Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Dauðu trjemyndirnar sem stóðu í hofunum voru ekki álitnar annað en þær voru: táknmyndir mann- legra eftirsóknarverðra dygða: þors, sakleysis, ástar o. s. frv. Mennirnir hafa altaf haft barnslega löngun til að búa til sýnilegar myndir, sem tákni trúartilfinningar þeirra. Þetta gerist enn í dag og mun halda á- fram að gerast. Jeg veit vel að ýmsir vísinda- menn líta öðrum augum á ásatrúna en jeg, en af því að jeg veit um svo marga aðra, sem eru mjer sam- mála, tel jeg að mjer sje leyfilegt að draga ályktanir af skoðunum mínum og marga ára starfi. Jeg get ekki tekið tillit til þess þó að jafn áreiðanlegur sagnaritari og Snorri Sturluson segi vjða, að menn hafi trúað þvi að fúin trjemynd væri goðið Þór, þvi að það er svo bersýnilegt að þetta er rangt. Sagnirnar tvær um þetta eru lijer- umbil eins en -gerast á mismunandi stað og tima. í annari er Ólafur Tryggvason aðalpersónan en i hinni Ólafur helgi. Þessi tvöfalda saga sýnir hve vel kaþólsku klerk- unum ljet að afbaka staðreyndir, þangað til að j)ær runnu inn i með- vitund almennings. í öðru lagi fer sögnin í bág við heilbrigða skyn- semi. ’Bændurnir „báru á milli sin manlíkan mikið .... en er þat sá bændur er á þinginu váru, þá hljópu þeir allir upp ok Iutu því skrýmsli." Og Dala-Guðbrandr mælti: „Hvar er nú guð þinn, konungur; þat ætla ek nú, at hann beri lieldr lágt hökuskeggit; ok svá sýnisk mér, sem minná sé karp þitt nú ok þess hyrnings, er þér kallit byskup ok þar situr i hjá þér, heldur en fyrra dag; fyrir því at nú er várr guð kominn, er öllu ræðr.“ Þá gaf konungur Kolbeini sterka merki og laust hann „svá goð þeirra, at l)at brast alt í sundr, olc hljópu þar út mýss, svo stórar sem kettir væri, ok eðlur og ormar.“ En konungur bað bændur að líta til austurs og rann þá upp sólin. Síðan setti hann þeim tvo kosti, að berj- ast eða taka kristni og kusu bændur þá að láta skírast. Það gæti vel hugsast, að mýs hefðu hlaupið út úr líkneskinu og sjálfur hefi jeg fundið mýs í helgi- myndum kaþólskra hænda, sem standa úti á víðavangi suður í lönd- um. En þegar sagt er að mýsnar hafi verið stórar eins og kettir þá sýnir það, að sagan hefir sætt með- ferð og endursögn trúgjarnra fá- ráðlinga og gerir það söguna í heild þýðingarminni sem heimild. Það sem bændur eru látnir segja um að myndin sje annað og meira en táknmynd guðdóms þá er það ekki annað en afbökun og vitleysa og afsannar sig sjálft, þvi að sá sem gæti sagt: „nú er guð várr kominn sem öllu ræður,“ er svo þroskaður, að hann gæti ómögulega trúað, að sá guð væri ekki annað en fúin trjemynd. Trú feðra vorra var að minsta kosti eins fjarlæg því- líkum hugmyndum og páfakirkjan er. Trú á skurðgoð hæfir illa Ástral- íunegrum og því síður forfeðrum vorum; þvi að trú þeirra var í eðli sínu „kosmotheisk“: sólin var í- mynd guðdómsins, svo var líka um tunglið, stjörnurnar, himininn (Týr) og morgunroðann (austrið), og eru ekki aðeins rómverskir sagnritarar til vitnisburðar um þetta heldur norrænar fornleifar (helluristur með sólarvagni og sólarmerkjum) og staðanöfn. í þessari frumlegu og fögru skoð- un eru rætur norrænnar lífsskoð- unar. Þegar maðurinn eftir Ragna- rök er kvaddur fyrir alföður þá bjargar honum hvorki auður nje völd, frægð nje hermenskuafrek, því alfaðir spyr aðeins um eitt: Hefir þú lifað sem góður maður, sem var fús til að fórna af þínu fyrir ahnenningsheill? — — — Nú skal minst frekar á árekstra ásatrúarinnar og kristninnar. Þrátt fyrir ofbeldið sunnan að (Karl mikli ljet einu sinni drepa 4500 Saxlendinga, svelti landið, flutti fjölda fólks lil Frakklands og ljet skira það nauðugt, en kirkjan rændi eignum þess) gekk þó svo illa að kristna norðurlönd, að jafn- vel hundrað árum eftir að Ansgar kom til Danmerkur var landið ekki orðið alkristið. Munkúrinn Wedukind frá West- falen segir, að Danir hafi ekki vilj- að láta skírast en haldið þvi fram, að jafnvel þó Kristur væri guð þá ættu þeir þó annan guð betri. Við gestaboð þar sem Haraldur blá- tönn var viðstaddur fengu Popo biskup og klerkar hans þessi svör. Biskupinn bauðst þá til að gera FaU Þórs. Teikning eftir Frölich, Valkyrja. kraftaverk, og með járnburði sann- aði liann að trú hans væri sú rjetta og konungur snerist og skipaði þegn um sínum að láta skírast. í Noregi fóru boðendur kristn- innar fram með mesta ofsa. Ólafur Tryggvasou ljet drepa menn uin- svifalaust er þeir néituðu að láta skirast, og hann ljet skera tunguna úr sumum. Og þó gerðust sumir svo djarfir að spyrna á móti. Ólafur hafði nteð vjelum náð Eyvindi kinn- rifu á sitt vald og hótaði honum lim- lestingum ef hanu ljeti ekki skír- ast. En hann var ófáanlegur og ekki stoðuðu heldur umtölur bisk- ’—------------------------------ Þorgnýr lögmaffur talar á Uppsalaþingi. upanna. Þá var skál með gtóðum sett á kvið lionum og liann brend- ur lifandi. Svona var kristnin boð- uð. Til þess að draga fjöður yfir þetta sagði konungur og biskupar, að Eyvindur væri ekki maður held- ur andi, sem hefði sest að i manns- líkama. Ólafur lielgi var ekki betri, og það var síst að ófyrirsynju er lend- ir menn gerðu samtök gegn honum og drápu hann 1030. En smámsaman hafði iiýja kenn- ingin að sunnan gagnsýrt hin nor- rænu þjóðfjelög svo, að öll and- Frh. d bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.