Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 8
Ö F Á L K I N N Vistlegt herbergi Honum fanst sem fargi vœri ljett af sjer, er hann lcom á á- kvörðunarstaðinn. En hann var eiginlega mjög undrandi yfir því. Að vísu var glugginn nokk- uð hátt frá gólfi og ef tii elds- voða kæmi, þá gæti orðið mjög erfift að komast út þá leiðina. Glugginn var með rimlum eins og stundum er liægt að sjú á neðstu hæð í húsum í Lond- on, en að öðru leyti var þetta einkar vistlegt herbergi. Vegg- irnir voru lagðir Ijósu fóðiý með blómamyndum, bókahilla hjekk á veggnum og hann fekk ógleði fyrir brjóstið eitt andar- tak — lítið horð stóð undir glugganum, tvær eða þrjár góðar myndir voru þarna, trú- arlegs efnis og annars, og mað- urinn, sem hugsaði um hann, var að koma fyrir te-áhöldun- um á borðinu, sem stóð á miðju gólfinu. Fallegur hægindastóll úr viðartágum stóð hjá björt- um eldinum. Þetta var mjög hlýlegt herbergi, einmitt það sem menn mundu kalla vistlegt. Og svo var Guði fyrir að þakka, að nú var alt á enda kljáð. II. Hinir síðustu þrír mánuðir höfðu verið hræðilegir, þang- að til núna fyrir hálfri stundu síðan. Fyrst var nú þetta öng- þveiti. En það tók enda á einni svipstundu, þannig var það, og hjer varð engu um þokað, þótt slikt væri slæmt, því að stúlkan var ekki þess virði. En síðan var vandinn að komast burt úr borgjnni. Honum flaug fyrsl í hug að ganga að sínum venju- legu störfum eins og ekkert hefði ískorist. Hann hjelt, að enginn liefði sjeð sig veita Joe eftirför niður að fljótinu. Hvers vegna ekki slæpasl hingað og þangað eins og venjulega, láta eins og ekkert væri og fara inn í Ringland Armo til að fá sjer eina bjórkollu? Margir dagar gætu liðið þangað tij likið fynd- ist undir elrunum, síðan mundi fara fram rjettarrannsókn og svo framvegis. Mundi ekki vera best að þuma þetta fram af sjer og verjast allra frjetta, ef lög- reglan spyrði hann spurninga? En hvernig ;gæti hann þá gert grein fyrir því, hvar hann hefði verið og hvað hann liefði gert það kvöld? Hann gæti sagt að hann hefði reikað út í Bleadon Woods og snúið síðan heim á leið, án þess að mæta neinum. Enginn mundi geta andmælt honum, að minsta kosti gat hann ekki sjeð að svo væri. Þegar hann sat núna í þægi- legum hægindastólnum við eld- inn í vistlegu herberginu með ljósu veggfóðrinu — alt var svo ólíkt því, sem venjulegt er um slika staði — þá óskaði hann þess, að hann hefði þumað þetta fram af sjer og horfst í augu við hættuna, og látið þá fara sínu fram og' sjá, hvort þeir gætu orðið nokkurs vísari. En þá hafði hann orðið hræddur. Margir menn liöfðu heyrt þann segja, að Joe skyldi fá á bauk- inn, ef liann ljeti stúlkuna ekki afskiftalausa. Hann hafði líka sýnt Dick Haddon og „Humra“- Carey og Finniman og öðrum skambyssu sína. Þeir mundu máta kúluna við byssuhlaupið, og þá væri ekki að sökum .að spyrja. Hann varð ofsa hræád- ur og skalf af ótta. Honum varð ljóst, að hann mundi ekki geta verið í Ledham stundinni leng- ur. III. Frú Evans, húsmóðir hans, var þetta kvöld i hinum enda horgaiúnnar hjá dóttur sinni, sem var gift. Hún mundi verða burtu þangað til kl. 11. Hann rakaði af sjer skeggið, yfirvar- arskeggið, sem var svart og strítt. Síðan laumaðisl hann úl úr borginni í dimmunni og gekk alla nóttina eftir eyðilegum hlið arvegi, þangað til hann kom um morguninn til Darnley, 20 mílur í burtu, til að ná i lest- ina til London. Þar var fjöldi fólks, og að þvi er hann gat best sjeð, þekti liann engan mann. Vagnarnir voru troðfull- ir af vefurum frá Darnley og Lockwood, sem ljeku á als oddi og gáfu honum engan gaum. Þeir fóru allir út við Kings Cross. Hann reikaði um eins og aðrir og litaðist um hjer og þar eins og þeir. Siðan fekk hann sjer bjórglas á troðfullri knæpu. Hann gat ekki sjeð, að nokkur mundi geta lcomist á snoðir um, hvert hann hefði farið. IV. Hann fekk sjer bakherbergi handan við Caledonian Road og beið. Það var eitthvað í blöð- unum þetta kvöld, sem ekki var svo hlaupið að, að gera sjer grein fyrir. Næsta dag fanst líkið af Joe — og þeir komust á þá slcoðun að um morð væri að ræða — læknirinn sagði, að það gæti ekki verið sjálfsmorð. Því næst var hann nefndur á nafn og þess var getið að hann findist ekki og liann var livatt- ur til að gefa sig fram. Þá las hann að menn gerðu ráð fyrir því, að hann hefði farið til London, og hann varð sjúlcur af hræðslu. