Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Theodor Ámason: Merkír tónsnillmgar lífs og liðnir: - LITLfl SflBfln - SIÐFERÐI AÐ var um miðnætti. 1 sjerher- bergi í einum af stórgildaskál- um Parísar sálu þrír vinir, Pierre, Jules og Marcel, og voru að tala saman. Þeir voru í góðu skapi, enda höfðu þeir etið ágætan mat og drukkið kampavín, og töluðu um alla lieima og geima. „Jeg held því fram,“ sagði Pierre seinmæltur eins og kennari, „að okk- ur mundu finnast flestir menn eins og óvættir, ef maður sæi til botns í samvisku þeirra. Sá maður er ekki til, sem að minsta kosti einu sinni hefir ekki gert sig sekan í lítilmót- Jegum verknaði, og jafnvel þeir, sem standa okkur næst, bestu vinir okk- ar, mundu vekja viðbjóð okkar, ef við gætum sjeð fortíð þeirra út í æsar. Við erum ekki annað en leik- arar, en við höfum smámsaman iif- að okkur svo vel inn í lilutverk okk- ar, að við erum farnir að taka okk- ur alveralega. Sá, sem talinn er mesti heiðursmaðurinn, er ekkert annað en mesti' leikarinn — og öfugt. Hinir hlóu og Marcel svaraði: „Það getur verið, að þú hafir ekki algerlega rangt fyrir þjer. Annars er ofur auðvelt að prófa, hvort stað- hæfing þín er rjett. Við skulum skrifta hver fyrir öðrum, eins og dýrin gerðu i dæmisögunni. Byrja þú, Pierre. Kafa þú nú niður í djúp sálar þinnar og taktu grimuna frá andiitinu.“ „Er þetta alvara hjá ykkur?“ spurði Pierre. „Já, bláköld alvara,“ svöruðu Jul- es og Marcel báðir í einu. „Við leggj- um við drengskap okkar að við skulum segja allan sannleikann og halda öllu þvi leyndu, sem við heyr- um.“ Nú varð augnabliks þögn. Pierre tók báðum höndum um höfuð sjer og fór að hugsa um fortíð sína. Svo byrjaði hann, og röddin var hikandi: „Eina hvassviðrisnótt í desember kom jeg heim úr klúbbnum, en þar hafði jeg grætt 2000 franka i spil- um. Alt i einu heyrði jeg kveinandi rödd rjett fyrir aftan mig: „Gefið þjer mjer ölmusu, góði maður!“ Jeg leit við og sá litla stúlku, á að giska fimtán ára, sem stóð þarna grát- andi og skalf af kulda. Hún rjetti báðar hendurnar fram biðjandi. Jeg leitaði í vösum mínum, en fann ekki annað en seðla og gullpeninga. Þess vegna sagði jeg við telpuna: „Þvi miður — jeg hefi enga smápeninga á mjer“ — og svo hjelt jeg áfram.“ Nú fóru hinir tveir að hlæja, og Jules spurði undrandi: „Er þetta alt og sumt: Þú gafst ekki betli- stelpu peninga — þetta getur kom- ið fyrir alla, jafnvel fyrir ríkustu menn. Það er ekki hægt að gefa öllum, og sumir betlarar eru ekkert annað en svindlarar." Pírre svaraði: „Skrifta þú næst!“ Jeg hefi miklu alvarlegri sögu að segja,“ svaraði Jules. „Jeg hafði lok- ið laganámi mínu og ætlaði að fara að gifta mig. Konuefni mitt var ekki fallegt, en jeg bjóst við að fá 25.000 franka árstekjur af lieimanmundin- um hennar. Jeg átti hvorki eignir nje hafði stöðu, svo að þetta kvon- fang var þrautalendingin min. Jeg varð að hlíta þessu. En jeg átti unnustu, sem jeg hafði þekt í þrjú ár. Jeg hafði numið hana hurt frá foreldrum hennar, hún hafði fórnað öllu fyrir mig, og ást hennar til min var hrein og göfug. Hún vann hjá stórri tískuverslun og hafði ofan af fyrir sjer með heiðarlegu móti.“ „Nú, og hvað svo ?“ spurði Pierre. „Jeg yfirgaf hana og hefi ekki sjeð hana síðan.