Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Svíþjóð á stríðstímum Eftirtektarverð bók, sem nefnisl „Sweden — a Wartime Survey“, er nýlega komin út á ensku, á vegum utanríkisráðuneytisins sœnska. Seg- ir þar frá þeim sjerstöku viðfangs- efnum — liernaðarlegum, fjelagsleg- um og fjárhagslegum — sem komið hafa fram síðan styijöldin hófst., Bókin gefur góoa hugmynd um þá skeleggu baráttu, sem þjóðin hefir háð til þess að varðveita frelsi sitt og lýðræði, og hvernig þessi bar- átta hefir orðið að megingjörðuvn á allri þjóðinni, og livernig allt snýst uin þennan kjarna þjóðlífsins. Clirist- ian Gúnther utanríkisráðherra rilar formála fyrir bókinni, og lætur þá von í ljósi, að lienni megi takast að sýna hvernig Svíar liafa leitast við að berjast við örðugleikana, án þess að stol'na arfleifð frelsis síns í voða. Bókin flytur fjölda inynda og hefst með fróðlegri grein um Gustaf kon- ung fimta, sem er nú sem stendur elsti rikjandi konungur i lieimi. Sið- an rekur liver greinin aðra, um ýmis- leg efni, og eru þær skrifaðar £#f hinum færustu mönnum í liver.ri grein. Erling Eidem erkibiskup seg- ir frá starfi sænsku kirkjunnar á striðstimum, einnig er sagt frá ýms- um varnarráðstöfunum, hervörnum og hervæðingaráætlunum o. s. frv. ítarlega er sagt frá fjárhagsviðhorf- um þeim, sem leiddu af stríðinu. Verslunarmálaráðherrann skrifar um utanrikisverslunina síðan 1938 og annar ráðherra frá eldsneylis- málinu, sem hefir verið eitt örðug- asta viðfangsefnið. Þá eru greinar um siglingar Svía og samgöngur inn- anlands. Ennfremur má nefna greinar um tæknilegar framfarir, atvinnumálin og samvinnuhreyfinguna. Mikill hluti bókarinnar er helgað- ur menningarþróun þjóðarinnar á stríðsárunum. í þeim kafla bókar- innar segir t. d. frá blaðaútgáfu og útvarpinu, svo og því, sem gert hef- ir verið til þess, að varðveita prent- frelsið á styrjaldarárunum. • Þarna eru og greinar um sænska list, leik- hús og kvikmyndagerð, bókmentir og hljómlist. „Sweden — A Wartime Survey“ er tvímælalaust hin þarfasta bók lil þess að flytja mönnum í stuttu máli áreiðanlegar upplýsingar um ástandið í Svíþjóð í dag, og margt það, sem gert hefir verið á stríðs- árunum lil þess að efla hag þjóðar- innar, en sem fáum er kunnugt er- lendis. SVÍÞJÓÐ ER Á VERÐI. Svíþjóð liefir verið að hervæðast undanfarin styrjaláarár og hefir nú á að skipa álitlegum herstyrk til varnar landinu og frelsi þess og sjálfstæði. Herinn er vel búinn nýtísku vopn- um, og allir herskyldir menn liafa verið þjálfaðir á nýjan leik, flotinn befir eignast livorki meira nje minna en 80 ný ljettiskip og mörg gömlu skipin hafa verið færð í nýtisku horf, og styrkur flughersins hefir margfaldast og vex í sífellu. Seni dæmi um það, hve Svíar nota alla möguleika sína til þess að gera her- varnir sínar sem öflugastar má nefna, að herskyldualdur hefir verið hækkaður upp í 47 ár, og að allir menn undir 30 ára, sem áður höfðu verið leystir frá herskyldu heils- unnar vegna liafa nú verið skoðaðir af lækni á ný. Um 50.000 af þessum mönnum liafa nú verið dæmdir fær- ir til herþjónustu, eða ýmsra starfa í sambandi við liervarnirnar. Allmikill liðstyrkur er að staðaldri undir vopnum, og þegar horfurnar þykja hafa verið tvísýnar, hefir þetta lið verið aukið að mun. Síðast- liðið vor var þetta viðbúna