Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N \ FERÐATASKAN TEG heili Smith, John Edward ** Smith. Það er jeg, sem hefi drepið furstann af Z. .. ., þegar liann ók framhjá „Hvíta svan- inum.“ „Þjer köstuðuð sprengju á vagninn hans?“ „Já. En það er ekki jeg, sem undirbjó samsærið, og ekki hefi jeg útbúið sprengjuna. En mjer hafði verið falið, að fara með hana á þennan stað og kasta henni þegar furstinn færi fram hjá.“ „Hver hefir falið yður það?“ „Jeg ætla mjer ekki að koma upp um þá, sem eru samsekir mjer, herra dómari. Jeg er sjálf- ur reiðubúinn til að deyja, og mjer finst dauðinn alls ekki vera ægilegur, i samanburði við þær vítiskvalir, sem jeg hefi þolað síðustu daga. Mjer er Ijett- ir og fróun að því að vita, að jeg á dauðann vísann.“ „Jeg sver yður, herra dómari, að jeg veit ekki hvernig vitis- vjelin, sem jeg kastaði, leit út, og að jeg drap fux-stann óaf- vitandi. Þjer skuluð ekki halda, að jeg sje að reyna að telja yð- ur trú um þetta til þess að rjett- læta mig. Jeg er sekur og kom hingað til Paris stútfullur af morðhugsunum. Jeg er aðeins litilmótlegur fjelagi í anarkista- hópi, og þegar jeg var útvalinn til þessa verks hafði jeg fyrir lönigu helgað þess háttar verk- efni líf mitt.“ Jeg fór fi’á Newhaven síð- degis í fyiTadag. Föringi minn rjetti mjer þunga leðurtösku og sagði: „Hún liggur neðst í töskunni, undir nærfatnaðinum. Farið þjer varlega með töskuna, og varist að í-eka hana í. í töskunni er ítarleg lýsing á leiðinni, sem fórnarlamb okkar á að fara um. Einnig er í töskunni ýmistlegt smávegis til ferðarinnar. Verið þjer sælir — og farið þjer var- lega og hyggilega að ráði yðar.“ „Jeg tók töskuna og fór heim í herbergið mitt til þess að sækja smádótið mitt og tóbak. Jeg er mikill reykingamaður og hefi gert mjer ágætt tóbaksílát, sem tóbakið þornar ekki í. Það er stór mannhauskúpa. Jeg tók hauskúpuna, greiðuna mína, burstana og rakhnífinn og stakk þessu öllu í Itöskuna. Á skipinu kom jeg mjer fyr- ir eins fjarri hinu fólkinu og jeg gat, og setti töskuna á milli fótanna á mjer. Jeg tók jafn vai’lega á henni eins og liún væi’i úr brothættu gleri. f sama bili bljes skipið til burlferðai’. Jeg varð að stilla mig eins og jeg gat til að öskra ekki, lierra dómari: Jeg vai’ð svo hræddur að rnjer fanst jég heyra livell- inn í sprengjunni, hve lítið hljóð sem heyrðist. Akkerið var dregið upp .... Maður nokkur, sem hafði veitt liverri minstu lxreyfingu minni athygli, þóttist vera kominn um borð í vitlaust skip og heimt- aði að fá að komast í land. Þetta var gert. — Jeg horfði á manninn. Hann var fölur og vesældarlegur. Hann var með gula leðurtösku í hendinni..... Hann hvarf. Slagæðin í mjer hætti að hreyfast. Jeg þóttist ekki í vafa um, að þetta væri lögreglunjósnari. Svo að lög- reglan lxafði þá lýsingu af mjer Þrátt fyrir rökkrið, sem bráð- lega kom á, sat jeg kyr á þil- fax-inu áfram. Það fór að rigna. Og rokið ágerðist og suðaði í eyrunum á mjer. Skipið dansaði á öldunum og jeg varð að halda mjer dauðahaldi til þess að velta ekki út af bekknum, en hjelt töskunni rígfastri milli fót- anna á mjer. Skipstjórinn ráð- lagði mjer að fara undir þiljur, en jeg ljet sem jeg heyi'ði það ekki. Jeg hafði á tilfinningunni, að jeg gæti als ekki staðið á fót- unum, og mig óaði fyrir þeiin djöfulgangi, sem yrði þegar jeg gæti ekki haldið mjer og task- an færi að þeytast um þilfarið. Skipstjórinn kom til mín aft- ur og sagði, að það væri lífs- hætta fyrir mig að vera á þil- farinu, en jeg svaraði, að mjer væri svoddan unun að því að vera ofan þilja, þegar vont væri veður, og að enginn mannlegur máttur gæti neitað mjer um það. Þó að jeg væri í þykkri ferða- kápu, var jeg hundvotur inn að skinni og tennurnar glömruðu í skoltinum á mjer, bæði af hræðslu og kulda. Jeg óskaði þess af alhug, að taskan með sprengjunni og öllu saman væri komin niður á hafs- botn. Þegar skipið kom í höfn var jeg ekki seinn á mjer