Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.02.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Louis Bromfield: 44 AULASTAÐIR. „Já, náttúrlega er hann band-hringa- snarvitlaus, en það er nú sama, hann er djöfulsduglegur blaðamaður,) hvað sem því öllu saman líður.“ Dorti stóð upp og tók hatt sinn. „Jeg ætla nú elcki að tefja yður lengur,“ sagði liann, „en jeg bið yður bara að skilja eitt rjett: Jeg dreg mig í hlje eingöngu Kobba vegna. Enginn getur liaft liendur í hári mínu. Ef ekki Kobbi'væri, skyldi jeg verða kyr og mala ykkur í mjel, þrátt fvrir alt.“ „Jeg skil.“ Hann gekk lil dyranna en stansaði þar. ..Það eina, sem jeg er hræddur um, er það, að það sje orðið of seint að koma sættum milli hans og þessarar frænku yðar. Hann er stoltur eins og fjandinn sjálfur dg hún víst alveg sama tóbakið.“ „Já, liún gefur honum vist ekkert eftir á þvi sviði.“ Hann leit á frúha, eins og í vafa, og næst- um með auðmýkt. „Eruð þjer því nokkuð mótfallin, að þau verði hjón?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði hún, og eftir bestu sam- visku, því að eins og stóð, átti hún sjer enga ósk heitari. Hún vildi sjá „piparkerl- ingarsvipinn“ hverfa af andliti Sjönu og hún vissi að þarna var eina ráðið til þess. Dorti varð enn auðmýkri. „Væruð þjer kannske ti! i að ýta undir það,“ „Já.“ „Það gat mjer ekki dottið í liug, eins og alt var í pottinn búið,“ sagði hann, og neri hattinum um stund milli þykku, stóru liandanna. „Þetta er næstum eins og mín eigin saga ...... jeg á við sagan af mjer og henni mömmu hans Kobba. Hennar fólki fansl hún vera of góð handa mjer. Það var höfðingja-írar, en jeg var bara kotungs-Iri.“ „Jeg skil,“ svaraði frú Lýðs. Henni hefði þótt það eittlivað skrítið fyrir nokkrum mánuðum, að Lýðsaettin og Dortarnir ættu að fara að tengjast, en hinsvegar hafði nú margt breyst á þeim tima. Og einhvern- vegin hafði liún lært margt af hr. Ríkarðs, þótt hún vissi ekki nákvæmlega hvað eða hvernig. Dorti rjetti fram höndina, feimnislega: - „Jæja, verið þjer nú sælar, frú Lýðs,“ sagði hann, „jeg hef haft mikla ánægju af þessu samtali við yður. Eins og jeg sagði eruð þjer skilningsgóð kona.“ Aftur komu tárin fram, en í þetta sinn af því einu, að þetta ætlaði alt að fara svona undurvel. Ilún hafði altaf óskað öllum hamingju og «sáttar við náungann. Og nú virtust allir geta orðið hamingju- samir,' jafnvel Dorti gamli með færið sitt og öngulinn. Henni var farið að verða hlýtt lil hans, og sagði við sjálfa sig: „Þjer gæti vísl orðið hlýtt til fjandans sjálfs, ef þú bara þektir liann nógu vel.“ Og nú þurfti hún aldrei framar að fara í skrifstofuna , til Dorta og láta liann vera náðugan við sig, rjett eins og hún væri ekki annað en gamall bjáni. Við útidyrnar tók liann aftur í hönd hennar og sagði: „Jæja, jeg ætla þá að kveðja.“ „Komið þjer bráðum aftur,“ sagði frú Lýðs. „Þakka yður fvrir. Það getur bvort eð er farið svo, að jeg verði lengi burtu, ef jeg fer úr borginni á annað borð.“ Þegar Dorti var kominn niður þrepin, sneri hann sjer við og sagði: „Mig langaði bara til að segja yður, að þessi álfadans ykkar þarna í gærkveldi, er eitthvað það besta, sem sjest hefir lijer í Flesjuborg, allan þann tíma, sem jeg hef verið hjer kunnugur.“ Þegar frúin kom inn aftur, hitti hún Öddu í forsalnum. „Hvað vildi gamli djöfsi?“ spurði hún. „Hann er að fara. Hann er búinn að vera. En spurðu mig ekki meira í bili. því að jeg þarf að tala við Sjönu.“ En Sjana tók ekki frjettunum með þeirri gleði, sem frú Lýðs hafði búist við. Ilún sat við gluggann í herberginu sínu dauf í bragði og með „piparkerlingarsvipinn“ á hæsta stigi. Þegar hún liafði heyrt söguna, sagði hún aðeins: „Þelta er ekkert nema ldókindabragð. Og þó svo væri ekki, þá er þetta alt orðið um seinan.