lið auk- ið mjög og var enn aukið í vetur. í tilkynningu, sem stjórnin gaf nýlega út um þetta efni, er það tekið fram, að þó að brennidepill stríðsins sje nú allfjarri Svíþjóð þá hafi reynslan sýnt, hve styrjaldarað- stæðurnar sjeu fljótar að breytast. Þessvegna sje það nauðsynlegt, að Svíar sjeu jafnan við öllu búnir. Ákveðnar herdeildir eru smátt og smátt kvaddar til herþjónustu i stuttan tima, til þess að æfa sig á ný. Þessar ráðstafanir auka lið- styrkinn, sem undir vopnum er, og jafnframt stuðla þær að því, að herinn sje betur samæfður og að cnginn rygði i hermenskukunnátt- unni. KUBELIK. l Frh. af bls. (1. þetta er yfirnáttúrleg leikni, en við fáum of lítið með henni af því, sem gleður hjartað og sálina. ítalir tóku Kubelik fádæma vel og Páfinn sjálfur (Leó XIII) sæmdi liann Sánkti Gregors-orðunni. Til Ameríku fór hann fyrst 1902, og var elcki aðeins fagnað ákaft, heldur aflaðist lionum stórfje í þeirri för. Hánn var i mörg ár á sífelldum ldjómleikaferðalögum, kom meðal annars til Rómaborgar aftur 1905 og fjekk þá áheyrn hjá Píusi páfa tíunda. En upþ úr því mun hann hafa þótst vera búinn að spila út flestum trompum sinum og fór að draga sig í lilje og hefir lítið ú hon- um borið um langt skeið. Sonur hans, Rafael Kubelik, er merkur liljómsveitarstjóri. Hefir meðal annars gegnt hljómsveitar- stjórastarfi í þjóðleikhúsinu (óper- unni) í Prag síðan 1937. MAÐURINN OG REIÐHJÓLIÐ. Maður nokkur hætti að nota bif- reiðina sina og tók reiðhjól sitt í staðinn — vegna striðsins. Á leið- inni heim í úthverfi borgarinnar fór hann inn í búð og skildi hjólið eftir við dyrnar. En þegar hann kom út aftur hafði hann gleymt að hann var á hjóli og fór lieim í strætis- vagni. Konan hans fór að spyrja um hjólið, þegar hann kom heim. Hann fór með næsta strætisvagni inn i borgina, og sjer til mikillar furðu fann hann hjólið við búðardyrnar, þar sem hann hafði gleymt því. Hann komst við af heiðarleik sam- borgara sinna og dalt í liug, að leggja nokkra skildinga í fétækra- baukinn i næstu kirkju, i viður- kenningarskyni. En þegar hann kom út úr kirkj- unni hrærður og glaður í huga, var búið — að stela hjólinu! ENSKAR KONUR í HERÞJÓNUSTU. ,,Einhverstaðar i Englandi“ er stór æfingastöð fgrir fallbyssu- æfingar, þar sem konur vinna mikilsvert hlutverk. Þær stjórna mælingatækjunum sem sýna hvar fallbyssukúlurnar koma nið- ur, en samkvæmt þeim mœlingum er fallbyssunum svo miðað, og æfingin endurtekin þangað til fullkomin nákvœmni fæst. Eru kvikmyndaáhöld notuð í sambandi við mœlingatækin. Hjer á myndinni sjást þrjár af þessum stúlkum með tœki sín, að at- huga hvernig fallbyssukúlurnar hafa hitt markið og sima úr- slitin jafnóðum til skotstöðvarinnar, sem er yfir mllu veqar i burtu. EINFÖLD HÚSGÖGN — TIL EFNISSPARNAÐAR. A sýningu i London voru nýlega sýnd allskonar einföld hús- gögn, sem ætlað er að spara efnivið frá þvi, sem verið hefir. Húsgögn þessi eru ekki ósvipuð stálhúsgögnum að gerð, en mest af þeim er úr krossviði. Þau eru Ijett og þykja lientug og þykja sjálfsögð nú á timum, þegar alt þarf að spara. Hjer sjást borðstofuhúsgögn af þessari nýju gerð: borð, stólar, skápur og ruggustóll. Allur íburður og útskurður hefir verið sparaður, en húsgögnin gera fult gagn fyrir því.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.