Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 6
6 FÁL K I N N -..LITLfl 5flBnn - B. Qibson Warwick: ssn 09 skM Reginald' Stewart, sem ljek I. fiðlu i útihljómssveitinni, kom einn mið- vikudag í rigningu út úr hljómskál- anum, eftir árdegishljómleikana. Hjá inngönguteljaranum við Strandgötuna, þar sem ung stúlka sat og tók við aðgangseyrinum, rakst hann á Percival Banstead, sem er aðalleikandinn við Úti- leikhúsið. „Nei, bíddu hægur. Það er jeg, sem á forrjettinn í dag,“ sagði Ban- stead. „Nei, það er ómögulegt. Jeg hefi fengið mig lausan úr hljómsveitinni i dag,“ sagði Reginald alvarlegur. „Og jeg ætla að spyrja ungfrú Weth- erell hvort mjer veitist sú ánægja að vera með henni í dag — það eru sjerstakar ástæður til þess.“ „Jæja, jeg felst á það — þ. e. a. s. ef veðrið verður gott og Útleik- húsið liefir sýningu kl. 3 — þá gef jeg eftir að þú verðir með ungfrú Wetherell í dag, því að hún á fri siðdegis .... en ef hann rignir og jeg fæ fri, þá er það jeg, sem geri kröfu til Molly! Við sláum þessu föstu, er ekki svo ?“ sagði Banstead. „Ja .... en nú hefir rigt siðustu tvo miðvikudaga!“ sagði Reginald. Nú kom Molly Wetherell til þeirra og fjell þá samtalið niður. „Þið vitið það báðir, að jeg ræð engu um veðrið,“ sagði hún. „Þess- vegna finst mjer það svo vel til fall- ið að láta veðrið skera úr. Það er veðrið sem öllu ræður .... jeg ræð engu um þetta.“ „Jæja, þá er ekki meira að segja,“ sagði Reginald gramur. „En jeg ætla bara að segja yður, Molly, að jeg hefi fengið ágæta stöðu i útvarps- hljómsveit og fer hjeðan núna i mánaðarlokin, líklega á laugardag- inn. Mjer datt í hug að þjer hefðuð gaman af að vita þetta .... jæja, jeg óska yður göðrar skemtunar í dag!“ Hann borðaði hádegisverðinn einn ráða ráðum sinum við hana. „Eig- um við ekki að byrja snemma, t. d. klukkan 2 og fara fyrst eitthvað í bílnum mínum. Nei, jeg þarf ekki að bíða til kl. 3 — það er óhugsandi að nokkur siðdegissýning verði i dag. En útihljómsveitin leikur ef- laust, ef hann rignir svona áfram.“ Reginald fór leiðar sinnar. Það var rjett, sem Molly sagði: — það gilti einu livort það var hann eða Banstead, sem skemti henni á frí- dögum hennar. Kanske var það hon- um sjálfum að kenna, úr því að hann var svona hirðulaus um þetta. Hann borðaði hádegisverðinn einn og gekk síðan út á hafnargarð í slæmu skapi. Þar mætti hann sigl- áranum Ben Flack. „Hvernig líst þjer á að korna með mjer að sigla í dag. Þessi rigning verður ekki lengi,“ xagði hann. „Hvað segið þjer? Haldið þjer að .... veðrið verði gotí í eftirmiðdag? spurði Reginald og varð ljettari á brúnina. „Já, það verður komið glaða sól- skin eftir klukulíma. Takið þjer eftir hvort það rætist ekki.“ Reginald vissi að Ben Flack liafði vit á veðri og spáði sjaldan rangt. Honum datt fyrst í hug að flýta sjer lieim til Molly og biðja hana um að verða með sjer í dag, eins og af- ráðið liafði verið — ef veður leyfði. Hann leit á klukkuna og hugsaði sig um — hana vantaði 5 mínútur i tvö. Nú mundi hún vera að búa sig i ferðina með Banstead — það væri ólcurteisi af honuin að koma á síð- ustu stundu og heimta að samning- urinn væri lialdinn og svifta Molly ánægjunni af ökuferðinni. „Jæja, hvað segið þjer um að koma út að sigla,“ hjelt Ben áfram. „Vandi vel hoðnu að neita,“ sagði Reginald. „Jeg er tilbúinn.“ Reginald og Ben Flack voru um tvo tíma úti á firði. En þegar þeir beygðu fyrir hafnargarðinn á lieim- leiðinni hrökk Reginald við. Hann heyrði Recival Banstead syngja eitt uppáhaldlagið sitt inni á hafnargarð- inum — það hafði með öðrum orð- um orðið sýning á skemtileiklmsinu, enda var glaða sólskin. „Og jeg sem hjelt, að hann hefði farið með Molly kl. 2! Þau hafa þá ekki farið,“ hugsaði hann með sjer. „Heyrið þjer, Ben, við skulurn leggja að!