“ Það var nú ekki klókindabragð. Dorti var sigraður og enginn vissi það betur en hann sjálfur. í buxnavasa lians var sam- anvöðlað hraðboðabrjef, sem hljóðaði þannig, slutt og laggott: „Best er að hypja sig, meðan hægt er. Bill Swain.“ En það var ekki vert að láta óvininn vita neilt um þetta. Betra var að láta svo sýnast sem hann færi af eigin löngun. Þegar hann gekk út úr lnörlega híiðinu á Aulastöðum, hristi liann höfuðið vand- í'æðalega, eins og gamalt, uppgefið ljón. Hann gat ekki. gert sjer ljóst, livernig þetta hafði gengið til, hvernig hann hafði verið sigraður, svona á svipstundu, svo að segja. Jafnvel pólitíska vjelin, sem hann hafði bygt svo vandlega upp, eftir bestu fyrix-- myndum frá Suðux*-Boston, hafði hrunið saman og farið í mjel. „Kannske þetta sje öði’uvísi staður, en Suður-Boston,“ hugsaði hann með sjálfum sjer. „Kannske hjer sjeu ekki nógu mai'gir írai*. Kannske lijer ríki einhver sjerstakur andi, sem jeg hef ekki getað náð tökum á?“ En hvað sem því öllu leið, þá var það Ríkarðs og enginn annar, sem hafði valdið falli lians að lokum. Já, hann var fjand- ans kræfur karl, jafnvel þótt liann væri einn af þessum vitlausu kommum. Dorti gekk til skrifstofu sinnar, allskon- ar krókaleiðir og leynigötur. af því að hann var ekkert áfjáður í það að hitta marga á götunni. Nú var.svo komið, að þegar hann mætti fólki, þá annaðhvorl Ijet það eins og það sæi liann ekki, eða þá lcinkaði bara kolli,4án þess að segja orð. Hann skildi vel, livað þetta þýddi. Hann hafði ekki til einskis verið heilan mannsaldur í pólitík- ínni. Hann gleymdi smám saman þessum sting- andi ósigri, á göngu sinni, og eftir nokkra stund sá hann ekki einu sinni þá, sem fram hjá fóru, en aðeins gylta sjávarsandinn í Dtaytona og krá, þar sem nóg var til af viskíi. Samtímis því sem frú Lýðs og Dorti voru að tala sarnan heima á Aulastöðum, sátu þeir Ríkarðs og Kobbi Dorla sinn við hvorn endann á löngu borði í skrifstofunni hjá „Dorta og syni, Byggingameisturum.“ Báðir voru nú alklæddir, en það dugði ekki lil þess að hylja algjörlega merkin eftir bar- dagann, kvöldinu áður. Vinstra augað i Kobba yar lokað af bólgu og vörin sprung- in og bætt með heftiplástri, en hægra aug- að í Ríkarðs var, ekki blátt heldur kolsvart og kinnin bólgin, eins og hann væri með tannpínu. Fyrir framan þá á borðinu stóð viskíflaska og tvö glös. Ríkarðs lyfti glasi sínu og sagði: „Jæja, við skulum drekka upp á það, hvað sem öðru líður.“ Þegar liann liafði komið inn, tuttugu mínútum áður, hafði Ivobbi sjálfur tekið á móti honum og glápt á hann með skárra auganu, hálf óvingjarnlega, en j)ó aðallega með undrun og lortryggni. Hann sagði kuldalega góðan daginn og Ríkarðs svaraði í sama og spurði: „Gæti jeg talað við yður ofui’litla stund um mikil- vægt málefni?“ „Já, ef það er nógu mikilvægt,“ svaraði Kobbi. Hann stóð áfram og bauð elcki Rik- ax*ðs sæti, en hann settist j)á bara óboðinn og sagði: „Ætli við ættum ekki lieldur að tala saman sitjandi?“ Kobba var því ekki annað að gera en setjast niður líka. „Fyrst £i* það smávegis, sem við skulum gera okkur alveg Ijóst, áður en lengra er farið,“ sagði Ríkarðs. „1 fyrsta lagi það, að jeg er yður ekkert andvígur — persónu- iega, á jeg við. Því, eftir því, sem jeg heyri eruð þjer allra besti drengur.“ „Þakka yður fyrir,“ svaraði Kobbi. „Og í öðru lagi hefur Sjana aldrei tekið neinn þátt í krossferðinni okkar og þar af leiðandi ekki svikið yður að neinu leyti.“ „Jeg vissi það.“ „Hvernig?“ „Hún er ekki þannig gerð.“ „Og svo í þriðja lagi, hef jeg aldrei neitt verið að draga mig eftir Sjönu. Einu sinni eða tvisvar lá mjer við j)ví, en framkvæmd- ir urðu engar. Enda hefði jiað víst ekkert þýtt.“ Kobbi leit á hann, þögull, en í bláa aug- anu, sem sýnilegt var, mátti sjá. að hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið. Loks

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.