Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.03.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ALASKA - BRAUTIN ER MEIRA EN 2600 KM. LÖNG, EN VAR LÖGÐ Á RÚMUM SEX MÁNUÐUM ALDREI HEFIR JAFN LANGUR VEGUR VERIÐ LAGÐURÁSVO STUTTUM TÍMA Alaska-braut Bandaríkjanna hefir nú veriö lögð um ósnortn- ar óbygðir, og umferð um hana hafin. Her-verkfræðingar Banda ríkjanna lögðu siðasta kílómetr- ann af þessari 2670 kílómetra löngu braut þann 29. október í haust og tengdu þannig í fyrsta sinn saman Bandaríkin og hina fjarlægu útlendu þeirra í kulda- beltinu. — Þessu stórkostlega mannvirki var lokið á rúmum sex mánuðum, allmiklu á und- an áætlun og á met-tíma. Það voru 10.000 Bandaríkja- hermenn og 2.000 verkamenn aðrir, sem lögðu þennan 24 feta breiða veg um slóðalausa skóga. Að meðaltali voru lagðir nær þrettán kílómetrar á dag. en 200 ár þurfti að brúa. Brýrnar eru úr timbri og endast ekki lengur en þangað til árnar fara að ryðja af sjer ísnum í apríl næstkomandi, en þá verða aðr- ar brýr til taks, ásamt vjelum til þess að setja þær upp, á hverjum árbakka, og sveitir verkfræðinga fara stað úr stað til þes að koma þeim fyrir. Mesta hæð, sem vegurinn fer yfir, er 1264 m'etrar. Þegar Henry L. Stimpson her- málaráðherra tilkynti að vegur- inn væri fullgerður, ljet hann þess jafnframt getið, að hin opinbera vigsluathöfn hans færi fram á landamærum Canada og Alaska 15. nóvember. í allan vetur munu stórar íestir vörubifreiða aka hina nýju leið um norðurhjarnið, með hermenn og hergögn frá Bandaríkjunum, þannig að ferðatíminn frá norðvestur- fylkjum Bandaríkjanna til hinna ýmsu stöðva í Alaska styttist í minna en viku. Áður hafa allir flutningar til hinnar miklu norð urlendu farið sjóleiðis eða loft- leiðis. Eini farartálminn á norð- urbrautinni verður í vorleys- ingunum, þegar ár og lækir flóa yfir bakka sína. Vegagerðin hófst í mars síð- asta ár og þessu einstaka mann- virki, veginum um órudda skóga yfir straumharðar ár og um fjalladali hefir verið líkt við Panama-skurðinn, því að erf- iðleikunum verður helst jafnað til þess, sem þar átti við að etja. Kostnaðurinn nær 75 miljón $. Vegagerð þessi hefir kostað milli 50 og 75 miljón dollara, eða minna en eitt orustuskip. Er það lítið verð, þegar þess er gætt, hve ómetanlega þýðingu þessi samgönguæð liefir fyrir heúgagnaflutningana og síðar fyrir almennar samgöngur. Hún opnar víðlend óbygð hjeruð, sem eiga ríkan jarðveg og námur, og mikið af skógi. Fyrst var verið að hugsa um að ryðja þarna óvandaðan veg, og talið að því mundi verða lok- ið á einu ári. En „Alcan“-braut- in, sem nú hefir verið lögð, er hallalítill bílvegur, með góðri fráræslu, að heita má alla leið, og á löngum köflum er hægt að hafa þar tvístefnu akstur. Með þessari vegargerð ræt- ist gamall draumur Donalds MacDonalds, en hann er grann- ur, herðaboginn og hæruskot- inn verkfræðingur, sem fyrir ellefu árum braust fótgangandi norður þessar slóðir til þess að gera uppdrátt af landinu, sem vegurinn liggur um.: Á árunum sem síðan eru liðin, hefir Mac Donald barist fyrir hugmynd- inni. Árið 1938 skipaði Roose- velt forseti fimm manna AI- askavegai’-nefnd, og var Mac Donald einn af meðlimunum. Nefndin mælti með því að veg- urinn yrði lagður, en það var ekki fyr en i byrjun siðasta árs sem þingið fjelst á tillöguna með því að hernaðarnauðsyn væri á þessari framkvæmd. Vegurinn byrjar við enda- stöð járnbrautar einnar í Vest- ur-Canada, um 160 kílómetra iam Morris Hoge, og liafði hann bækistöð í Whitfehorse í Can- ada, en þangað er járnbralit frá hafnarbæ í Alaska. Byrjað í kólgu. Fyrstu ameríkönsku hermenn- irnir, sem inna skyldu þetta verk af hendi lcomu á endastöð canadísku járribrautarinnar kl. 1.30 f. h. þann 9. mars í fyrra óg römbuðu skjálfandi út úr vögnunum í 38 stiga kulda. Þeir hjuggu liolur í freðna jörðina til þess að koma niður tjaldhæl- unum svo að þeir gætu fest tjöldin, og unnu lengst af nótt- iiini að því að afferma farang- ur sinn. Daginn eftir hófst bar- álta þeirra við óbygðina. Frá járnbrautarendanum lá injó braut um 95 kilómetra norður á bóginn. En um 400 kílómetra þar norður af var vetrarslóði gegn um þjetta Fred MacLean liðsforingi heilsar fyrsta ökumanninum, sem komsl alla leið með bíl- íím inn sinn til Fairbcmks, en þar er enda- stöð Alaska- brautarinnar. ■■ ■■ v.-.kWV tV. fyrir norðan landamæri Banda- ríkjanna. — Liggur vegurinn 1 norðvesturátt austan Kletta- fjalla upp að landamærum Al- aska. Beygir síðan lil vesturs yfir landamærin og til Fair- banks í Alaska. Vegarlanging þessi var hern- aðarmannvirki og var afráðin og samþykt að sameiginlegu ráði Canada og Bandaríkjanna, en yfirmaður vei-ksins er general- majór Eugene Reybold, foringi herverkfræðingaráðs U. S. A. Yfirmaður á staðnum var Will- Sumstaðar ligg ur Alaskaveg- urinn um sljetl lenda og lága dali með lág- vöxnum skógi, mýrarsundum og ám. skóga og yfir lijarnfreðnar ár og vötn norður að verslunarstöð þar sem koma skyldi upp stórri bækistöð fyrir verkfræðingana. Hermennirnir höfðu aðeins fjór- ar, mesta lagi sex vikur, til þess að koma þangað hinum mikla farangri, áhöldum og vistum, sem með þurfti, áður en vor- leysingarnar kæmu og alt færi í kaf og leiðin yrði að feni. Þeir unnu eins og þeir ættu lífið að leysa. Dag og nótt gekk vagnalestin norður þýfðan og þröngan vetrarslóðann. Vöru- járnbrautarlestir lieltu farmin- um beina leið ofan í bifreiðarn- ar, við brautarendann. Þegar það varð ljóst að brautirn- ar gerðu betur en að hafa við bílunum, var nauðugur einn kostur að ifá fleiri bifreiðar og bifreiðastjóra. Þá tók vöru- flutningamaðurinn E. J. Spinn- ey að sjer að safna ökutækjum bjá bændunum í British Colum- bia. Hann ljet boð út ganga um þetta, og eftir viku var komið nægilegt af ökutækjum af næsta svæðinu kringum staðinn, inn- an 160 kílómetra fjarlægðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.