir eimreið á járnbraut.“ Mjer opnaðist ný innsýn í Rúss- land nútímans við að lieyra hvernig hún sagði þetta — meiri innsýn en við nokkuð það, sem nokkur annar hefir áður sagt við mig. Hún sagði það á þann hált, að þetta varð lesið út úr þvi: „Maðurinn minn er eim- reiðarstjóri. Jeg býst ekki við að hann verði nokkurntíma annað, og jeg vona að hann verði það ekki, því að við álítum bæði, að eimreið- arstjórn sje svo mikilvægur þáttur í líl'i þjóðarinnar. Ef ekki væri eim- reiðarstjórar væru hjer engar virki- legar samgöngur, og hvernig færi þá fyrir okkur, hvort heldur væri í friði eða stríði? Þessvegna býst jeg við að maðurinn minn sje eins gagn- legur sovjetþegn og liver annar.“ Jeg liló þegar Natasha mældi Helen frá hvirfli til ilja, eins og gáskafull stelpa (Helen er há og grönn, snyrtileg, með langa fingur og neglur) og sagði: „Jeg skal segja yður nokkuð, frú Ensk, þjer væruð ágætur kyndari á eimreið. Þjer haf- ið einmitt vöxt til þess!“ Helen svaraði að vörmu spori: „Það eru svo margir atvinnulausir menn í Englandi. Annars ....“ Natasha hristi höfuðið og varð dapurleg. „Konurnar í Englandi,“ sagði bún. „Jeg örvænti um þær. Iljerna i Rússlandi eru 4.000 konur eimreiðarstjórar. Og þær stýra eim- reiðum miklu betur en karlmenn — jeg imdanskil manninn minn.“ Hún deplaði augunum um k-ið og 'hún sagði þetta. „Það sem jeg ekki get skilið,“ sagði hún um leið og hún helti aft- ur í teglasið sitt, „er að yður skuli geta liðið svona vel í lífinu, án þess að liafa starfa sjálf. Hugsið þjer yð- ur hvernig þjer munduð njóta lífs- ins, ef þjer stunduðuð verksmiðju- vinnu þó að þjer væruð gift. Þjer munduð liafa mikið upp úr þvi.“ „Jeg get ekki sjeð, að þjer hafið liafl neitt upp úr því,“ sagði Helen. „Og ef jeg stæði við vjel í verk- smiðju, þá mundi jeg i'ara þangað á morgnana og koma dauðþreytt aftur á kvöldin. Líklega mundi jeg vinna fyrir hæfilega miklu til að borga vinnukonunni, sem gerði hús- verkin hjá okkur. Og liver væri svo árangurinn?" „Þegar jeg vann í verksmiðjunni,“ svaraði Natasha, „ og var óbreyttur verkamaður, lærði jeg að fljúga. Jeg gerði það í frístundunum og lærði að stjórna flugvjel án þess að það kostaði mig einn eyri. Verksmiðjan okkar átti þrjár kensluflugvjelar. Við fengum þær frá stofnun, sem heitir Osoviakbim. Hún sjer okkur fyrir ýmsu til fróðleiks og skemtunar. Jeg var sex mánuði við flugnámið, en þá sagði jeg kennaranum, að nú lang- aði mig til að stýra hraðfleygari flugvjelum. Og svo þegar jeg fjekk fríið — þjer vitið að verkafólk fær lengra leyfi en þeir, sem gegna and- legum störfum — fór jeg á fram- lialdsskóla. Jeg flaug á herflugvjel- um. Og alt þetta fyrir ekki neitt!“ „Verfíið þjer ekki að gera (ilt fyr- ir ekki neitt?“ spur'ði jeg. „Mjög fátt. Við verðum að læra ofurlítið til landvarna — einföld at- riði, svo sem að nota gasgrímu, halda á riffli, og kunna hjálp í við- lögum. Svo gelur maður stundað liað sem maður vill. Besta vinkona mín lærði notkun fallhlífa. Hún byrjaði með því að stökkva út úr turnum — það eru þúsúndir af fall- lilífaturnum víðsvegar um Rússland —- og svo fór hún að hlaupa út úr flugvjelum. Það er ljómandi gaman. Karlménnirnir læra reiðmensku og skriðdrekastjórn, og á vetrin læra lieir á skíðum. Og ef við lendum í ófriði við Japana .... jæja, þá skal ekki standa á mjer. Jeg get gegnt verkfræðingastörfum, ef með þarf, og ef okkur vantar flugmenn þá get jeg tekið að mjey að stýra herflutn- ingavjel. Það er fjöldi af kvenfólki í rauða flughernum, sem stjórnar herflutningavjelum — en maður verður leiður á því áður en vika er liðin.“ Hún setti tómt teglasið á borðs- hornið og kveikti sjer í vindlingi. „Jeg vildi óska að jeg gæti komist til London og komið upp ráðstjórn þar,“ sagði hún. Og svo bætti hún dálitlu við, sem er svo dagsatt: „Alt kvenfólk, sem nokkuð kveður að i Englandi, er stutt til frama af rík- um mönnum. Það er afarleiðinlegt. En jeg veit hversvegna þetta er. Karlmennirnir vilja ekki láta kven- fólkið fá nema fá slór verkefni, til þess að hafa þær góðar.