Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN KONUNGUR HJEGÓMANS r A hverri mínútu fæðist flón,“ segir Phileas Taylor Barn- um i „Saga æfi minnar“. „Það er um að gera að nota sjer þessa staðreynd." Og það er víst að fáir menn hafa notað sjer jafn eftirminnilega flónsku almennings og þessi 100% Am- eríkumaður, sem varð skemtana- kongur Bandaríkjanna og kall- aði sig: Konung hjegómans! Hann var leiktrúður í skraut- útgáfu og frægari en allir sam- tíðarmenn hans. Hvorki H. C. Andersen, Dickens, Thackeray eða Jenny Lind urðu eins fræg og amerikanski trúðurinn. Flestar hirðir Evrópu tóku hon- um sem höfðingja og lengst af æfi sinnar var hann mest um- talaði maðurinn í Ameríku. Og á því skeiði, sem Amerika nú- tímans varð til, setti hann öll- um öðrum fremur þann svip á hana, sem hún hefir haldið síð- an. Barnum var fæddur í smá- hænum Bethel í Connectitut í U. S. A. 5. júlí 1810. Faðir lians var smákaupmaður og Barnum var í snatti í húðinni, þegar liann var krakki. En jafnframt hyi’jaði hann fyrirtæki sjálfur: að selja hæjarbúum happdi’ættisseðla. Þá voru engin lög í U. S. A. sem bönnuðu einstakiingum að hafa happdrætti og Bamum, sem þá var 12 ára gi’æddi talsverl á spilafýsn bæjarbúa. Síðan fór liann til New York, sem þá var aðeins lítill hær með 20.000 í- búum. Dickens, sem kom til Ameríku um það leyti, kvartar undan svönunum, sem sjeu að flækjast fyi’ir gangandi fólki á Broadway. Göturnar voru ó- flóraðar og ljótar og engan grunaði þá, að New York yrði stærsta borg veraldarinnar. Brjóstmóðir Washingtons. Barnum keypti sjer búðax- holu í hafnarstrætinu Bowery og sýndi þar ýmiskonar sjald- gæfa hluti, lifandi og dauða. Einn góðan veðui’dag sögðu blöðin frá því, að fóstra Georgs Washingtons — 161 ái’s gömul negrakerling — væri enn á lífi, og að nú væri hægt, fyrir , 25 cents, að sjá konuna, sem hafði „fóstrað vorn stóra foringja og frelsishetju, sem frelsi og sjálf- stæði Ameríkumanna væri að þakka.“ Kerlingin hjet Joice Heth og var gömul, mállaus og blind, og hafði Barnum keypt hana fyrir slikk. Kvittun ein, dagsetl 1727 átti að sanna, að Augustine Washington faðir forsetans, liefði keypt hana þ :g- ar hún var 54 ára gömul og að hún liefði fóstrað fyrsta for- seta Bandai’íkjanna. Auðvitað vildu allir sjá þetta viðundur og þegar New York-búar höfðu svalað forvitni sinni fór Barn- um með kerlinguna í sýningar- fei’ðaiag um öll fylkin. Því mið- ur dó lxún þegar Barnum hafði átt hana í rúmt ár. Fx-ægustu læknar ríkjanna krufðu liana og komust að þeii’i’i niðui-stöðu, að hún hefði i mesta lagi verið 75 Nú ferðaðist Barnum í nokk- ur ár með dálítið trúleikahús. Sýningarkraftainir vox’u: einn dansandi negi’i og Itali sem gat látið hyssusting standa á nef- inu á sjex’. Þessi sýningai’flokk- ur hætti störfum 1837, og þó Barnum væri alveg peningalaus þá tókst lionum að kaupa .Scudders American Museum“ á horninu á Broadway og Ann Street. Þá voru engin opinber söfn í New York og þessvegna hópaðist fólk á þetta safn Bar- nums, þar sem það fjekk að sjá nokkra náttúrugi'ipi og mál- vei’k eftir fræga menn. Hann sýndi einnig eftirlíkingu af Niagarafossum, „með ekta vatni“ og öll New York kom að skoða þetta furðuvei’k. Á þak- inu á safninu