Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Hin iiafnkunna kauphöll Neiv York City hjelt 150 ára afmæli sitt hátíölegt meÖ því aö vinna aÖ því aÖ auka sölu rikisskuldabrjefa i þágu hernaðarins. Var efnt til rœðuhalda við kauphallardyrnar í Wall Street, og sjcst þar Frank C. Walker póstmálastjóri á ræðupallinum, viö hliðina á George Washington-líkneskinu. En fyrir neðan þrepin eru tveir hermenn meö vjelbyssu á „jeep“-vagni sínum, sem tákn ástandsins i heiminum. Myndin er tekin á þilfari flugvjelaskipsins „Formidable", en þaö er 25.000 tonn að stœrð. Vjelarnar á þilfarinu eru af svonefndri Grumman-Martlett-gerð. Skipið hefir 1600 manna áhöfn og er af sömu gerð og „Illoustrious“ og vopnað 16 4% þumlunga failbyssum. Hjer er verið að hleypa af stokkunum skipi af nýjustu gerð, sem sjerstaklega er ætlað til þess að flytja og setja á land brynvarða skriðdreka. Eru þeir bygðir á skipasmíðastöð einni i austurríkjunum. Meðal gesta þeirra, sem viðstaddir voru athöfnina var Ilalifax lávarður, sendilierra Breta. Myndin er tekin fyrir utan hús það í Philadelphia, sem sagnfræðingar telja að Betsy Ross hafi setið í þegar hún saumaði fyrsta fána Bandarikjanna. Þar standa 50 stúlkur, sem verið er að taka inn i hjálparsveit kvenna. Á stöng i glugganum er eftirlíking af fyrsta Bandaríkjafánanum, með þrettán stjörnum i horninu, því að fleiri voru sam- bandsríkin ekki þá. Þessi skipalest var send til Malta og i 3 daga samfleytt gerðu kafbátar, Ijettibátar og flug- vjelar öxulveldanna aðsúg að henni. En varnarskip lestarinnar skutu i sífellu á flug vjelarnar og settu út djúpsprengjur fyrir skipin og tókst að komast i höfn. Myndin er tek- in um borð i flugvjelaskipi i samflotinu. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.