Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Jeg lilýt að liafa verið náfölur, þegar jeg gaf þá yfirlýsingu, að í töskunni minni væri ekk- eft annað en nærföt og snyrti- tæki. Ekkert áfengi? urraði toll- þjónninn. Og til þess að sann- færast um þetta, hristi hann töskuna, barði í liana og hristi hana á nýjan leik. Mjer lá við yfirliði og reik- aði að næsta stólpa . .. . í hug- anum hölvaði jeg samborgur- um mínum, tollvörðunum og ferðalaginu, og jeg var svo full- ur örvæntingar, að jeg þráði innilega, að sprengjan springi undir eins .... Jeg fjekk töskuna mína og flýtti mjer sem mest á burt. -— Þegar jeg kom út úr járnbraut- arstöðinni sá jeg manninn frá Newhaven stiga upp í leigu- vagn og aka á burt. Jeg fór inn í veitingahús og át prýðilegan morgunverð. Jeg drakk nolckur glös af góðu víni og reylcti ágæta Havanavindla. Nóg hafði jeg af peningum, því að fjelagið rnitt er rausnar- legt við starfsmenn sína. Klukkan þrjú leið mjer ágæt- lega og jeg var eiginlega hættur að hugsa um erindið, sem jeg átti að rækja. í liuga mjer óm- uðu gleðisöftgvar og viðkvæði fjölleikahúsanna og jeg heimt- aði blöðin, til þess að sjá hvað á boðstólum væri í samkomu- húsum Parísarborgar .... og eitt af því fyrsta, sem jeg rak augun í var þetta: Heimsókn furstans af Z........ skemti- skráin. Þetta var alt með feitu letri og jeg gleypti í mig auglýsing- una, eins og svangur maður mat. Jeg ákvað að fá mjer gist- ingu í einhverri götunni, sem furslinn ætti að aka um daginn eftir. Avenue Bonaparte vai’ð fyi’ir valinu, því að árdegis næsta dag átti furstinn að vei'a viðstaddur hátíð á St. Sulpice- torge, sem veit út að strætinu, og jeg vissi að fjöldi stjórn- málamanna mundi verða við- staddur þar. Jeg fjekk mjer leiguvagn og ók á gistihúsið „Hviti svanur- inn“. Eftir að jeg hafði fengið hei’bergi þar setti jeg töskuna varlega á stól, og af því ag jeg var eittlivað skrítinn í hausnum og ginningar Parisar lokkuðu mig, bað jeg ármanninn á gisti- húsinu að vekja mig klukkan sjö og hjelt svo af stað út í Champs Elysées, og þar át jeg miðdegisverð. Það var rauna- legt kvöld, sem jeg átti hjerna í París, herra dómari. Mjer voru skyndilega opnað- ar allar vei'aldaiúnnar vellyst- ingar: fagrar konur brostu til mín, zigaunahljómsveitirnar ljeku viðkvæma liæga valsa, og hið hrjúfaða rafljós gaf laufi og stofnum trjánna annarlegan lit. En hugur minn snei'ist aðeins um þetta eitt: 1 dag verður þú að njóta lífsins, því að á morg- un áttu að deyja! Og hver glað- ur hlátur, hver töfrandi tónn hljómsveitarinnar minti mig á ‘þetta eitt: „Hjá dauðanum get- ur þú ekki komist! Þetta var í fyrsta slcifti á æfinni, að jeg fann það til fulls, hvers virði það er að lifa! Fólk, sem ekki hefir gei't sjer Ijóst, að það haf neitt takmark með lifinu, skilur ekki hvers virði sú fórn er, sem við morð- ingjar færum, eftir að við höf- um unnið heitstrengingu okkar. Og jeg verð að játa, herra dóm- ari, að jeg hafði ekki heldur gert mjer þetta ljóst, fyr en þá. Tilhugsunin um banatilræðið kvaldi mig, hvar sem jeg fór, og hjarta mitt var i krampa- flogum ....... Það var