“ Eftir þessi sögulok varð áköf við- ræða milli kunningjanna. Pierre á- leit, að ungur maður af góðum ætt- um gæti alls ekki fórnað sjer fyrir svona stúlku, þó að liann liafi kynst henni af tilviljun. Auk þess væru þessháttar stúlkur fljótar að jafna sig eftir smávegis ástaræfintýri." „Nú átt þú að segja þína sögu, Marcel,“ sagði Jules. „Jeg þori að veðja um, að þú hefir einhverja ljóta og strembna sögu að segja. Þú virð- ist yfirkominn af samviskubiti,“ bætti hann við og hló. „Einu sinni hafði starfsbróðir minn lánað mjer tuttugu franka,“ byrjaði hann. Jeg ætlaði að nota þá til þess að greiða húsaleiguna mína morguninn eftir, j)vi að ann- ars átti að byggja mjer út. Þá datt mjer i hug að reyna að freista gæf- unnar með þessa tuttugu franka. Jeg fór inn í spilaklúbb og settist við bakkarat-borðið. Jeg beið þang- að til bankahaldarinn hafði unnið þrisvar sinnum í röð, og þá áleit eg að minn tími væri kominn og lagðn tuttugu franka undir. Banka- haldarinn fekk sjö stig, en jeg ekki nema fimm. Jeg hafði með öðrum orðum tapað. En ekki veit jeg hvern- ig það atvikaðist, að alt í einu datt mjer í liug að rjetta fram liandlegg- inn og ýta við gullpeningnum min- um með fingrinum, þannig að hann lægi á strikinu, sem táknar, að mað- ur hafi ekki lagt nema hálfan pen- ing undir. Það var eitthvert ómot- stæðilegt afl, sem knúði mig til þess. Enginn tók eftir þessu tiltæki mínu. Bankahaldarinn borgaði mjer tíu franka til baka, en jeg tapaði þeim rjett á eftir. ísköld þögn varð í herberginu. Svo fóru þeir Pierre og Jules að tala um eitthvað annað, með upp- gerðar kæti, en hvorugur virtist taka eftir því, að Marcel væri til. Þegar vinirnir skildu, skömmu síð- ar, fann Marcel það á handtaki þeirra hinna, er þeir kvöddust, að hann hafði mist virðingu þeirra um aldur og æfi. MaLO 1 | et Mlniéiifja áífliil • ■ þcif dUci, , 4*4 ejf ■ jjájL þujdhá. tic cýéir MILO HEÍt-DSOLUBtnOÐIB: ÁRNI JÓNSSON, HArNAWS'CH.a REVKJAVIK. JAN KUBELIK f. 1880 Það liefir verið hljótt um þennan mikla, heimsfræga fiðlusnilling (vir- tuós) alllengi; en um og eftir alda- mótin síðustu ærði hann fólkið, hvar sem hann ljet til sín heyra. Það var þá um það talað, að þarna væri kominn annar Paganini, og þetta var sagt víða. En jeg er þó hræddur um, að nokkuð hafi skort á það, að hægt væri að likja þeirra leik saman að öllu leyti. Á jeg þar einkum við það, að Paganini liafi verið „dýpri“ en Kubelik, hvað sem leikuinni leið. En það er hins vegar staðreynd, að Kubelik hafði náð svo glæsilegri teknik, að það var engin furða, þó að fólkið likti hon- um við hinn mikla italska „galdra- mann“. Kubelik ljek sjer t. d. að hinum glæfralegustu „flugelda“-tón- smíðum Paganinis,- þeim sem til eru, og þótti það nokkuð góð sönn- un fyrir því, að Paganini hefði mátt vara sig, ef þeir hefðu átl kost ó að hittast. Kubelik virtust engin tak- mörk sett. Áhangendur hans fjellu alveg i stafi. Heimurinn stóð undr- andi. En jiað e.r hægt að blekkja heiminn, og þó ekki til lengdar. — Ekki mun það þó hafa valtað fyrir Kubelik beinlínis, að blekkja heim- inn, heldur var hann þannig af Guði gerður, eða fingurnir á honum, — og þó auðvitað fyrir vandlega þjálf- un, — að með lítilli fyrirhöfn geys- aði hann yfir torfærur, sem öðrum snillingum reyndust þrándar i götu — og það með svo fágaðri prýði, svo djarft og glæsilega að aldrei skeikaði og aldrei sá á „blettur eða hrukka.“ Það er gaman að horfa og hlýða á slíka snillinga, — ákaf- lega gaman. Hitt er svo annað mál: er það nautn? Fá þeir álieyrendur fullnægingu, sem koma til þess að njóta hinna göfgandi áhrifa tón- listarinnar, sem koma eins og til þess að lauga sál sina í hollustu- geislunuin, sem til hennar streyma frá göfugri tónlist fluttri af göfug- um listamönnum; — á svipaðan hátt og menn sækja likamanum holl- ustu í geisla sólarinnar. Nei. Vjer látum ef til vill blekkjast fyrst í stað, — en hjartað er ósnortið. Og þegar leikni-galdrarnir eru á því há- stigi, sem var lijá Kubelik og er sjálfsagt enn, þá er ef til vill ekki tckið eftir því fyrr en eftir