Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Frh. af bls. 5. vekið, hvort sem það er sorgar eða gamanleikur. Hlutverlcin eru yfirleitt prýði- lega af hendi leyst. T. d. er meðferð Emilíu Borg á hlut- verki konu striðsgróðamannsins mjög smekkleg og laus við fum og óhemjulæti fyrirrennara hennar í slíkum hlutverkum. Var leikur hennar, sjerstaklega í síðasta atriði með miklum á- gætum, þegar hún verður að láta allar misgerðir og móðgan- ir verða gleymdar, en taka bx-os- andi í hönd mannsins, sem ætl- aði að koma upp um ódæði mannsins hennar, og segir við liann: „Þjer vonandi kunnið að þegja“. Mjer fanst hún ekki ó- svipuð Guðrúnu Ósvífursdóttur eða einhverri annari konu, sem söguna skapa. Svona getur hversdagsleikinn stundum ver- ið óbrotinn. Skemtilegt er og að fylgjast með hinum stórstígu framförum þeirra ungu manna, Jóns Aðils og Ævax-s R. Kvaran, upp á síð- kastið. Báðir ljeku í „Dansinn í Hruna“ og sýndu frábæran leik (tvimælalaust besta hlut- verk Ævars) og endurtekur hið Valur Gíslason sem Arnes og Anna Guffmundsdóttir sem Lína. sama sig hjer. Hinn einn leik- skóli, sem hægt virðist hjer um að tala, er því sá skóli, sem ungt fólk fær hjá leikstjórum Leikfjelagsins með því að taka þátt í sýningunum. Önnur hlutverk hafa á hendi: Alfred Andrjesson ( of mikill „maski“ til þess að hinn ágæti svipbrigðaleikur þessa ágæta leikara fengi notið sín), Gestur Pálsson (altaf fallega og yfir- lætislaust gjört það, sem Gestur Ieikur), Valur Gíslason (hverju smáatriði eru gerð full skil þeg- ar Valur fer með lilutverk; einn okkar fremstu leikara, Valur), Bi'ynjólfur Jóhannesson („misti“ karlinn einstöku sinnum. Ann- ars tryggir nafnið gæðin og hæfileikana), Inga Laxness (í Amei-íku mundi hún vera köll- uð „nýasti gullfundur“ Leikfje- lagsins. Hún lofaði ýmsu fögru í fyi-sta hlutverki sínu og hefir efnt það alt miklu fullkomnara, en mann gat dreymt um), Inga Þórðardóttir (sómir sjer frábær- lega vel á leiksviði og er ákaf- lega „sæt“, eins og sagt er á reykvísku), Vilhelm Norðfjörð (ágæt innkoma, en „misti“ Fjól- an blaðamann nokkuð, síðar), Emilía Jónasdóttir og Anna Guðmundsdóttir (ef þær halda sjer betur á mottunni“, ýkja persónur sínar ekki, eins og á frumsýningunni, þá eru þetta, sem þær sýna, ágæt „exemplör“ af sakleysi og synd). Þetta i-abb er nú oi’ðið miklu lengra en jeg ætlaði, og hefi jeg þó eflaust gleymt ýmsu góðu, sem minnast mætti á — eða þá slæmu — eftir atvikum. Leiktjöldin hans Lárusar Ing- ólfssonar í öði’um þætti eru t. d. ákaflega fögur og smekkleg, og ekki get jeg að mjer gert, þeg- * ar jeg sit í leikhúsinu, að hugsa til mannsins, sem á bak við leiktjöldin leikur sjer að ljósa- Um víða VERSAILLES. Þó að Versailles sje enginn smá- bær þá mun það algengast, að heit- ið sje látið tákna hina undurfögru höll Lúðvíks fjórtánda, sem stund- um var kallaður „sólarkonungurinn“. Hann kunni aldrei vel við sig í Paris og þótti of ærustusamt þar, og kaus því fremur sveitakyrrðina og náttúrufegurðina i Versailles, og þótti hún liæfa betur hinum vold- uga konungi, sem hafði glæsilegri hirð um sig, en nokkur konungur fyr eða síðar. Þessvegna var það að ráði, að í sveitaþorpinu Versailles ljet hann byggja hina dýrðlegu höll, sem kostaði slík ógrynni fjár, að konungur ljet brenna alla kostnaðar- reikningana, svo að franska þjóðin fengi ekki að vita hvílíkum ógrynn- um hann hefði sólundað. Mansart hjet byggingameistarinn, sem gerði teikningarnar af sjálfri höllinni, en Lenotre sá um fyrirkomulag liinna frægu hallargarða, sem eigi voru minna listaverk, en höllin sjálf, með gangstígum, kliptum trjám, gos- brunnum og marmaramyndum. í Versalahöll sat sólkonungurinn með hirð sinni og þar sátu einnig eftir- menn hans, Lúðvík XV. og Lúðvík XVI. Þar var friður samin árið 1783 milli Breta annarsvegar og Frakka og Norður-Ameriku hinsvegar og með þeim friðarsamningum var sjálf stæði Ameríkumanna viðurkent. — Þar kom stjettaþing Frakka saman i maí 1789, og þangað sótti múgur- inn frá Paris Lúðvik XVI. og Mariu drotningu Antoinette í október sama ár. Eftir frönsku stjónarbyltinguna hrörnaði höllin mjög, en Lúðvík Fil- ippus ljet gera við hana og stofnaði þar veglegt þjóðmenjasafn. 