Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Heppileg Tilviljun Eítip SandDP Hunyady. A aðalskrifstofu risafyrirtæk- is nokkurs í Budapest vann maður að nefni Kovács. Hann Iiafði ekki minstu áhrif á stjórn og rekstur fyrirtækisins, hann var aðeins venjulegur starfs- maður með hvítan flihba, og hafði gerst svo djarfur að stofna heimili. Hann átti' konu og þrjú börn. Kováks hafði fórnað öll- um unaðssemdum lífsins á alt- ari þessarar fjölskyldu. Hann hvorki reykti nje dralck og fór aldrei á bíó. Hann hefir sennilega verið um fertugt, þegar líðan lians tók að valda honum kvíða. Hann var altaf þreyttur og sí- þyrstur og íionum hætti við svima. Lengi vel vildi hann ekki einu sinni kannast við það með sjálfum sjer að hann væri veikur, því að heilsuleysi er hættulegur munaður fyrir menn af hans stjett. En þessi eilífi þorsti varð svo kvalafullur, Kovács ljel loks að orðum konu sinnar og |þr á ókeypis heilsu- verndarstöð til þess að láta skoða sig. Læknirinn rannsakaði Kov- ács og tilkynti honum, að hann hefði sykursýki. Hann skýrði fyrir honum hinar ýmsu hættur sjúkdómsins og fyrirskipaði in- súlin. Hann lagði ríkt á við hann að forðast framvegis sæt- indaát, mjölmat, brauð, kartöfl- öflur, baunir og sæta ávexti. Kovács hafði engar áhyggjur af sælgætinu, nje öðru sætmeti, en hvað gat hann fengið í stað brauðs og jarðepla? Hvernig átti hann að borga insulinið? Og livað gat hann tekið til hragðs, ef eitthvað kæmi fyrir — til dæmis ef sjónin bilaði. Lækn- irinn hafði sagt honum, að syk- ursýkin liefði oft skaðleg áhrif á augun. Þessi vitneskja fjekk svo mjög á veslings manninn að fyrstu dagana á eftir langaði hann mest til að fremja sjálfsmorð. Hann valdi sjer meira að segja sterklegan nagla í eldhúsin'u, sem hann gæti liengt sig á. En smátt og smátt sætti hann sig við hlutskipti sitt. ríonum var Ijóst, að hann varð að halda áfram að lifa fyrir fjöl- skvldu sína. Hann komst að raun um, að insulinið og spraul- una gat hann fengið ókeypis hjá styrktarfjelagi, sem hann var meðlimur i, og það var leikur einn fyrir hann að lialda m a t a rreglurn ar. Skrifstofuþj ón - inum fanst hann alt i einu liafa fengið geysileg völd i hendur. Hann mátti ákveða sjálfur hvernig hann skipti hinum dag- lega kolvetnisskamti. Hann gat kosið um hálft epli og eina brauðsneið. Þetta var skemtun í sjálfu sjer, einna likast því að ráða krossgátu. En hann varð lika að læra að þekkja gildi hitaeininga og kolvetnis- magn hinna ýmsu fæðutegunda. Mentun lians tók yfirleitt fram- förum og sjóndeildarliringur hans víkkaði. Nú vissi Kovács hver Banting var og hverskon- ar líffæri briskirtillinn er. Sum- um geta jafnvel veikindi orðið einskonar upphefð. Meðbræður þeirra gefa þeim meiri gaum en áður , og er þá fyrirgefanlegt þótt þeir fari að finna meira til sín. Þessvegna fanst Kovács manngildi sitt og metnaður aukast að miklum mun, eftir að hann yissi að hann var svk- ursjúkur. Hann hafði um mánaðarskeið verið ýmist hnugginn, eða hressari en liann átti að sjer þegar skrifstofustjórinn kom einn morgun að borðinu hans, og sagði honum, að forstjórinn vildi tala við hann. Kovács stóð skjálfandi á fætur. Undirtyll- um er lítt um það gefið, að eftir þeim sje tekið. Hvað gat forstjórinn viljað honum? Ekk- ert gott, svo mikið var víst. Hverskonar ógæfa skyldi nú dynja yfir hann. Sennilega yrði honum sagt upp. Þar kom það! Eftir tuttugu ára þjónustu ætl- uðu þeir að reka hann! Kovács skjögraði i gegnum ótal herbergi, þar sem þrælar eins og hann sjálfur, lcarlar og konur lutu yfir skrifborð og ritvjelar — þvi næst kom hann á „bjartari svið“, þar sem dýr- indis leðurhúsgögn urðu á vegi hans. Loks gekk hann inn fyr- ir einangruðu hurðina inn í hið allra helgast. Pætur lians sukku í dúnmjúka gólfábreiðu; við homun blasti veglegt, gríðar- stórt skrifborð; á veggnum yfir þvi hjekk mynd af stofnanda fyrirtækisins, sem