Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N n VNCWW kS/gNMMtNIR Kötturinn hennar Kötu gömlu SJÁÐU, Kisa, hvernig kraumar í pottinum,“ saga Kata gamla. — Hún átti ein heima í koti upp við skóg. „Taktu nú vel eftir. Þegar grauturinn er soðinn, þá etum við hann, en svo fáum við ekki meiri mat, því að nú á jeg ekki meiri peninga.“ Kisa skildi hvað Kata sagði, þvi að hún liafði verið hjá henni síðan hún var blindur ketlingur,, en nú var hún orðin stór og falleg svört kisa, með hvíta bringu. Hugsa sjer þetta! Enginn matur til þegar grauturinn er búinn. Kata og kisa sleiklu siðustu leif- arnar og svo settist Kata gamla í stól og fór að blunda, því að hún var þreytt og lijelt að sig mundi síður svengja, ef hún svæfi sem mest. „Úr því að Kata er liætt að geta unnið, verð jeg að reyna að vinna fyrir okkur,“ hugsaði kisa. Hún sleikti sig vandlega og fór svo út. Þetta, sem jeg er að segja ykkur núna, bar við í gamla daga, þegar fólk skildi dýramál, og þegar svo margt undarlegt skeði.. Annars hefði aldrei getað orðið nein saga úr þessu. Nú kom kisa á bæ, þar sem allir voru svo angurværir. „Hvað kemur lil þess, að allir eru svona daprir?“ spurði kisa kött, sem hún liitti. „Það er alt út af aumingja kong- inum,“ sagði kötturinn. „Hann er veikur og getur ekki fengið heils- una aftur, nema einhver komi hon- um til að lilæja. Jeg meina að skelli- hlæja! En hann virðist ekki geta hlegið — það hefir verið reynt alt hugsanlegt til þess!“ „Hm!“ hugsaði lcisa hennar Kötu. „En ef jeg gæti það? Jeg ætla að hugsa málið!“ Og meðan hún var að liugsa kom hún auga á fagran gull- pening, sem iá við grjótvegginn. Hún klóraði hann til sín með klónni og fór síðan að búð. Þar stóð hár maður, sem hrópaði til þeirra, sem fram hjá gengu: „Þeir, sem ætla að reyna að koma konginum til að hlæja, verða að vera vel klæddir! Komið hjer inn og kaupið ykkur nýjan hatt. Þurfið þið ekki nýja hanska? Kaupið flibba og slifsi hjerna í bestu búðinni!11 „Jeg verð að reyna þetta,“ hugsaði kisa, og fór inn í búðina. „Líttu á, jeg þarf að kaupa lijer nýjan hatt, fina lianska og ýmislegt fleira,“ sagði kisa. „Áttu nokkra peninga?“ spurði maðurinn, því að hann var varfær- inn kaupmaður. „Já, stóran gullpening,“ svaraði kisa og sýndi peninginn, sem hún hafði fundið. Maðurinn varð glað- ur að hitta svona peningaðan kött, og sýndi kisu nú alt það fallegasta sem hann hafði á boðstólum. Og kisa var orðin býsna fin, þeg- ar hún fór út úr búðinni. Hún var með gljáandi silkihatt á hausnum, liáan línflibba og rauðröndótt slifsi um hálsinn og hjelt á hvitum hönsk- um í hendinni — eða framlöppinni. „Nú er jeg víst nógu fín til þess að fara til kongsins og reyna að lækna hann!“ hugsaði kisa hennar Kötu gömlu. En þegar fólkið kom auga á liana á götunni fóru allir að hlæja — það brosti ekki heldur flissaði það og sagði: „Nei, skoðið þið hana kisu þarna — hafði þið nokkurnlíma sjeð hlæi- legra. Aldrei hefi jeg sjeð neitt þvi- likt!