Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N YNCt/fV hS/ENbURHIR Stafurinn töframannsins. ‘C' INU sinni var löframaður, sem ■“ var hirðgal(lrama)B|Ur kongs- ins. Þetta var besta staða, svo að margir galdramenn öfunduðu liann og hugsuðu sem svo: ,,Bara að jeg gæti náð í stöðuna lians! Hann lief- ir heilan turn fyrir íbúð, liann borðar með konginum og fær ein- tómar krásir, — og hermennirnir heilsa honum eins og liöfðingja, ]iegar hann gengur lijá.“ En þao var enginn hægðarleiek- ur að ná í stöðuna galdramanns- ins. Hann hafði ekki fengið hann fyr en hann hafði gert sjer afbragðs galdrastaf, hann'Abrakadabra gamli. Svo lijet galdramaðurinn. Stafurinn gljáði eins og silfur, en í hvert sinn, sem hann var not- oður til töfra, stóðu gulir grænir, bláir og rauðir neistar tit úr brodd- inum á honum, svo að þið sjáið að þetta var ósvikinn galdrastafur. Abrakadabra gat breytt fræi i næt- urgala og hann gat gert gullbúinn vagn úr eldspitustokk og nokkrum gulbaunum. Og þegar ekki var nógu mikill matur á kongsborðinu, bjó drotningin til kökur úr leir og sandi, eins og þegar þið búið til drullu- kökur, en Abrakadabra breytti þeim i dýrindiskrásir og fínabrauð.. Og fátæka fólkið hirti leifarnar. Galdramaðurinn var allra besli karl, en hann var líka mjög hygg- inn, eins og þið fáið að sjá, ef þið lesið þessa sögu til enda. Skamt frá hötlinni átti annar galdramaður heima, hann hjet ICa- dabra. Hann var ekki góður maður og hann var öfundsjúkur og lang- aði til að verða ríkur; breyta stein- um í gull, sem hann ætlaði að eiga sjálfur, en ekki að galdra góðan mat handa fátæklingunum. „Það er töfrastafurinn lians Abra- kadabra, sem gerir þetta alt. Hvern- ig á jeg að fara að ná í hann?“ Hann hugsaði lengi um Iietta, ,en þá heypði hann einn góðan veður- dag, að Abrakadabra hefði fengið kvef. „Nú er best að nola tækifærið!“ hugsaði hann, og sVo lagði hann af stað til að heimsækja kvefaða galdra- manninn. Abarkadabra var eiginlega eklci veikur, en hann var með hósta- kjöltur og ínátti ekki fara út í kuld- ann. Þess vegna sat hann inni og var að lesa „Galdramannablaðið“, til þess að fræðast um nýjustu galdra. „Ilver kemur nú?“ hugsaði hann, þegar liann sá Kadabra út um glugg- ann. Svo var dyrabjöllunni hringt og í dyrunum stóð Kadabra, sem þóttist vera kominn í sjúkraheim- sókn til Abrakadabra. „Gerðu svo vel og gaktu í bæ- inn,“ sagði Abrakadabra. Töfrastat- urinn var það fyrsta, sem gestur- inn kom auga á. Hann tijekk uppi á þili og það gljáði á liann. Kadabra gat varla haft af honum augun og tók ^arla eftir þegar Abrakadabra bauð honum kaffi og með því. Kadabra glenti upp augun, þeg- ar Iiann sá Abrakadabra taka staf- inn og benda með honum á tóma Jcaffikönnu og kökúdisk. Þvi að samslundis varð kaffikannan full af ilmandi kaffi og diskurinn fullur af dýrindis rjómakökum. „Það er óheppilegt, að jeg slculi verða að hýrast inni í dag,“ sagði Abrakadabra, „því að það er smá- veisla hjá konginum, og hann hefði haft gaman af, að jeg liefði sýnt gestunum galdra. Kant þú að láta egg fljúga?“ Nei, það kunni Kadabra ekki, en hirðgaldramaðurinn tók egg, fleygði því upp í loft og sló í það með töfra- stafnum. Þá breyttist eggið i fiðrildi, sem flugu um og urðu að blómum um leið og þau settust. Þetta var ljómandi fallegur gald- ur. Nú hnerraði Abrakadabra, slóð upp og sagði: „Afsakaðu, jeg þarf að ná mjer í nýjan vasaklút i frakka- vasanum mínum.“ — 6g svo hvarf hann úl úr dyrunum. En Kadabra var elcki seinn á sjer, heldur greip töfrastafinn og snaraðist úl. „Nú hefi jeg töfrastafinn lians! Nú hefi jeg töfrastafinn hansl“ tautaði hann ofsakátur. „Nú fer jeg til kongsins og býðst til að galdra fyrir hann — jeg ætla að láta eggið fljúga, og svo heimta jeg að verða hirð-galdramaður í stað Abrakadabra. Hann flýtli sjer inn í höllina, þar sem gestir kongsins sátu. Þeir voru allir orðnir syfjaðir, þvi að enginn gat sagt frjettir. Og kongurinn komst altaf i slæmt skap, þegar hann var í teningskasti og tapaði. „Leyfist mjer að sýna nýjasta galdurinn, herra konungur?" sagði vondi galdramaðurinn. „Með mestu ánægju," svaraði kongurinn og nú varð uppi fótur og fit og allir glaðvöknuðu. Kongurinn settisl i hægindastól, en Kadabra var látirin stíga upp á pall. Hann hneigði sig djúpt og gekk að litlu borði með.pípuhatt og nokk- ur egg, og svo hneigði hann sig aftur. „Takið þið nú eftir!