Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 4
i 4 F Á L K I N N 1 HENRY KAISER Skipasmiðurinn og „maðurinn, sem er vopnabúr“ Einu sinni var Henry Kaiser, byggingasnillingurinn, sem Ameríku- menn kalla „einmennings-vopnabúr“ og „einmennings-möndulveldabrjót" spurður hve hratt framleiðslu Banda- ríkjanna miðaði áfram, í þá átt að vinna stríðið. Hann svaraði með því að opna stóra skjalatösku og lók út úr henni nokkrar myndir. Sú fyrsta var af ofurlitlu mjólkurbúi á vesturströndinni. „Þessi mynd var tekin fyrir þrem- ur mánuðum. En lítið þjer nú á þessa“, sagði Kaiser. Svo tók hann upp aðra mynd, með stórri hend- inni. Þar var ein af hinum stóru, nýtísku skipasmíðastöðvum hans, þar sem skipshlutar eru skeyttir saman, eins og bifreiðar á renni- borða, og hleypt af stokkunum fljót- ar en nokkurn hafði dreymt um fyrir einu ári. „ Þetta er sami staðurinn og mjólkurbúið stóð á,“ sagði hann. Það eru slíkir galdrar liraðans, sem einkenna Kaiser, og bygging- arfyrirtæki lians vekja upp minn- inguna um iðnaðarjötnana, sem settu svipinn á framfarir Banda- ríkjanna. Meðal þjóðar sinnar hefir Iíaiser, sem einu sinni var aðstoð- armaður hjá Ijósmyndara, orðið lif- andi tákn þeirrar framleiðslusnilli, sem vopnar þjóðina vonum sigurs- ins. Hjer skal drepið á sumt, sem Henry Kaiser er að gera til þess að vinna bug á öxulveldunum: Hann rekur sjö skipasmíðastöðv- ar á Kyrrahafsströndinni og smíðar þar 10.500 tonna Liberty-skip, sein eiga að flytja hergögn og vistir til herja liinna sameinuðu þjóða, og hleypir einu skipi af stokkunum á dag. Kaiser hefir gert samning um að smíða 679 Liberty-skip, 56 tank- skip og' 30 herflulningaskip — og þetta samsvarar þriðjungi af skipa- smiðaáætlun Bandaríkjanna (áður en hún var aukin síðast). Nýlega hleypti hann skipi af stokkunum tíu dögum eftir að kjölurinn var lagður, en eftir 14 daga var það fullgert og tilbúið að sigla. Þetta er mesta skipasmíðaafrek veraldarsög- unnar. — Og til þess að sjá smíða- stöðvum sinum fyrir efni hefir hann stofnað fyrirtæki, sem grafa málm- inn úr jörðu og hreinsa hann og bræða. Hann vinnur magnesium. Kaiser stofnaði til magnesium vinslu, sem framleiðir 20.000 tonn á ári, til þess að sjá fyrir auknum þörfum flugvjelasmiðjanna af þess- um ljetta málmi. Hann rekur stærstu sementsgerð í heimi, og leggur á þann hátt all inikilsverðan skerf til hernaðarfram- leiðslu Bandaríkjanna. Auk þess byggir hann fallbyssuverksmiðjur, flugvjelaverksmiðjur, vatnsvirkjunar- stíflur og skipaskurðagáttir. Alls rekur hann meira en þrjátíu iðnaðarfyrirtæki, sem öll starfa að því, að stríðið vinnist. Áður en Kaiser fór að smiða skip tók það venjulega heilt ár að smíða vöruflutningaskip. Þegar smiðir hans smíðuðu fyrsla skipið styttu þeir þennan tíma niður í 195 daga. Síð- an styttist smíðatíminn niður í 72, þá í 56 og loks niður í lygilega stuttan tíma: fjörtán daga. Með þess- um hraða verður Kaiser fær um að fullgera tvö skip á dag, frá þeim 72 rennibrautum og kvíum, sem hann hefir á smíðastöðvum