Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 14
14 fALSlHN Um víða BUDDA-STÝTTAN VIÐ PEGU. Austur-Indland er frœgt fyrir forn listaverk, ekki sist fyrir musteri og Búdda-likneski. Musterin eða pagóð- urnar þykja bera vott um mikinn þroska og smekkvísi i byggingalist, en þó þykir Búddalíkneskið, sem fanst árið 1881 nálægt fornbænum Pegu, taka öllum listaverkum Austur- Indlands fram. Englendingar voru að leggja járnbraut á þessum slóðum, og þurftu mikið af grjóti til undir- byggingar og brúa. Fóru þeir því að grafa upp hæð úti i frumskógin- um og rákust þá á risavaxna Búdda- mynd. Hún var 60 metra há, eða ná- lægt tvisvar sinnum hærri en Land- símahúsið i Reykjavík, og hlýtur að vera æfagömul, því að Burmabúar höfðu engar sagnir af þvi, að hún hefði nokkurntima verið til. En nú flykkjast hópar pilagríma til Pegu á hverri viku til þess að tilbiðja myndina, sem er orðinn einn hinn mesti helgidómur Búddatrúarmanna. BUDDGAYA. í sex ár liafði konungssonurinn Gautama farið einförum, til þess að brjóta heilann um hina æðstu speki mannlífsins. Þá var það einn dag, er hann sat undir trje einu i forsæl- unni, að hann fjekk „guðlega vitrup og hinn æðsti sannleikur rann upp fyrir lionum“ og hann tókst þá köll- un á hendur að verða mannkyns- fræðari. Þannig segir frá Búdda í hinum gömlu helgiritum og þjóðsögum. Og á þeim stað, sein hann hafði fengið þessa vitrun var nokkru síðar reist musteri, sem enn þann dag i dag er æðsti helgidómur Búddatrúarmanna. Þetta musteri stendur nálægt Patna í Indlandi, en þangað sækja pila- grímar allra landa, sem Búddalrú játa, svo sem frá Siam, Tíbet, Kina, Japan og Java. — Þetta must- eri er orðið æva gamalt, bygt um 500 árum f. Kr., en enska stjórnin í Indlandi hefir látið halda því við og endurbæta það, og er það talið með veglegustu musterum veraldar. Langt til að sjá er það líkast ferhyrndri vörðu, því að veggirnir dragast að sjer við hverja hæð, en þær eru niu alls. En ofan á þessari vörðu er litið musteri í pagóðu-stíl og' geymir það hin ágætustu höggmyndaverk. Skamt frá standa tvö musteri í sama stil, en miklu minni, á 30 metra háum grunni. TAJ MAHAL. Taj Mahal stendur i Agra í Ind- landi og er talin ein af stílfegurstu byggingum í Indlandi eða jafnvel d heimi. Er byggingin grafliýsi, sem stórmógúllinn Shah Jehan ljet gera fyrir konu sína, sem hann unni mjög. Skamt frá borginni Agra hafði hann látið gera undurfallegan garð, á bakka Jumna-ár, og voru þar rækt- uð ýms hin fágætustu trje og blóm Suður-Asiu. Þar voru fjölmargir gos- brunnar, stígar og stjettar voru lögð marmara og angan blómanna fylti frœkilega framgöngu i Egyptalandi, siðastliðið sumar. Iiann hafði 19 menn með sjer og tóku þeir höndum 130 maiuia úvinasveit, skriðdreka- fallbyssu og fimm vjelbyssur. í við- ureign þessai'i særðist Keitli Elliol fjúrum sinnum. Hann er fimti Ný- Sjálendingurinn, sem fær Victoria- krossinn í þessari styrjöld. veröld. loftið. í þessum garði undi drotning slórmógúlsins sjer löngum, en er hún andaðist ákvað hann, að hún skyldi fá legstað í miðjum garðin- um, og yfir þeim legstað skyldi rísa fegursta grafhýsi veraldarinnar. Hann kvaddi til sín ágætustu lista- menn frá Indlandi og Evrópu og undir stjórn þeirra störluðu 20.000 manns að byggingunni í seytján ár. Er byggingin öll úr hvítum marm- ara að utan. Hvelfingin yfir miðri byggingunni nær upp í 80 melra hæð, en þrátt fyrir stærðina virðist byggingin ekkerl viðamikil og stor- gerð. „Hin hvíta marmarakóróna Indlands“ liefir hún verið kölluð. Undir livelfingunni standa steinkist- ur Shah Shah Jehans og drotningar hans, en kringum þær umgerð úr marmara, alsett gimsteinum. En jiess má geta, að steinkislurnar eru tómar,. þvi að hjónin liggja í við- hafnarlítilli gröf undir gólfinu. SFINXINN VIÐ GIZEH. Það eru margir sfinxar til, en þeg- ar talað er um sfinxinn, er