Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 FLUGMENNIRNIR SKILA SKÝRSLUM. Hjer er upplýsingamaður i flughernum að spyrja enska sprengjuvjelaflugmenn frjetta, eftir að þeir eru nýkomnir úr árúsaferð á þýska borg. Öllum upplýsingum er haldið til haga og flugmennirnir verða margs vísari, sem að gagni getur kom- ið fyrir næstti árásarferðir. Þessir menn hafa varpað sprengj- um yfir Dusseldorf, sem er ein af mestu stáliðnaðarborgun- um í Þýskalandi, og liafa haft með sjer heim aftur fjölda Ijósmynda af borginni, sem þeir hafa tekið úr loftinu. Þetta var hnoðarinn, sem hún hafði verið svona tannhvöss við. „BjóðiS þjer smiðnum góðan dag- inn!“ hafði hann sagt. Hvað hann hafði í rauninni hag- að sjer prúðmannlega, að segja henni blátt áfram, að hann væri smiðurinn. Auðvitað var það hann, smiðurinn sá, hver liefði það ann- ars átt að vera? Einn af skrifstofu- mönnunum hafði sagt henni, að þessir menn væru kallaðir „linoð- arar“, en vitanlega kölluðu þeir sjálfa sig smiði. Smiður — það var miklu æruverðara. „Bjóðið þjer smiðnum góðan dag- inn!“ hafði hann sagt. Pauline rak upp þurrahlátur. Hún hlaut að liafa hlegið liátt, því að maðurinn sem hjá henni stóð ieit við og horfði rannsóknaraugum á hana. En hvað kom henni það við? Bjóða smiðnum góðan daginn! Hann hafði snúið sjer til liennar, tekið hana fram yfir allar hinar ungu stúlkurnar við lyftuna ... einmitt eins og liún hafði vonað, að hann mundi gera .... og svo liafði hún vísað honum á bug og jafnvel móðgað liann. Einhvernveginn komst lnin lieiiv i og lienni fanst það eilífðartími, sem hún sat yfir miðdegisverðinum með henni móður sinni og tveimur yngri systrum sínum, og einhvernveginn tókst henni svo að sofna, mörgum timum seinna. Hún var með liroll og skjálfta á leiðinni í skrifstofuna daginn eftir, og þó var sólskin og iieitt í veðri. Þetta var laugardagur og það hafði hún' notað sem átyllu við móður sína, til jjess að fara í nýja silki- blúsu. Skyldi hann taka eftir lienni ef honum yrði litið inn um glugg- ann? Það fór titringur um liana þegar hún settist við borðið sitt. Þegar fyrsti hálftíminn var lið- inn var hún orðin sannfærð um, að hann hlyti að liafa móðgast, því að hann hafði altaf snúið við henni bakinu þar sem hann stóð. Aðeins einu sinni leit hann við og horfði á liana án þess að brosa, en hjelt svo áfram við vinnu sína. Pauline reyndi sjálf að liafa hug- ann við vinnu sína, en töludállc- arnir voru eins og hebreska í aug- um hennar. Við og við stalst liún til að líta út um gluggann. Hnoðar- inn liennar stóð álútur yfir eldin- um; við og við greip hann glóandi nagla og þeytti honum til fjelaga sinna. Pauline horfði á hann eins og löfruð; það var eins og liann hefði ckkert fyrir þessu. Glóandi naglinn hitti altaf þar sem hann átti að hitta. Maðurinn kastaði nöglunum í áttina frá lienni og sneri jiessvegna baki frá henni — nema þegar hann beygði sig niður að eldinum. — Tíminn var lengi að liða hjá Paul- ine fram til liádegis, en þegar mat- málstíminn kom varð kyrð í bæn- um, eins og venjulega. Pauline vissi að linoðararnir tóku sjer livild þá. Hún var svo stærilát að hún leit ekki út um gluggann, enda hafði henni miðað svo illa áfram um morguninn, að hún liafði nóg að gera. Hún grúfði sig yfir talna- dálkana, sem voru' lienni ógeðfeld- ari nú en nokkru sinni áður. Klukkan var hálf eitt og hávaðinn byrjaði á ný. Þetta var laugardag- ur og skrifstofunni því lokað snemma. Pauline tók eftir að hinar stúlkurnar fóru að tygja sig. Hún sat kyr við borðið sitt og sá að gjaldkerinn lokaði peningaskápnuin. Hann sneri sjer vingjarnlega að henni og spurði: „Þjer ætlið vist að vinna yfir tímann i dag?“ „Já, mr. Tapper. Jeg þarf að koma nokkrum brjefum frá.“ „Núna, á laugardegi?“ „Já, mjer er nauðugur einn kost- ui;.“ „Jæja, þjer munið eftir að loka glugganum áður en þjer farið.“ „Það skal jeg gera, mr. Tapper.“ Gjaldkerinn fór og Pauline sett- ist aftur við borðið sitt. Hún gægð- ist út um gluggann, á húsið sem var í smíðum á móti. Hún hafði ekki búist við að sjá neinn mann þar, og varð því for-9 viða er þessu var ekki þannig var- ið. Smiðjan stóð á tveimur plönk- um, og maður í samfestingi slóð við liana með skrúftöng í hendinni — hann laut niður að smiðjunni, og hún sá að hann hristi höfuðið. Það var auðsjáanlega eitthvað að smiðj- unni, sem hann var að reyna að laga íður en liann færi heim. Hnoðarinn stóð álútur við smiðj- una og Pauline sat álút við borðið. Hún tók einhver blöð á borðinu — luin varð að minsta lcosti að lála lita svo út, sem liún væri að vinna. Hún var að líta til lians út und- an sjer. Hafi hann sjeð liana þegar hann sneri sjer í áttina til hennar þá ljet hann að minsta kosti ekki á þvi bera. Æ, þetta var auðmýkjandi, fanst henni, ekki sist af þvi, að nú hlaut hún að vera eina stúlkan, sem hægt var að sjá í glugga á öllu húsinu. Hún stóð upp .... hún vildi ekki auðmýkja sig. Best að fara heim! „Upp með liendurnar, ungfrú!