orðið bjart af degi þegar jeg kom heim á gistihús- ið i Avenue Bonaparte. Jeg sá mynd af sjálfum mjer í einum stóra speglinum í anddyrinu, þegar jeg gekk fram hjá. Það var hörmung að sjá mig. Jeg minti næturvörðinn á loforðið — að vekja mig klukkan sjö, og færa mjer morgunblöðin. svo fleygði jeg mjer í rúmið, í öllum fötunum, og steinsofnaði. Þegar þjónnin kom inn i her- bergið með morgunblöðin og morgundrykkinn minn, þótti honum skrítið, að jeg skyldi vera kominn svona snemma á fætur. Mjer leið illa, hausinn var þungur eins og blý, mig sveið i augun, og liálsinn var eins og þuri' torfusnepill. Jeg var ekki svangur, en samt sem áður þótti mjer gott að drekka súkkulaðið, sem hann færði mjer; og svo fór jeg að lesa blöðin. Getið þjer hugsað yður, herra dómari, hvernig jeg hrökk við, þegar jeg las greinarfyrirsögn- ina: ANARKISTASAMSÆRI! Hafði alt komist upp um mig þá þegar? Jeg þorði ekki að lesa áfram. En loks stautaði jeg fram úr þessum línum, sem fara hjer á eftir. Þar stóð: „t rue du Havre, rjett fyrir utan „brautarstöðina í St. Lasare, varð „í gær ógurleg sprenging í leigu- „vagni. Hann tættist í tætlur. öku- „maður særðist svo, að honum var „vart hugað lif, og tveir menn, ,,sem ekki hefir enn tekist að „þekkja, urðu fyrir járnflísum úr .jprengjunni. Ferðamaðurinn, sem „í leiguvagninum sat, var bókstaf- „lega hálshöggvinn. Samkvæmt „rannsóknum þeim, sem lögregl- „an gerði, þegar á slysastaðnum, „hefir það komið i Ijós, að ferða- „maðurinn hafði haft sprengju i „ferðalösku sinni, sem var úr „leðri, og sem fundist hafa tætl- „ur úr. Nokkrar leifar af fötum „mannsins fundust einnig, litlar „pjötlur. Ennfremur nokkur snyri „gögn, brunnið skjal, sem virðist „hafa verið áætlun um ferðalög „furstans af Z.... Lögreglan „er ekki í vafa um, að hjer er um „að ræða samsæri af hálfu anai•- „kista, sem aðeins hefir mistek- „ist fyrir tilviljun. Á fórnarlamb- „inu, sem var hræðilega limlest, „fundust engin skjöl. í blaðinu á „morgun verður nánar sagt frá „þessum hræðilega atburði." Þegar jeg hafði lokið við að lesa þetta, herra dómari, barð- ist blóðið i gagnaugnaæðunum á mjer og jeg fór að lilæja, eins og jeg væri vitfirringur. Nú vissi jeg ráðninguna á gátunni: Maðurinn frá Newliaven liafði tekið öfuga ferðatösku, og í sömu mund, sem hann spralck i loft upp, leið jeg allar þessar kvalir, og horfði á ferðatöskuna mína með skelfingu og ógnar- kvíða, þó hún væri algerlega óskaðleg. Endurminningin um þjáning- ar mínar á tollstöðinni og hina hræðilegu nótt, sem jeg liafði átt, var mjer nú hvorttveggja opið fyrir sjónum. óstjórnleg reiði greip ^nig. Jeg liló. Jeg bölvaði sjálfum mjer, jeg krepti saman lúkurnar og æddi, fram og aftur um gólfið. Hvað mundu þeir segja, kunn- ingjarnir heima, er þeir frjettu að samsærið liefði mistekist — flónsku minnar vegna? Jeg arkaði um, eins og óður maður, eins og villiljón. Loks þreif jeg til töskunnar, herra dómari, og fleygði henni út um opinn gluggann .... Nú varð ógurlegt uppþot .... Harmakvein, hrygla deyjandi manna, hófaþytur, ^lerbrots- hljóð .... jeg heyrði eiminn af þeim, og nú gustaði kaldur