Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.01.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Louis Bromfield: 41 AULASTAÐIR. sem öskruðu og æptu á hann að láta fang- ann lausann. Hann gægðist gegnum þar íil gerða rifu á járnhurðinni og liorfði á múg- inn. í hálfbirtunni frá sloknandi blysun- um var hann alveg sjerstaklega ófriðlegur og kvíðvænlegur. Að baki honum í skrifstofu fangelsisins, beið fanginn, íklæddur buxum og rifinni skyrtu, glottandi um leið og liann þurkaði sjer í framan. Alt í einu sneri lögreglu- stjórinn sjer að honum og sagði: „Ef þjer viljið koma með mjer, skal jeg sleppa yður út um lcolagatið, bakatil í húsinu.“ Brosið á fanganum breikkaði um allan helming: „Jeg kæri mig ekkert um að sleppa,“ svaraði hann. „Hvað eigið þjer við?“ „Mjer finst fullgott hjerna. Það er að minsta kosti kyrt og rólegt.“ Þetta gerði lögreglustjórann órólegan. Nú, þegar hann loksins hafði fanga sinn vísan, var hann hræddur við hann. Hann gat aldrei botnað í þessum náunga, Rík- harðs. Hann var ldókari en Dorti gamli, Hirsh, Flynn og reyndar hver, sem var í borginni. Nú datt honum það alt í einu í liug, að þetta væri ekki annað en lier- bragð hjá Ríkharðs að láta taka sig fast- an; bara til þess að geta dregið óvini sína sundur í háði á eftir, — einu sinni enn! Hann gægðist aftur gegnum rifuna og nú sá hann, að skríllinn var að færast í aukana, undir stjórn Gasa-Maríu, og hafði náð í heljarmikla jámslá, sem hann rak á undan sjer eins og múrbrjót, til þess að mölva upp hurðina á fangelsinu. Allar stjettir áttu sína fulltrúa í þessu verki, meðal annars ljeðu prestarnir báðir hönd að því. Gasa-María með skrauthattinn, sem nú var kominn lengst aftur á fínu hár- greiðsluna, æpti alt hvað af tók: „Áfram drengir! Þessi hurð stendur ekki við augna- blikinu lengur.“ Lögreglustjórinn fór að verða órólegur innan um sig, og sneri sjer aftur að fang- anum: „Yerið þjer nú vænn og komið út um kolagatið.“ „Nei, jeg held nú ekki,“ svaraði Rilc- harðs, þvermóðskulega. Áður en lögreglustjórinn gæti sagt meira, varð brak mikið er stálbitinn lenti i hurð- inni, síðan annað og þriðja og Bingliam, sem var uppalinn þarna í borginni, fjekk nú í fyrsta sinn að sjá, hvað múgur Flesju- borgar gat, ef hann á annað borð komst í það skap. Milli högganna á hurðina, sagði hann við fangann: „Jeg gef yður eitt tækifæri enn.“ „Nei, hjer er jeg og hjer verð jeg,“ svar- aði hinn. „Jæja, jeg ætla þá sjálfur út gegn um kolagatið,“ sagði lögreglustjórinn. Þá heyrðist enn högg og hurðin ljet undan, en áður en múgurinn var kominn inn, höfðu lögreglustjórinn og tveir þjón- ar hans forðað sjer niður i kjallarann, þaðan sem kolagatið lá út í frelsið. Hr. Ríkharðs sat og heið, blóðugur, meiddur og hálfber, í skrifstofunni, þegar Gasa-María og árar hennar komu þang- að inn. En samtímis þessu liafði annar maður flúið á svipaðan hátt út um bakdyrnar. Ritstjórinn, Hirsh og Dorti gamli höfðu allir flúið niður bakdyrastigann í liúsi „Frjetta“, og niður í port, sem fult var af allskonar drasli og öskufötum, til mikillar skelfingar lcisum tveim, er þar höfðust við. Þegar þeir höfðu klifrað yfir girð- inguna og yfir 1 götusmugu eina, sem þar tók við, hvarf Hirsh út í myrkrið. Úti við hornið leit ritstjórinn á Dorta gamla, hik- aði snöggvast og bauð síðan góða nótt. „Góða nótt!“ urraði Dorti gamli, og síð- an fór hver sína leið. Hirsli lijelt sig í skugganum fyrir ör- yggissakir, en komst síðan inn um eldhús- innganginn í gistihúsinu þar sem hann bjó. Hann var svo heppinn, að hvert manns- barn að heita mátti var á torginu að horfa á lætin þar, svo að flestar götur voru að mestu manntómar. Þegar hann kom inn í gistihúsið, flýtti hann sjer upp í herbergið sitt og ljet niður í töskuna sína- í mesta skyndingi. Hálfri ldukkustund síðar var hann kominn á járnbrautarstöðina og leyndist þar síðan í farangursgeymslunni, þangað til lestin til St. Louis átti að fara, kl. 12.21. Þarna hýrðist hann þangað til hann heyrði í fjarska hlásturinn í lestinni. Þá tók hann upp tösku sína og gekk út, en beint í fangið á tveim hörkulegum mönnum. Annar þeirra smelti á hann handjárnum, en hinn sagði: „Gott kvöld, hr. Sulzberger. Leiðinlegt, að jeg skuli þurfa að tefja fyrir ferðum yðar.