Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 7
F Á L K I N K /•>að eru Canada-menn, sem smíða þessar ‘25-punda fallbyssur og skotfærin lianda þeim. Hafa þeir aukið hergagnaframleiðslu sína mjög siðan striðið hófst og sjá sjer nú uð mestu leyti fyrir hergögnum sjálfir. Þettu er ensku orustuskipið „fíenown“ (32.000 smálestir) að hleypa skotum af öllum stærri fallbyssum sínum á aðra hlið en þær eru alls sex og með 15 þumlunga hlaupvidd. Auk þess hefir skipið 18 smærri fallbyssur og fjórar flugvjelar. Franklin fíoosevclt er hjer að heilsa Herbcrt H. Lehman, fgrr fylkisstjóra New York, en hann hefir tekið að sjer forstöðu hjálparstarfsemi ríkjanna meðal erlendra þjóða, er losna undan hernámi Þjóðverja. í miðju sjest frú Leh- man. Hefir þegar verið liafist handa um að hafa til reiðu matvœli og hjúkrunargögn handa hernumdu þjóðunum, jafnskjótt og þær losna undan ánauð Þjóðverja. Þrir sjóliðai• horfa inn til New York og eru að koma úr langri sjóferð. Eina of fallbyssunum á skipi þeirra ber við himinn. Wladislav Sikorski, forseti Póllands, var i vetur í heim- sókn hjá Roosevelt forseta, í Hvíta húsinu. Hjer sjást þeir heilsast. Pólverjar hafa nú 75.000 manna h*r undir vopn- um í V*stur-As(tr »g Afriku. Þannig hugsar teiknarinn sjer árás Bandamanna á höfnina i Tripolis áðnr en þeir náðu borginni. Þótti mikið undir því komið að /c/ pa samgöngurnar við þá borg, þvi að þangað fluttu Þjóðverjar og ítalir áður mest af hernaðarnauðsynjum sínum til Rommels á undan- haldi hans í vetur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.