Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 6
I 6 FÁLKINN Theodór Árnason: Operur, sem lifa. 11. Travatore*) Efnis-ágrip. Ópera í 4 þáttum eftir ítalska tónsk. Verdi (1813—1901), textinn eftir rithöf. Commer- ano. Frumsýning í Teatro Appollo í Róm 19. jan. 1853. í Paris 23. des 1854, New York 2. maí 1855, London 10 mai 1885). Nær tvö ár liðu frá þvi er Rigo- letto var fyrst leikin í Róm, þangað til Verdi hleypti af stokkunum næstu óperunum tveimur, „II Trovatore“ og „La travíata", sem enn lifa og njóta mikilla vinsælda. Var skamt á milli þessara tveggja glæsilegu verka, þvi aS „II Trovatore“ var fyrst leikinn í Róm 1. jan. 1853, en „La Travíata“ röskum mánuSi síSar í Feneyjum. En mjög skifti i tvö horn um móttökurnar, sem þessar tvær óperur fengu í upphafi. Hinni fyr- nefndu var tekið meS fádæma fögn- uSi, en þaS munaSi víst minstu, aS „La travíata“ yrSi „steindrepin í fæSingunni". Þetta mun þó hafa stafaS af óheppilegu vali söngvara og því líka, aS tenorsöngvarinn, Graziani, hafSi veriS „illa fyrirkall- aSur“, eins og kemur fyrir, ekki sjaldan, um tenóra. En „Travíata“ var siSan leikin á öSrum leiksviS- um og varS vinsæl engu síSur en „II trovatore“. Efni óperunnar „II trovatore“ er í stuttu máli þetta: ASalpersónurnar eru menn tveir mjög ólíkir aS skapgerS og sinn á hvoru þrepi i mannfjelagsstiganum -— og langt á milli. En báSir eru þeir ástfangnir af sömu konunni, Leónóru, dóttur greifans af Serg- aste. Annar maSurinn er Lúna greifi, en hinn er farandsögvari og skáld, Manrico aS nafni, en taliS er, aS hann sje sonur sígaunakonu, sem Azucena heitir. Azucena þessi hefir svariS þess eiS, samkvæmt venjum sígaunanna, aS hefna sin grimmilega á Luna greifa fyrir þaS, aS faSir hans hafi látiS brenna móSur hennar á báli fyrir formeinta galdra, — en hann hafSi grunaS kerlingu þessa um aö hafa beitt göldrum viS eitt barna sinna. Hann hafSi átt tvö börn, önnur en Lúna, en eftir aS hann hafSi framiS þetta ódæSi á móSur Azucena, hafSi hún rænt öSru barn- inu, og hafSi þaS ekki fundist síS- an. Þessi forsaga leiksins kemur fram i fyrsta þætti, en þá eru þjónar *) II Trávatore er italska heitiS á hinum frakkneska umferSa-söngv- ara, trobator eSa trouvére, sem var bæSi IjóSaskáld og laga, og skemti mönnum meS söng sinum og kveS- skap hvar sem hann kom. List þess- ara manna var mjög í hávegum höfS i Frakklandi um tveggja alda skeiS (frá lokum 11. aldar til loka 13. ald- ar), og geymast enn nöfn hundraSa slíkra manna og þúsundir ljóSaflokk- ar, en fátt eitt af lögunum. — Sungu þeir um alt „milli himins og jarSar“, — ástir og stjórnmál, æfintýri og munnmæli. Liklega svipar rímna- flokkum vor íslendinga eitthvaS til skáldskapar trúbadoranna. greifans aS bíSa hans, en hann sjálf- ur aS syngja mansöngva undir glugga á lierbergi Leónóru. En Leónóra hefir þegar gefiS Manrico hjarta sitt. Hefir hann sigraS hana meS fögrum söng sínum og frækni í kappleikjum. Heyrir hún nú alt í einu og kannast viS rödd hans úti, en í myrkrinu heldur hún aS greif- inn sje Manrico og hleypir honum inn til sín. En Manrico kemur á síSustu stundu, og bjargar viS þess- um mistökum. Greifinn verSur hams- laus af bræSi, dregur sverS úr sliSr- um, og hefst nú eigvigi milli þess- ara keppinauta, sem þannig lýkur, aS greifinn særir Manrico. Á hann þess kost aS vega hann, en hlifir honum þó, án þess aS geta gert sjer grein fyrir því sjálfur, hvers- vegna hann sýnir þá miskunnsemi. í öSrum þætti, þar sem Azucena situr hjá Manrico og er aS hjúkra honum, segir hún honum frá hrylli- legum dauSdaga móSur sinnar og siSasta andvarpi hennar um hefnd- ir. Játar liún þaS