1 ófriðn- um milli Frakka og Þjóðverja 1870 —71 hafði þýski herinn lengi aðal- stöðvar sínar í höllinni og í Spegil- salnum fræga i Versölum var Vil- hjálmur fyrsti gerður að keisaxa Þýskalands og þýska keisaradæmið stofnað 18. janúar 1871. Móti þessari niðurlægingu þótti það vega nokkuð, að á sama stað voru friðarsamning- arnir undirskrifaðir árið 1919. ALHAMBRA. Boabdil konungur stóð í kastala sínum og rendi augunum yfir hið fagra umhverfi, borgina Granada og grænan dalinn, sem umgirtur var blágráum, tindóttum fjallgörðum. Og þegar Márakonungurinn horfði tækjunum, ófullkomnum og við óti’úlega ei’fiðar aðstæður. Hann er meistari í sinu. fagi, enda stendur, yfirlætislaust þó, í leik- ski'ánni: Ljósameistari: Hall- grímur Bachmann. Eitt að lokum: Er alveg ó- framkvæmanlegt að koma ein- hverskonar hljómlist að við flutning slíkra leikrita (á und- an sýningu eða á meðan hún stendur yfir, í hljeunum eða einhverntíma). Slíkt yki eflaust mikið á ánægju leikhúsgesta. G. S. veröld. yfir landið, fyllust augu lians tár- um. Því að þarna niður frá sá hann gunnfána kristna liersins; það glitr- aði á lijálmana og lensuoddana, og hann vissi að þarnaa voru sigur- vegarar og að dagar ríkis lians sjálfs voru laldir. Þá lagði móðir hans, sem stóð hjá honum, höndina á öxl- ina á lionum og sagði: „Sjáðu hvað það er, sem þú ert i jiann veginn að afhenda óvinum þínum, og hugleiddu að allir forfeður Jjínir hafa dáið sem konungar yfir Granada. Þú ert síðasti Granadakonungurinn." En það var of seint nú, að örfa til hinn- ar síðustu orustu. Daginn eftir, 2. janúar 1492, lijeldu þau Ferdinand og ísabella konungshjón Spánar inn i Alhambra og fóru um svonefm „Hlið rjettlætisins“ og fánar þeirra voru dregnir upp á turnum Alhamb- ra. Einn af föruneyti þeirra var Columbus, Márakonungurinn hvarf á brott og hin stórkostlega listmenning Már- anna hvarf úr Spáni eins og fagur draumur. En þó stendur „Rauða háborgin“ Alhambra enn á klett- inum fyrir ofan borgina Granada, og enn er liún talin ein af merkustu byggingum lieimsins. Timans tönn liefir þó leikið hana liart. Carl V. ákvað að reisa sjer höll innan múra háborgarinnar, og reif nokkurn hluta gömlu hallarinnar til þess að koma hinni fyrir. En þessi höll Carls V. varð aldrei fullgerð, og liggur nú í rústum. Síðar eyðilagðist annar hluti gömlu liallarinnar i púður- sprengingu, sem þarna varð, og árið 1812 gerðu Frakkar tilraun til að sprengja liöllina í loft upp, en j)ví var afstýrt á síðustu stundu. Hin eiginlega Alliambrahöll er aðeins lít- ill hluti af heilu byggingahverfi, sem er umgirt af rauðum steinmúrum, og lætur lítið yfir sjer, að utan sjeð. En þegar inn er komið blasir við fegurð, er óvíða á sinn líka, og sem gert hefir garðinn frægan. Þar er t. d. Abencerragerna-salurinn, þar sem Abencerragarnir voru brytjaðir nið- ur, og má enn sjá dökka bletti á gólfinu, sem sagt er að sjeu blóð- blettir frá þeim morðum. Þar er systrasalijrinn, sem lieitir svo af þvi að gólfið er gert úr tveimur afar- stórum marmarahellum, sem kall- aðar voru systurnar, þar er Sendi- herrasalurinn, en í honum tók Mára- konungurinn á móti tignum gest- um, og er hásæti i öðrum enda sals- ins. Á veggjum salsins eru yfir 150 mismunandi munstur, sem gerð Iiafa verið með járnmótum i gipsið á veggjunum, meðan það var vott. En veggirnir hafa verið litaðir bláir eða rauðir. Frægastur af öllu i Al- hambra er þó Ljónagarðurinn, en þar liöfðu konungar Mára vetrardvöl. í miðjum þessum garði er gosbrunn- ur, sem borinn er uppi af tólf ljón- um úr steini. En umhverfis garðinn eru 124 grannar marmarasúlur, sum- part tvær og tvær saman, en stund- um þrjár, og bera þær uppi gips- veggi, svo haglega gerða, að líkast er því að maður sjái útskorið fila- bein. Hinir mörgu salir og garðar í Alhambra eru því likastir, að mað- ur sje kominn i æfintýraheim er þangað kemur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.