átt við þann, sem stendur hjá egyptsku pýramídunum. Hinir sfinxarnir eru allir minni og ómerkilegri. En með- fram göngunum upp að hofum Egypta voru oft heilar raðir af þessum sfinxum. Stóri sfinxinn er ljónsbúkur úr steini, en með mannliöfði, högginn út úr kletti, sem staðið hefir á þeim stað, sem sfinxinn er nú. Er hann 57 metra langur og hæðin luttugu metrar. Þelta er í raun rjettri mynd af sól- guðinum, en þegar Heródót sagna- ritari kom til Egyptalands í kynnis- för, komst hann að raun um, að þetta likneski væri af gríska sögu- dýrinu Sfinx, og gaf því þetta nafn. — Sfinxinn er nú orðinn mjög veðr- aður og skemdur; einkum ber and- litið þess merki, að einhverjir liafi gert sjer leik að því að skemma það. En nú liefir verið gerð gang- skör að þvi að lagfæra skemdirnar og grafa á burt kandinn, sem hlaðist hefir að honum. FLÓÐGARÐURINN VIÐ ASSUAN. Níl er móðir hins ræktaða Egypta- lands. En liún liefir getað verið dutl- ungafull alla tíð síðan á dögum Jós- efs, eftir sjö feitu og sjö mögru árin, en megurðin stafaði af því, að ekki kom nógur vöxtur i Níl. Ef vatnið varð einum meter lægra en í góðu ári, varð hallæri, því að alt var und- ir því komið, að akrarnir fengi hið frjósama vatn. Egyptar reyndu að bæta úr þessu með því að gera fyr- irhleðslur og safna valni til áveitu, sem hægt væri að nota í þurkasumr- um. Var Mörisvatn notað sem uppi- staða. En þetta var smáræði lijá þvi mannvirki, sem Bretar gerðu ofar- lega við Níl, er þeir bygðu fyrir- hleðsluna við Assúan. Þetta er tveggja kílómetra grjótgarður, um 50 metra hár og 35 metra þykkur neðst. Með þessari lileðslu er hægt að hækka vatnsborðið fyrir ofan um 30 metra og geyma til þurka- tímans, og veita á miklu stærri svæði en áður. Þegar Níl fer að vaxa í júlí, er vatnið látið renna óhindr- að gegnum gáttir fyrirhleðslunnar fyrst í stað. En í nóvember er lokað fyrir það. í april verður venjulega vatnsskortur og þá er farið að eyða úr uppistöðunni vatninu, sem safn- ast liefir. Síðar hafa Bretar gert aðra enn meiri fyrirhleðslu, 4 km. langa í Bláu Níl í Súdan. Þvi að Nil fleytir fram meira vatni, en Egyptar þurfa, ef rjettilega er með það farið. KORINTHUEIÐIÐ. Þegar í fornöld voru frammi ráða- gerðir um að grafa skurð gegn um eiðið, sem tengir Pelopsskaga við meginhluta Grikklands. Nero keisari ljet einu sinni byrja á verkinu, en þvi var hætt undir eins og hann var dauður og lá svo niðri jiangað til fyrir hálfri öld. Það var franskt fjelag sem tók þetta að sjer, en framkvæmdin gekk engan veginn skrykkjalaust og fjelagið varð gjaid- þrota. En árið 1893 var skurðurinn vígður af Georg Grikkjakonungi. llann er 6343 metra langur, 8 metra djúpur og 22 metra breiður í botni, en liggur í hálendi, og torveldaði það verkið. Ekki þykir skipuin gott að sigla um hann og kjósa þvi oft að leggja krók á sig og fara suður fyrir Palopsskagann. KEITH ELLIOT sergeant er aðeins 26 ára gamalt hermaður frá Nýja Sjálandi, sem fengið hefir Victoria-krossinn fyrir BRENDEN BRACKEN upplýsingaráðherra var áður einka- ritari Winstons Churchill og þar áður var hann blaðamaður. Síðan var hcmn gerður útvarpsstjúri enska útvarpsins og upplýsinga- eða árúð- ursráðherra llreta, einskonar möt- partur clr. Göbbels. Var allmikið deilt um þá embœtlisveitingu i Eng- landi. Bracken er aðeins M árs. Var hann áður formaður eigenda „Financial News“ og framkvæmda- stjúri hins viðkunna fjármálablaðs „The Economist". Hann hefir ált sæti í þingi síðan 1929 og telst til íhaldsflokksins. VARNIR GEGN SJÓFLUGVJELUNUM. Heimavarnarliðið í Bretlandi verður m. a. að hafa gát á því, að óvinaflugvjelar lendi ekki við strendur Indsins eða á vötn- unum og komi njósnurum eða hermönnum í land. Til þessara varna eru hafðir litlir en hraðskreiðir bátar, sem vopnaðir eru vjelbyssum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.