á, livað lítið sálin og hjartað hafa fengið. Það var eðlilegt að Kubelik freist- aðist til að leggja aðaláhersluna á leiknina. Það lá svo beint við. Og víst var hann meira en bara „tekn- iker“, liann var og mikill tónlistur- maður og nýtur enn viðurkenningar sem mikill snillingur. En hann hafði ekki nógn mikið að gefa, auk leikn- innar, til þess að verða „gamall í hettunni“ í heiminum. Hann er að gleymast og er þó enn lifs og ekki nema rúmlega sextugur. Heimur- inn er nokkuð naskur á að finna, hvað er hreinn málmur, livort held- ur er um tónlist að ræða eða annað, — þó að það taki stundum langan tíma. Og eitt er athyglisvert, að þvi er Kubelik snertir, að Þjóðverjar fjellust aldrei á að dásama Kubelik, nema rjett í hófi. Þeir voru einir þjóða um íhaldssemi í þessu. Og þó höfðu þeir, á þeim árum sem Kubelik var á hátindi frægðar sinn- ar betri skilyrði til þess að dæma rjettilega um tónlistarafrek, en aðrar þjóðir, eða það mætti orða það þannig, að það skifti tónlistarmenn ákaflega miklu, hvernig þeim var lekið i Þýskalandi á þeim árum. Jan Kubelik er Tjekki og fæddur í srnábæ einum í Bæheimi, sem Miahle heitir, skamt frá Prag, hinn 5. júli 1880. Var faðir hans garð- yrkjumaður, en slyngur fiðluleik- ari, enda er fiðlan mjög algengt hljóðfæri á þieim slóðum. Jan var kornungur (5 ára), jiegar hann bað föður sinn um fiðlu, og var það fús- lega veitt, og liafði Kubelik ánægju af þvi að kenna litla drengnum sin- um það, sein hann kunni sjálfur. Mun það liafa verið fljótgert, því að það kom brátt í ljós, að fingurnir á Jan litla áttu cinmitt heima á strengjabrík fiðlunnar. Þetta var eng- in kák-kensla, þvi að sagt er, að Kubelik hinn eldri liafi lagt mjög vandaðann grundvöll að þeirri snill- ingsleikni, sem Jan náði síðar. Og ekki er að efa að þetta sje rjett liermt, því að átta ára gamall kemur Jan litli fram ó hljómleikum í Prag og skilar þá meðal annars erfiðri tónsmíð eftir Vieuxtemps með prýði. Árið 1892, eða 12 ára gamall, tók liann inntökupróf í tónlistarskólann í Prag. Þá stóð svo á að í sama mund var Ottakar Sevcik ráðinn fiðlukennari við skólann. — Hann hafði um nokkurt skeið verið prófess- or við keisaralega tónlistarskólann í Kiev í Rússlandi, og lagt í það mikið verk að semja nýtt æfinga- kerfi, sem hann ætlaðist til að hægl væri að nó með betri árangri, en áður hafði jiekst. Var þetta gjör- hugsað, en liann hafði ekki haft tækifæri til að reyna þetta kerfi til hlýtar. En þegar liann kyntist Kubelik litla jióttist liann hafa fund- ið einmitt rjetta manninn til þess að reyna þetta. Tók hann nú Kube- lik að sjer og hafði liann undir hendi samfleytt í sex ár. Og það var livortveggja, að liið nýja kerfi reynd- ist eins og Sevcik liafði ætlast til, en það var raunar staðfest enn bet- ur siðar, — og Kubelik gerði betur en að láta rætast hinar glæstustu vonir, þvi að hann varð, eins og fyr er sagt mesti „tekniker“ sinnar tiðar. Hann kom oft fram opinber- lega á námsárum sínum, og færði sig altaf upp á skaftið, hvað við- fangsefnin snerti, og um það leyti, sem hann var að Ijúka námi á skól- anum, kom liann fram á hljómleik- um í Prag og ljek þar eina af erf- iðustu lónsmíðum Paganinis. ^ar hann þá einróma dæmdur stór-snill- ingur (virtuós af fyrstu gráðu). — Sama árið kom hann fram fyrir liina vandfýsnu Vinar-áheyrendur og þar fór á sömu leið. Var honum nú rudd brautin til heimsfrægðar, og hann fór þá braut og bar liöfuðið hátt. Heimurinn tók þessum nýja Paga- nini með miklum fögnuði — nema Þjóðverjar, eins og áður er sagt. Þeir sögðu: Þetla eru miklir og fagrir flugeldar! Það er rjett, að Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.