Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 10
10 ■SL F A L K 1 N N VHR/Vtt LE/fiNbURHIR Prinsessan í Prinsinn himdi og ljet sjer ieiðast. Pvi iniður gerði hann þetta oft, en þetta stafaði af því, að liann hafði ekkert að gera. En nú datt honum nokkuð í liug. „Jeg œtla að leita mjer að fallegri prinsessu og giftast henni,“ sagði hann. Það fanst öllum hirðmönnunuin og hirðmeyjunum heillaráð, því að þá mundi verða haldin veisla í höll- inni, og öll langaði þau í veislu. Nú voru gerðir út sendimenn i allar átt- ir og öll ríki heimsins, til þess að leita uppi fallegar prinsessur og fá myndir af þeim. Og prinsinn liafði nóg að gera að skoða myndirnar. „Hjerna er hún! Þetta er einmitt failega prinsessan, sem mig liefir dreymt um!“ sagði hann loksins og sýndi föður sínum mynd af Ijóm- andi fallegri stúllcu. „Æ, sonur minn,“ sagði kongur- inn, „þjer þýðir lítið að hugsa um hana Irmelin prinsessu, þvi að liún er liorfin, og engum hefir tekist að finna liana.“ „Þá ætla jeg að finna hana!“ sagði prinsinn, og livernig sem reynl var, varð engu tauti komið við hann. Hann iagði upp með nesti og nýja skó undir eins sama daginn og fór að leita að prinsessunni. Gamla fóstran hennar sagði prins- inum grátandi, hvernig það hefði at- vikast að prinsessan hvarf. ,„Það voru svo margir, sem komu i höll- ina til að fá að sjá hana Irmelín prinsessu, og einn af þeim var mað- ur í undarlegum fötuin með stjörn- um og hálfmána á, og hann var með stóra skotthúfu á höfðinu. Það var um páskana, sem liann kom i heimsókn, og í stóra saJnum, þar sem prinsessan tók á móti gest- um, var langt borð eftir endilöngu og á borðinu var fjöldi af páska- eggjum. Prinsessan var ein i salnum þegar ókunni maðurinn kom, og efl- ir dálitla stund fór hann aftur og var þá með stórt, hvítt páskaegg undir hendinni. Hann fór út í hall- argarðinn, þar sem vagninn hans beið, steig inn i vagninn og hann ók burt. Það var ekki fyr en eftir að hann var farinn, sem fólk tók eftir því, að prinsessan var horfin Iika. Auðvitað var leitað að þessum töframanni — þvi að auðvitað hlaut þetta að vera töframaðiy — en eng- inn gat fundið hann. Og því síður gat nokkur maður fundið Irmelín prinsessu.“ En prinsinn vildi nú samt reyna að finna liana, og um nóttina fór hann á laun frá fylgdarliði sínu, klæddi sig í ljeleg föt, svo að eng- inn gat þekt hver hann var. Og svona labbaði hann dag eftir dag. Eitt kvöldið kom hann til gam- allar konu, sem sat í kotinu sínu, langt uppi í heiði. Hann bað hana að gefa sjer matarbita og sagðist vildu borga vel fyrir sig. Konan sauð nokkur egg og gaf honum ýmislegt fleira að borða. páskaegginu. Prinsinn hrósaði eggjunum mikið og sagðist aldrei hafa fengið jafngóð egg. „Já,“ sagði konan, „en það er líka alveg einstök hæna, sem jeg á. Sjö- unda hvert egg sem hún verpir, er úr gulli.“ „Það munar um minna,“ sagði prinsinn. „Þú hlýtur þá að vera rík.“ „Það er jeg, en samt kæri jeg mig ekkert um að flytja lijeðan. Jeg safna gulleggjunum, og þegar jeg hefi feng- ið svo mörg, að þau sjeu jafnþung einni prinsessu, sem jeg veit um, þá ætla jeg að fara með þau og kaupa eggið galdramannsins, sem á heima hjerna uppi i fjalli.“ Prinsinn fór nú að spyrja, livað : töframaður og hvaða egg þetta væri, sem liún væri að tala um. Og þá sagði konan honum, að þetta væri aYar dýrmætt egg og fallegl — þaö væri gagnsætt eins og kristall og innan í jiví væri líkneski gf undur- fallegri prinsessu, s^m lægi þarna sofandi. Ilún liefði sjeð þelta egg einu sinni, en töframaðurinn liafði sagt, að hann vildi ekki selja það fyrir minna en jafnvægi venjulegrai prinsessu, í gulli. „Góða kona, þetta er eflaust hún Innelín prinsessa, sem þú liefir sjeð!“ sagði hann og nú sagði hann lienni alla söguna af veslings prinsessunni. Konan komst við þegar hún heyrði þessa sögu og sagðist gjarnan vilja hjálpa honum ef hún gæti. Hún fjekk honum fullan poka af gulleggjum og vísaði honum til vegar að galdra- mannshöllinni. Þegar þangað kæmi átti liann að segja, að hann væri sendur frá gömlu konunni á heið- inni, sem ætti gulleggjahænuna, og þá mundi töframaðurinn eflaust opna fyrir honum. Hann gerði alveg eins og konan liafði sagt lidnum, og daginn eftir stóð hann inni i höll töframannsins og rjetti lionum pokann ineð gull- eggjunum. „Jeg verð nú að vega hann fyrst,“ sagði töframaðurinn og fór út mcð pokann. Prinsinn stóð eftir og gægð- ist í allar áttir þangað til alt í einu að hann kom auga á kristallseggið og innn í því sá liann prisessuna — alveg eins og þá, seni hann liafði sjeð myndina af, en ofur litla. Hann tók viðbragð og greip eggið. Nú kom töframaðurinn inn, en í sama bili kastaði prinsinn egginu á steinflísarnar í gólfinu. Þá rak töframaðurinn upp væl og hvarf i sama bili, en á gólfinu stóð prinsessan í fullri stærð, innanum brotin úr egginu, laus úr álögunum. Þau fóru nú heim til foreldra prinsessunnar og hjeldu brúðkaup, og þau gleymdu ekki að launa gömlu konunni, sem hafði hjálpað þeim. Útbreiðið „Fálkann“ — Mikið fjári getið þjer verið — Heppnir vorum við að ná í heppinn, skipstjóri. síðasta strœtisvagninn, hikk! 1------------------------------------------------------------------------------- S k r í! I u r. — Sjáðu jarðgöngin min, pabbi! Maður nokkur frá Texas var á ferð í Pennsylvaníu. Þetta barst í tal í járnbrautarklefanum, og ann- ar farþegi segir þá: — Eigið þjer heima i austanverðu eða vestanverðu Texas? — Jeg á heima i Tom Green Country í Vestur-Texas? — Þá þekkið þjer kanske hann bróður minn, William Henry Jones? — Hvort jeg þekki hann! Lofið þjer mjer að taka í höndina á yður. —• Þetta fjekstu 1918. — Já, og þú fjekst stórkrossinn 1924. — Viljið þjer eklci reynu fjaðr- irnar líka, frú? Jóladraumurinn hans Petersens. Jeg hjálpaði til að liengja liann, daginn áður en jeg fór að heiman. Hann var hestaþjófur, en að öðru leyti allra besti strákur. qgOTAXPv-i r **■ -i'-i:3 s: ' • • w- • i — Flestir stóru fiskarnir i sjónum lifa aðallega á smásíld, segir kenslu- konan. — En — en, jeg skil ekki hvernig þeir fara að því, segir Ebba litla. — Hvað er það, sem þú ekki skilur? — Jeg skil ekki hvernig þeir fara að því að opna dósirnar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.