vind- urinn beint í andlitið á mjer, gegn um opinn gluggakarm- inn. Svo vitið þjer niðurlagið af sögunni minni, herra dómari. Furstinn af Z. .. . fór fram lijá einmitt í þessu augnabliki — hinu örlagaþrungna augnabliki — og það var rjetta taskan, sem jeg kastaði í veginn fyrir hann. Fjelagar minir höfðu sent mann á vettvang, til þess að vera viss- ir um úrslitin. Þessvegna veit jeg, herra dómari, að jeg hefi drepið furstann, án vitundar og vilja. Og jeg er sá einasti mað- ur, sem get horið vitni haus- kúpunni, sem fanst á lilaðinu. Þvi að hana á jeg sjálfur, en ekki líkið. Og ef jeg veit rjett, þá er gott tóbak innan i henni. Dómkirkjan 1 Cordova. í eina tíð var Cordova á Spáni talin ein mesta undraborg verald- arinnar, og þangað streymdi fólk hvarvetna úr Evrópu til að sjá, læra og dást að verkum mannanna. Borg- in var fyrsta borgin i Evrópu, sem hafði steinlagðar götur og lýsti þær upp á nóttunni, en þá voru Paris og London enn koldimmar borgir og með sorphauga á almannafæri og moldargötur, svo að fólk varð að vaða forina þegar vætutið var. Þetta var í þá daga, er hinn hviti fáni kalífans blakti yfir borginni, en innan borgarmúranna voru um 600 musteri, 50 sjúkrahús, 900 almenn- ingsbaðhús, 600 veitingahús, 800 skólar og bókasafn, sem geymdi 600.000 handrit. En nú er þetta mikla kalífadæmi Vesturlanda fyrir löngu hrunið í rúst. Cordova er nú hljóður og nið- urníddur bær, og steingöturnar virð- ast ekki hafa verið lagðar síðan á dögum Máranna. En Cordova á sjer- staklega eitt til minningar um hina fornu frægð sina og það er dóm- kirkjan. Þar sem þessi glæsilega bygging stendur nú var í fornöld rómverskt Janusarmusleri. Þetta musteri rifu Vesturgotar til grunna, er þeir lögðu undir sig Spán á þjóð- flutningaöldinni, en reistu í stað- inn dómkirkju i kristnum stíl. En árið 711 tólcu Arabar borgina og komust að samningum við kristna menn um, að helmingur kirkjunnar skyldi verða musteri, en kristnir menn hjeldi helmingnum.. En siðar keyptu þeir þó kristna helminginn og Abderrahinan I. hóf nýtt must- erissmiði, sem hann sjálfur sagði þetta um: „Vjer byggjum musteri, sem taka skal fram musterum Bag- dads, Damaskus og Jerusalems. Þetta skal verða mesta husteri Islams og Mekka Vesturlanda. Þetta tókst og musterið mikla í Cordova varð svo stórt og frægt, að þegar kristnum mönnum tókst loks að ná Cordova aftur, þá tímdu þeir ekki að rifa musterið, eins og flest önnum arab- isk musteri, heldur breyttu þeir því í kristna dómkirkju. Að utan virðist kirkja þessi ekki sjerlega tilkomu- mikil. En þegar inn er komið blas- ir við stórfengleg sjón. Þarna eru heilir skógar úr marmara, súlnaröð eftir súlnaröð. Nú eru um 900 súl- ur i kirlcjunni, en voru forðum 1200. Að ofan eru þær tengdar saman ineð skeifumynduðum bogum, og tekur hver bogaliæðin við af annari. Súlur þessar eru úr ýmsum áttum heims og súlnahöfuðin í margskon- ar stíl. í þessari risabyggingu miðri er kórinn og háaltarið í einskonar renaissancestil, og er þetta liin eig- inlega dómkirkja, i miðju muster- inu. Drekkiö Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.