“ Jeg sá hvert Nataslia var að fara. Rússland var enn að berjast fyrir hinni miklu tilraun þjóðskipulags- ins, og hver ró sem Natasha herti á, styrkti bygginguna, sem liugur þjóð- arinnar var að reisa Natasha skildi -—• eins og allir aðrir llússar sem jeg kyntist — að liugsjónirnar gálu ekki ræst nema því aðeins að miklu væri fórnað fyrir þær. Og vitanlega var lnin reiðubúin til að fórna miklu. Mig grunar að Natasha liafi sakn- að litla drengsins síns mikið og sömuleiðis mannsins síns, eimreið- arstjórans. En tilfinning hennar var þessi: — Ráðstjórnin þarf á mjer að halda. Og í þessu slarfi get jeg orð- ið þjóðinni að mestu gagni. Og það eitt skiftir máli eins og stendur; það verður eflaust hægara hjá þeim, sem á eftir koma. En hitt er jafn víst, að þjer getið ekki kent ensk- um konum að hugsa svona. Magnús Guðmiindstion, skipa- smiður, verður 55 ára 24. þ. m. Hitler talar, en sigurvonin dalar. Svenska Dagbladet komst hnitti- lega að orði um síðustu ræðu Hitlers er það sagði svo: „Árið 1940 taldi Þýskaland sig sigursælt, árið 1941 laldi það sig mundu verða sigur- sælt og 1942 taldi Jiað sig mega til með að verða sigursælt. Og í ræð'- um sínum liefir Hitler ekki sparað stóru orðin, eins og eftirfarandi „glefsur“ sýna: Ilinn 30. des. 1939 sagði hann: „Megi 1940 færa úrslit í stríð- inu. Komi livað sem koma vill, en okkar verður sigurinn“. Hinn 4. september sagði liann: „Hvernig sem alt fer,þá mun Eng- land verða að lúta í lægra haldi. Jeg þekki enga aðra lausn á mál- inu. Enska þjóðin er skrítin þjóð. Hún segir: „Hann (þ. e. Hitler) kemur ekki“. En mitt svar er þetta: Verið þið á verði, hann er að koma. Hinn 31. desember 1940 sagði Hitler: „Árið 1941 mun færa okkur stærsta sigur í sögu Þýskalands. Árið 1941 mun sýna þýska herinn, flotann og flugherinn i miklu sterk- ari mynd, en áður og með betri vopn en áður. Hinir síðustu stríðs- glæpamenn muiiu hjaðna niður undan höggum Þjóðverja. Við full- vissum um, að fyrir hverja sprengju sem yfir okkur kemur, skulu hundr- að látnar koma i slaðinn. Jeg er sannfærður um, að árið 1941 verð- ur sögulegt ár fyrir nýskipun Ev- rópu. Hinn 16. mars 1941: „í dag standa Þjóðverjar á vígvöllum heimsins reiðubúnir til að fullkomna verk- iðv sem þeir hófu 1940. 3. október 1941: „Morguninn 22. •júní hófst stærsta orusta veraldar- sögunnar, með innrásinni í Rúss- land. Síðan liefir alt farið fram samkvæmt áætlun hjá oss. Svo mik- ið get jeg sagt, að mótstöðuafl óvin- arins þar, er þegar bilað, og liann mun aldrei ná sjer aftur. Ilinn 8. nóvember 1941: „Aldrei hefir stórveldi verið brotið á bak aftur á skemmri tíma en Rússland nú. Leningrad er umkringd og mun falla í vorar hendur. í lok þessa árs mun það sennilega orðið berl, að við þurfum ekkert að' óttast af Rússa hálfu framar. Við þurfum ekki að efast um, að við höfum ráðið fram úr örlögum Evrópu uni næstu þúsund ára skeið.“ Hinn 31. desember 1941: „Árið 1942 — pg við biðjum til guðs að svo verði — ætti að færa okkur þann árangur, sem bjargar lijóð vorri og þjóðum þeim, sem bjargast ineð oss.“ Hinn 15. mars 1942: „En eitt vit- um vjer í dag: að bolsjevíkarnir, sem ekki gátu bugað þýska her- inn, og bandamenn þeirra, munu veríía gersigraðir á komandi sumri.“ Hinn 6. apríl 1942: „Churchill lióf þessa styrjöld. Jeg mun láta liöggin dynja á móti, þangað til þessi glæpamaður er farinn í lætl- ur.“ „Hinn 30. september 1942: í mín- um augun helir þetta ár reynl mjög á þolrif þjóðarinnar. Veturinn 1941 —42 gerði það. Verri áföll geta ekki komið fyrir okkur. Annað livort munum við lifa striðið af og fá sigur, eða okkur verður tor- tímt gersamlega. Vjer gefumst elcki upp undir neinum kringumstæðum. Og það er óhugsándi og liafið yfir allan vafa, að við bíðum nokkurn tíma ósigur." CHEVALIER VAN STYDONCK hershöfðingi er hæslrúðandi belg- iska hersins, sem undan komst til Bretlands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.