Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Juan Trippe Magellan núfímans Hjer segir frá manninum, sem hefir skapað stærsta flugfjelag Ameríku: Pan Ameritan Air- ways. TUAN TERRY TRIPPE er aðeins J43 ára gamall, en er þó forustu- maður eins mesta samgöngufyrir- tækis nútimans, Pan American Air- ways. Fjelagið hefir flugleiðir og viðkomustaði í 54 löndum og ný- lendum, alt frá Vestur-Afríku til Alaska eða Perú til Austur-Indlands- eyja. Flugleiðir þess eru helmingi lengri, en allra annara flugfjelaga Bandaríkjanna til samans, og er helmingi stærra en næsti keppi- nautur þess meðal erlendra flugfje- laga. Trippe hefir aukið þetta fje- lag stig af stigi, byrjaði með smá- fyrirtæki sem átti eina flugvjel og flaug áætlunarferðir milli Key West og Havana — um 140 kílómetra leið. Og fjelagið hefir orðið það sem það er á 14 árum. Nú er Trippe að búa sig undir nýjar framkvæmdir að stríðinu loknu, þtgar öll lönd fara að nota herflutningavjelar sinar i þágu frið- samlegra samgangna. Hann hefir sjó- mansblóð i æðum, og veit hvernig Bandaríkjamenn unnu og mistu yf- irráðin í siglingunum. Hann ætlar að láta vjelar sínar, sem liann nefnir „clippers" eftir hinum forn- frægu amerikönsku skipum, lialda uppi samgöngum yfir hafinu. Sjálfur er hann stór, þunglama- legur og kyrlátur. Hann hlustar mikið en talar lítið. Hann hefir reynst sjeður í hrossakaupum sín- um við aðrar þjóðir. Hann hugsar tíu ár fram í tímann, enda var hann farinn að semja um lendingarrjelt- indi i fjarlægum löndum árið 1930. Ári síðar hafði hann gert sjer áætl- un um flugferðir yfir Atlantshafðið, í huganum, þó að þá væru ekki einu sinni teikningar af flugvjelum, sem gætu flogið þessa leið. Latínska nafnið hans hefir komið honum að ómetanlegu gagni, er hann var að semja um flugleiðir i sunnanverðri Ameríku. En ættaður er hann frá Maryland, og af far- mönnum kominn. Juan var hann skýrður eftir gamalli frænku sinni, sem var fædd á Spáni og hjet Juanita. Mentun fjekk hann í fjáðra manna skóla, Hill School i Yale. Síðan kvæntist hann Elísabet Stettiníus, en faðir hennar var meðeigandi í fyrirtækjum Morgans. Hann hefði getað endað æfi sína í höfðingja- hóp Bandaríkjanna, en athafnaþrá- in og ástin á fluginu var of rík til þess. Lærði hann flug í flugher flotans árið 1917. 1 Yale stofnaði hann fyrsta flugklúbbinn, og er hann liafði Jokið prófi þar keypti hann sex gamlar flugvjelar af sjó- hernum og stofnaði Long Island Airways og lærði þar alla þætti flugstarfsins: bókliald, viðgerðir og flug. Árið 1926 stofnaði hann Colonial Air Transport, með tilstyrk pen- ingamanna i Boston. Þetta fjelag hjelt uppi samgöngum milli Boston og New York og var fyrsta fjelag í U.S.A. sem gerði samninga um póst- ferðir við stjórnina. Trippe hjelt því fram, að 300 kílómetra flug- leið væri jafn óhentug til reksturs og 30 km. járnbrautarstúfur. Hann vildi framlengja flugleiðina til Havana. Peningamennirnir neituðu og þá sagði Trippe af sjer stjórn- inni. Árið 1927 stofnaði liann með hjálp nokkurra ríkra vina sinna til áætlunarflugs frá Key West til Havana, með einni þriggja hreyfla Fokkervjel. Og úr þessari byrjun færði hann út kvíarnar, með því að tryggja sjer nýja lendingarstaði og gera samninga um póstflutninga. Og hann þreyttist ekki að niða á flugvjelasmiðunum, að þeir gerðu stærri vjelar, sem gætu flatt far- þega tryggilega á löngum leiðum. Ilann heindi huganum suður til Vesturindia og Mið-Ameríku. Þegar embættismenn stungu því að hon- um, að gott væri að „smyrja“ við- komandi valdamenn ofurlítið, þá neitaði hann því altaf. Jafnvel i Kína, þar sem mútur eru jafn al- gengar og hrísgrjón, hefir Pan Am- erikan, eða PAA aldrei borgað þess- konar. En flugleiðir þess lengdust samt. Þær komust upp i 17.000 mil- ur árið 1930, 30.000 mílur 1933, 40.000 mílur 1935 og voru 75.000 mílur í fyrra. Starfsaðferðir PAA eru lifandi eftirmyndir Trippers sjálfs. Flug- mönnum fjelagsins er fyrst og fremst innprentað að flugið sje atvinnu- fyrirtæki en ekki æfintýri. Þess- vegna koma þeir heiin úr byrjunar- flugum sinum yfir Andesfjöll eða hernaðarsvæðin í Kína eða frum- skógana i Brasiliu með þessi orð á vörum: „Þetta er ekkert annað en æfing.“ Þegar blaðamenn biðja flugmanninn um gifurlýsingar af flugferðum, þá svarar hann. „Jeg vissi hvert jeg átti að fara. Jeg vissi hverju jeg átti von á. Jeg flýg þang- að og lendi. Það er alt og sumt.