Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 3
FÁLKINM 3 i Haraldur Á. Sigurðsson sem Eldstál X. Eldstáls og Alfreð Andrjesson sem Egvindur á Felli. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skraddarabankar. Schopenhauer segir: „Hugsum okk- ur mann, sem á klukku, er sýnir jafnán rjettan borgaralegan og stjörnufræðilegan tíma. Nú á þessi maður heima í horg, þar sem allar klukkur ganga vitlaust og meira að segja allar jafn vitlaust, segjum sund- arfjórðungi of seint. Hvaða gagn hefir aumingja inaðurinn af rjettu klukkunni, þegar enginn tekur mark á henni, og hvað á þessi maður að gjöra?“ Og ergilegast er segir hann ennfremur, að jafnvel þeir, sem vita að þessi ltlukka er sú eina rjetta, fara samt eftir vitlausu klukkunum, af því að meit’i lilutinn fer eftir þeim. Goethe ráðleggur þolinmæðina og segir, að hún beri verltið uppi. Shakespeare lætur Hamlet kvarta yf- ir afvegaleiddum heimi, sem hann eigi að koma á rjettan kjöl. En hver segir að maðurinn ineð rjettu klukk- una eigi að segja mönnum til um tímann. Menn rekast stundum á sannindi og hugsa sjer: Eftir þúsund ár verða mennirnir máske farnir að hugsa svona! Það er ekki ann- ars úrkostar, en að hafa þolinmæði — bíða. En svo munu sumir mæla, að bið- in geti orðið of löng og alt verði orðið um seinan, þegar sannleikur- inn kemst til viðurkenningar. En er það svo skaðlegt? Við verðum óþol- inmóðir af því, að okkur finst að ekki sje tekið nægilegt mark á okkar eigin meiningum, en kemur þetta þá ekki af því, að við oftreystum sjálf- um okkur og gerum okkur hærri hugmyndir um okkar eigin skoðan- ir, en þær eiga skilið? Tíminn sjálf- ur er og verður sá sterkasti. Hann kemur meiru til leiðar með hækj- unni einni, en Herakles með kylfu sinni, sögðu Grikkir. Nú er það staðreynd, að þolin- mæðin og athafnafýsnin eiga örð- uga samleið. Mesta listin er því fólg- in í undirbúningnum. Að keppa ekki eftir þvi ómögulega er góður fyrir- vari þeim, sem ekki eru of birgir af þolinmæði. Og því næst að gera sjer ljósa erfiðleikana á fyrirtækinu áð- ur en byrjað er á því. Og loks það, sem mest er um vert, að láta sjer nægja, að koma fyrirtækinu svo langt áleiðis, sem kraftarnir leyfa og reiða sig á, að þeir sem á eftir koma, geri það sem á vantar. Atorka, heiðarleikur og hyggindi deyr ekki með þeim, sem burtu fer. Einhvern tíma verður vitlausu klukkunni breytt eftir þeirri rjettu. Leikfjelao Reykjavíkar: „Fagurt Frumsýning Leikfjelags Reykjavíkur á leiknum var s.l. sunnudag. Það væri dauður maður, sem ekki gæti hlegið að leiknum „Fagurt er á fjöllum“, og með- ferð leikendanna á lionum, enda ætlaði alt um koll að keyra af hlátri og jafnvel ánægjuópum á frumsýningunni s.l. sunnudag. Það er óhætt að slá því föstu strax, í eitt skifti fyrir öll, að sá skopleikarinn, sem mest á- hrif hefir á þá vöðva reykvískra leikhúsgesta, er hlátrinum stjórna, er Haraldur Á. Sigurðs- son. Halli Ásgeirs, eins og hann er oft nefndur í daglegu tali, minn- ir mig oft á viðurnefnið, sem Björn Gunnlaugsson yfirkenn- ari, hlaut á sínum tíma, „spek- ingurinn með barnshjartað“. Öll framkoma hans á leiksvið- inu svo og framsögn hans á er á fjöílum“ málinu, eru með þeim vand- ræða-í-sjálfan-sig-skríðandi-hætti að helst minnir á feiminn krakka, sem maður ósjálfrátt vorkennir. Þarna liggur ef til vill hundurinn grafinn. Hið frumstæðasta er ef til vill. þeg- ar öllu er á botninn hvolft, liið sannasta og besta, jafnt á sviði skopsins og alvörunnar. En Halli og „Fagurt er á fjöllum“ er ekki eitt og hið sama, þó ágætlega fari á með þeim tveimur. Leikritið er á yf- irborðinu, hið mesta ljettmeti, en heisk ádeila, ef það er skoð- að í því ljósi. Gamall danskur brandari hljóðar eitthvað á þá leið, að barn spyr móður sína, hvort öll æfintýri hyrji svona: „Einu sinni var en móð- irin segir að elcki sje það algild regla. Sum æfintýri byrji nefni- lega svona: „1 kvöld þarf jeg að fara á aðalfund í . .. . “ Hið fámenna bæjarfjelag okkar gef- ur þó lítið tækifæri til „útúr- dúra“ á nokurn hátt, og þó skotið sje á fundi um miðjar nætur þegar skip sigla liafnar- garð, þá er það ekkert tiltöku- mál. En leikurinn fjallar um ýmsa „útúrdúra“ eða „gönu- lilaup“ frá hinni langleiðu smá- borgaralegu tilveru. Leikurinn er ádeila á siðferðisástand, sem mjög algeng var orðið, á sinni tíð, í landi höfundanna, Kraatz og Neal, Þýskalandi, en ádeila Alfreð Andrjesson sem Eyvindur á Felli. með vopnum skopsins, hins skæðasta vopns, sem getur. Emil Thoroddsen hefir þýtt leikinn og staðfært, og er engu líkara, en að sá maður sje ó- þi-jótandi uppspretta brandara og hugmynda um skoplegar að- stæður á leiksviði. Er hann og eflaust studdur drengilega á Jón Aðils sem Snjófells og tnga Þórðardóttir sem Sisi. því sviði af Indriða Waage. sem hefir leikstjórn á hendi. Eru handaverk hans auðsæ á gang- inum í leiknum, sem á þó auð- vitað eftir að batna til muna, því allt það, sem Waage leggur hönd á, á leiksviðinu, er með sama sniði, ef svo mætti segja. Alt sljett, fágað og stílhreint; engin sjerstök skerandi tilþrif né yfirborðsmenska, eins og brenna vill við hjá öðrum, en alt fært í sama ramma um lista- Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.