“ heyrðist alt í einu sagt bak við hana. „Þjer eruð fyrir okkur, skiljið þjer það ekki? Upp með liendurnar!“ Pauline leit við. í dyrunum stóðu þrir menn með vasaklúta hundna fyrir andlitið. Einn þeirra miðaði á hana skammbyssu. Pauline liörfaði undan aftur á bak út að vegg og rjetti upp hendurnar. Einn maðurinn tók upp langt snæri og annar liljóp að henni og stakk klút upp í hana. Að vörmu spori sat hún á stólnum sínum, rig- hundinn við hann, á höndum og fótum. „Ýtið þið henni út í horn,“ skip- aði maðurinn með skammbyssuna. „Ef þjer lieyrið hvell eftir nokkrar mínútur þá skuluð þjer ekki láta yður bregða við, því að skotið liitt- ir áreiðanlega ekki yður.“ Pauline sat út i liorni og starði á tvö auð þil — 'annað var ekki að sjá. Hún tók eftir að þessum þiljum var ekki vanþörf á málningu; hún liafði aldrei tekið eftir því fyr. Hún reyndi að líta út undan sjer, en þá stríkkaði svo á böndunum, að liún gat það ekki, og neyddist til að sitja i sömu stellingunum. Henni datt i liug, livort þetta mundu geta verið einhverjir af skrifstofumönn- unum, sem væru þarna að verki, þvi að þeir virtust svo kunnugir öllu á skrifstofunni. Og næst datt henni í hug að ef þetta væri svo, mundi ef til vill falla grunur á hana líka. Henni fanst því líkast eins og skrifstofan færi í þúsund mola .... þetta var ekki skothvellur heldur dynkur og á eftir honum kom ógur- legur skarkali, Það var líkast og grjóthrið kæmi inn um gluggann. Hún gat ekki litið við til þess að athuga hvað gerst liafði, en nú kom þögn á eftir og af henni ályktaði liún, að þjófarnir væru hættir að starfa. Hénni fanst einhver þeirra hvísla: „Hver gerði þetta?" Alti einu tók hún öndina á lofti. Hún sá að vísu ekki þjófana, en hún sá gluggann. Hann stóð opinn. Og í stálgrindinni hinumegin við götuna sá hún hnoðarann. Hann tók upp nagla með tönginni og virtist vera að reikna út fjarlægðina ineð- an liún horfði á hann — liann sveigði svo handlegginn aftur og sveiflaði honum svo fram og þeytti naglanum í áttina til hennar. Hún gat ekki fylgst með naglan- um, þvi að liann fór fljótt yfir, en hún lieyrði að hann lenti hjá mönn- unum þremur, við peningaskápinn. Og nú heyrðust óp og skrækir. „Láttu hann liggja þar sem hann er kominn, okkur er best að kom- ast undan meðan timi er til,“ heyrði hún sagt. Svo heyrði liún fótatak og að skelt var hurð. Síðan varð alger þögn. Hnoðarinn veifaði til hennar, hinumegin við götuna. Hann lagði höndina að munninum og kallaði, en liún heyrði ekki livað hann sagði. Þó fanst lienni að hann væri að spyrja livort nokkuð hefði orðið að henni. Hún liristi höfuðið og nú hvarf liann af bitanum sínum. Pauline sat lireyfingarlaus. Þó að undarlegt megi virðast gat hún ekki fest liugann við manninn, sem hlaut að liggja á gólfinu bak við liana. Sjálf var liún ekkert óróleg yfir því að sitja svona bundin. Hnoðarinn hennar liafði sjeð hana. Og liann var á leiðinni til hennar — hann var að koma. Þegar hann kom datt hann bókstaflega inn um dyrnar og á eftir honum kom lögregluþjónn og tveir aðrir menn. Hún hló krampa- hlátri þegar linoðarinn laut niður að henni til þess að skera af henni böndin. „Það liefir munað minstu að þjer gerðuð út af við þennan náunga,“ sagði lögregluþjónninn. — „Nei, nú er mjer nóg boðið. Þetta er þá hann Black Benny, liann höfum við lengi þurft að hitta.“ „Einu er jeg fegnastur, þrátt fyrir alt,“ sagði linoðarinn, „og það er að jeg skyldi ekki glóðhita naglann. Jeg var svo æstur, að jeg hefði þeytt honum liversu livítglóandi sem hann hefði verið. Litið þjer á,“ hann sneri sjer að lögregluþjóninum, „jeg sá að ungfrúin sat i horninu og að glugg- inn var opinn .... og það eina sem jeg gat gert var að reka þá á flótta. Til þess liafði jeg ekkert nema nagl- ann .... og það tókst,“ bætti hann við og brosti. „Jeg fleygi nöglum á hverjum degi.“ „Þjer lituð þá hingað?“ sagði Paul- ine. Hnoðarinn brosti. „Leit hingað?“ tautaði liann. „Sannast að segja þá hefi jeg litið liingað oft. En þegar þjer snupruðuð mig í gær ....“ „Heyrið þið mig,“ sagði lögreglu- þjónninn. „Jeg lijelt að hjer væri um innbrot að ræða. Hafið þjer mist nokkuð, ungfrú?“ „Já, hjartað í mjer,“ sagði Pauline og hló og horfði leiftrandi augum á hnoðarann sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.