gerði hann „hang- andi aldingarða“ — það voru tvö sedrustrje í bölum og tíu pottablóm, og þai-na seldi kona lians ísrjóma. Auk dauðra hluta sýndi Barnum einnig ýms lif- andi fui’ðuverk: digi'an stx’ák, jötunn, glaseygðan mann og fleix-a, sem fólki þótti mikið varið í. Einn daginn sögðu öll blöðin fi’á þvi, að hinn frægi enski landkönnuður dr. Griffin væri komin til Wasliington frá Pei’nambuco, en þar hefði hann veitt elcta hafmey, sem liann hefði stoppað út og ætlaði með til London. „Dr. Griffin“ var einn af kunningum Barnums, sem hafði skrifað sig inn á gisti- hús undir þessu nafni og ljet blöðin hafa viðtal við sig og leyfði blaðamönnunum eftir mikið nauð að sjá hafmeyjuna — mikið ferlíki, sem hann liafði sett saman úr belg af apa og hákarlssporði. Kom mynd af ó- freskjunni í öllum blöðum og New York-blöðin ljetu þá von í ljós, að þessi merkisgi’ipur yrði hafður til sýnis í Ameríku, en Griffin sagði, að það fengist ekki— safnið í London ætti hann. En loks frjettist að Barn- um hefði tekist að festa kaup á hafmeyjunni „fyrir ógrynni fjár“ og nú streymdu allir á safnið til að skoða furðuverkið. Næsti liappadráttur Barnums var dvergurinn — 6 ára gamall drengur — sem eklci átti að vera nema tvö fet á liæð. Barnum leigði liann fyrir 3 dollara á viku o,g græddi þúsundir doll- ara á lionum. Eftir nokkuri’a ára ferðalag í Ameríku fór hann til Englands með „Gen- eral Tom Tumb“. Þar var lion- um sagt að enginn vildi borga peninga fyi’ir að sjá venjulegan dverg, en Bai'num, sem var glöggur sálfræðingur vissi, að í Englandi varð að beita öðr- um auglýsingaaðferðum en í Bandaríkjunum. Hann sýndi ekki Tuma litla strax en sá til þess að talað væri um hann og að fólk yx-ði forvitið. Hann heimsótti margt aðalsfólk og Tumi varð einskonar kellu- rakki aðalslcvenna. Þóttist eng- inn maður með mönnum, sem ekki hafði boðið Tuma og Barn- uin fóstra lians heim. Loks tókst honum að láta taka á móti dvergnum vio hirðina og varð Victoría drotning svo hrifin af dvergnum að hún bauð hon- um heim livað eftir annað og gaf honum ýmsar gjafir, t. d. ofurlítinn vagh með shetlensk- um smáhestum. Og nú var tími kominn til að sýna Tuma oþin- berlega. Allir vildu sjá uppá- hald drotningarinnar og Barn- um rakaði saman fje á „Gen- eral Tom Thumb“. Frá Eng- landi fóru þeir til París, þar sem Lúðvik konungur tók á móti þeim. Barnum og Jenny Lind. Tumi þumall varð frægur um alla Evrópu. Hann var gest- ur við flestar hirðirnar, kon- ungar og drotningar jusu yfir hann gjöfum og Barnum og Tumi komu aftur til Ameríku sem ríkir menn. 1 Evrópu hafði Barnum heyi-t talað um „sænska næturgalann“ Jenny Lind. Nú rjeð hann hana til að lialda 150 hljómleika í Amei’iku og bauð henni 150.000 dollar fyrir. Þetta var fyrsta „stjarnan frá Ev- rópu“, sem boðin var til Banda- ríkjanna og allir spáðu að hún mundi setja Barnum á hausinn. í Ameríku vissi engin hver Jenny Lind var, en mánuðina áður en hún kom voru blöðin í sífellu að tala um hana. Þeg- ar hún kom vestur, 1, septem- ber 1850 stóð 30.000 manns við bryggjuna til að taka á móti henni, þó að enginn vissi neitt ára görnul! Jeuiijj uíua, sciu auitiuiii yiocuui oyi yutu /jar á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.