Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K 1 N N - UTLfl SflBfin - lage Brodersen: í Silfurbrúðkaup /jetta eru fyrstu konurnar úr hjálparliði kvenna í Bandaríkj- <« unum, seni komu til Englands til að aðstoða Bandaríkjaherinn < > þar, ýmist við skrifstofustörf eða ýmsa forslöðu. Þær hafa <► allar liðsforingjatign. [ AÐ átti víst að vera veisla uppi hjó henni frú Madsen á kvist- inum. Að minsta kosti lagði matar- lyktina þaðan, ilm af góðum mat, einhverju verulega góðu, niður alla stiga. Var þetta ekki skrítið með hana frú Madsen, þessa gæðakonu? Aldrei var hægt að komast að því hjá henni hvað hún ætlaðist fyrir. En þegar einhver bað hana um að lána sjer eilthvað eða gera sjer smá- greiða, þá var hún altaf til reiðu. Væri hún hinsvegar spurð um þelta eða hitt, þá varð hún undir eins svo leyndardómsfull á svipinn. Þetta var engu lagi líkt. Það var í raun- inni hálfgerður óþokkaskapur af henni frú Madsen. Jú, en hún frú Pedersen, sem bjó næst henni frú Madsen hafði sagt konU þjónsins á annari hæð — það sagði hún Vict- oria — að það ættu ekki að vera neinir gestir hjá frú Madsen. Og samt var matarlykt hjá frú Madsen, svo góð matarlykt, að vatnið hlaut að koma fram í munninn á þeim, sem lítið höfðu smakkað allan dag- inn annað en kaffilögg eða þvi um likt. ------það átti að vera veisla uppi hjá frú Madsen á kvistinum. Nú var farið að dimma inni i litlu stofun- um. Úr þröngu djúpi hliðargötunn- ar skriðu skuggar upp eftir veggj- um gráu og sviplausu húsanna. Þeir földu sig um stund í dýpslu krók- unm, en svo læddust þeir lævislega yfir alt gólfið og loftið og höfðu innan skamms fylt stofurnar með rökkri. Frú Madsen liafði lokið við að koma litlu drengjunum i rúmið. Nú stóð liún frammi i eldhúsi yfir lampanum glaslausa og hugsaði um steikina, sem var i pottinum og var svo stór, að jafnvel fínt fólk hefði haft ástæðu til að finna til sin af henni. Hún liugsaði til brúðkaups- ins sins fyrir tuttugu og fimm árum, og það rifjaðist upp- fyrir henni, að það væri nærri þvi eins langt siðan að hún hefði verið glöð og vongóð. En svo var það i gærkvöldi, að hann Madsen hafði tekið um hálsinn á henni og sagt, að nú yrðu þau að gera sjer dagamun á morgun. Hann hafði fengið henni peninga og sagt, að nú yrði hún að kaupa handa þeim góðan mat. Þó þau hefðu átt erfiða daga stundum — vegna þess að — — hann átti svo erfitt með að vera óvinur flöskunnar, þá skyldi silfurbrúðkaupsdagurinn þeirra að minsta kosti verða gleðidagur, og svo hver dagur upp frá því. Nú var maturinn tilbúinn. Nú gæti Madsen komið hvenær sem væri. Hann ætti að geta verið kominn. Hún bar lampann inn í stofuna og lagði hvítan dúk á borðið. Diskarn- ir voru svolítið sprungnir og kvarn- aðir, en þeir voru að halda silfur- brúðkaup líka, svo að þetta var ekkert tiltökumál. Hún opnaði gluggann hallaði sjer út á gluggakistuna og horfði út. Bara að liann færi nú að koma. Hann skyldi fá að sjá, að hún gæti gert heimilið vistlegt og að hún gæti búið til góðan mat, þegar liún hefði eitthvað til þess — — — og það væri skemtilegra heima en á veit- ingakránni. — Jæja, kanske vissu þeir um hvaða dagur væri, þarna á verksmiðjunni og hefðu. fengið sjer glas saman. — — Bara að hann kæmi undir eins og hann gæti. — Jæja, þetta höfðu verið erfið ór. Hún vildi ekki trúa því, að hann kæmi ekki. Þess vegna hugsaði hún um alt annað. Hún lagði sig fyrir til að livíla sig, og svo' rann henni í brjóst. — — — — Það var skarkali frammi í ganginum. Hún spratt upp og fann að henni var kalt. Glugginn stóð opinn. Hún hafði víst sofið lengi. Nú kom maðurinn lienanr slagandi inn. Hann var fullur og var með blóm i potti undir handleggnum. Með linmæltum bliðuorðum setti hann blómapottinn á borðið. Svo staulaðist hann áfram og fleygði sjer í rúmið. Hún lieyrði að hann kjökraði. Og alt í einu var eins og birti í hennar innri- manni. Svona hafði hún aldrei sjeð hann áður. Það var drepið á dyrnar frammi og hún heyrði ryðgaða kerlingar- röddina hennar frú Pedersen. Hvað gekk eiginlega á áðan, spurði liún. Hún hafði lieyrt að hann datt þarna frammi. Og svo hafði verið matar- lýkt á ganginum allan daginn. Hann mundi víst ekki hafa meitt sig? Frú Madsen strauk sjer um augun með svuntuhorninu og svo sagði hún — og rödd hennar titraði af gleði: „Já, það er silfurbrúðkaups- dagurinn okkar í dag!