“ Og þessvegna var það, að kisu miðaði ekki eins fljótt áfram og hún vildi, því að hana langaði ti! að flýta sjer. Það var farið að líða á daginn, þegar liún Iaumaðist gegn um hallarhliðið, en í sama bili ók stór vagn inn, fullur af læknum og öðru fólki, sem ætlaði að reyna að koma lækninum til að hlæja. — Gleymdi jeg að segja ykkur áðan, að kongurinn var ekki fullorðinn heldur sjö ára gamall drengur? — En faðir hans var dáinn og móðir hans stjórnaði landinu, en drengur- inn var kongur samt. Þarna lá hann í skrautlegu og stóru herbergi og í tjaldrekkju, með kórónum og skrauti, liátt og lágt. Við rúmstokkinn hans sat barn- fóstran hans gamla og gætti að því að hann sparkaði ekki sænginni ofan af sjer. Þarna stóðu helstu lækn- ar landsins og voru að ráðslaga um hvað gera skyldi, og lika voru nokkr- ir ráðgjafar inni og þeir voru að reyna að koma konginum til aðhlæja. Það getur verið að aðrir hefðu skemt sjer að horfa á digra forsæt- isráðgjafann, þegar hann var að dansa eða látast dansa, eða þegar þeir sáu hermálaráðgjafann standa á höfði. Það getur vel verið, en svo mikið var víst, að konginum þótti ekkert gaman að því. Hann lá þarna fölur og þreytu- legur og starði dauflega framundan sjer. En í sama bili skaust lcisa fram hjá dyraverðinum og inn í svefn- herbergið. „Hvað á þetta að þýða?“ hrópaði kammerherrann, sem var að reyna að skemta konginum með þvi að sýna honum kanínu, sem steypti sjer kollhnýs. „Rekið þið þennan kött út.“ „Kött?“ sagði fóstra kongsins þá. „Dettur ykkur i hug, að ætla að reka svartan kött út? Vitið þið ekki, að svarlir kettir eru gæfumerki?“ „En hvað þetta er skrítinn kött- ur,“ sagði kongurinn og reis upp Við dogg í rúminu sínu og horfði á kött- inn, sem spígsporaði fram og aftur um gólfið og tók ofan hattinn og heilsaði í allar áttir. „Nei, lítið þið á!“ sagði kongurinn og fór að skelli- hlæja. Og hann hló og hló og tár- in runnu niður kinnarnar á honum. Hann hafði aldrei sjeð neitt jafn hlægilegt og kött með pípuhatt, hanska, flibba og slipsi. Hirðmennirnir og ráðherrarnir, læknarnir og hermennirnir komu nú að úr öllum áttum og drotning- in hrópaði, frá sjer numin af fögn- uði: „Honum er batnað! Drengnum mínum er batnað — lieyrið þið ekki hvernig liann hlær?“ Og nú hlóu allir, en kongurinn þó allra hæst, því liann var alheilbrigð- ur. Hann hljóp fram úr rúminu og steypti sjer kollhnýs af gleði, lieimt- aði fötin sín og sagðist mega til að leika sjer við köttinn. En kisa setti upp þykkjusvip: „Má jeg spyrja, fæ jeg ekki eitthvað fyrir þetta?“ sagði hún alvarleg'. „Hjer er jeg komin og hefi læknað Skoti einn var á skemtiferðalagi í Gyðingalandi og kom að Galileu- vatni. Hann langaði að róa út á vatnið, og spurði hvort hann gæti fengið bát og livað hann kostaði. Honum var sagt að bátuidnn kostaði þrjá shillings og sex pence um tím- ann. „Þrjá og sex,“ hrópaði hann upp. „í Aberdeen fáum við bát leigðan fyrir sex pence um tímann!“ „Já, en þetta er Landið helga,“ svaraði bátamðurinn, „og þetta er stöðuvatnið, sem Frelsarinn geklc á einu sinni.