sínum. Uppörfuðum af liinum ólma hraða Kaisers mun Bandaríkjamönnum veitast hægðarleikur að ná settu marki og hafa smíðað 2.300 Liberty- skip í loks ársins 1943. heimsstyrjaldarinnar. Eigi hafði hann lieldur kynt sjer stálbræðslu og um manesium vissi hann ekkert, nema að það er notað til að gera blossa við myndatökur. (Hann kall- ar enn stefni á skipi ,,framendann“). Kaiser var þá „byggingamaður og gerði i sandi og möl“, og því nafni kallar liann sig enn. En nú snýst dagsverk Kaisers bæði um vatnsvirkjanir, skipa- og hernaðarverksmiðjur — jietta eru alt verkefni, sem snúast um „ að hreyfa þung efni. Allur galdurinn er sá, að sjá um að eínin hreyfist.“ Löngu áður en afrek Iíaisers í hernaðarframleiðslunni fóru að tala, Þetta er Henry Kaiser, hinn þróttmikli og góðlátlegi ,,mönilulbrjótur“, sem smíðar skip fljótar en nokkurntíma hefir verið gert áður. Síðustu skipin sín, 10.500 tonna Liberty-skip, hefir hann smiðað að fullu á l 'f dögum, en þar áður á 24 dögum. Það var bein afleiðing af skipa- smíðum Kaisers að hann lenti í því að verða stálframleiðandi. Skipa- smíðastöðvar hans þurfa 600 tonn af stáli á viku, fyrir hverja braut, eða 43.200 tonn á viku. En það var seinlegt að flytja alt þetta stál aust- an úr ríkjum. Þá afrjeð hann að setja upp slálbræðslur sjálfur, sem gætu framleitt 420.000 tonn af hreinsuðu járni. Hann byrjaði á að byggja stálsuðuna i febrúar í fyrra og hún var fullgerð núna fyrir ára- mótin. Og í sambandi við þelta þá lióf hann námugröft sjálfur. Hann fer bráðum að grafa upp króm-blandað málmgrýti, og nikkel úr námum, sem liann hefir fundið sjálfur. Magnesi- umvinsla hans, sem er sú fyrsta í sinni röð á vestursröndinni, hefir þegar tvöfaldað framleiðslu Banda- ríkjanna af þessum mikilsverða málmi, sem er svo ómissandi fyrir flugvj elaframleiðsluna. Hann hafði aldrei smíðað skip. Afrek Kaisers eru þeim mun eft- irtektarverðari, sem hann hefir aldr- ei við skipasmíðar fengist, þegar Japan og Þýskaland stofnuðu til var hann kunnur sem afreksmaður í vatnsvirkjunum, er hafði bygt þrjú vatnsvirkjunar-minnismerki fyr- ir stjórn Bandaríkjanna: Boulder Dam, Bonneville Dam og Grand Coulee Dam. Það er honum að þakka, að þessar stiflur og vatns- virkjanir — sem eru mestu vatns- virkjanir í heimi — voru fullgerð- ar svo snemma, að þær gátu fram- leitt orku í þágu hernaðarframleiðsl- unnar. En auk alls þessa, sem nú hefir verið talið, er „einmenningsvopna- búrið“ að hjálpa til að byggja fjórðu og stærstu stífluna — Shasta — sem er tvöfalt stærri en Boulder og liærri en Grand Coulee. Þetta er 560 feta hár sements veggur, sem á að stífla Sacramento-ána i Cali- forníu. Afskifti hans af Shasta-stíflunni sýna vel live Kaiser er fastur fyrir þegar liann tekur eitthvað í sig. Hann hafði gert tilboð í stíflubygg- inguna en þvi var ekki tekið, þvi að annað hafði komið, ofurlítið lægra. Þessvegna afrjeð liann, að úr því að hann fengi ekki að byggja stífluna sjálfur, skyldi hann að minsta kosti fá að leggja í hana sementið. Hann