Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN HINN LANDFLÓTTA KONUNGUR NOREGS í tæp 35 ár liafði Hákon konungur Nor- egs ríkt i friði, ástsæll af þjóð sinni, og sjeð hana blómgast er óvinahcr rjeðst inn í landið og lagði það undir sig, á tveim mánuðum. Þessi konungur var í fylsta máta þjóðkon- ungtir. Hann liafði ekki tekið riki að eríð- um, heldur liafði þjóðin sjálf kjörið hann, kvatl hann, útlendan mann, til þess að setjast i hásæti hinna fornu Noregskon- unga eftir að landið hafði um margar ald- ir haft konung, sem búsettiir var erlendis. Eftir að fullur skilnaður var afráðinn með Norðmönnum og Svíum, sumarið 1905, var leitað lil Svíakonungs og hann spurður um, hvort að hann mundi leyfa, að einhver ættingi hans yrði tekinn til konungs yfir Noreg. Með þvi vildu Norðmenn m. a. sýna, að það væri ekki af fjandskap við sænsku konungsættina, sem þeir knúðu fram skiln- aðinn við Svía. Osear kónungur liafnaði þessu boði og var þá leitað til Kristjáns konungs niunda, og hann spurður, hvort liann leyfði að Carl prins, sonarsonur hans yrði konungur i Noregi. Stórveldin- Brel- land og Þýskaland höfðu tjáð sig þessu fyigjandi, en sjálfur hafði Carl prins ýmis- legt við þetta að athuga, meðal annars það, að hann þvertók fyrir að gerast kon- ungur Norðmanna, nerha að þjóðin væri því fylgjandi, og ýms önnur skilyrði selti hann fyrir þvi, að hann tæki konungdóm þar. Þau skilyrði voru tekin til greina, og samkvæmt þeim fór alment þjóðaratkvæði fram um það í Noregi, 12. og 13. nóvember 1905, hvort Norðmenn vildu aðhyllast kon- ungdæmi eða lýðveldi. Sú atkvæðagreiðsla fór þannig, að 259.563 kusu konungdæmið, en 69.264 ekki. — Carl prins er þannig hinn eini þjóðkjörni konungur nútímans, jiví að allir vissu að hann var konungs- efnið. Og þegar liin norska sendinefnd fór til Kaupmannahafnar til þess að skýra kon- ungsefni formlega frá úrslitunum, mæiti Carl prins lil hennar á jjessa leið, í höll- inni á Amalienborg: „Eins og yður mun vera kunnugt, herrar mínir, þá var það samkvæmt kröfu minni, að leitað var þjóð- aratkvæðis þess, sem nú er nýlega gengið um garð. Jeg vildi vita vissu mína um, að jjað væri þjóðin, en ekki flokkur, sem ósk- aði að taka mig til konungs, því að hlut- verk mitt á umfram alt að vera það að sameina, en ekki sundra.“ Konungurinn kom til Noregs 25. Nóv- ember 1905, og var fagnað af miklum mannfjölda, þrátt fyrir leiðinlegt veður. Það var Hákon sjöundi, sem steig á land i höfuðstað Noregs ásmt Maud drotningu, og hann baj- Ólcef son sinn á handleggnum. Og kjörorðið, sem hann hafði tekið sjer var „Alt fyrir Noreg“.------ - Og hver var hann svo, þessi danski prins, sem norslca þjóðin hafði kjörið sjer til konungs, ineð yfirgnæfandi meirihluta? Hann var næstelsti sonur Friðriks, sem síðar varð Dana- konungurinn Friðrik áttundi, og dóttursonur Carls XV. Svía- konungs. Kvæntur var hann Maud prinsessu, dóttur Ját- varðar VII. Bretakonurigs, og var sonur þeirra þriggja ára. Þegar hann kom lil Norogs, sem krónprins Norðmanna. en konungur 33 ára. Hákon kon- ungur var sjóliðsforingi að mentun og hafði ferðast víða, m. a. kom hann eitt sinn til íslands á dönsku herskipi, og til Noregs hafði hann komið tvivegis áður en liann kom þangað sem konungur. Próf. S. Worm MiUler, sem skrifað hefir fróðlega ritgerð urn kon- unginn og 1905 í afmælisriti því, sem gefið var út á siötugsaf- mæli konungsins, 3. ágúsí i sumar sem leið, að liann hafi bæði þessi skifti komið til Ar- endal og kynst ýmsu fólki þar. í síðari ferðinni, 1904 hafi einn af útgerðarmönnunum þar sagt við hann: „De má faen la meg bli konge i Norge!“ Það rættist hráðlega. Og hitt rættist einnig bráð- lega, eftir að Hákon konungur hafði tekið við konungdómi Noregs, að liann varð konung- ur þjóðarinnar en ekki flokk- anna. Oft stóðu rammar flokka- Hákon konungur fyrir utan bœki- stöð sína í London. — Að neðan: Konungur talar við norska sjó- liðsforingja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.