Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 11
F Á L;K I N N 11 Tónsnillinoar llfs op liðnir. Frh. af bls. 6. Carl Tansig var borinn og barn- fæddur í Varsjá, fæddist liann þar 4. rióvember 1841. FaSir hans var snjall pianóleikari og kendi honum sjálfur þangað til hann kom með hann til Liszts. Naut hann nú til- sagnar þessa frábæra kennara fyrst og fremst í pínaóleik, en auk þess i hinum æðri tónlistarfræSum í þrjú ár, og þreytti síðan opinbera frumraun sína í Berlin 1858 á hljóm- sveitarhljómleikunum, sem von Bulow stjórnaði. Ekki voru menn á eitt sáttir í dómum sínum um þann þá. Mönnum kom að vísu saman um að leikni hans væri frábær. En „íhaldið“ talaði um „liávaða" og jafnvel „skarkala", og jafnvel suinir þeirra sem ekkert höfðu út á það að setja, þó að liljóðfærasnillingar væru skapmiklir og Ijetu það í ljós í leik sínum, og þess vegna gátu vel þol- að það, sem þeir kölluðu „Liszt- kendar uppáfinningar' lijá Tausig sögðu, að meiri nautn mundi verða að lieyra til hans síðar, þegar hann væri búinn að ,„lileypa úr sjer mesta gustinum og ofsanum.“ Árin 1859—60 hjelt Tausig hljóm- leika viðsvegar í þýskum borgum, en hafði aðal aðsetur sitt i Dresden. En 1862 flutti hann til Vinarhorg- ar og tók þar upp liált von Búlows í Berlin, að efna til hljómsveitar- hljómleika með „framtiðar -íón- smíðar. En þessurn liljómleikum var tekið fremur fálega og fjárhagslega voru þeir fyrir neðau allar he'luv. Segir nú fátt af Tausig i nolckur ár. Hann flutti sig ofl, stað úr stað, en yfirleitt lifði liann fábrotnu lifi ötuls námsmanns. Og það rnátti heita að liann væri húinn að hleypa úr sjer mesta gustinum og ofsanum, þegar hann giftist (1865) og scttist að í Berlin. Og nú var ekki um hann þráttað. Nú var honum einróma fagnað sem snillingi i fremsta flokki. Hann liafði náð fullkomnu valdi á sjálfum sjer — miklu skapi og miklum liæfileik- um — og kom nú fram mikill og virðulegur, en leiknin var nú enn „óskeikulli“, en hún hafði nokkru sinni áður verið. Setti hann nú á stofn í Berlín einskonar „virtúósa“- skóla fyirr pianóleikara (Schule der hölieren Clavierspiels) og efndi öðru livoru til pianóhljómleika i hinum helstu borgum. Hann andaðist í Leipzig 17. júlí 1871, eftir skamma legu í taugaveiki. Um píanóleik lians er það að segja, í stutlu máli, að hann þótti, frábærilega stórfenglegur, tilþrifa- mikill og „innblásinn“, en algerlega yfirlætislaus. „Tónn“ hans var dá- samlegur, og þróttur og þol slíkt, að jafnvel „fagmenn“ voru stórum undrandi. En það var sjereinkenni hans, að láta aldrei á þvi bera, að hann reyndi neitt á sig, þó að kraft- urinn væri svo mikill, að menn byggjust við þvi að hann myndi sprengja hljóðfærlð þá og þegar. Hann var snillingur af Guðs náð, en auk þess, hámentaður tónfræð- ingur og alsstaðar heima á sviði tón- listar og*tónfræði, enda var viðfangs- cfnaskrá hans ákaflega fjölbreytt, eða svo, að það mátti heita, að hann gæti leikið blaðlaust og fyrirvara- laust flestar tónsmíðar, sem nokk- urt gildi höfðú, alt frá Scarlati (1683 —1757) til Liszts (1811—1886). Hann fjekks nokkuð við samn- ingu tónsmíða af ýmsu tagi, sem vel eru metnar af kunnáttumönnum, og sjerstaklega þótti liann slingur að raddsetja fyrir hljómsveitir (instru- mentera) og umrita tónsmiðar, sitt á hvað. Gestkoman. Síðla á liaustkvöldi um 1880, komu að Eystri-Loftsstöðum gestir tveir ríðandi. Ungir voru þeir, spjátrungslega búnir og báru sig borginmannlega. Riðu liart i hlaðið og mættu þar manni, er var að koma út úr heyliiöðu. Mundi hann nálægt sextugsaldri, hár og þrek- inn, limaður vel, skeggjaður og liærður