þekti ekkert til sem- entsgerðar þá, og átti enga sements- brenslu. En hann fjekk samninginn. Og til þess að halda hann setti hann upp sementsgerð, sem var tilbúin og tekin til starfa eftir jirjá mánuði. Nú framleiðir sementsgerð Kaisers fimm miljón tunnur á ári og er stærsta sementsgerð heimsins. Iíaiser gerir sjer ekki mannamun og er jafn hispurslaus þegar hann er að semja við liáttsetta embættis- menn stjórnarinnar og þegar hann er að ráða fram úr einliverju tækn- isatriði. Einn morguninn kom Ben Morrel vara-aðmíráll og forstöðu- maður flotastjórnarinnar fyrir skipa- smíðastöðvum, á skrifstofuna til hans kl. 7% að morgni og stóð Kaiser þó i dyrunum og beið hans, með skjalatöskuna sína undir hend- inni. Kaiser vildi gera samning um að byggja stöðvar fyrir æfingaskóla flughersins, í Corpus Christi i Tex- as, en þetta fyrirtæki lcostaði um 80 miljónir dollara. Hann fjekk samninginn — eftir tíu daga. Hann fullgerði þessa æfingastöð á einu ári. En Verkfræðingarnir höfðu sagt, að það gæti aldrei tekið minna en þrjú ár að byggja hana. Henry Kaiser hefir fært meiri mold úr stað, lirært meira af sem- entshræru, bygt fleiri stiflur, brýr, vegi og flúgvelli en nokkur annar maður, lifandi eða dauður. Nú er liann orðinn sextugur og er rjett að byrja að njóta þess, sem liann kall- ar „töfra afrekanna“. Meiri en Faraó. Fjórir faraóar sótu að völdum og fóru veg allrar veraldar meðan ver- var að byggja pyramídana í Egypta- landi. JEn stíflur Kaisers, sem hver um sig eru meiri en Keopspyramíd- inn, eru allar bygðar á einum ára- tug. En athafnaþráin rekur hann á- fram, svo að jafnvel ekki það hlut- verk að smíða 8 miljón smálestir af skipuni — en það er só hluti skipa- framleiðslunnar, sem Kaiser hefir tekið að sjer — getur ekki fullnægt henni. Hann er þegar farinn að gera áætlanir um, hvað hann eigi að taka sjer fyrir hendur, þegar friður komi eftir stríðið. Sú skriða fram- leiðslunnar, sem nú veltur fram í Bandaríkjunum, má aldrei nema staðar, segir hann. „Við eigum að laka að okkur að endurbyggja heim- inn.“ Hin atliafnaríka sál Kaisers býr í hnellinum og hraustum líkama, og hausinn á honum, sem nýjar hug- myndir eru altaf að brjótast um í, er sköllóttur. Synir lians tveir hafa hjálpað honuin til að koma liinum risavöxnu liugmyndum i fram- kvæífid. Annar þeirra, Edgar, 34 ára, stjórnar tveimur af skipasmiðastöðv- unuin lians, en liinn, Henry, 25 ára, sem hefir lokið námi fyrir tveimur árum, virðist einnig ætla að verða langstígur eins og faðir hans. Henry Kaiser hefir unnið sig upp úr litlu, eins og svo margir aðrir ameríkanskir forustumenn. Hann var yngstur af fjórum sonum al- þýðufjölskyldu. Fór úr barnaskól- anum, þegar hann var ellefu ára og fyrsta atvinna hans, var sú, að verða hjálparsveinn hjá ljósmyndara, er starfaði i skemtigarði borgar einn- ar í austurríkjunuin. Ungur og ný- kvæntur fluttist liann vestur á norð- anverða Kyrrahafsströnd. Hinar miklu fjarlægðir og hinir ótæmandi a /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.