ennfremur, aS hún hafi rænt barni greifans og ætlaS sjer aS brenna þaS lifandi. En hún hafi þá veriS svo sturluS, aS i ó- gáti hafi hún fleygt sinu eigin harni á báliS, en sonur greifans sje enn á lífi. Manrico hryllir viS konunni, þegar liann hefir heyrt þessa sögu hennar, en hún reynir þá aS draga úr þessu öllu og segir jafnvel aS þetta hafi veriS upp- spuni. Henni tekst loks aS telja honum trú um þetta, — aS hún sje altaf öSru hvoru miður sín af harmi og heimsku, og þetta hafi aS- eins veriS sagt i einu sliku „kasti“. En nú frjettir Manrico, að Leónóra muni vera í þann veginn aS ganga i klaustur, þvi að henni hafi verið talin trú um, að Manrico væri lát- inn. Skeytir hann þá ekki sárum sínum en stekkur af stað til þess að koma i veg fyrir þetta áform. Lúna greifi kemur einnig að klaustr- inu i hinum sama tilgangi, og ætlar að liafa Leónóru á brott, þegar hana ber þar að. Ber Manrico að í sömu svipan og bjargar hann Leónóru úr höndum greifans, enda hefir hann með sjer menn, sjer til aðstoðar. Greifinn stendur eftir sigraður og bölvandi. Nú verður Leónóra eiginkona Manricos. En hamingja hennar er skammvinn. í þriðja þætti gerist það fyrst, að hermenn greifans taka Azucenu liöndum, og þekkja, að þar er dótt- ir liinnar brendu sigauna-galdra- konu. Er hún krafinn sagna um það, hvað orðið liafi af hinum brottnumda dreng, bróSur greifans, en hún neitar að vita á því nokkur deili. Hinsvegar segir hún, að Manri- co, hinn sigursæli keppinautur greif- ans, sje sonur sinn. Er þá bikar greifans orðin barmafullur og skip- ar hann að láta brenna konuna. Ruiz, vinur Manricos, flytur hon- um þessi tíðindi. Freistar Manrico að bjarga konunni, en er þá grip- inn líka og dæmdur til lifláts á höggstokk. í fjórða þætti býSur Leónóra sig fram, ef greifinn vilji þyrma lífi þeirra Manricos og Azucenu. Hún er þó staðráðin í að reynast ást- vini sínum trú, og tekur inn eitur. Hún flýtir sjer lil lians til þess að tjá lionum þessi málalok, og að hann sje frjáls. En hann sjer það um seinan, hve dýru verði hún hefir keypt frelsi hans, því að meðan hún er að fullvissa hann um ein- læga og fölskvalausa ást sína til hans, hnígur hún örend niður fyr- ir fótum hans. Greifann ber að í þessum svifum og skilur hann jafnframt að hann hefir verið svikinn. Hann skipar þegar mönnum sínum að taka Manri- co af lífi samstundis, og grípa þeir hann. En að aftökunni lokinni tjá- ir Azucena greifanum, að það hafi einmilt verið hinn týndi bróðir hans, sem hann hafi látið taka af lífi. - litlr snenn - Vond samyiska. HANN ssiaraðist inn i veitinga- húsið og settist út í horn. Þetta var svo snemma morguns, aS þjón- arnir höfCú enn ekki lokið við að sópa gólfið og þurka af borðunum. Hann virtist kæra sig kollóttan mn, þó að óvistlegt væri þarna inni. Þarna sat liann og snerti ekki við súkkulaSibollanum, sem hann hafði beðið um, en starði i sifellu út i bláinn. Sjaldan hefir jafn tötralegur mað- ur sjest á sæmilegu Parisarkaffi- húsi. AndlitiS á honum bar það með sjer, að það hafi ekki komið nærri vatni og sápu í nokkra daga — hann var líkastur því, að liann hefði set- ið í járnbraut i marga daga sam- fleytt. Enda hafði hann gert það. Alt í einu var eins og liann vakn- aði af móki, hann greip litlu tösk- una, sem liann hafði sett á borðið hjá sjer, og setti hana á stól við hliðina á sjer. Hann virtist altaf .vera að hugsa um þessa tösku, og altaf var hann að lita á hana, eins og til að sannfærast um, að hún væri ekki farin. Nú fóru fastagestirnir að koma til að fá malurtarbrennivínið sitt. Hann atliugaði þá gaumgæfilega, hvern fyrir sig, stóð siðan upp og bað þjóninn