“ kallaði hann til Ben Flack. Síðdegissýningunni var að ■ ljúka þegar Reginald kom að leikstaðnum. Hann fór að tjaldabaki og. náði i Banstead. „Hvað á þetta að liýða? Hvers- vegna fórstu ekki með Molly kl. 2?“ „Það fór út um þúfur!“ sagði Per- cival ergilegur. „Jeg kom að sækja hana kl. 2 en þá var hún ekki til- búin. Jeg beið í bilnum meira en stundarfjórðung. En á meðan ljetti og kom glaða sólskin og svo fjekk jeg boð um að að það yrði leikið á Úti-leikhúsinu.“ Reginald gat varla trúað að þetta væri satt, og honum stórgramdist að Mollý skyldi liafa orðið að sitja heima á frídaginn sinn. Hann afrjeð að fara heim til hennar, og þegar þangað kom sat hún niðursokkin i bók. „Góðan daginn, Reginald,“ sagði hún kuldalega. „Þjpr hafið þá metið meira að spila í hljómsveitinni núna um nónið, skilst mjer.“ „Nei, við hjeldum ekki hljóm- leika,“ sagði hann. „Þjer trúið ekki hvað mjer þótti leitt að jeg skyldi ekki fara hingað., þegar hann fór að Ijetta til.“ „Það finst mjer undarlegt. Þjer sögðuð sjálfur, að yður langaði til að verða með mjer i dag. Að visu ljetti ekki til fyr en á siðustu stundu en .... sagði Ben Flack yður ekki í tæka tíð að það mundi verða gott veður? Hann sagði mjer, að bráðum færi að ljetta .... og svo bað jeg hann að liitta yður og segja yður það.“ , ,Svo þjer báðuð hann um það. Þá skal jeg þakka honum fyrir. Hann narraði mig út með sjer að sigla, og hætti ekki fyr en jeg ljet undan.“ Molly varð ólundarleg og sagði ekki neitt. „Klukkan var rjett tvö þegar jeg hitti Ben, svo að jeg hjelt að þjer væruð að fara af stað með Banstead, og að þjer munduð taka mjer óstint upp ef jeg kæmi.“ „Nú skal jeg segja yður nokkuð. Þegar Percival Banstead kom að sækja mig ljest jeg ekki vera tilbú- in og hann beið þangað til hann fjekk boð um að hann ætti að leika. Og eftir alla þessa fyrirliöfn, sem jeg hafði haft þá komið þjer svo alls ekki.“ „Ó, Molly, þjer verðið að fyrir- gefa mjer. En jeg hafði altaf haldið, að þjer kærðuð yður meira um Ban- stead en mig.“ Molly liorfði á hann. Hún virtist liafa gleymt, að hún hafði einsett sjer að þykjast móðguð. „Jeg lagði ykkur að liku .... þangað til i dag, þegar þjer sögðuð RÍgQlEttD Efniságrip. Ópera i þrem þáttum eftir ítalska tónskáldið Verdi (1813 —1901). Efnið er úr leikriti Victors Hugos: „Le roi a’am- use“ en textinn stílfærður af it. rithöfundinum Piave. Fruin- sýning á Teatro Fenice i Fen- eyjum 11. mars 1851, (á Co- vent Garden 14. maí 1853, Academy of Music, N. Y. 19. febr. 1855). ítalska tónskáldið Verdi var búinn að semja allmargar óperur áður en hann „fann sjálfan sig“ eða áður en liinar frábæru skáldgáfur hans og leikni fjekk notið sín fullkomlega. Hann er þá komin undir fertugt, og hefir samið sextán óperur, í „hefð- bundnu“ formi, sem mörgum hafði verið fagnað vel, og Verdi hlotið vinsældir og hylli fyrir, en öðrum fálega. En þá semur hann þrjú snildarverk, hvert á fætur öðru, sein í einu vetfangi, svo að segja, öfl- uðu honum heimsfrægðar, og eru það óperurnar „Rigoletto‘“, „II Tro- valore“ og „La traviata“, sem allar njóta vinsælda enn í dag. En Rigo- letto mun þó vera ein allra vinsæl- asta óperan, sem samin hefir verið. Hertoginn af Mantúa er ó- prúttinn og ljettúðugur ungur mað- ur, sem gerir sjer leik að þvi að fleka hverja stúlku eða konu, sem liann kemst í færi við og nýtur til þess dyggilegrar aðstoðar fífls sem hann hefir í þjónustu sinni, er Rigoletto