Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 2
2 F A L K í N N Fyrir þrem árum: Hernám Noregs og Danmerkur. Þrjú ár eru liðin í dag síðan hinir hörmulegu atburðir gerð- ust, að að ráðist var með of- beldi og svikum inn í lönd tveggja þeirra þjóða, sem oss eru nákomnastar: Dana og Norðmanna. Þetta eru þrjú löng ár, og við, sem ekki höf- um hafl neitt af hörmungum stríðsins nje grimd kúgara að segja, ættum að gera okkur Ijóst, hve við höfum í rauninni átt gott og hve þungbær þessi þrjú ár hafa verið nánustu frændþjóðum okkar. Það er sjálfsagt ekki ofmælt þegar sagt er að engin þjóð Evrópu liafi átt jafngóða daga síðustu þrjú árin og við íslend- ingar. Við höfum haft fullar hendur fjár, okkur hefir ekki skort neitt. Hitt er annað mál hvort við höfum kunnað að nota okkur góðæri undanfar- inna ára, eða hvort við stönd- um jafn vel að vígi og hinar tvær þjóðir, sem við raunirnar hafa búið, þegar við eigum að fara að berjast fyrir lífinu eft- ir stríðið. Því að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Norðmenn kusu að berjast og falla með sæmd — í bili — fremur en að kyssa á vönd kúgarans. Síðan höfum við heyri um sífeldar aftökur og fanyelsanir í Noregi, við höfnm heyrt um skort ok vandræði, um bæi, sem lagðir hafa verið í ösku. En við höfum heyrt annað frá Noregi líka. Við höf- um heyrt um óbugandi sjálf- stæðishug norsku þjóðarinnar, sem aldrei gefst upp og þorir að horfast í augu við dauðann, þvi að hún veit, að til er það sem er verra en dauðinn, og það er að svíkja ættjörð sína og sjálfstæðismál hennar. Og frói Danmörku, sem þó var öðruvísi ástatt um en Nor- cg, frjettum við um sívaxandi 'mótspyrnu þjóðarinnar gegn kúgurunum. Kosningarnar, sem nýlega eru afstaðnar í Dan- mörku, sýna til fulls, að Danir hafa ekki i hyggju að láta bug- ast í baráttunni fyrir frelsi sínu og fósturjörð. Vissulega megum við margt af þessu læra. Hjá frændþjóð- um okkar hefir skapast for- dæmi, sem vissulega mun verða minst ávalt meðan saga Norð- urlanda geymist. Væri ekki ástæða til að við mintumst Noregssamskotanna i dag og tækjum okkur saman um að láta þau verða komin upp í eina miljón áður en næsti 17. maí rennur upp ■— fjórði þjóðardagur Norðmanna, sem þjóðin fær ekki að draga fána að hún í sínu eigin landi. Tilkynning Höfum fyrirliggjandi: Svefnherbergishúsgögn, ljóst birki, tvær gerðir. Borðstofuborð, eik og hnota, tvær stærðir. Salonstólar. Sófaborð, eik og hnota Renaissance sófaborð útskorin. Furustólar með baki. — Stólkollar. Jón Halldórsson & Co. h.f. Skólavörðustíg 6 B Sími 3107 KLUKKAN MIKLA í KREML. 1 Kreml, háborðinni í Moskva, er stærsta klukka veraldarinnar. Hún er átta metra há, en ummál hennar að neöan er 20 metrar. Hún var steypt árið 1735, eftir skipun Önnu drotningar, og sett upp í háar trön- ur úr tiinbri, því aS ekki var hægt að koma lienni fyrir í turni, en trönurnar voru ekki traustari en svo aS þær brotnuSu og þá hrapaSi klukkan og grófst sex metra i jörð niður i fallinu. ViS sama tækifæri brotnaSi stykki, sem er 11 smálestir, úr klukkunni. Þarna lá svo klukk- an, sem aldrei heyrðist hljómur úr, í gröf sinni í liundraS ár. En Niku- lás keisari I. tók loks rögg á sig og Ijet hlaSa pall einn mikinn á torg- inu i Kreml og bisa klukkunni upp á pall þennan. Þar dúsar hún enn og verSur flestum starsýnt á þetta mikla ferlíki. Innan í klukkunni geta rúmast 25 manns. Jón Brnnjólfsson. 40 ára Magnús J. Brynjólfsson afmæli: Leðurverslun Jóus Brpjólfssonar A laugard. átti elsla sjerverslun landsins með leður 40 ára afmæli. Því að 3. apríl 1903 stofnaði Jón heitinn Brynjúlfsson leðurversluii sína í liúsinu nr. 3 við Austúrstræti. Var það bæði heildverslun og smá- sala og hefir verið rekin á sama stað ætíð siðan og löngum verið landskunn fyrir vöruvöndun og á- reiðanleik í livívetna. Stofnandi verslunar jiessarar var Jón lieitinn Brynjólfsson kaupmað- ur. Hann hafði lært hjer skósmiði hjá Rafn lieitnum Sigurðssyni, eft- ir að hann fluttist til Reykjavíkur úr átthögum sínum úr Borgarfirði, en sigldi til úttanda til frekara náms árið 1888 og stofnaði hjer skósmiða- vinuustofu 4. ágúst árið 1890 og gerðist vinnustofa hans brátt stór á þátíma mælikvarða. Árið 1897 bygði Jón heitinn hús sitt við Aust- urstræti og hjelt jiar áfram iðn sinni uns hann stofnaði leðurverslun sína á sama stað, eins og áður er sagt. Rak hann verslunina með liinum mesta dugnaði og varð vel til skii'ta- vina, enda hafði hónum tekist að komast í viðskiftasambönd við hin bestu firmu erlendis. Varð leður- verslun Jóns Brynjólfssonar brátt landskunn og hafa vinsældir hcnn- ar haldist óskert fram á jiennan dag. í árslok 1926 seldi Jón Magnús' syni sínum verslunina og hefir hanr rekið liana síðan. Jón heitinn Brynjólfsson naut al- menns trausts hjer í bæjarfjelaginu og skoraðist litt undan liðsinni j>eg- ar til hans var leitað. Má' aðcjns nefna hjer, að hann sát í Niður- jöfnuijarnefnd i sex ár og Vai einn af stofnendum Verslunarráðs, ís- lands, en það komst á laggirnar ár- ið 1917, Sat hann í stjórn þess frá öndverðit og til ársins 1934. Þegar Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnað- ur hjer upp úr aldamótunum var Jón einn af forgöngumönnum þess. Og formaður Kaupfélags Reykja- vikur var hann 1916—19. Hann dó fyrir rúmu óri, hinn 1. febrúar 1942. DREKKIÐ EBIL5-0L O O o Gólfteppi Stór og smá teppi, sem jeg hefi sjálfur valið á meðan jeg dvaldi í London, sel jeg næstu daga. Innkaupin voru sjerstaklega hagkvæm, og er þetta því alveg óvenjulega gott tækifæri lil þess að gera góð kaup. Sl©ppið ekki tækifærinu, það kemur ekki aftur. Kjartan Milner Sími 5893. Tjarnargötu 3. Sími 5893.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.