“ sagði hann. Svo henti hann eggi upp í loft og sló í það með töfrastafnum — En svo illa tókst til að eggið datt, og lenti beint á hausnum á kong- inum, sem hrópaði'; „Enginn slcal steilcja pönnuegg á skallanum á mjer.“ Öllu hirðfólkinu og gestunum brá heldur en elclci í brún, en engum þó eins og Kadabra. Hvað kom til? Hann hafði sjáífur sjeð Abrakada- bra gera þetta. Og hapn tók ekkert eftir, að nú var gamli hirð-galdramaðurinn kom- inn og stóð úti í horni og skellihló að látunum í Kadabra. „Takið hann!“ hrópaði kongurinn „þetta er falskur galdramaður! Hann er svikari! Setjið hann í fangelsi!" Kadabra reyndi enn að galdra með slolna stafnum, en það tókst ekki. Og nú kom hann auga á Abra- kadabra, sem horfði spottandi á hann og veifaði öðrum spegilgljá andi töfrastaf. „Hjelstu að jeg væri svo vitlaus, að láta þig vera einan inni hjá töfra- stafnum mínum,“ sagði gamli liirð- galdramaðurinn. „Ónei, jeg þekki þig, Kadabra! Þú tókst gamla töfra- stafinn minn, sem er orðinn nærri þvi gagnslaus. Hann dugar ekki frekar en gamall drumbur.“ Lundúnabúi fór á Euston-braut- arstöðina í London, til þess að lalca á móti manni, sem hann átti von á frá Skotlandi. Til þess að spara tíma ákvað hann að ná i leiguvagn handa manninum, áður en hann færi inn á stöðina, en ekki sá hann noklc- urn vagn, hvar sem hann leitaði. Sagði hann jiá við varðmanninn: „Ilvar eru allir leigubilarnir?“ „Það eru aldrei leigubítar hjerna þegar þessi lest kemur,“ svaraði varðmaðurinn. „Vitið þjer ekki, að þetta er hraðlestin frá Skotlandi." Skoti kom inn til söðlasmiðs og bað um að selja sjer einn spora. „Hvaða gagn hafið jijer af einum spora?" sagði afgreiðslumaðurinn. „Skiljið þjer það ekki,“ svaraði Skotinn. „Ef jeg get lcomið annari hliðinni á hestinum áfram, þá verð- ur hin að fytgjast með.“ Skoli, sem var 5 fet og tíu þuml- «ungar á hæð, var að seriija um föt Við klæðskerann. „Mundu fötin lcosta jafnt, þó að jeg væri G fet og sex þumlungar?“ spurði hann, „Já, vitanlega,“ sagði klæðskerinn. „En þjer þyrftuð þá talsvert miklu meira efni i jiau!“ „Já, eitthvað nálægt einni yard meira." „Þá ætla jeg að fá lötin og yard- ina líka. Jeg get notað liana í bux- ur handa stráknum minum.“ Aberdeenbúi við þjón á járnbraut- arhótelinu: „Getið þjer útvegað'mjer jiægilegt borð hjerna, þar sem jeg get borðað nestisbitann minn og hlustað á hljómsveitina?“ Sandy greyið gleypti sixpence og alt komst í uppnám og allir hróp- uðu: „Sælcið þið læknirinn!“ „Nei, nei,“ sagði strákurinn. -— „Sendið þið eftir preslinum. Hún mamma segir, að engir sjeu eins duglegir að hafa peninga út úr fólki eins og prestarnir.“ lvadabra slcildi nú hvernig þetta hafði atvikast, og varð að láta sjer það lynda, að allir hlóu að honum. Kongurinn sjálfur gat elclci stilt sig um áð hlæja, og þess vegna slapp Kadabra við fangelsið, en flýtli sjer heim og var svo skömmustulegur, að hann þorði eklci að koma út i marga daga. En Abrakadabra sýndi gestunum fjölda af skrítnum göldrum, ]ivi að hann var kunnáttusamur og mjög lærður galdramaður. Og hann hafði gát á jivi, að enginn gæti stolið frá honum töfrastafnum. Póstkröfufyrirkomulagið var lund- ið upp af póstmálastjóranum til liess að gera Aberdeenbúum lcleift að senda vinum sínum gjafir. Skoti einn dó af harmi. Ástæð- an virðist hafa verið sú, að lælcnir hans hafði harðbannað honum að reykja, þegar hann var nýbúinn að fylln bensíni á vindlakveikjarann sinn. Hefði Eva átt heima í Aberdeen mundi saga veraldarinnar hafa orð- ið önnur. Hún hefði aldrei tímt að lofa manninum sírium að bíta í eplið :if skilningstrjenu. Strákarnir í Aberdeen gefa stúlk- unum sínum varastifti til þess að vera vissir ’um, að fá gjafir sínar aftur. „Ljómandi er þetta falleg demants- nál, sem þú hefir í hálsbindinu þínu, ísak — mjer datt eklci í hug, að þú værir svo ríkur, að þú hefðir efni á að lcaupa svona dýra nál.“ í „Alveg rjett,“ svaraði ísalc. „En hann Salonion vinur minn fór mjer i arfleiðsluskrá sinni að ráðstafa 500 sterlingspundum til þess, að lcaupa stein til minningar um sig. þelta er sleinninn!“ Sjónhverfingamaðurinn var að segja frá afrekum sinum og hjelt á- fram: „Jeg hefi fengið viðurkenning- arbrjef frá írlandi, Wales og Eng- landi, og sömuleiðis citt brjefspjald frá Skotlandi.“ Skotinn (við vin sinn í London): „Jeg þoli ekki þessa leigubíla. Þeg- ar jeg sný mjer aftur, með bukið að bílstjóranum fæ jeg klígju, og þegar jeg sný fram og horfi á ökumælir- inn líður mjer þó enn þá ver.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.