heitir, og er ófriður kropp- inbakur. Fyrstu afrek Rigolettos í leiknum er að aðstoða greifann til þess að tæla konu Cepranos greifa út á glapstigu og siðan aðra konu, sem einnig er greifafrú, eiginkonu Monteronps greifa. Þessir eiginmenn báðir bölva Rigoletto í sand og ösku og liafa i heitingum um, að þeir skuli ná sjer niðri bæði á honum og húsbónda hans. Monter- one byrjar á því, að hann birtist sem afturganga í mannfagnaði, þar sem þeir eru báðir, hertoginn og Rigoletto og hellir þar yfir þá slík- um ósköpum bölbæna að Rigoletto verður miður sin. í þessu úrþvætti i mannsmynd er þó til ærleg taug, eða einlæg til- finning. Hann á forkunnar fagra dóttur, sem Gilda heitir, og sjer ekki sólina fyrir henni. Hann elur hana upp af mikill umhyggju og ástríki, mjer að þjer væruð að fara. Þá varð mjer ljóst að þjer voruð mjer meira virði en Banstead .... og þegar jeg sá, að þjer höfðuð fengið yður iausan aðeins til þess að vera með mjer einu sinni áður en þjer færuð .... þá .... Reginald settist hjá henni. „Já, mig langaði svo mikið til að vera með yður í dag, af þvi að jeg þurfti að spyrja yður um svo mikils- vert mál, Molly! Get jeg beðið stúlk- una sem jeg elska um að verða konan mín, Molly?“ „Já, það máttu reiða þig á,“ sagði Molly, og kysti liann. felur hana fyrir heiminum og reyn- ir yfirleitt að vernda hana fyrir vonsku veraldar. En hertoginn er slyngur maður og honum tekst að hafa upp á þessari dóttur Rigolettos. Nær hann samfundum við hana í gerfi námsmanns, og nefnir sig Gualtier Maldé, og honum tekst hjer sem fyrr, að tæla þessa sak- lausu stúlku til ásta við sig. Nú gerast ýms atvik sem valda misskilningi. Þrír, — ja, kvennabósa myndum við nefna þá á íslensku — tignir menn þó og Cepranó greifi þar fremstur í flokki, nema Gildu á brott að föður hennar ásjáandi — hann heldur að það sje önnur kona, — og fara með hana til her- togahallarinnar. Hinsvegar hafa þess- ir herramenn ætlað, að stúlkan væri aðeins leikfang Rigolettos, og líta svo á, að slíkt sje að kasta perlum fyrir svin, að láta kroppinbak þenna njóta slíks fríðleika. En Rigoletto kemst von bráðar að því, að hann hefir verið blektur og heimtar dólt- ur sina af ránsmönnunum. Kemur þeim það á óvart, er Rigoletto segir þeim að Gilda sje dóttir sín og að hann vilji færa hverja þá fórn, sem af sjer sje krafist, ef dóttur lians sje hlíft við frekari áreitni. Að þðrum kosti hótar hann því að liefna henn- ar. Gilda kemur inn, ag þó að henni sje nú ljðst, að hún hefir verið blekt, biður hún hertoganum vægð- ar því að hún ann honum. En Rigo- letto er viti sínu fjær af hatri og hefndarþorsta og fer á fund Spara- fuciles gestgjafa og semur við hann um að myrða hertogann. Gestgjafi þessí á systir, sem Maddalena heitir og notar hann hana sem agn fyrir hertogann, og tælir hann heim til sin á krána þar sem Maddalena er fyrir. En hún verður þegar bálskot- in í hertoganum, þegar hann fer að gera hosur sínar grænar fyrir henni og biður liún bróður sinn heitt og innilega, að gera hertoganum ekkert mein. Sparafucile felst á að hlífa honum fram yfir miðnætti, og skuli hann hlífa lionuin algerlega, ef sjer gefist kostur á að ráða einhverjum öðrum bana í hans stað um það leyti, svo að hann geti gabbað Rigo- letto. En á meðan þessu fer fram er Rigoletto að reyna að fá dóttur sína til að flýja undan áleitni hertogans, og til þess að koma vitinu fyrir hann, telur hún rjett að hún sjái með eigin augum, hvernig hertog- inn hagar sjer. Segir hann henni Framhald á bls. 11. Theodór Árnason: Operur, sem lifa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.