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Honum fanst að eitthvað kæmi í kverkar sjer, að liann væri að lcafna. Hendur lians skulfu þar, sem liann hjelt á blaðinu, liann sundlaði af skelfingu. Hann ótt- aðist að fara heim í herbergi silt, því að honum var Ijóst, að hann mundi elcki geta hald- ið þar kyrru fyrir. Hann mundi æða fram og aftur eins og villi- dýr og liúsmóðir lians mundi furða sig á því. Hann var líka hræddur að vera úti á götu, þvi að liann óttaðist að einhver lög- regluþjónn mundi koma að baki sjer að leggja hönd á herðar sjer. Hinumegin við götuna var lítið torg. Þar settist hann nið- ur á hekk og hjelt blaðinu uppi fyrir framan andlitið, meðan börnin görguðu og öskruðu og ljeku sjer alt í kringum hann á malbikuðum stígunum. Þau gáfu lionum engan gaum, en saml fanst lionum hann vera kominn þar í fjelagsskap, að vissu leyti. Það var betra, en að vera aleinp í litla, kyrláta herberginu. En brátt tók að dimma og vörðurinn kom til að loka hliðunum. V. Eftir þessa nótt, komu nætur og dagar fullir af ofsaliræðslu og brjálæðiskendri skelfingu meiri, en hann hafði haldið að menn gætu þolað, án þess að láta lífið. Hann hafði tekið með sjer næga peninga, lil þess að framfleyta sjer fyrst um sinn. En í hvert sinn, sem liann skifti peningaseðli, skalf hann af hi-æðslu við tílhugsunina um það, að seðillinn yrði rakinn til sín. Ilvað átti hann að taka til bragðs? Ilvert gat hann lialdið? Gat hann komist af landi burt? En til þess þurfti vegabrjef og alls kyns skilríki. Slíkt mundi aldrei lánast. Hann hafði lesið að lögreglan hefði fundið þráð í liinu dularfulla morðmáli í Ledham. Hann skjögraði heim og læsti sig inni og stundi af sálarangist. Hann tautaði orð og setningar út í bláinn, sem enginn botn var í eða vit, líeila runu af þvogli: „alt i lagi, alt í lagi, alt í lagi, .... já, já, já .... það, það, það, ... jæja, jæja, jæja, .... aðeins af því, að hann varð að fá útrás, því að honum var um megn að sitja kyr og þögull, þegar sálarang- istin svarf að hjarta lionum, og æðisgenginn óttinn ætlaði að kæfa hann, og skelfingin hvíldi á sál hans eins og farg. En nú gerðisl ekki neitt og vonarneisti,, veikur og daufur kviknaði í brjósti lians um stund. Ilonum fanst í einn eða tvo daga að vera kynni, að öll sund væru ekki ennþá lokuð. Eitt kvöld lá svo vel á hon- um, að hann hætti sjer yfir í litla veitingahúsið við götu- hornið og drakk flösku af Old Brow Ale með nokkurri ánægju. Hann fór að liugsa um það, hvernig lífið gæti orðið aftur, el' það kraftaverk gerðist — hann viðurkendi jafnvel þá, að slíkt mundi vera kraftaverk — að öil hræðsla lians hyrfi og hann yrði aftur eins og fólk er flest, óttaðist ekki neitt. Hann var að gæða sjer á ölinu og var í þann veginn að komast í gott skap, þegar svo vildi til, að honum bárust þessi orð að eyr- um frá bjórborðinu: þeir eru að svipast um eftir honum hjerna í grendinni, að því er sagl er. Hann skyldi eftir ölglasið hálf- fult, hugsaði með sjálfum sjer, hvort liann mundi liafa hug- rekki, til þess að stytta sjer ald- ur þetta kvöld. Mennirnir við bjórhorðið voru auðvitað að tala um nýjan innbiiotsþjóf, sem vakið hafði mikið umtal En hvert slíkt orð var sein dauðadómur yfir þessum mann- ræfli. Hvað eftir annað stöðv- aðist hann mitt í ótta sínum, tauti og þvogli, og undraðist stórum, að hjarta nokkurs manns skyldi þola slíka sálar- angist, slíka sundurkremjandi kvöl. Það var eins og að hann, einn allra manna, liefði fundið og upgötvað, nýjan heim, sem engan mann hafði áður dreymt um og enginn mundi trúa að væri til, þó að saga hans væri sögð. Hann hafði fyr á æfinni vaknað upp af martröð, stöku sinnum, eins og hendir flesta menn. Það var liræðilegt, svo hræðilegt, að liann mundi enn þá eftir tveimur eða þremur slíkum nóttum. En alt þetta var eins og hjóm og hismi hjá því, sem hann þoldi nú, eða öllu heldur þoldi ekki, þvi að liann kveinkaði sjer eins og ormur, sem engist á rauðkyntri kola- glóð. Hann fór aftur út á strætin. Sum þeirra voru full af hávaða, önnur tóm og ömurleg. Hann 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.