“ Og svo settist frá Madsen á rúm- stokkinn hjá honum. Nú svaf hann svo fast. Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? BjörnsíjEPnE Bjömson Fæddur í Kvikne í Austurdal 1832. Dáinn í Paris 1910. Þrátt fyrir Bjarnar-nafnið var Björnstjerne Björnson síst af öllu birni lilcur. Þessi samtíðarmaður, vinur og keppinautur slórskáldsins Henriks Ibsen var i flestu tilliti al- ger andstæða lians. Ibsen jjráði ein- veruna, Björnson kunni livergi bet- ur við sig en í fjölmenni og var hrókur alls fagnaðar. Ibsen fór af landi burt í ónáð og fullur fyrir- litningar á þjóð sinni, Björnson dvaldist meðal þjóðarinnar, tók þátt 1 í stjórnmálum og barðist fyrir and- legu frelsi hennar, og var í rauninni foringi frjálslyndra manna í Noregi í fjörutiu úr. Björnson var prestfesonur, og í æsku fluttist faðir hans nokkrum sinnum milli prestakalla, svo að sonurinn kyntist ýmsum landshlut- um og nýju fólki á hverjum stað. Hann tók stúdentspróf frá Heltberg gamla og byrjaði háskólanám, en hætti því til þess að geta gefið sig að blaðamensku, en árið 1858 gaf hann út fyrsta leikrit sitt, „Milli bardaganna“. Sama árið varð hann leikhússtjóri hjá „Den nationale scene“ i Bergen. Af því starfi hans leiddi það, að hann fjekk árið 1800 opinberan styrk til þess að ferðasl til útlanda, og fór hann þá víða um lönd og kynti sjer þau efni, sem leikrita- og sagnaskáldi mega eink- um að haldi koma. Björnson átli þvi láni að fagna að giftast ágætri konu, Karoline, sem sjálf var leikkona í æsku, og ■ urðu samfarir þeirra hinar ágætustu. Hún er nú látin fyrir fám árum, í hárri elli. Um eitt skeið slóst upp i vináttu þeirra Ibsen, og tók Björn- son sjer það nærri, en ástæðan til óvinganinnar var misskilningur. — Síðar giftist Sigurd, sonur Ibsens, Bergljótu dóttur Björnsons, hinni kunnu söngkonu, og eftir það varð vinátta ‘þeirra Ibsens og Björnsons innilegri en nokkru sinni áður. Björnson fjekk bókmentaverðlaun Nobels árið 1903, og mun hafa ver- ið meira lesinn um þær mundir, en nokkur Norðurlandarithöfundur annar. Það kvað jafnvel svo ramt að þessu, að meira mun hafa verið þýtt á önnur mál eftir Björnson þá, en Ibsen. Mátti heita að Björnson væri jafnvígur á alt: skáldsöguna, leik- ritið og kvæðið. Þegar frá er skil- inn Ibsen sem leikritaskáld, er Björn- son tvimælalaust mesta skáldið, sem Noregur hefir alið til þessa. Hin eldri leikrit 'Björnsons vorú mcð ljóðrænum blæ og efni þeirra rómantiskt og lýsti trúlineigð. Af leikritum þessa flokks má nefna: „Sigurð slembi“, sem mun vera einna mest þekt. Eftir því sem áhugi Björn- sons á þjóðfjelagsmálum og viðfangs- efnum af fjelagsmálasviðinu óx og breyttist efnisval lians. Leikrit og sögur hans frá efri árum eru öll með meiri raunsæisblæ og oft með nokkrum fræðslukeim. Árið 1874 kom „Gjaldþrotið“ út og fyrri hlut- inn af „Um megn“ árið 1883. Eru þessi tvö leikrit góð sýnishorn af siðari ára leikjum Björnsons og jafn- framt ein kunnustu leikrit hans. Af öðrum leikritum má nefna „Leon- arda“, „Hanski" og „Ritstjórinn“. Gjaldþrotið. (Kom út i Kaupmannahöfn 1874, og varð brátt leikið í ýmsum borg- um Norðurlanda. Frumsýningin var i Stoklchólmi, nokkrum dögum áð- ur, en leikurinn var sýndur í Krist- ianiu. Heimili Henning Tjælde er í litlum sjávarbæ í Noregi.) Henning Tjælde, kaupmaður og bruggari veitir fjölda manns vinnu, og kaupið sem hann borgar fólki sínu, er mikilsverður þáttur í af- komu bæjarfjelagsins. Þegar Tjælde þarf að færa út kvíarnar, þykir vin- um lians og kunningjum það gott, að mega ávaxta fje sitt í þeim. Signe og Valborg, dætur Tjældes, hafa verið aldar upp í iðjuleysi, eins og titt er um ríkra manna dæt- ur. Aðaláhugamál Signe er að lara i höfuðstaðinn með unnusta sinum, liðsforingjanum, til þess að verjast leiðindum lieima, en Valborg virðist Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.