vcl, andlitið sviphrcint, yf- irbragð mikið og augun skær — ef að var gætl. Gestunum sýndist karl þessi heldur fjósamannslegur: Ilatt- urinn barðastór, borðalaus og næst- um galslitinn, prjónaður ullartref- ill mórauður, kappmellaður um hálsinn og kögruðum endum brugð- ið undir úlpuna. Hún var úr sauð- svörtu vaðmáli, einhnept innl'endum tölum úr dökku sauðarhorni, hætt og dálítið trosnuð. Fram undan ennunum sást milliskyrta úr ein- skeftu mórendri og indigó-litrendri. Bryddi og á hvítar prjónaðar ull- arskyrtuermar. Grákembdar vaðmáls- buxur, bæltar líkum lit á báðurn knjám, og sá þó aðeins í hvítar, prjónaðar nærbuxur á öðru þeirra. Sókkar mórauðir, með einni rönd upp við hvitar fitar. Náðu þeir upp yfir kálfa, utanyfir buxum, en höfðu sigið niður undir mjóalegg — og mátti þar vænta hvitra háleista (hálfsokka) milli buxna. Leðurskór, bryddir þuunum bjór. Seymið hjelt á vörpum og tám, en sprungið liafði úr fremstu sporum. Þvengir dregnir undir vörpin, með hafti yfir ristar fremst og endum yfir miðja rist, lykkju-hnýttum við lágil. — Aðrir þvengir að aftan, hnýttir ofan við ökla. Upp úr skóm sást rönd á mis- litum prjónaharða (il-lepp). Heymusk sat á hattbörðum, og heystrá hjengu á fötum og skeggi, en fræ á fótum. Gestirnir stigu ekki af baki og heilsuðu ekki að sveitasið, heldur spurðu þegar: „Er Sigurður liús- bóndi heima?“ „Hann Sigurður liús- bóndi, já, það lield jeg að liann sje heima.“ „Findu hann þá fljótt, karl, fyrir okkur.“ „Jeg? Að finna liann Sigurð. Jeg þarf ekki að finna hann Sigurð. Þið getið fundið liann, ef þið viljið.“ Gestirnir þyktust við, en gátu þó ekki varist hæðpishlátri. Karl spyr þá: „Hvaðan eruð þið?“ „Úr Reykjavík auðvitað.“ — „Úr Reykjavík. Hvað er það, þessi Reykjavík?“ Þeir svara, og heldur birst: „Það er þorp, aulinn þinn.“ „Nú, er það þorp. Þið eruð þá þorp- arar.“ Þá var gestunum nóg boðið, slógu í klárana og þeystu að Vestri- Loftsstöðum. Rómuðu þeir litt. gest- risnina á Eystri-Loftsstöðum, og sögðust hafa hitt þar hálfvitlausan karl einungis, er ekkert hefði skilið, vitað nje viljað gera fyrir þá. — En reyndar liöfðu þeir hitt hús- bóndann sjálfan, bráðgreindán mann meinfyndinn og svo gestrisinn, að þar var sjaldan mannlaust. Og góð efni lirukku naumast til góðgerða á Eyrarbakkaþjóðbrautinni. Ath. Atvik, spurningar og svör eru sögð sannsöguleg að efni til. En umgerðin tálguð hjer, og búningur sniðinn að góðra bænda sið, við gegningar á þeim árum. En þeir fóru þá i önnur og betri yfirföt, er inn kom. Og höfðu þó áður hrist af sjer moskið úti. Gamall bóndi. JðnáMónm. Það var skrítið þetta ineð hann Jón á Móum. Það var svo sem ekki lengi að flækjast vitið fyrir fótun- um á honum, og þó var hann bú- liöldur góður og efnaður. Hepnis- formaður var hann um tugi ára, og kappið engu minna en forsjálnin. Heldur en ekki auðgaðist liann. Formaður var Jón i háskalegri veiðistöð, með sífeldu boðabrimi og öldnuþrungnu útliafi. Fremur var hann seinmæltur, lagði venju- lega mesta áherslu á síðasta orð í setningu, og dró seiminn. Eitt sinn var afli svo mikill á lóð, er Jón var að draga, að átt-- æringur hans var orðinn nærri söklc- hlaðinn, og aðeins borð fyrir báru. Jón góði lítt annars, en að horfa á fiskinn i sjónuin og gætti þess, að ekki tapaðist fiskur frá borði. Jafn framt éndurtók liann i sífellu þessi orð við sjálfan sig: „Mikil ósköp getur hann borið blessaður bálur- inn.“ En á meðan rendu framámenn einum fiski út á bakborða fyrir hvern þann, er til þeirra var kastað. Öðru sinni, er Jón var á sjó, langt nokkuð frá landi, brast á mótviðri með byl svo ekki sá til lands. Þá varð Jóni að orði: „Það þykir mjer verst að skemmugatið er opið.