“ Hirsh var á svipinn eins og rotta, sem ekki á sjer undankomu auðið. Varalausi ntunnurinn herptist saman og augun urðu eins og títuprjónshausar. „Hvað gengur á? Látið mig í friði. Jeg heiti alls ekki Sulzberger og jeg þarf að ná í lestina.“ „Þjer náið i hana — það er alt í lagi, en þjer bara þurfið ekki að ferðast einn. Þjer fáið samfylgd.“ „Hvað er jeg sakaður um?“ „O, það getur nú orðið sitt af hverju, áður en lýkur,“ svaraði maðurinn. Þá hætti Hirsh allri mótspyrnu og sagði: „Sleppið þið mjer þá. Jeg skal korna með ykkur af frjálsum vilja.“ Þegar þeir stigu upp í lestina, spurði Hirsh, vingj arnlega: „Hvernig vissuð þið, hvar jeg var?“ „O, það var bara lítill fugþsem hvíslaði því að okkur.“ Ríkharðs hafi lagt í talsvei'ða liættu, þeg- ar hann sendi skeytið. Gasa-María hafði sagt: „Mjer líkar ekki allskostar lyktin af þessum Hirsh.“ Og gamla konan hafði ver- ið nærfarin, þá eins og oftar. Jafnskjótt sem lögreglan var komin á vettvang á torginu, gleymdi múgurinn þeirri einkennilegu sjón að sjá frænku frú Lýðs veita Kobba Dorta „hjálp í viðlög- um“. Því nú klifraði Gasa-María upp á gosbrunninn og hjelt sjer í líkneskju „Alls- nægta“ og vai'ð brátt hrennidepillinn, sem allra augu beindust að, og Kobbi sá þann kost vænstan að komast hurt, meðan það væri hægt, að meinfangalitlu. Hann gekk —- og Sjana á eftir — frá gosbrunninum og að hljómlistapallinum. Þar bar skugga á, svo að þau gátu verið þar í næði, því múgurinn var nú lagður af stað til fangels- isins, undir forustu Gasa-Maríu. Þarna stóðu þau tvö þegjandi. Sjana hjelt áfram að reyna að stöðva blóðrásina úr vör hans með ræfli af rifnu skyrtunni hans. Enn hafði hvorugu þeirra fundisl þetta, sem var að gerast, neitt undarlegt, sölcum æsingarinnar, en nú, þegar þau voru orðin ein og torgið autt og mann- tómt, fóru þau eins og að verða feimin og óframfærin hvort við annað. Kobbi sagði: „Jeg er orðinn góður.“ „Ertu viss?“ Löng þögn. Þau voru orðin sátt aftur og þó ekki vinir. Instu tilfinningar þeirra rák- ust enn á bölvað stoltið, sem þeim var báð- um meðfætt. Ósjálfrátt fundu þau til þess, að þau voru nú nálægari hvort öðru en nokkru sinni fyr; með einhverjum inni- leik, seni algengastur er hjá löngu giftum hjónum. En hið ytra voru þau eins hvort öðru fjarlæg og fyrir bardagann. Ekkerl var enn útkíjáð. Afstaða þeirra var enn ankanalegri en nokkru sinni fyr, ef það annars var hugsanlegt, en þarna var Rík- harðs kominn áleiðis í fangelsið og styrj- öldin enn á hámarki. Kohbi leit á hana og sagði kuldalega: „Ætli það væri ekki rjett fyrir þig að fara aftur í skrifstofuna þína?“ „Jú, sennilega.“ Röddin var eins og utan- garna og áhugalaus. „Jeg ætla upp á skrifstofuna til ,Frjetta'.“ „Góða nótt,“ sagði Sjana. „Góða nótt.“ Sjönu gat ekki dottið neitt í hug að segja, sem ekki væri bjánalegt og gekk því yfir lorgið, áleiðis til „Gunnfánans“. I fjarska gat hún lieyrt ópin og óhljóðin í skrílnum og brátt brakið í fangelsisdyrunum, sem verið var að brjóta upp. Henni fanst þessi hljóð hræðileg og þau mintu hana á múg- aftöku í Mylluborg, einu sinni þegar hún var lítil, og vaknaði um miðja nótt við óskapaganginn og gat ekki sofnað aftur fyr en undir morgun. Hún hugsaði með sjálfri sjer: „Jeg ætti að fara til hans og segja honum að forða sjer úr borginni .... eitthvað .... þangað til ósköpin eru liðin hjá. Og gamli maður- inn ætti að forða sjer líka. Það er aldrei

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.