að taka ferðatöskuna mína. — Jeg var dauðhræddur og hljóp eftir hafnarbakkanum, eins og fæt- ur toguðu. Við vorum komin til Dieppe. Jeg fór inn á fyrsta hótelið, sem fyrir varð og bað um upphitað herbergi. Jeg fór úr hverri spjör, fleygði fötun- um fyrir framan arininn í eina lirúgu, fleygði mjer i rúmið og steinsofnaði. Morguninn eftir vaknaði jeg klukkan átta. Lestin, sem jeg átti að fara með, var farin. Og nú varð maður að vinna tima- töf upp. Um leið og jeg fór út um dyrnar á gistihúsinu mætti jeg manninum frá Newhaven. Hann leit reiðilega til mín og hjelt leiðar sinnar á járnbrautarstöð- ina. Klukkan níu sat jeg í lest- inni og hún brunaði af stað til Paris. Hvernig á jeg að lýsa þesari ferð? Mjer fanst jeg vera heila öld á leiðinni. Það var troðfult af fólki í klefanum, sem jeg sat i. Hávær og ókyr fjölskylda hafði sest þar að. Börnin ljeku sjer, hoppuðu og stukku upp um bekkina og nudduðu sjer upp að mjer. Jeg var fölur og orðlaus af gremju og skelfingu. .... Eitt sinn ráku þau lappir- nar í töskuna mína. Mjer fanst ætla að líða yfir mig .... jeg átti von á þvi versta! En ekkert skeði! Svo staðnæmdist lestin í Roun — Jeg leitaði mjer undir eins að öðrum klefa, og fann einn, þar sem einn stakur maður lá sofandi á öðrum bekknum. — Hann hreyfði sig ekki þegar jeg lokaði á eftir mjer klefa- dyrunum. Jeg lagði vitistösk- una mína upp i netið og hag- ræddi mjer .... rjetti úr löpp- unum .... Fararmerkið var gefið og lestin lijelt af stað. Jeg kveikti mjer 4 vindli, því að jeg þorði eklci að ná mjer í tóbak úr hauskúpunni. Jeg var orðinn rólegri og mjer leið í rauninni mæta vel. Þegar jeg hafði lokið vindlinum lygnd- ust augun á mjer aftur. Þegar jeg opnaði þau aftur skein sól- in inn um ldefagluggann og á hinn hrjótandi samferðamann minn og bögglanetið yfir hon- um, þar sem jeg sá töskuna mína iða fram og aftur, eftir því sem vagninn hristist. Þetta valcti furðu mína, því að jeg þóttist alveg viss um, að jeg liefði látið töskuna upp í netið yfir mínum bekk, og þar var hún líka þegar jeg gætti bet- ur að. Jeg leit aftur upp í net- ið yfir bekknum á móti mjer, og mjer fanst jeg sjá sýnir, þeg- ar jeg uppgötvaði að taskan þar var nákvæmlega eins og taskan mín. En hvor þeirra var mín ? Þær voru alveg eins. Báðar úr gulu leðri, samskonar reimar á þeim og samskonar nikkellás- ar. — Mjer var ómögulegt að hafa augun af þeim. Átti jeg að trúa liinum sof- andi samferðamanni mínum fyrir grun þeim, sem vaknað liafði hjá mjer? Jeg átti ekki annars úrkostar, því að hverju sem tautaði, þá varð jeg að hafa rjettu töskuna. — Afsakið, herra minn! sagði jeg. Hann leit við og nú þekti jeg enn einu sinni farþegann frá Newhaven, Jeg skalf og titraði, en hann ljet eins og hann hefði ekki heyrt, að jeg væri að tala við liann. Hann liorfði til mín aug- um, sem leiftruðu af gremju. Hann var í sporrekstri eftir mjer ...... Uppfrá þeirri mínútu óskaði jeg þess eins, að liann gæti ekki sjeð neinn mun á töskunum, og liann tæki mína í misgripum, og að ef hann færi ógætilega með hana, þá .... Skyldi lögreglan handhaka mig, þegar jeg kæmi til Paris? Þó að þjer hefðuð gífurlegt huigmyndaflug, herra dómari, þá munduð þjer ekki geta í- inyndað yður, hvílíkar þjáning- ar jeg leið þessar stundir, i klefanum með þessum manni . . Loksins komumst við svo til Paris. Maðurinn á móti mjer greip ferðatöskuna og hljóp út á stjettina. Hafði hann tekið töskuna sína með sjer, eða hafði liann tekið mína? Jeg beið inni í kefanum þang- að til hann var kominn úr aug- sýn, og skundaði svo að út- gönguhliðinu og þóttist sann- færður um, að lögreglan mundi handsama mig. En það varð ekkert af því. Það var alt á tjá og tundri í hausnum á mjer. Eftir að jeg í óðagoti, hafði leitað að far- seðlinum mínum í öllum vösum fann jeg hann loksins, en nú kom versta þolraunin: tollskoð- unin! Eftir GEORGES CASTELLA 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.