Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 2
1 Gunnar Nielsen, gjaldkeri. Ragnar Lárusson, • meðstj. Ólafur Halldórsson, form. Knattspyrnufjelagið Fram 35 ára Á þriðjudaginn var mintist næstelsta knattspyrnufjelag Reykjavíkur — Fram — 35 ára afinælis síns með fjölmennu samsæti og dansleik, og gaf út sama dag stórt og mikiS blað, með fjölda af ávörp- um ýmsra íþrótta- frömuða, greina um hina merkari atburði úr sögu fjelagsins, og fjölda mynda. Þar er ávarp frá forseta í. S. í., í jiróttafulltrúum ríkisins og höfuðstað- arihs, formanni Knalt spyrnuráðsins, K. R., Vals, Vikings, Ár- manns, í. R., Knatt- sp.yrnudómarafjelags Reykjavíkur og Fram. Minningarorð eru þar um Ólaf K. Þorvarð- arson sundhállar- stjóra, sem iengi var mikilsmetinn og mjög starfandi meðiimur fjelagsins. Pjetur Sig- ursson ritar um Þýska landsförina 1935, sem 6 Frammarar tóku þátt i ásamt 10 K.R.- ingum, Þráinn Sig- urðsson um ísafjarðarför 1938, Brynjólfur Jóliannesson um Dan- merkurför 1939 og Ragnar Lárus- son um ísafjarðarför 1941. Fjöldi annara greina er i ritinu, sem er 04 stórar bls. að stærð. Fram liefir löngum verið einkar vinsælt knattspyrnufjelag. Það var stofnað af kornungum piltum eftir áramótin 1908, en iðkaði æfingar svo káppsamlega, að þegar það kom fyrst fram á knattspyrnumóti, á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar vorið 1911, bar það sigur úr býtum. Með- al þeirra, sem 'einkum settu svip á fjelagið fyrstu árin má nefna Pjetur Hoffinann Magnússon og Tryggva Magnússon, Pjetur Sigurðsson, Arre- Sæmundur Gíslason, ritari. boe Clausen, Eirik Jónsson og ekki sist Friðþjóf Thorsteinsson. Hann setti bæði mörkin á hinu fyrsta kappmóti og þau urðu inörg, sem hann bætti við síðar. Má telja að hann liafi verið vinsælastur allra þeirra fjelaga af áhorfeqdum, þó að erfitt sje að gera upp á milli þeirra kappanna, sem þá settu svip á fjelagið. Eftir langt blómaskéið hrakaði fjelaginu nokkuð, en hófst þá handa á ný og tók að þjálfa unglingadeild- ir og náði sjer upp aftur. Fjelagið hefir jafnan verið rómað fyrir góð- an og drengilegan leik, öðrum frem- ur. Árið 1939 var fjelaginu boðið til Danmerkur, á hátíð þá, sem danska knattspyrnusambandið (Dansk Bold- spil Union) hjelt á 50 ára afmæli sínu. Keptu þeir Frammarar þá í knattspyrnu á fjórum stöðum i Dan- mörkti og liöfðu víðast sigur. Stóra myndin, sem hjer fygir, er af þátt- takendunum i Danmerkurförinni, en ]iar var Br. Jóhannesson leikari far- arstjóri Næsta tvidálka myndin er af meist- araflokki Fram á síðasta ári, Loks birtast hjer myndir af nú- verandi stjórn. Kaupmenn & kaupfélög Við seljum í heildsölu eldfastan leir. Sendum gegn póstkröfu um land alt. Helfli Maijnússon & Co. Hafnarstræti 19, Reykjavík. GERIST ÁSKRIFENDUR FÁLKAIVS HRINGIB f 2210 *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.