um að lána sjer nokk- ur hlöð. Alt i einu hrökk hann við, og það mátti sjá hvernig roðinn hvarf und- ir óhreinindunum á andlitinu á hon- um, en gulgrænn litur kom í stað- inn. Honurn fanst einn gesturinn horfa svo tortryggnislega á sig. En þetta var nú einn fastagesturinn, en mað- urinn hafði tekið sætið hans. Óhreini maðurinn sat með blað- ið i hendinni, án þess að veita inni- haldi þess atlrygli. En altaf var hann að lita á töskuna sína.... Þetta var Lögbirtingablaðið, sem hann var með í liöndunum. Alt i einu rak liann augun í eilthvað í blaðinu. Hann tók öndina á lofti og skelfingin skein út úr andlitinu á honum. Þetta var auglýsing ásamt manns- mynd. Hún hljóðaði svo: „Upplýsingar óskast um hvar hr. Gustaf Keller, fyrrurn gjaldkeri i Dresdener Vereinsbank, Dresden í Þýskalandi er niðurkominn. Hann hvarf hjeðan 31. desember. Hann er liár vexti og grannur, gengur tals vert álútur, hann hefir grá augu, góðar tennur, grátt vangaskegg og ofurlítið, þríhyrnt ör á hökunni. Þegar hann sást seinast var hann í gráum fötum, með lítinn, brúnan flókaliatt og á brúnum skóm. Hefir eða hafði undir höndum verðbrjef og seðla tilheyrandi Vereinsbank, að upphæð 300.000 mörk samtals. Keller talar fullkomlega frönsku, þýsku og ensku, en spönsku með annarlegum lireim. Þóknun mun verða greidd fyrir allar upplýsingar um hann, og 10.000 mörk fær sá, sem getur liandsamað hann. — Ver- einsbank, Dresden.'" Hann skoðaði vandlega myndina, sem var með auglýsingunni og skoð- aði siðan sjálfan sig í speglinum, sem var á veggnum á móti honum. Það er ekki að efast um, að mynd- in var nauðalík honum, og honum fanst hera meira á örnu, en nokkurn tima áður. Þarna sat maður, sem einblíndi á liann. Skyldi hann hafa ...........? Hvaða bull? Hann sem var sjálfur með blaðið í hendinni. En það gat svo sem verið, aS myndin og auglýs ingin væru í fleiri blöðum, en þessu eina. Nú var maðurinn að tala við einn þjóninn. Vitanlega var hann að tala um hann. Nú kom þjónninn til hans. Ætti hann að hlaupa út? Nei, það var orðið of seint. „Eruð þjer búinn að lesa blaðið?“ spurði þjónninn. „Nei, ekki enn. Þjer skuluð fá það eftir nokkrar mínútur.“ Hann tók upp vasalinífinn sinn og fór að skera myndina og auglýs- inguna út úr blaðinu. Eftir nokkrar mínútur, sem honum fundust lang- ar eins og dagar, var liann búinn að þessu. Hann bögglaði úrklippuna saman i kúlu og gleypti hana. t næsta blaði sem hann leit á var sama myndin og auglýsingin. Þetta var alvejj vonlaust. Hann ldyti að þekkjast fyr eða síðar, og svo .... Hann skalf og nötraði viS tilhugsunina um, livernig þá mundi fara. Hvað átti hann að gera? Eina úrræðið var aS flýja. Hann mátti ekki missa eitt augnablik. HjartaS barðist í brjósti hans, er liann þreif liattinn sinn og rauk út. En hvað útiloftið gerði honum gott! Nú var hann aftur frjáls maður. Laus við öll þessi rannsakandi augu, sem höfðu starað á hann og borið hann saman við myndina i blöð- unum. En hvað var nú þetta? Hann leit við og sá nú þjóninn, sem hafði borið á borð fyrir hann í veitingahúsinu. Hann kom hlaup- andi á eftir honum. Einhver gest- anna hlaut gð hafa þekt hann, og nú var ofsóknin hafin. Aldrei á æfi sinni hafði hann hlaupið eins og hann hljóp núna. Og von bráðar var liann liorfinn í mannfjöldann á götunni. Hann hljóp ennþá, en loks dirfðist hann aS staðnæmast, og sá nú ekki þjóninn framar. Dauðþreyttur og löðrandi í svita kom þjónninn aftur inn í veitinga- stoÞ’na og afhenti gjaldker«r'.um brúnu töskuna, sem gesturinn hafði gleymt. Töskuna með 300.000 mörk- unum frá bankanum i Dresden.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.