hvesti á hann augun i gegnum mikið rosl- ungsskegg. Sjálfur forstjórinn var ósýni- legur. Blaðið, sem hann var að lesa í, huldi hann alveg. Frá vindli hans steig mjó. hláleit reyksúla upp fyrir bjaðröndina, líkt og fórnarreykur frá altari. Kovács stóð fram við dyrnar. Hann hneigði sig djúpt og síð- an þrisvar sinnum i röð, eða þar til hann var kominn inn á miðja gólfábreiðuna —• þar stað- næmdist hann. Hann reyndi á- rangurslaust að ná valdi yfir sjer og honum lá við andköfum, þegar hann sneri sjer að skrif- borðinu. Forstjórinn hjelt áfram lestri sínum í heila ■ mínútu, en Kov- ács fanst það vera eilífðartími. Loksins lagði hann frá sjer dagblaðið og sneri sjer að skrif- stofuþjóninum. Andlit hans var gljáandi, stórgerl og skegglaust og svipurinn hörkulegur. Hann ávarpaði Kovács stutt og vafn- ingslaust: „Mjer hefir verið sagt að þjer hafið sykursýki — er það rjett?“ Það lá við sjálft að Kovács linigi niður á gólfábreiðuna. „Þar lfiom það! Hann hefir komist að því, að jeg er veik- ur! Og nú ætlar hann að reka mig“ Hann skalf í hnjáliðunum. Nú yrði hann að taka á öllu sem hann átti til og verja sig. „Já, vðar göfgi, það er satt,“ stamaði hann. „ En vejkindin há mjer á engan hátt við að leysa verk mitt á skrifstofunni vel af hendi! Þvert á móti; síð- an jeg fór að hafa matarreglur, er jeg enn hressari og styrkari en áður. Ef yðay göfgi vildi gera sjer það ómak og leita vitneskju um það, mun hann komast að raun um, að síðan Banting fann insulinið, er sykursýkin ekkert hættuleg.“ Forstjórinn bandaði lauslega til lians feitri, vel hirtri hendinni og sagði drýgindalega, en þó góðlátlega: „Ætli að maður kannist ekki eitthvað við það! Jeg hefi nú gengið með sykursýki í tiu ár.“ Hann tók litla silfuröskju upp úr vasa sínum og bauð Kovács munngæti, sem var sjerstak- lega ætlað svskursjúklingum. Því næst tók hann að gefa hon- um heilræði af náð og myndug- leik þess, sem veit hvað hann syngur. En fyrst spurði liann Kovács, hvernig hann hefði komist að þvi að hann væri veikur. Hvernig insulinið ætti við hann? Hve mikinn sykur hefði hann? Og hvers konar mataræði hefði læknir hans fyr- irskjpað? Forsjórinn þrýsti hönd hans um leið og hann fór, og afhenti honum dálitla ávísun, hátíðlega ritaða með eigin liendi, í við- urkenningarskyni fyrir trú- mensku hans við fyrirtækið. Kovács var í svo miklum hugaræsingi, er hann kom út úr skrifstofunni. að hann varð að loka sig inni i snyrtiklefanum áður en hann gæti látið nolck- urn sjá sig. Hann grjet og hló i senn. Hugenotta fyrir hundrað árum síðan mun hafa verið eitt- hvað svipað innanbrjósts, er hann af tilviljun komst að því, að hinn voldugi borgarstjóri, sem hafði líf hans á valdi sínu, var sjálfur Hugenotti, þótt leynt færi. Að tiu dögum liðnum gerði forstjórinn aftur boð fyrir Kov- ács. Hann varð gripinn skelfingu á ný. Hvað gat forstjórinn eigin- lega viljað honum? Nú þóttist hann viss um, að dagar sínir á skrifstofunni væru taldir, og að forstjórinn hefði ákveðið að láta hann fara. Þegar Kovács kom inn á einkaskrifstofuna, horfði for- stjórinn rannsakandi á hann og spurði svo: „Er það satt, Kovács, að þjer ‘gefið yður sjálfur insulin- sprautur hjer á staðnum?“ Háls og magi undirmannsins herptist saman í angist og hann hugsaði leiftursnögt: Auðvitað átti jeg ekki að gera það! En hvernig í dauðanum hefir hann grafið það upp? Það er úti um alt! Nú ætlar hann að reka mig. Hann fór að stama út úr sjer afsökunum: ,Já, yðar göfgi, það er satl. En það getur alls ekki truflað neinn, og þetta tekur aðeins fáeinar mínútur .... Jeg geymi meðalið og sprautuna í skjala- veskinu mínu og svo fer jeg inn i snyrtiklefann. Það tekur ekki nema drvkklanga stund.“ Forstjórinn leit á bronze klukkuna, sem stóð á skrifborð- inu. „Nú er klukkan hálf tíu. Hafið þjer fengið insulinið í dag?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.