Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNCSW LES&HbURHIR Konan með loftbeígina. Pála og Hinrik litli bróðir hennar voru vön að ganga á hverjum degi upp hliðargötuna frá lnisinu þeirra, að húsinu sem hann Bent átti heima í, en hann var leikbróðir og besti vinur Hinriks. Og svo fóru þau öll saman út í skemtigarðinn, því að livergi var eins gaman að skemta sjer og þar. En við götuhorn á leiðinni út í garðinn sat kona, sem seldi loft- belgi eða blöðrur. Þetta var einstak- lega góð og gömul kona. Einu sinni þegar Hinrik datt og meiddi sig á hnjenu svo að hann fór að gráta, gaf hún honum faileg- ustu rauðu blöðruna, sem hún átt'. Annað sinn höfðu öll börnin fengið aura til þess að kaupa sjer blöðrur fyrir, en þvi miður hafði Bent — hann var svo lítill og svo mikill bjáni — slept bandinu í blöðrunni sinni svo að liún fór eitthvað upp í skýin, og þá fór hann að gráta. En konan sagði bara: „Vertu ekki að gráta, væni minn — littn á hjerna, jeg skal gefa þjer aðra blöðru í staðinn!" Svona var hún væn, gamla konan. Og svo var líka svo gaman að sjá hana, því að hún var dálítið skritin — í röndóttu pilsi, með stórt, rautl sjal og svo alla þesa mislitu loftbelgi. í hvert sinn sem börnin gengu fram hjá kinkuðu þau kolli til hennar og hún brosti tii þeirra. En nú skal jeg segja ykkur livað gerðist: Það var farið að kólna í' veðrinu og Bent hafði fengið þykkan trefil um hálsinn, og háar legghlifar, því að iiann hafði verið kvefaður. Við og við komu snarpar vindhviður og einmitt þegar börnin voru að ganga fram hjá gömiu konunni kom svo snögg liviða, að liún tók i blöðr- urnar svo að konan kiptisl upp af stólnum sínum. „Við skulum toga i hana,“ sagði Pála og hljóp til konunnar og greip í pilsfaldinn hennar. Það gerðu drengirnir líka, en það dugði ekki til, því að loftbelgirnir drógu þau öll upp í loftið — hátt upp. Börnin þorðu hvorki að líta niður nje sleppa takinu, en hjengu sem fast- ast þangað lil þau lentu alt i einu í Jjómandi fallegu, grænu engi, með angandi blómum. Og alt í kring um þau voru loftbelgir á flugi og á /íverjum beig sat lítill krakki, og öll voru, þau /dæjandi. „Hvar erum við?“ spurðu Hinrik og Bent báðir í einu, og Pála hafði spurt þess sama, ef hún hefði ekki verið svo liissa. „Þið eruð hjá mjer — í rikinu mínu,“ var sagt með góðlátlegri rödd, sem börnin þektu vel, því að þetta var rödd konunnar með loft- beigina. En þau gátij ekki þekt liana þegar þau litu vi-ð, þvi að nú sáu þau ekki gamla konu heldur undur fagra dís í kjól, sem var líkastur regnboga á litinn. „Jeg er regnbogadisin," sagði liún, „og stnridum sæki jeg nokkur börn heim til min og lofa þeim að skemta sjer. Nú eruð þið hjá mjer og nú skuluð þið sjá livernig ykkur list á heimilið mitt.“ Þetta var sannarlega skemtilegur staður, því að hjer var alt með regn- bogalitum og börnin fundu, að þarna var heitt eins og um hásumar. Þau fóru undir eins úr yfirhöfnnum sín- um og nú gaf regnbogadísin þeim sinn loftbelginn hverju, svo að þau gátu flogið um eins og binir krakk- arinr. Mjer er nær að lialda að Hinrik liafi verið forvitnari, en hin börn- in, að minsta kosti var það hann, sem kallaði á þau og benti þeim og sagði: „Hvað lieldurðu að þetta sje, Pála?“ spurði hann og benti. Framundan þeim var breiður veg- ur með svo ljómandi fallegum lit- um. Hárautt, sem breyttist í gult og síðan í grænt og varð loks blátt eins og liimininn sjálfur. Vegurinn lá i lialla, og bráðum rann Bent og datt. Pála ætlaði að grípa í hann en misti jafnvægið og rann sjálf, og þegar Hinrik sá jiau bæði renna niður veg- inn, þá elti hann þau. Hann vildi ekki skilja við þau, hvað sem það kostaði. En hvaða vegur var þetta, sem þau runnu á? Það var hvorki meira nje minna en regnboginn sjálfur. Fyrst runnu þau hægt, en síðar hraðar og liraðar, þangað til þau voru komin á fleygiferð og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Loks rákust þau á og nú stóðu þau öll kyr og góndu livert á annað. Þau liöfðu ekki meitt sig neitt og annað hafði ekki skeð, en að yfir- hafnirnar þeirra voru horfnar. Þau stóðu i miðjuin skemtigarðinum og gátu síst af öllu skilið, hvernig þau voru komin þangað. En sólin skein i lieiði, svo að þeim var ekkert kalt, og nú fóru þau að hlaupa í kring til þess að athuga, livort þau fyndu ekki yfirhafnirnar. „Við verðum að segja frá þvi heima hvað hefir komið fyrir okk- ur,“ sagði Pála loksins. Henni þótti þetta hálfslæmt og svo var hún hrædd um, að Bent myndi kvefast aftur. En því fór nú fjarri. Þau gengu hratt heim, en ait í einu heyrðu þau að konan með loftbelgina kallaði til þeirra. „Hjerna eru yfirliafnirnar ykkar, börnin mín,“ sagði liún. „Jeg geymdi þær meðan þið voruð að leika ykk- ur í garðinum.“ Hún sat þarna á gamla stólnum sínum og var alveg eins og hún var vön, með belgina sína. En þeir voru ekki eins margir og vant var. Hafði lnin gefið börnunum i regnbogaland- inu þá? Pálu sáriangað til að spyrja hana að því, en hún þorði það ekki, þvi að nú var gamla konan ekkert lík regnbogadís. „Jeg vildi bara óska að jeg vissi með vissu hvort við höfum verið i regnbogalandinu eða ekki,“ sagði Pála. Jeg er orðin clauðþreyttur á að láta hann Snata sleikja mig i framan á hverjum morgni. — Jeg var að sjóða ber í dag. Ilvernig finst yður saftin mín, frú Hansen? S k r í 11 u r. •— Frœnka, hversvegna hefir gír- affinn svona langan háls? — Það er til þess að hann geti jelið blöðin af trjánum. — Frænka —t getur þú það lika? hvert skifti, sem jeg dansa við yður finst mjer dansinn vera svo stuttur. Hún: — Það er vegna þess, að hann unnusti minn stjórnar hljóm- sveitinni. * — En þau eru nú ekki viss um það, enn þann dag í dag. En ef þú gengur einhverntíma fyrir hornið, þar sem gamia konan situr og se/ur loftbelg- ina, þá skaitu reyna að biðja liana um að segja þjer livort þau komust þangað eða ekki krakkarnir þrir. Ella, hvernig sagðirðu að mað- ur ætti að fara að því að kæfa niðri i sjer hnerra? — Þú lærir aldrei að sjóða mat eins og hún mamma þín gerði það! — Læknir! Maðurinn minn talar svoddan ósköp upp úr svefni. Hvað á jeg að gera við því? Læknirinn: Þjer ættuð að reyna að lofa honum að tala ofur lítið meira á daginn. Drekklö Cgils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.