“ „Mig skal ekki furða þó hann gengi vatnið, úr því að svona er,“ svaraði Skotinn drumslega og fór. Það var á mánudagsmorgni. Pyngja liúsaleigurukkarans var orðin þung en lund hans var ljett, þangað til liann kom til frú Sandish. Lit.li Sandish kom til dyra og sagði: „Mamma og pabbi eru úti. Viljið þjer koma hingað á föstudag- inn?“ , „Hm!‘ sagði rukkarinn. „Hvers- vegna á föstudaginn, kuggurinn minn?“ „Jeg veit ekki hversvegna,” sagði stráksi, „nema ef það skyldi vera af því, að við ætlum að flytja á fimtu- daginn.“ Gyðingur nokkur gekk í heilagt hjónaband. Kunningi hans (skotsk- ur) sendi honum tvær brjefdúfur í brúðkaupsgjöf. Aberdeenbúi, við vin sinn, sem hafði verið bjargað frá druknun: „Hvernig leið þjer þegar þú sökst í þriðja sinn, Sandy?“ Sandy: „Það var hræðilegt. Alt, sem máli skifti, af því sem fyrir mig hefir komið á æfi minni, rann upp fyrir mjer.“ Aberdeenbúinn: „Var það? Kanske þú liafir þá minst sterlingspundsins, sem jeg lánaði þjer fyrir þremur árum?“ Sandy: „Jeg sagði: alt sem máli skifti.“ konginn — fæ jeg ekkert fyrir það?“ „Hvað viltu fá fyrir það, kisa?“ sagði kongurinn. „Jeg skal borga þjer það, sem þú biður um.“ „Jeg þarf að fá svo mikið handa henni Kötu gömlu, að hún hafi nóg fyrir sig að leggja alla æfi,“ sagði kisa. Og svo sagði hún þeim frá Kötu og bágindum liennar. En kongurinn sendi undir eins eftir henni, svo að liann fengi að hafa kisu hjá sjer og leika sjer við hana. Og þar eru þær Kata og kisa enn; ef þær eru þá ekki dauðar. Tveir Skotar átu miðdegisverð saman i veitingahúsi. Er þeir höfðu matast kom þjónninn með reikning- inn. Skotarnir sátu og töluðu saman i tvo tíma, en þar kom að þe,ir höfðu ekki meira að lala samaii um, og þá sátu þeir þegjandi og reyklu. Þegar klukkan var orðin eitt stóð annar upp og símaði til konunnar sinnar. „Þú skalt ekki vaka eftir mjer lengur, væna mín. Þetta er orðið þrátefli." „Áður en við giftumst kallaðir þú mig altaf engilinn þinn.“ „Já, jeg man það.“ „Og nú kallar þú mig ekki neitt.“ „Það sýnir stillinguna í mjer.“ Þegar McPlierson og stúlkan hans voru að koma að bíó-dyrunum stakk hún að honum liálfri annari krónu og sagði: „Hjerna er fyrir mig.“ McPherson leit ánægjulega til hennar og sagði: „Þakka þjer fyrir að þú fjekst mjer aurana áður en við fórum inn. Þú skilur, að mjer er svo meinilla við að sjá stúlkur borga fyrir sig sjálfar á bíó.“ MacHamisli: „Jeg lieyri sagt að liann Angus kunningi okkar sje bú- inn að gifta sig í þriðja sinn.“ McPherson: „Já, það er dýrt að eiga liann Angus fyrir vin. Hugsaðu þjer: tvo kransa og þrjár brúðkaups- gjafir á seytján árum.“ Aberdeenbúinn: „Nei, frú Gordon, jeg liefi aldrei komið á kvikmynda- hús. Jeg hefi altaf þótst vita, að ef mjer líkaði myndin illa þá mundi jeg ekki fá peningana til baka, en ef injer líkaði hún vel þá mundi mig langa til að fara aftur.“ Egiís ávaxtadrykkir i--------------------------------- S k r í 11 u r. _________________________________>

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.