“ Þriðja sinn var brim á sundi. Þá er inn úr því var sloppið, skar und- an og sáust þarablöð mikil i djúpu lóni. Þá mælti Jón: „Það vildi jeg að merarnar mínar væru komnar hingað.“ Kaupmaðurinn danski kom þá enn á nálæga verstöð, en þó um lest- irnar einungis, rjett eins og á ein- okunaröldum. Og þó var þá nærri öld umliðin. Eitt sinn fagnar Jón kaupmanni nýkomnum með þessum orðum: „Sælir nú N. N. — Altaf lifið þjer, altaf.“ Aldraður maður, nákominn Jóni, lá veikur hjá honum. Jón kom til hans við og við og spurði um líðan hans á þessa leið „Versnar þjer ekkert, gamli? Ert þú ekkert lak- ari, gamli?“ F.v. sjómaður. KET-WEST járnbrautin. Þróun og þroskaferill járnbraut- anna kemur víða við, og sumt af því, sem gert hefir verið í járnbraut- arlagningum hlýtur að vckja furðu. Það eru ekki aðeins járnbrauta-jarð- göngin, sem eru áðdáunarverð, held- ur mætti minnast á margt fleira i þvi sambandi, t. d. það þegar járn- brautir eru lagðar utan í hömrum eða á háreistum grindum yfir djúpa dali, þar sem ókleift reynist að „halda sjer við jörðina“ sjálfa. — Minnast má og á járnbrautir þær, sem liggja hátt yfir götum stórborg- anna, því að ókleift liefir verið að útvega þeim rúm í venjulegri götu- hæð, eða á tannlijóla- og strengbraut- irnar i Sviss og víðar, þar sem braut- arvagnarnir renna i meiri halla en svo, að lestin geti fikrað sig áfram á teinunum. Og aðdáanlegar eru vissulega hinar löngu járnbrautir, sem lagðar hafa verið yfir þverar heimsálfur, svo sem Siberiubrautin til Vladivostok og Afríkubrautin milli Kairo og Höfðaborgar. En hjer skal aðeins sagt frá einni járnbraut, sem virðist vera alveg einstök i sinni röð. Þegar komið er suður á Florida- tanga og farþeginn i járnbrautinni sjer ekkert nema hafið blasa við fram undan, er ekki nema eðlilegt, að honum finnist sjálfsagt, að lestin muni nema staðar. En það gerir hún ekki. Hún heldur áfram, beint á haf út, á langri járnbrautarbrú. Eftir nokkra stund fer lestin yfir dálítinn hólma, en þá tekur við ný járnbrautarbrú, og þannig gengur j>að koll af kolli, að óralangar brýr og hólmar skiftast á. Þessi einkenm lega járnbraut er 180 kílómet-ra löng, uns komið er út í eyjuna Key West. Þetta mannvirki hefði verið ófram- kvæmanlegt, ef ekki væri sjerstak- lega mikið grynni á leiðinni, en þarna er í rauninni sandrif, í beina framlialdi af suðurodda Florida, alla leið til Key West. Milli hólm- anna eru brýrnar allar gerðar sem steinbogabrýr, og eru þær samtals um 90 kílómetra langar, en auk þess hafa verið lilaðnar upp undirstöður langar leiðir i nágrenni við hólm- ana. Lengsta sundið, hólma á milli, er níu kílómetra langt, svo að hólm- arnir eru margir. Það ræður að líkum, að þetta manvirki hefir kostað of fjár. Gat það verið hugsanlegt, að ráðast i þetta fyrirtæki, aðeins til þess, að farþegar frá Florida, sem ætluðu sjer í sjóferð suður um eyjarnar i höf- unum austur af Mexico-flóa, gætu komist 180 kílómetra lengra á landi, til þess að komast hjá sjóveikinni? Nei, eigi var það svo. En i Florida er útfiri mikið og engin liöfn, sem stórskip geta siglt á, sökum grynn- inga. Hinsvegar er góð og djúp höfn 1 Key West. Þessi merkilega járn- braut var þvi fyrst og fremst til þess gerð, að opna Floridaskaganum að- gang að góðri verslunarhöfn, og brautin til Key West, eða „Vestur- lykilsins“ annast engu síður vöru- flutninga en farþega. Og frá Key West er auðveldasta og stytsta leið- in til Havana, höfuðborgar Cuba. Kaupíð Fálkann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.