“ PAA hefir heimsmet í hraða og öryggi, sem öðrum félögum hefir ekki tekist að hrinda. Þar líðst eng- um neitt sleifaralag. T. d. barst fjelaginu mynd af viðgerðarstöð sinni Nicaragua. Þar var einn vjel- fræðingurin í óhreinum vinnuföt- um. Stjórnin sendi þegar skeyti: Látið manninn fara. Viðgerðarstöðv- arnar verða að vera hreinlegar eins og eldliús. Þegar clipperflugvjel kemur til New York úr ferð austan yfir At- lantsliaf er liún komin i skálann eftir nokkrar mínútur milli þriggja hæða vinnupalla. 185 menn setjast að vjelinni og eftir 48 tíma er hún búin til flugs á ný. Um alt ríkir hin mesta nákvæmni. — Flugmenn- irnir eru æfðir vandlega og hafa strangari aga en nokkr aðrir flug- menn. Þeir eiga ekki aðeins að geta notað sjer radiomiðanir held- ur einnig kunna að stýra eftir stjörnunum og geta hitt smáhólma út í reginliafi eftir 2000 mílna flug yfir sjó. Flestir flugmennirnir erú einnig vjelfræðingar og hafa próf úr her eða flota, og liafa flogið í þrjú ár áður en þeir urðu flug- stjórar, en þó verða þeir að ganga i skóla áður en þeim er trúað fyrir flugstjórninni. Það kostar að minsta kosti fimm ára nám og starf að komast í flugstjórastöðu hjá PAA. Flugstjórinn verður að kunna veð- urfræði, siglingafræði, sjórjett, að minsta kosti eina erlenda tungu, sögu og landafræði landanna sem hann flýgur yfir, og stjórn á tiu manna áhöfn. Enda var PAA feng- ið til þess að kenna 1600 mönnum frá U.S.A. og Bretlandi, sem áttu að stjórna langfleygum sprengju- flugvjelum. Trippe hefir gert sjer áætlun um, hvernig eigi að auka við flugleiðir PAA. Vanda vel til alls undirbún- ings á flugvöllum í öðrum löndum, reisa útvarps- og veðurstöðvar o. s. frv. Þegar þetta er alt í lagi, þá að sækja um póstflutningsleyfi og gera óhjákvæmilega samninga. Þessi und- irbúningur er svo vandaður, að það hendir sjaldan að önnur fjelög keppi við PAA. Trippe væntir þess, að samgöng- ur PAA nái sem bráðast um allan heim. Hann gerir ráð fyrir aðal- samgönguæð frá Ameriku til Java, en hefir þegar gert út leiðangur til þess að rannsaka flugskilyrði i Tíbet. Árið 1940 framlengdi PAA flugleiðina frá Honolulu til New Zealands, frá Manila til Singapore, frá Seattle til Alaska, frá Lissabon til Vestur-Afriku. í Suður-Ameriku varð fjelagið fyrir strangri sam- kepni af liálfu Þjóðverja og ítala. ítalir hjeldu uppi flugi frá Róm yfir Suður-Atlantshaf. Til þess að færa út kvíarnar efiir stríðið hefir Trippe pantað flug- vjelar fyrir 35 miljón dollara, t. d. 40-smálesta Boeing-flugbáta, sem eiga að halda uppi daglegum sam- göngum yfir Atlantshaf, háloftsflug- vjelar, sem eiga að fljúga suður Suð- ur-Ameríku endilanga, ljettar Lock- heed-vjelar í Alaskaferðirnar o. s. frv. Sumar þessar vjelar eiga að hera 46 farþega og hafa svefnpláss fyrir 26. Hraðfleygu langferðavjel- arnar eiga að fara milli Ameríku og Evrópu á IOY2 tíma, til Ástralíu á 24 tímum, til Kina á 26 tímum og Buenos Aires á 22 tímum. Það liefir verið fundið PAA til foráttu, að það væri einskonar ein- okunarfjelag, en því svarar Trippe þannig, að það hafi livarvetna átt i samkepni við innlend fjelög, sem studd hafi verið af stjórninni, en haft betur samt; þrátt fyrir allan undirbúningskostnað geti það boðið betri kjör en innlendu fjelögin á hverjum stað, í fyrra liafði það sett upp 191 útvarpsstöð, gert flugvelli meðfram Burmaveginum, veður- stöðvar á víð og dreif á Kyrrahafs- eyjum og því um líkt. Allir skilja að þetta hefir kostað ógrynni fjár. Fyrir póstflutning fjekk fjelagið í hiltifyrra 75 miljón dollara, en helmingur þess fjár kom aftur fyrir frimerkjasölu. Frakkar hafa greitt fjórum sinnum meira fje úr ríkis- sjóði en Bandaríkjamenn, og hafa þó margfalt umfangsminni flugsain- göngur, og framlög Bretlands og Þýskalands fóru langt fram úr þvi, sein Bandaríkjamenn greiða til slíkra samgangna. Þetta bendir í þá átt, að forseti PAA sje hagsýnn maður og reki fyrirtæki sitt á öruggari og rjettari grundvelli en önnur flugfje- lög í veröldinni. Mun þvi stórra tíð- inda að vænta frá PAA og mr. Trippe, þegar áætlanaflug hefjast á ný eftir striðið. Og nú þegar hafa verið smiðaðar flugvjelar, sem hafa meiri kosti en þær, sem Trippe gerði ráð fyrir að nota, jiegar hann var að gera framtiðaráætlanir sín- ar fyrir nær tveimur árum. MATHILDA-SKRIÐDREKAR f EYÐIMÖRKINNI. Teikningin• sýnir einn af Mathilda-skriðdrekum þeim, sem Montgomcry hcfir notað í sókn sinni frá Egyptalandi og vest- ur að landamœrum Tunis. Hafa þeir átt mikinn þátt í sigrum hans og eru taldir betri, en skriðdrekar þeir, sem Þjóðverjar og Italir höfðu til að tefla fram á móti. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.